Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 B 7 BÆKUR FÓLKIÐ í blokk- inni er eftir Ólaf Hauk Sím- onarson. Í kynningu segir m.a.: „Vigga er 11 ára og býr ásamt fjölskyldu sinni á níundu hæð í blokk í Hólunum. Vigga hefur frá frá ýmsu að segja. enda er lífið í blokkinni hreint ótrúlega fjölbreytilegt. Þar býr margt skondið og skemmtilegt fólk, til aðmynda Robbi húsvörður sem trompast ef hann sér hund, Malla norn sem getur galdrað graftarbólur á nefið á leið- inlegum strákum, Loftur Loftsson sem á hundinn Loft, tvíburarnir Ari og Bjarni sem enginn þekkir í sundur, þunglyndi leikarinn og síðast en ekki síst hann Óli, bróðir Viggu, sem á tal- andi páfagauk.“ Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er 132 bls., prentuð í Litróf. Guðjón Ingi Hauksson myndskreytti bókina. Verð: 3.990 kr. Börn MEÐ öðrum orð- um er ljóðabók eftir Inga Steinar Gunnlaugsson Þetta er þriðja ljóðabók höf- undar. Fyrri bæk- urnar heita Sól- skin (1996) og Mér líður vel – Þakka þér fyrir (1999). Í kynningu segir m.a.: „Bókin stað- festir að þar fer höfundur sem hefur ekki aðeins einstakt vald á íslensku máli, heldur einnig þá innri sýn og djúphygli sem þarf til að skáldskapur verði meira en orðin tóm.“ Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akra- nesi. Bókin er 61 bls., prentuð í Prentver Akraness hf. Höfundur hann- ar kápu. Verð 1.780 kr. Ljóð LÍSA og galdra- karlinn í Þar- næstugötu er eftir Guðmund Ólafsson. Í kynningu segir m.a.: „Þar segir frá stelp- unni Lísu sem ákveður einn dag að strjúka að heiman og lendir upp frá því í ótrúlegum ævintýrum. Hún uppgötvar nefnilega Þarnæstu- götu og kynnist furðulegum íbúum hennar sem eru hver öðrum fjörugri og skemmtilegri – nema auðvitað galdrakarlinn skelfilegi sem býr þar líka og hefur illt í hyggju. En Lísa og félagar hennar hafa hreint ekki hugsað sér að láta galdrakarlinn og bandamenn hans komast upp með neitt múður.“ Guðmundur Ólafsson hefur skrif- að fjölmargar barnabækur og tvisv- ar unnið til Íslensku barnabóka- verðlaunanna. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in er 154 bls., prentuð í Odda hf. Halldór Baldursson teiknaði kápu og myndir. Verð: 2.280 kr. ÁSTIN og vin- áttan. Þar eru nokkur vel valin orð, viturleg, fögur og hnyttin um ást- ina og vináttuna. Hér eru fleyg orð vísra manna, gull- korn og önnur spakmæli, sem notið hafa vinsælda og eiga mörg langa lífdaga að baki. Lífið og hamingjan hefur að geyma fleyg orð og minnisverðar tilvitnanir; nokkur vel valin orð um lífið og ham- ingjuna. Páll Bjarnason cand.mag. valdi efn- ið. Bækurnar eru 59 og 60 bls. Hörpu- útgáfan 2001. litprentaðar í Odda hf. Verð hvorrar bókar fyrir sig er 1.180 kr. Spakmæli ÁSTIN í ýmsum myndum hefur löngum verið Vigdísi Grímsdóttur hugleikið yrkisefni. Sögupersónur hennar elska af ástríðu og án skil- yrða en þær þekkja líka skuggahlið- ar ástarinnar; fórnir og tortímandi sálarkvalir. Í nýjustu skáldsögu Vig- dísar, Frá ljósi til ljóss, segir frá Rósu, barni kærleikans og ástarinn- ar (sbr. bls. 10) og föður hennar, Lenna sem elskar mjúk og loðin dýr. Saman takast þau á við líf án Magdalenu. Á yfirborðinu fjallar sagan um farsælt samband feðgin- anna, uppvöxt og þroska Rósu í sorg og gleði, þráhyggjukennda leit Lenna að ástinni og traust tengsl þeirra við vinafólk sem taka óvænta stefnu. Í sögunni er sjónum beint að brennandi spurningum um ástina, sektina, lygina og mátt orðanna út yfir gröf og dauða. Rósa er tilfinn- ingalega bækluð því hún verður að lifa með því að móðir hennar hafi fórnað lífi sínu fyrir hana. Í sorginni verður hún að vera sterk og gera gott úr öllu: „Þegar ég rifja upp það sem liðið er þá er eðlilegt að ég gráti stundum. En ég græt ekki af sökn- uði. Ég græt vegna þess að ég er svo rík að minningum. Sem þýðir að ég græt af gleði“ (87). En móðurmiss- irinn hvílir á henni eins og farg. Uppvöxtur Rósu og samskipti henn- ar við annað fólk einkennast af þrúg- andi sorg, sektarkennd og endalausu umburðarlyndi hennar. Oft þarf hún að þegja, skilja, fyrir- gefa og réttlæta gerðir hinna fullorðnu fyrir sjálfri sér og öðrum. Hún lætur margt ósagt því hún vill ekki eyði- leggja neitt (sbr. 93). Hún upphefur föður sinn og afneitar nei- kvæðum hugsunum um hann en Lenni yfirgaf hana til að standa við grimmdarlegt loforð sem hann gaf Magda- lenu á dánarbeði. Í ást- arsambandi Rósu við unglingspiltinn Bláan kemur tilfinningaleg flatneskja hennar eða vanþroski fram; einhver undarleg fjarlægð er milli þeirra þrátt fyrir djúpan sam- runa og „ljúfa svífandi músík í lík- amanum“ (111). Sagan virðist einföld og auðlæsi- leg við fyrstu sýn, textinn ljúfur og sakleysislegur eins og Rósa sjálf, en undiraldan er þung. Dauði Magda- lenu er fleiri persónum en Rósu þung byrði og engin þeirra virðist hafa unnið almennilega úr sorginni. Magdalena er hafin upp á stall; hún er gyðja ástar og fórna; og aðrar persónur standa í skugga hennar allt sitt líf. Fáránlega leit Lenna að Rósu Cordovu má túlka sem ýkt sorgarviðbrögð eða örvæntingar- fulla tilraun til að losna undan oki Magdalenu. Fórn hans er ekki síður þung á metunum; að fara frá dóttur sinni og hafa nánast ekkert samband við hana í tíu ár; þegja yfir mikil- vægu leyndarmáli og bíða þolinmóð- ur eftir stund sannleikans. Þessu hafði hann lofað og hélt að hann væri að gera hið rétta. Lok sögunnar koma á óvart þótt vís- bendingunum um þau sé hlaðið upp í sögunni – eftir á að hyggja. Sagan er hlaðin fyr- irboðum og táknum. Spil, táknlestur og taflmenn eru áhrifa- valdar í lífi Rósu, hún leitar t.d. á náðir tar- otspilanna þegar þarf að taka mikilvægar ákvarðanir og mynd á póstkorti kveikir sögu sem verður í huga hennar að afsökun fyrir afskiptaleysi Lenna. Þótt Rósa sé umvafin ást og hlýju fósturforeldr- anna, vinkonunnar og kærastans stendur hún ein uppi. Hún flýr veru- leikann, lifir í sínum eigin skáletraða hugarheimi og gefur fólki t.d. önnur nöfn – eins og til að kasta eign sinni á það; komast nær því eða kannski fjær? Fleiri persónur úr bókum Vig- dísar hafa átt í erfiðleikum með mannleg samskipti, t.d. Ísbjörg, Fríða á Grandaveginum og Linda í Þögninni; þær eru allar einangraðar en hafa tengsl við aðra heima. Rósa gengur í lið með þeim og í einstæð- ingsskap sínum eru þær sterkar og sjálfstæðar en líf þeirra er byggt á sandi. Mörgum sögum fer fram bæði úr fortíð og nútíð og allar eru þær sagð- ar frá sjónarhóli Rósu. Bráð- skemmtileg er frásögnin af óendan- legri þrautseigju Lenna í Santa Fe og kynnum hans af Lárusi og skilta- gerðarfólkinu. Harmsaga Rósu Cordovu og dóttur hennar, gæði Celinu, val Helenu og ævi Friedu Kahloo; allt eru þetta þræðir sem fléttast listilega saman. Sagan snýst mjög um konur og kvenlega reynslu; móðirin, meyjan og hóran eiga sína fulltrúa; og brugðið er upp snöggri en fallegri mynd af t.d. afmeyjun og sjálfsfróun. Konur heita táknrænum nöfnum biblíukvenna og blóma: t.d. Eva, Magdalena og Rósa, María eldri og María yngri, Rósa Cordova og Flora. Kvenmynd eilífðarinnar er þó langt í frá þungamiðja sögunnar. Sjónarhornið er bæði flókið og óvenjulegt. Í gegnum hugarheim Rósu þar sem allt er heilt og kær- leiksríkt skynjar lesandinn lygi, af- neitun og sársauka. „Rósa var auð- vitað alls ekki að hugsa um þetta en einhverra hluta vegna fann hún allt í einu hvernig allt varð litríkt í höfð- inu á henni. Ekki að þar spryttu blóm, en eitthvað var það sem spratt. Eitthvað sem hreyfðist eins- og í vindi, kom á óvart, gladdi hana en gerði hana líka dapra. Samt gat hún ekki talað um það enda var hún að horfa á hendur Lenna. Á meðan hann talaði horfði hún á hendur hans og ímyndaði sér að það væru þær sem smíðuðu henni þennan sannleik sem hún heyrði, smíðuðu henni þessi orð sem munnur hans sagði“ (27). Hvenær hugarheimur Rósu hrynur er áleitin spurning, ekki síst í ljósi afhjúpunarinnar í sögulok. Er hægt að lifa með þeim hræðilega sann- leika sem henni opinberast? Er ljós sannleikans ljós lífsins? Frá ljósi til ljóss er töfrandi saga, í senn heillandi og andstyggileg. Yfirborð orðanna og hyldýpi merkingarinnar takast á og togstreitan vekur áleitn- ar efasemdir um hugtök eins og ást- ina, dauðann og sannleikann. BÆKUR Skáldsaga Vigdís Grímsdóttir. Iðunn. 2001. 196 bls. FRÁ LJÓSI TIL LJÓSS Ástin, dauðinn og sannleikurinn Steinunn Inga Óttarsdóttir Vigdís Grímsdóttir „MÍN mesta gæfa í lífinu er að vera hæfileikalaus. Ég hef aldrei skarað fram úr í nokkru sem álitið er eft- irsóknarvert að státa af, hvort sem lit- ið er til líkamlegs atgervis eða and- legrar reisnar. En þegar horft er á það sem almennt er talið til lasta þá rís ég upp úr meðalmennskunni: er lygnari, feitari, gráðugri og svikulli en nokkurt þessara aumu meðalmenna sem fæðast með afsökunarviprur á smettinu og lifa síðan og drepast án þess að sigra nokkru sinni annað en sig sjálf með þrotlausri sjálfsögun og afneitun sem aldrei hefur gert nein- um manni gott.“ Þannig hefst formálinn að hinni makalausu bók sigurvegarans Dag- bjarts Þórarinssonar, sem er kallaður Daddi. Hann hefur ákveðið að skrifa bók um sína vel lukkuðu persónu „fyrir peninga og virðingu… þetta tvennt sem veitir manni hina einu og sönnu lífsfyllingu“. Daddi býr í stóru húsi og keyrir um á flottustu gerð af jeppa, er í vel laun- aðri stöðu þar sem undirmenn vinna vinnuna hans og hann tekur heiður- inn. Daddi „á“ konu sem er svipað stöðutákn og jeppinn, hann er hald- inn megnustu kvenfyrirlitningu, út- blásinn af kynþáttafordómum og er ekki að ýkja þegar hann segist vera gráðugur og svikull. Daddi er full- komlega ófyrirleitinn – og hæst- ánægður með það. Ákveður að skrifa bók til að kenna öðrum að verða eins og skiptir henni niður í kafla sem bera heiti eins og „Heiðarleiki og vinnu- semi eru kjörorð meðalmennskunn- ar“, „Ef konur gætu þagað yfir leynd- armálum væri heimurinn öðruvísi“, „Ekkert er jafn erfitt og að vinna ekkert í vinnunni“. Daddi er sjálfur sögumaður og talar í 1. persónu en ekki þeirri fyrstu persónu sem al- gengt er í bókmennt- um, það er að segja annaðhvort þeirri sem er alsjáandi eða hefur að hluta til yfirsýn yfir sögusvið sitt – heldur er aðferð hans sú hin sama og sést í sjálfs- hjálparbókum nú- tímans, þar sem menn tala um sjálfa sig af mikilli lotningu og sjálfsupphafningu en af litlu umburðarlyndi um hina „sem eru ekki eins langt komnir“ í að láta sér batna af þeim leiða kvilla að vera mennskir. Það er óhætt að segja að Sigurveg- arinn sé ein allsherjar paródía; háðs- ádeila á gildismat samtímans, uppa- karlmennskuna, sýndar-ríkidæmið – og allt í batabókastíl. Persóna Dadda er fullkomlega „heilsteypt“, það er hvergi brestur í ófyrirleitninni og honum er ekkert heilagt. Hann fyr- irlítur fólk sem keyrir um á fólksbíl- um, enn meira þá sem ferðast með strætisvögnum og hefur megnustu skömm á félagslega kerfinu og öllu sem heitir samhjálp. Hver dagur hefst á því að Daddi fer yfir minningargreinar í Morgun- blaðinu til að athuga hvort eitthvert mikilmenni verði jarðað þann daginn og ef svo er, í hvaða karlafélagi hann hefur verið; Kiwanis eða Frímúrur- um, og svo mætir Daddi að sjálfsögðu í jarðarförina, með tilheyrandi merki og helgisorgarsvip. Hann er tækifær- issinni inn í merg og bein, smjaðrandi og flaðrandi upp um bláókunnugt fólk sjálfum sér til framdráttar, ropandi og rekandi við framan í þá sem standa honum næst. Af framansögðu mætti draga þá ályktun að hér væri á ferð leiðindabók um leiðindamann – en svo er aldeilis ekki. Sigurvegarinn er skörp ádeila á þann hroka og skeytingarleysi sem er að verða áberandi í heimi þar sem fyrst og fremst er hugsað um að græða og berast á, sama hverjar afleiðingarnar verða. Daddi er holdgerving- ur „uppans“ sem er að springa úr einhvers kon- ar „ég-isma“, þar sem lífsþorstinn hefur snúist upp í græðgi í allt sem er ekki líf, til dæmis ímynd- að vald og dauða hluti; að sýnast er miklu betra en að vera. Dadda er skít- sama um allt og alla nema sjálfan sig og hefur safnað í kringum sig fólki sem hjálpar honum til að komast upp með það. Fóki sem hann hefur barið til hlýðni við sig, fólki sem er sammála hans forgengilegu lífssýn, fólki sem vill fá að njóta molanna af þeim „lífs- gæðum“ sem Daddi stendur fyrir. Sigurvegarinn er hörkuvel skrifuð bók og meinfyndin þar sem ótrúlega skýru ljósi er varpað á samtíma okk- ar; samtíma þar sem þú annaðhvort græðir rosalega eða ert aumingi. En það nægir ekki að græða bara rosa- lega, þú þarft að sýna það með því að versla og dýrka þína hjáguði, jepp- ann, einbýlishúsið, heita pottinn og svo framvegis. Svo er nauðsynlegt að hafa í kringum sig hirð sem hefur ekkert af þessu, hirð af „mini-tæki- færissinnum“, sem heldur að leiðin til sigurs liggi í gegnum þig og því tilbú- in til að liggja fyrir þér flöt. Því auð- vitað kemst enginn upp með að vera Daddi, nema vegna þess að nóg er af fólki sem leyfir honum að komast upp með það. Ég um mig frá mér til mín BÆKUR Skáldsaga Höfundur: Magnús Guðmundsson. Útgef- andi: Forlagið. SIGURVEGARINN Magnús Guðmundsson Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.