Tíminn - 20.09.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1969, Blaðsíða 1
SAUDFÉ SLÁTRAÐ j STÚRAUKNUM MÆLI HÉR SYDRA SB-Reykjavík, föstudag. Sauðfjárslátrun er nú að hefjast sunnanlands og er séð fram á, að mun fleira fé verð- ur slátrað í ár en í fyrra og 437 ÁN ATVINNU j REYKJAVÍK Verkalýðsleiðtogar og bæjarstjórar á fundi EJ-Reykjavik, föstudag. Níu-manna-nefnd verkalýðsfé- laganna í Reykjavík og Hafnar firði átti í dag fund með borg arstjóranum í Reykjavik, bsejar stjórum Hafnarfjarðar O'g Kópavogs, og sveitastjórum Garðahrepps, Seltjarnarness- hrepps og Mosfellshrepps, um horfur í atvinnumálum og hugsanlegar úrbætur. Til grund vallar viðræðunum voru kröfur verkalýðsfélaganna um aðgerð ir bæjarfélaganna, og ríkis- stjórnarinnar, í atvinnumálum. Að sögn Geirs Hallgrímsson- ar, borgarstjóra, á fundi með blaðamönnum í dag, var rætt um þær kröfur sem verkalýðs- félögin hafa lagt fram, oghvað hægt væri að gera til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Upp- lýsti borgarstjóri, að 18. sept. Framihaiid a Dls. 11 þar er um að kenna heyleysinu. Talið er, að stórgripaslátrun verði einnig meiri. Útflutning- ur á dilkakjöti er fyrirhugað- ur meiri en nokkru sinni fyrr. 1 Borgarnesi hófst sauðfjár; slátrun á miðvikudaginn og sagði Ólafur Sverrisson, kaup- félagsstjóri, í viðtali við blaðið í dag, að það fé, sem þegar hefði verið slátrað væri mis- jafnt, enda eingöngu úr heima högum. Fé af heiðum verður ekki slátrað fyrr en eftir rétt- ir um miðja næstu viku. Áætl að hefur verið að slátra í haust í Borgarnesi 76 þúsund fjár, en sú áætlun er síðan í fyrra mánuði, meðan menn vonuðu að úr rættist með heyskapinm. Ólafur kvað sennilegt, að tala sláturfjár myndi fara yfir 80 þúsund, nú þegar séð yrði fram á töðubrest. Stórgripaslátrun hefur verið töluverð undanfar- inn mánuð og verður vafalaust meiri en í fyrra líka. Ætlunin er að flytja út mestallt það kjöt, sem útflutningshæft reyn ist frá Kaupfélagi Borgarness og þá aðallega til Bretlands- eyja. Fyrsta kjötfarminum verð ur skipað út í næstu viku. Helgi Jóhannsson, sláturhús- stjóri hjá SS á Selfossi, sagði í dag, að þar yrði slátrað 2— 3000 fleira fjár, en i fyrra, en þó gæti sú tala hækkað, því bændurnir hefðu vonað í lemgstu lög, að heyið næðist inn. Ennþá eiga allir hey úti. Slátrun hefst hjá SS á Selfossi á mánudaginn og áætluð tala sláturfjár úr Árnessýslu er 57 þúsund. Lömb eru ekki sett á, Framihald á bJs. 10; Stefana Guðmundsdóttir og Jónína Guðmundsdóttir, fulltrúar Húsmæðrafélags Reykjavíkur, ræða við blaðamann Tímans fyrir utan Mjólkurstöðina í dag. (Tímamynd — GE) 7 tegundir mjólkur brögðuðust dável SJ-Reykjavík, föstudag. í dag þáði stjórn Neytendasamtakanna, ásamt þrem fulltrúum Húsmæðraféiags Reykjavíkur, boð Mjólkursamsölunnar í Reykjavík um að koma þangað og bragða á mjólk, sem drýgð er blöndu með undanrcnnudufti og smjöri. Mjólkursamsalan stendur fyrir þessum tilraunum að beiðni Landbúnaðarmálaráðuneytisins og hefur fyrir þeirra orð hvatt þessa aðila til að láta í liós álit sitt á mjólk, sem blönduð er á þennan hátt. Tíminn hitti þrennt af þessu fólki, sem bragðaði þessa mjólk í dag, og lét það vel yfir henni. Nýmjólk sú, sem hér er um að ræða, eir aðeins drýgð með liitlai magni af blöndu með undan rennudufti og vatni, og fengu gest ir samsölunnar í dag að bragða á sjö tegundum af slíkri mjólk. Þessar athuganir Mjólkursamsöl- unnar og Landbúnaðarráðuneytis- ins á því til hvaða aðgerða sé unnt að grípa til að bæta úr yfir- vofandi mjólkurskorti, eru enn á frumstigi og hafa engar ákvarð anir verið teknar enn. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær eru ýmsar leiðir til að drýgja mjólk- ina hugsanlegar. Úti á landi hef- ur t.d. verið gerð tilraun með að drýgja hana með blöndu úr ný- mjólkurdufti, og þekkist slík mjólk að sögn, vart frá óbland- aðri nýmjólk. En ákvarðanir um þessi mál eru í höndum ríkis- stjórnarinnar og heilbrigðismála- ráðuneytisins svo sem eionig sagði hér í blaðinu í gær. Við hittum tvo fulltrúa Hús- mæðraféliaigsins, þær Jónínu Guð- mundsdóttur og Stefönu Guð- mundsdóttur, er þær voru að koma frá'því að bragða á mjólkinni í rannsóknastofu Mjólkursamsölunn ar um hálf fjögurleytið í dag. — Mér finnst þetta afbragðs- mjólk, allar sjö tegundimar, sagði frú Jónína, — ég finn engan mun á henni og venjulegri nýmjólk. — Mér virðist munurinn lítill, Framhald á bls. 10. m WUMMto! i Engin samstaða enn um bann við laxveiði í sió SB-Reykjavík, föstudag. Norræna stangveiðisambandið hélt fund í Stokkhólmi í fyrra mánuði, þar sem aðalmálið var hið mikla tjón, sem þegar hefur orðið af völdum laxveiða í lithöf- unum. Laxastofn Kanada og Nor egs hefur þegar rýrnað til muna, af völdum þessara veiða og ialið er, að röðin sé komin að fslandi þar sem laxveiðar aukast nú stór- lega við Græuíand og Færeyjar., Fulltrúi fslands á fundinum var Hákon Jóhannsson forstjóri. en hann er ritari Landssambands stangvciðimanna. Blaðið hafði tal af Hákoni > dag og inntj hann eft- ir því sem fram kom á fundinum. — Á bessúm ftindi vai' aðal- málið laxveiðarnar í N.-Atlants- hafi, sagði Hákon — og þá var sérlega rætt um svæðið vestur af Noregi. Leif Rosseland frá Nor- egi, en hann er fortnaður Fisk- vísindastofnunS'i Noregs, kom gagnigert á fundinn tii að flytja erindi um veiðarnar þar, sem tald ar eru m.jög skaðlegar fyrir laxa- stofn Noregs. f erindi hans kotn fram, að árið 1963 fundu Danir lax á þessu svæði af tilviljun, er bátar voru þar að reknetaveið- um. Tveim árum síðar hófu tveír danskir bátar svo laxveiðar þarna, en ek’k; er vitað hve mikið þeir veiddu, því það var ekki gefið upp. Síðau hafa veiðarnar aukizt gifurlega á svæðinu og í fyrra muru hafa veiðzt bar um 160 tonn at lax;. Til samanburðai ma geta þess, að heíldarlaxveiðj ís- lendinga var 120 tonn. Norðmenn líta þessai veiðar mjög alvarleg- um auigum, því heildarlaxveiði þeirra á árinu minnkaði. sem svaraðj þessum 360 tonnum Þessi lax, sem veiðzt hefur vestur af Noregi, er ai norskum og líklega eniskum stofni. en nú er komið að íslendingum að ugga um sinn laxastofn, vegna stóraukinna veiða við Færeyjar og Grænlaud. Við Grænland hófust veiðarnar árið 1959 og hafa aukizt ár frá ári og nú eru Danir famÍT að veiða á línu utan landhelgi Græn- lands. en peir hafa hmgað til að- eins veitt lítilega innan við. Árið 1968 weiddust við Græn- land 1200 tonr.i af laxi en var mest 1967 um 2000' tn. Heildar- veiði þeirra landa, sem liggja að N.-Atlantsihafssvæðinu nemur ár- lega 6000—6500 tonnum, þannig að þegar Grænlands- og Færeyjar veiðamar bætast við. er það álag, sem við teljum. að stofninn þoli eldd. — Hvaða ráðstafanir taldi fund urinn. að bæri að gera gagnvart þessum veiðum"' — Banna aliar laxt'eiðar 1 sjó. Það mál var fyrst tekið tpp af Landssambandi ísl stangveiði- manna á fund' Norræna stang- veiðisambands’ns árið 1967 og hef ur síðan 'reri? á dagskrá. í vw var svo gerð sampykkt um að ban.na laxveíðai í sjó. en Danir og Svíar neituðu að fallast á hana. Framhald á bls. 10 Hákon Jóhannsson, forstjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.