Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Fimmtudagur 7. sept. 1978
Strax eftir aö gjaldeyrisafgreiðsla hófst I gaer, mynduo-
ust biðraðir i bönkunum. Vfsismynd: JA
Líffegt í gfafcf-
eyrisbönkunum
Gjaldeyrisviöskiptin f bönkunum voru lifleg í gær, en
þau höföu aö mestu legiðniðri itiudaga.
Hjá gjaldeyrisdeild
Útvegsbankans fengum við
þær upplýsingar að
viðskiptin hefðu ekki verið
eins mikil og búist hafi ver-
iö við. Þau hefðu verið lik
og algengt væri á föstudög-
um, en þá er yfirleitt mikið
annriki i bankanum.
I Landsbankanum voru
gjaldeyriskaupin meiri en
venjulega á annrikisdög-
um , en samt hafði verið
búist við meiri viðskiptum,
en raun varð á i gær.
—KP.
„Ftskverðsð
but§ dð haalrlraiff
Begir Kristján Ragnarsson
„Ákvörðun fiskverðs á að fara sina venjulegu leið i
gegn um Verðlagsráð sjávarútvegsins og ég trúi þvl ekki
að rikisstjórnin ætli að fara að ákveða það sem öðrum
ber", sagði Kristján Ragnarsson formaður Lttl við Visi i
morgun.
Kristján vildi ekki svara
þvi hvort útgerðarmenn
væru tilbúnir að fallast á
óbreytt fiskverð frá 1. októ-
ber. Hann benti hins vegar
á að rekstur almenna báta-
flotans hefði átt við gifur-
legan vanda að etja vegna
gengisbreytinga og hækk-
unar á rekstrarkostnaöi og
væri sist betur á' vegi
staddur en fiskvinnslan.
,,Það verða að koma
verulegar fiskverðshækk-
anir", sagði Kristján, „til
að mæta þessari útgjalda-
aukningu til þess að dæm-
inu verði ekki snúið við
þannig að útgerðin stöðvist
i staðinn fyrir frystihúsin".
Setiur í 90
daga gœslu
Rannsókn morðmálsins á Flateyri er hald-
ið áfram, og hefur Arnar Guðmundsson,
deildarstjóri, yfirumsjón með rannsókn
málsins, ásamt Hallvarði Einvarðssyni,
rannsóknarlögreglustjóra.
Ungi maðurinn, sem gaf
sig fram og kvaðst hafa
orðið vinstúlku sinni að
bana, heitir Þórarinn
Einarsson, 19 ára Reykvik-
ingur, til heimilis að Gyðu-
felli 12. Hann hefur nú verið
úrskurðaður i 90 daga
gæsluvarðhald og auk þess
gert að sæta rannsókn á
geðheilbrigði sinu og sak-
hæfi.-
Stúlkan hét Sigurbjörg
Katrin Ingvadóttir, 18 ára,
einnig frá Reykjavik.
Rannsóknarlögreglan hef-
ur ekki viljað greina frá þvi
með hvaða hætti pilturinn
banaði stúlkunni, að öðru
leyti en að hann hafí
viðurkennt að þau hafi deilt
og lent i átökum, sem orðið
hafi hennar bani.
—EA
Afengi og tóbak
hækka vm 20%
Afengi og tóbak hækkar
um tuttugu prósent frá og
með deginum I dag og eru
útsölur Afengis- og tóbaks-
verslunar rfkisins lokaðar I
dag. Hluti af þessari hækk-
un er vegna gengisbreyt-
inga, en islenskir drykkir
eru látnir fylgja þeim er-
lendu, og hækka jafnmikið.
—ÓT.
Verður fiskverð óbreyff I. olrfóber?
Ff
„Kenwr ekki
tíl greina
segir Óskar Vigiússen
„Við gerum þær kröfur, að fiskverð  ur Sjómannasambands íslands við Visi
hækki til jafns við laun verkafólks i  i morgun.
landi", sagði óskar Vigfússon, formað-
Ráðherranefndin var á  kynntar, en sjómenn ekki
fundi með fulltrúum sjó-  farnir að leggja mat á
manna  i gær og  sagöi  þær ennþá. Gerði Öskar
Óskar, að þar heföu ráð-  ráðfyrir.aðannar fundur
stafanir rikisstjórnarinn-  yrði  haldinn  með  ráð-
ar Iefnahagsmálum verið  herranefndinni.
Óskar sagði, að það
kæmi ekki til greina að
fiskverð yrði óbreytt eftir
1. október. „Við erum til-
búnir að taka á okkur þær
byrðar, sem  allir  þjóð-
félagsþegnar þurfa að
bera við vissar aðgerðir
rikisvalds, en ekkert um-
fram það", sagði hann.
—KS
//Ég hef alitaf kosið nema siöast", sagði Gísli Gestsson í morgun.
Vísismynd: JA
„JMá þakka fyrir
það sem ég hef
segfr Gísli Gesfsson, »em er 100 ára i dag
„Það hefur enginn giskað á að ég væri orðinn hundrað ára," sagði Gfsli Gestsson,
er Vfsir óskaði honum til hamingju með tiræðisafmælið I morgun. Gfsli dvelst nú á
Elliheimilinu Grund og var hann hinn brattasti er hann spjallaði við blaðamenn
VIsis.
Opnar
Ragnar
fyrir
vínið?
„Ég er eftirmaður
tveggja ráðherra. Annar
þeirra mun hafa veitt vin i
opinberum veislum en hinn
ekki, en ég vil ekkert um
það segja hvað ég geri.
Þetta er I athugun", sagði
Ragnar Arnalds, mennta-
og samgöngumálaráð-
herra, við Visi er hann var
spurður um það hvort hann
ætlaði að veita vin I opin-
berum veislum, en fyrrver-
andi menntamálaráðherra
felldi niður vinveitingar I
veislum ráðuneytisins.
„Eðlilegast er að öll
ráðuneytin hafi sömu reglu
i þessum efnum", sagði
Ragnar. „Það verður erfitt
fyr ir mig aö hafa eina r eglu
i samgöngumálaráðuneyti
en aðr.a i menntamála-
ráðuneyti. Að öðru leyti vil
ég ekkert um málið segja".
—KS
n
II
„Ég veit nú ekki, hvort
nokkuð er merkilegast af
þvi, sem á daga mina
hefur drifið. Þaö er margt
mótlætið, sem ég heföi
viljaö vera án, en það
skiptast á skin og skúrir
og ég má vist þakka fyrir
það sem ég hef," sagði
Gisli. Hann sagði, að þó
að heyrnin væri kannski
farin að gefa sig, og rist-
illinn hefði eitthvað angr-
að sig á siðustu árum
væri minnið skýrt og
sjónin góö.
„Ég þarf engin gler-
augu. Ég sé vel á öðru
auganu og þaö nægir, en
mér er sáma hvort hitt er
lukt eða ekki. Ég les samt
ekki mikið bækur, en
greip þó Passiusálmana
um daginn þegar ég var
eitthvað óþreyjufullur og
þá kom i ljós að ég mundi
bara þó nokkuð.
En þetta eru tvennir
timar og heimurinn I dag
ogfrá þviaöégmanfyrst
eftir mér, eru gjörólikir.
Eg fylgist samt alltaf
með og.hef alltaf kosið
nema siðast. Hvað ég hef
kosið? Nema Framsókn!
Þetta er alltaf sami slag-
urinn I kosningunum."
ÞJH
Kenwr
ekki til
greina
ii
„Framlenging samning-
annafrá 1. desember kem-
ur ekki til greina af hálfu
verslunarfólks", sagði
Björn Þórhallsson, for-
maður Landssambands ísl.
verslunarmanna.
„Arssamningur gæti þó
hugsanlega orðið til um-
ræðu eftir aö við hefðum
náð til jafns við kauptaxta
t.d. opinberra starfsmanna
og bankamanna", sagði
hann.
FANNST
LÁTINN
ÍÖXARÁ
Maður fannst látinn I
öxará við brúna I Al-
mannagjá i nótt. Ekki er
hægt að greina frá nafni
mannsins að svo .stöddu.
—EA
-v
SMÁAUGLÝSINGASIMINN ER 86611
.'Smáauglysingamótiaka
,alla virka daga frá 9>22.
jLaugardaga frá 9-14 og
sunnudaga frá 18-22.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24