Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 53
✝ Ebeneser Þórar-insson fæddist í
Fagrahvammi í Skut-
ulsfirði 27. ágúst
1931. Hann lést á
heimili sínu á Ísafirði
9. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðrún Krist-
jana Ebenesersdótt-
ir, f. á Látrum í Mjóa-
firði 2. desember
1910, d. 29. ágúst
1932, og Þórarinn
Sigurður Jóhannes-
son, f. í Bolungarvík
17. febrúar 1903, d. 4.
maí 1973. Ebeneser missti móður
sína rétt árs gamall og fór þá í fóst-
ur í Neðri-Tungu til hjónanna
Kristínar Hagalínsdóttur, f. 18. júlí
1883, d. apríl 1947 og Halldórs
Jónssonar, f. 27. október 1883, d. 6.
október 1951. Fyrir áttu þau hjón
tvo syni Sigurjón Hagalín, f. 24.
febrúar 1912, d. 3. júlí 1983,
Bjarna, f. 1. júlí 1913, d. 9. júní 1991
og fósturdótturina Soffíu Magnús-
dóttir, f. 11. febrúar 1927. Ebenes-
er átti einn bróður, Guðjón Kristján
Þórarinsson, f. 13. júlí 1932, d.
1996. Guðjón fór í fóstur til föður-
systur sinnar.
Ebeneser kvæntist 4. júlí 1953
eftirlifandi eiginkonu sinni Ólafíu
Elísabetu Agnarsdóttur, f. á Skóg-
um í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði
Vegna áhrifa frá fósturbræðrum
hans fór Ebeneser snemma að
stunda skíði. Hann byrjaði fljótlega
að taka þátt í héraðsmótum og síð-
ar að keppa á landsmótum. Hann
iðkaði og keppti í ýmsum greinum
skíðaíþróttar, göngu, stökki, bruni
og svigi. Hann keppti í skíðagöngu
á Ólympíuleikunum í Ósló 1952, og
var það fyrsta skíðagöngulið sem
keppti fyrir hönd Íslands á Ólymp-
íuleikum. Í framhaldi af því tók
hann þátt í Vasagöngunni sama ár,
ásamt nokkrum félögum sínum.
Hann vann við almenn sveitarstörf
fram að tvítugu á heimili fósturfor-
eldra sinna. Hann gerðist leigubíl-
stjóri 1953 og stundaði það til 1956,
bæði á Ísafirði og í Keflavík. Á vor-
dögum 1956 stofnuðu Ebeneser og
Gunnar Pétursson saman fyrirtæk-
ið Gunnar og Ebeneser. Í fyrstu var
keypt jarðýta, en síðar ráku þeir
aðrar jarðvinnuvélar og áttu þátt í
að leggja ýmsa vegi á Vestfjörðum.
Þeir hófu fyrstir vörurflutninga á
landi til Ísafjarðar árið 1959, um
leið og landleiðin opnaðist til Ísa-
fjarðar. Síðar komu til samstarfs
við þá, bræðurnir Björn og Guð-
mundur Finnbogasynir. Þeir ráku
vöruflutninga til 1980 og vinnu-
véla- og verktakavinnu til ársins
1985. Jafnframt önnuðust þeir
mjólkurflutninga fyrir Mjólkur-
samlag Ísafjarðar í rúm 30 ár. Árið
1985 hóf Ebeneser eigin rekstur
með jarðýtu sem hann stundaði að
endadægri. Ebeneser var félagi í
Odfellow stúkunni Gesti á Ísafirði.
Ebeneser verður jarðsunginn frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
6. maí 1932. Þau eiga
sjö börn, þau eru: 1)
Agnar, f. 17. maí 1953.
Hann á fimm börn og
fjögur barnabörn.
Maki Margrét Lilja
Pétursdóttir, f. 22. nóv-
ember 1964, þau eiga
ekkert barn saman en
Margrét á tvö börn fyr-
ir. 2) Halldór, f. 4. októ-
ber 1954, maki Ásgerð-
ur Kristjánsdóttir, f. 2.
október 1955, þau eiga
þrjú börn. 3) Kristinn
Guðni, f. 13. ágúst
1956, maki Margrét
Bjarndís Jensdóttir, f. 25. janúar
1959. Þau eiga þrjú börn. Kristinn
á eina dóttur fyrir og tvö barna-
börn. 4) Guðrún Sólveig, f. 6. nóv-
ember 1959, maki Þorgeir Guð-
björnsson, f. 28. maí 1957, þau eiga
tvo syni og fyrir á hún tvo syni.
Þorgeir á tvö börn fyrir. 5) Þur-
íður, f. 2. desember1962, maki
Magnús Snorrason, f. 15. janúar
1957, þau eiga tvö börn. 6) Auður
Kristín, f. 17. maí 1969, maki Einar
Þór Karlsson, f. 22. október 1969,
þau eiga tvö börn. 7) Ósk Ingibjörg,
f. 17. maí 1969. Ebeneser á dótt-
urina Jóhönnu, f. 11. júní 1968,
maki Arthur Páll Þorsteinsson, f.
26. nóvember 1962. Þau eiga fjögur
börn. Jóhanna á eina dóttur fyrir
og eitt barnabarn.
Elskulegur faðir okkar er látinn.
Það er erfitt að vita til þess að maður
sem hefur alla tíð verið við hesta-
heilsu skuli fara svo snögglega sem
raun bar vitni. En minningarnar
streyma fram um ljúfan og einstak-
lega góðan pabba. Við vorum ekki há-
ar í loftinu þegar fórum að sækjast
eftir því að fara með honum í vinnuna,
enda um mjög skemmtilega og spenn-
andi vinnu að ræða; að keyra mjólk-
urbílinn um sveitir Vestfjarða! Og við
fengum að sitja í fanginu á honum til
skiptis og „hjálpa“ til við aksturinn.
Það lýsir hógværð pabba að það
var ekki fyrr en þegar við sjálfar byrj-
uðum að æfa og keppa á gönguskíð-
um að við gerðum okkur grein fyrir
afrekum hans á því sviði. Um marg-
faldan meistara var að ræða og topp-
urinn var þátttaka hans á Olympíu-
leikunum í Ósló 1952.
Hann var okkur góð fyrirmynd og
lagði mikla áherslu á að keppni væri
ávallt leikur. Hann studdi við bakið á
okkur en án alls þrýstings. Við bros-
um þegar við minnumst orðatiltækis
hans þegar hann hvatti okkur í
keppnum: „hlauptu eins og tófa!“
Þegar við vorum, til þess að gera,
nýbyrjaðar að keppa á gönguskíðum
bauðst okkur að fara á Andrésar And-
ar-leikana. Það kom í hlut pabba að
vera einn af fararstjórunum, okkur
reyndar til mikillar skelfingar þar
sem nú sáum við fram á að geta ekk-
ert pælt í öllum sætu strákunum á
Akureyri. En það var nú öðru nær en
að við værum undir einhverju sér-
stöku eftirliti og höfðum við orð á því
hversu notarlegt það væri að hafa
pabba með okkur.
Í lokin langar okkur að fara með
morgun- og kvöldbæn sem pabbi og
mamma kenndu okkur:
Nú er ég klæddur og komin á ról ,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefðu mér,
að ganga í dag, svo líki þér.
(Höf. ók.)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Auður og Ósk.
Rétt í þessu flaug lítill fugl við
gluggann minn og mér varð hugsað til
þess hvort þú hefðir vængi og gætir
séð mig hér dapra með tárvot augu.
Þú varst orðinn gamall og búinn að
eiga góða ævi og ég veit að þú ert á
góðum stað þar sem þér líður vel.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Við áttum svo stutt en góð kynni og
ég kemst ekki hjá því að finna til
sjálfsvorkunnar þegar ég hugsa til
þeirra stunda sem ég ætlaði að eiga
með þér á næstu árum. Aldrei hvarfl-
aði það að mér að þau gætu svo
snögglega verið tekin frá mér.
Elsku Beta, hugur okkar er hjá
þér.
Elsku pabbi, ég græt það sem ég
missti, en gleðst yfir því sem ég fékk
og tækifærinu til að kynnast þér og
þinni góðu fjölskyldu. Bros þitt og
hlýju augun munu hughreysta mig
þegar ég hugsa til þín.
Þín dóttir,
Jóhanna.
Afi minn var mjög skemmtilegur
maður. Þegar hann hringdi heim þá
spurði hann um „Brynku“ sína, en
það var það sem hann kallaði mig oft.
Meira að segja þegar ég skoðaði
símabókina hans í GSM-símanum
hans þá stóð þetta uppnefni þar, sem
mér finnst mjög vænt um.
Mér þótti rosalega vænt um afa og
það var það versta í heimi að vita að
væri látinn. Hann á alltaf eftir að vera
í hjarta mínu. Guð og góðir englar
geymi hann.
Brynhildur Ósk (Brynka).
Ebbi afi, nú er hann kominn til
guðs. Nú fáum við aldrei að sjá hann
aftur. Hann var góður.
Ég sakna þín og ég veit að þú dóst
og mér finnst ekki gott að þú dóst og
mér þykir vænt um þig. Nú veit ég að
þú ert hjá Guði og mér þykir vænt um
þig. Ég veit að Eyjólfi finnst það líka.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pétursson.)
Með þessum orðum kveðjum við
Ebba afa á Ísafirði.
Einar Þór Karlsson, Arnaldur
Karl Einarsson og Eyjólfur
Jóhann Einarsson.
Elsku afi, mér sárnar að þú sért
farinn. Mér sárnar að vita að ég get
ekki hitt þig og deilt með þér svo
mörgu sem mig hefði langað til að
gera. Leyfa Emilíu að kynnast þér,
hvað þú varst yndislegur maður, afi
og langafi.
En það sem hjálpar mér er að ég
veit að þú fylgist með okkur frá Guði,
og ég segi henni hversu yndislegan
langafa hún átti og á, því þú munt lifa í
hjarta okkar. Við elskum þig. Ég vil
ekki kveðja þig svo ég segi bara að við
sjáumst seinna.
Þínar
Tinna og Emilía Birta.
Mig setti hljóðan þegar Veiga
hringdi í mig í hádeginu á sunnudag-
inn var og sagði mér að hann Ebbi
vinur minn væri dáinn, ég hafði átt
gott samtal við hann kvöldið áður og
var hann hress að vanda. Að vísu
hafði hann verið á sjúkrahúsi um tíma
en beið nú eftir frekari rannsókn.
Mér er bæði ljúft og skylt að setja á
blað nokkur kveðjuorð um látinn vin
og félaga frá því ég man fyrst eftir
mér.
Ebeneser Þórarinsson, eða Ebbi í
Tungu, eins og hann var oftast nefnd-
ur fæddist í Fagrahvammi í Skutuls-
firði og bjó hér í firðinum alla tíð. Þór-
arinn faðir hans og móðir mín voru
fóstursystkin, þannig að mjög mikil
tengsl urðu strax milli okkar á mörg-
um sviðum. Ebbi missti móður sína
þegar hann var árs gamall og var þá
tekinn í fóstur hjá þeim heiðurshjón-
um Halldóri og Kristínu í Neðri-
Tungu og er hann þar til fullorðins-
ára.
Það voru mikil forréttindi að fá að
kynnast því myndarheimili sem
Tunga var, bæði heimilisbrag og um-
gengni við menn og málleysingja. Ég
var svo heppinn að fá að vera mjólk-
urpóstur í Tungu í þrjú sumur, og þá
kynntumst við Ebbi enn frekar í leik
og starfi.
Þessi sumur voru mjög lærdóms-
rík, ekki síst fyrir að njóta leiðsagnar
Tungubræðra Sigurjóns og Bjarna,
það mótaði unglinga sem oft voru
margir í Tungu á sumrin.
Eitt af því sem var fastur liður í
Tungu var að hlýða á messu í útvarp-
inu á sunnudögum, þar urðu allir að
mæta og allir fengu sálmabækur og
sungu með eftir getu. Þetta eru
ógleymanlegar stundir.
Tungubræður voru miklir áhuga-
menn um íþróttir, og lengi í forustu-
sveit á því sviði, sérstaklega var það
skíðaíþróttin þótt aðrar greinar
fylgdu með eins og glíma og frjálsar.
Má segja að Tunga hafi verið mið-
stöð skíðaiðkunar, sérstaklega göngu
í áratugi. Það var því eðlilegt að Ebbi
yrði snemma liðtækur skíðamaður og
varð einn af fremstu göngumönnum
landsins um skeið. Hann varð Ís-
landsmeistari í göngu og boðgöngu
mörgum sinnum. Hann var ásamt
undirrituðum og Oddi Péturssyni val-
inn til þátttöku á Ólympíuleikum í
Ósló árið 1952 auk þriggja Þingey-
inga. Eftir leikana var honum og und-
irrituðum ásamt þeim Ívari Stefáns-
syni og Sigurjóni Halldórssyni boðin
þátttaka í Vasagöngunni í Svíþjóð og
voru það fyrstu Íslendingarnir sem
þar tóku þátt. Þar stóð Ebbi sig best
Íslendinganna. Í sömu ferð keppti
hann í 50 km göngu á Holmenkollen
við alla bestu Svía, Norðmenn og
Finna og varð Ebbi númer 27 í mark.
Þetta tel ég tvímælalaust vera besta
árangur sem nokkur íslenskur
göngumaður hefur náð. Margar fleiri
keppnisferðir fórum við saman með
góðum árangri en ferðirnar á Ól. og
Vasa 1952 standa langt uppúr í minn-
ingunni.
Samleið okkar Ebba hélt áfram á
öðrum vettvangi, árið 1956 keyptum
við saman 18 tn jarðýtu og hófum
rekstur vinnuvéla. Síðan hófum við
vöruflutninga milli Ísafjarðar og
Reykjavíkur fyrstir manna haustið
1959 og stofnuðum ásamt þeim Birni
og Guðmundi Finnbogasonum fyrir-
tækin Gunnar og Ebeneser h/f og
Jarðýtur h/f árið 1963. Við stóðum í
þessum rekstri fram á níunda áratug-
inn.
Ebbi var afbragðs ýtustjóri og
sögðu sumir að það væri engu líkara
en hann hefði fæðst með ýtu í hönd-
unum, hann gæti gert veg úr öllu og
borið ofan í um leið. Það fer ekki á
milli mála að í svona rekstri skiptast á
skin og skúrir en aldrei gaf svo mikið
á að ekki væri hægt að ná landi og átti
Ebbi ekki minnstan þátt í því.
Ebbi fór ekki langt til að ná sér í
lífsförunaut, því Beta átti heima
hinum megin við ána á Selja-
landsbúinu. Ekki minnkuðu sam-
skipti okkar eftir að þær kynntust
hún Beta og Sigga mín því þær voru
miklar vinkonur alla tíð og tókst mikil
vinátta milla barna okkar og heimila
sem hefur haldist alla tíð. Við Ebbi
gengum báðir til liðs við stúkuna no.
6. Gest IOOF og störfuðum þar sam-
an í rúm 20 ár, hann var virkur félagi í
stúkustarfinu enda þannig gerður að
hugur hans féll vel að starfi stúkunn-
ar.
Ef ég væri spurður að því hvernig
maður Ebbi væri, þá á ég aðeins eitt
orð í mínum huga, hann var valmenni
sem ekki mátti vamm sitt vita. Ég veit
að Ebbi er kominn á annað tilverustig
sem ég veit að hann trúði á, því kveð
ég hann um sinn og trúi að honum líði
vel. Að lokum þakka ég honum órofa
ævilanga vináttu og tryggð og bið
Betu og fjölskyldunni allri guðs bless-
unar. Far þú í friði kæri vinur
Gunnar Pétursson.
Hann getur verið þungur penninn
þegar maður ætlar að minnast góðs
vinar til margra ára. Ef ætti að lýsa
Ebeneser, eða Ebba eins og hann var
venjulega kallaður, þá væri trygg-
lyndur, góðviljaður öðlingur réttu
orðin. Við undirrituð vorum lánsöm
þegar við hófum búskap, þá áttu þau
heima í næsta húsi. Þótt skipt hafi
verið um bústaði hefur aldrei verið
lengra en fimm mínútur á milli, og
varla liðið vikan svo ekki væri haft
samband, enda krakkarnir okkar á
sama aldri. Það verður ekki annað
sagt en að það eru forréttindi að
kynnast svona fólki eins og Ebba og
hans konu, Elísabetu, og eiga þau að
vinum í áratugi. Þó að það kæmu
bæði skin og skúrir hafa þau alltaf
verið sömu höfðingjarnir.
Ebeneser missti móður sína mjög
ungur og var komið í fóstur hjá Hall-
dóri og Kristínu í Tungu í Skutuls-
firði. Þar ólst hann upp í góðu atlæti
með fóstursystur og tveimur fóstur-
bræðrum, sonum Halldórs og Krist-
ínar, miklum skíðagörpum sem Ebbi
tók sér til fyrirmyndar. Hann var um
árabil fremstur og með þem fremstu í
mörgum greinum skíðaíþrótta og
náði þeim árangri sem alla íþrótta-
menn dreymir um að taka þátt í
ólympíuleikum (1952).
Eftir venjulega skólagöngu þess
tíma hefur Ebeneser lengst af verið
sjálfstæður atvinnurekandi, aðallega
með flutningabíla og þungavinnuvél-
ar ásamt félaga sínum, Gunnari Pét-
urssyni. Fyrir um tveim vikum veikt-
ist Ebbi og var fluttur á sjúkrahús.
Eftir stutta legu virtist hann á bata-
vegi og var komin heim þegar kallið
kom skyndilega og ekkert varð við
ráðið.
Góður drengur var fallinn frá allt of
snemma. Far þú í friði, góði vinur.
Þökkum allar góðu stundirnar. Inni-
legar samúðarkveðjur til fjölskyld-
unnar.
Agnes og Karl Aspelund.
EBENESER
ÞÓRARINSSON
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUNNLAUGUR JÓNASSON,
Hæðargötu 5,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu-
daginn 13. febrúar.
Anna Þórðardóttir,
Laufey Gunnlaugsdóttir, Sigurður Jensson,
Sveinbjörg Gunnlaugsdóttir, Friðbjörn Júlíusson,
Bylgja Gunnlaugsdóttir, Sverrir H. Geirmundsson,
Borgar Már Gunnlaugsson
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
RAGNHILDUR VALGERÐUR JOHNSDÓTTIR,
Sæviðarsundi 90,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að
kvöldi fimmtudagsins 13. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurjón Jónsson Bláfeld,
Karen Kristjánsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson,
John Snorri Sigurjónsson, Jónína Björnsdóttir,
Kristín Sigurjónsdóttir,
Hildur, Kristján og Halla Karen.