Vísir - 08.10.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 08.10.1977, Blaðsíða 1
Laugardagur 8. október 1977 — 249. tbl. 67. árg Hœttuóstand vegna aukins hita í Bjarnarflagi: „Þrýstingurinn gœti leitt til gufusprengingo og gígamyndancT „Aðaláhyggjuefnið núna er hinn aukni hiti i Bjarnarflagi. Þar virðist vera mjög mikil aukning á þrýstingi, bæði í bor- holum og öðrum holum og þaö er hætta á að gufuþrýstingurinn verði of mikill fyrir jarðlögin, en það gæti leitt til gufuspreng- inga og gigamyndana, svipað og gerðist i noröanveröum Leir- hnjúk í fyrra". Þetta sagði Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur, þegar Vísir spurðist fyrir um þróun mála i Mývatnssveit. Ey- steinn sagði að ástæðan fyrir þessum aukna hita væri að hraun heföi runnið i jarðlög I umbrotunum i byrjun septem- ber sl. Þessi hraunmassi verði siðan til þess að jarðvatnið hitni smdm saman. Eysteinn taldi ekkert benda til þess að landið sé að hækka þarna og þvi ekki likur á aö meira hraun sé að renna inn á svæðið. Kvaðst hann hafa bent al- mannavörnum á þá hættu sem þarna fyrir hendi, en verkefni jarðfræðinga sé ekki að benda á leiðir til varnar. Landris við Kröflu Norður við Kröflu heldur landrisið áfram með jöfnum hraða. Eysteinn sagöist telja liklegast aö næsta hrina verði á svæðinu i næsta mánuði. Hins vegar væri alltaf viss óná- kvæmni i slikum spám. Stundum heföi hrinan komið seinna en búist hafði verið við og stundum, eins og var siðast, fyrr. Ef hraungos fylgir næstu hrinu sagðihann að ekkertheföi komiö fram sem benti til þess hvar það yröi. Gossprungan nær 5 km. norðan við Leiriinjúk suður i Bjarnarflag, en hvar á þeirri sprungu muni gjósa er ekki vitað. „í mörgum eldgosum sem standa nokkurn tima er þróunin sú, aö gosið byrjar á háum stað, en eftir nokkurn tima gýs á lægsta hluta sprungunnar. Þannig var það til dæmis I Heklugosinu 1947, en hins vegar ekki i Myvatnseidum. Lægsti hluti sprungunnar í Mývatns- sveit er i Bjarnarflagi”, sagði Eysteinn. —SJ Hvað segja menn um að skella sér í vinnu við Hall grímskirkju eftir helgi? Svavar Gests lagði sitt af mörkum í gær og sjálfsagt eiga margir eftir að feta í fótspor hans því sjálfboðaliðar eru vel þegnir til að handlanga fyrir múrarana. Við segjum nánar frá heimsókn Svavars á bls. 5. Kjaradeilunefnd brýtur lög — segja hjúkrunarfrœðingar Hjúkrunarfélag tslands er langtfráþvi ánægtmeð úrskurð kjaradeilunefndar um að hjúkrunarfræðingar skuli ekki I verkfall. Félagið hefur sent fjöl- miðlum fréttatilkynningu þar sem segir: Stjórn og trúnaðarráð Hjúkrunarfélag tsiands bendir á að með úrskurði kjaradeilu- nefndar frá 03.10.1977 er brotin 26. grein laga númer 29 frá 1976 um kjarasamninga BSRB, en þar segir m.a. „Kjaradeilu- nefnd ákveður hvaða einstakir menn skulu vinna i verkfalli”. Stjórn og trúnaðarráð Hjúkrunarfélags tslands mót- mælir þvi harðlega úrskurði kjaradeilunefndar þar sem hjúkrunarfræðingum er meinuð þátttaka i verkfallsaögeröum Bandalags starfsmanna rikis og bæja og hefur þar með virt að vettugi mjög ábyrga verkfalls- áætlun Hjúkrunarfélags ts- iands. Á bls. 3 I VIsi i dag er greint frá viðbrögöum Lögreglunnar viö þessu sama atriði. —GA Hvað er x • r r að sja i útvarpi og sjón- varpi um helgina? Nú fer hver að verða siðastur að njófa ríkis- fjölmiðlanna fyrir verkfall. Aukablaðið vinsæla um útvarp og sjónvarp fylgir blaðinu að vanda i dag. Allt í óttina Á fundum fulltrúa BSRB og rikisstjórnarinnar I gær virtist svolitið þokast i áttina til þess að samkomulag gæti tekist milli þessara aðila, þar sem fulltrúar rikisins lögðu fram tilboö þar sem gengið er að nokkrum atriðum, sem talsmenn BSRB hafa lagt áherslu á. Langt mun þó enn i að sam- komulag geti tekist og er þvi vinnustöövun yfirvofandi á þriðjudaginn kemur, ef samningar hafa ekki tekist fyrir þann tima. HELGARBLAÐIÐ FYLGIR VÍSI í DAG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.