Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍÞRÓTTIR
44 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ENSKI landsliðsmaðurinn John Terry segir við
enska fjölmiðla að hann vonist til þess að Roman
Abramovich, aðaleigandi Chelsea, skelli ekki skuld-
inni alfarið á Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra
liðsins, en vonir liðsins um enska meistaratitilinn eru
afar litlar eftir 2:1 tap liðsins á heimavelli gegn Ars-
enal á laugardag.
Enskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því
að Abramovich muni segja Ranieri upp störfum í lok
leiktíðar og að auki séu 10 leikmenn á förum frá fé-
laginu en Abramovich keypti leikmenn fyrir rúma 15
milljarða frá því í júlí á síðasta ári. 
?Ég vil biðja stjórn félagsins að sýna þolinmæði.
Við höfum getuna til þess að vinna titil en við þurfum
lengri tíma. Þetta lið þarf að vera saman frá upphafi
næsta keppnistímabils og undir stjórn Ranieris. 
Æfingarnar hjá honum eru frábærar, það er
skemmtilegur andi í hópnum og öllum líkar vel við
Ranieri sem þarf að axla mikla ábyrgð en það erum
við leikmennirnir sem berum ábyrgð á niðurstöðu
leikja liðsins,? segir Terry. Fabio Capello, þjálfari
Róma, er sagður efstur á óskalista Abramovich og
þjálfari Juventus, Marcelo Lippi, er einnig nefndur
til sögunnar. 
Þeir leikmenn sem sagðir eru á leið frá félaginu
eru Frakkinn Marcel Desailly, Argentínumennirnir
Juan-Sebastian Veron og Hernan Crespo, hollenski
landsliðsmaðurinn Jimmy Floyd Hasselbaink,
frönsku landsliðsmennirnir Claude Makelele og
Emmanuel Petit. 
John Terry vill
hafa Ranieri áfram 
Reuters
Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea.
KRISTJÁN Halldórsson, þjálfari danska
kvennaliðsins SK Århus í handknattleik,
hefur ákveðið að láta af störfum eftir
tímabilið af persónulegum ástæðum að
því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum
í gær. 
Kristján gerði tveggja ára samning
við danska liðið í fyrra en hann ákvað að
nýta sér uppsagnarákvæði í honum og
heldur heim á leið í sumar.
Forráðamönnum SK Århus þykir
mjög miður að missa Kristján frá liðinu
en þeir segja hann hafa unnið mjög gott
starf hjá félaginu. 
Kristján var þjálfari karlaliðs Haslum
í Noregi áður en hann tók við SK Århus.
Undir hans stjórn er Árósarliðið í níunda
sæti af tólf liðum í 1. deildarkeppninni
eftir sigur á botnliði Team Nord, 20:17,
um nýliðna helgi.
Kristján hættir
hjá SK Århus 
L52159 ÍSLENDINGALIÐIÐ Tvis/Hol-
stebro burstaði VRI, 44:20, í dönsku
1. deildinni í handknattleik í fyrra-
kvöld. Inga Fríða Tryggvadóttir
skoraði 6 mörk fyrir Holstebro,
Kristín Guðmundsdóttir 5 og
Hrafnhildur Skúladóttir 4 en
Hanna G. Stefánsdóttir meiddist á
læri í upphafi leiks og lék ekki meira
eftir það. Holstebro er í öðru sæti í
vesturhluta 1. deildarinnar.
L52159 SVÍINN Joachim Johansson land-
aði sínum fyrsta sigri á atvinnu-
mannamótaröðinni í tennis í Memp-
his Tennessee á sunnudag en þar
lagði hann Þjóðverjann Nicolas
Kiefer í úrslitum ATP-mótsins, 7:6
og 6:3. Fyrir vikið fékk hinn 21 árs
gamli Johansson um 9 millj. kr. í
sinn hlut í verðlaunafé en heildar-
verðlaun á mótinu voru um 60 millj.
kr.
L52159 SÆNSKI handknattleiksmaður-
inn Henrik Lundström, sem leikur
með Redbergslid í Svíþjóð, gengur í
raðir þýska liðsins Kiel í sumar.
Hann á að leysa Danann Nicolaj
Jacobsen af hólmi sem hefur ákveðið
að spila með Viborg í Danmörku á
næstu leiktíð. Þar með verða sex
Svíar í herbúðum Kiel á næstu leik-
tíð en fyrir eru: Stefan Lövgren,
Mattias Andersson, Johan Petters-
son, Marcus Ahlm og Martin 
Boquist.
L52159 LOGI Gunnarsson var í leik-
mannahópi þýska 1. deildarliðsins
Giessen 46?ers sem vann Mittel-
deutscher Basketball Club á heima-
velli, 92:82, á laugardag. Giessen
46?ers er í neðsta sæti deildarinnar
en liðið hefur unnið fjóra af 17 leikj-
um vetrarins. Mitteldeutscher er
hins vegar um miðja deild. 
L52159 RASHEED Wallace og Mike
James léku sinn fyrsta leik með
NBA-liðinu Detroit Pistons um
helgina en fengu aðeins að spreyta
sig í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum
vegna tæknilegra atriða hvað
keppnisleyfi þeirra varðar. 
L52159 EINUM degi áður hafði Detroit
fengið þá Wallace og James frá Atl-
anta Hawks í leikmannaskiptum en
Wallace hafði aðeins leikið einn leik
með Hawks sem fékk hann frá Port-
land Trailblaizers nokkrum dögum
áður. 
L52159 LARRY Brown, þjálfari Detroit
Pistons, var ánægður með framlag
Wallace á þeim 12 mínútum sem
hann lék í fyrri hálfleik gegn Minne-
sota Timberwolves en þegar síðari
hálfleikur hófst sagði talsmaður
NBA-deildarinnar að Wallace og
James gætu ekki tekið þátt í síðari
hálfleik vegna formgalla í keppnis-
leyfi þeirra. Nauðsynlegir pappírar
höfðu ekki borist inn á borð til NBA-
deildarinnar sem dró til baka bráða-
birgða keppnisleyfi sem gefið var út
rétt fyrir leikinn. 
FÓLK
N
orðmaðurinn Roar Ljøkelsøy
varð heimsmeistari í Slóveníu
og norska landsliðið varð heims-
meistari í liðakeppninni. Það má því
búast við gríðarlegum áhuga á
mótinu sem fram fer í Vikersund í
Noregi, en þar verður keppt í skíða-
flugi í mars og hafa konur lagt hart
að mótshöldurum að þær fái að
keppa á því móti en Alþjóða skíða-
sambandið, FIS, er á öðru máli og
leyfir ekki konum að keppa í skíða-
flugi. 
Hinsvegar hefur það komið í ljós
að árið 1998 var ung stúlka á meðal
undanfara í keppninni í Vikersund
en undanfarar stökkva fyrstir allra
til þess að kanna aðstæður á keppn-
isstað. Eva Ganster lét ekki vita af
því að hún væri kona, þjálfarinn
hennar sannfærði Håkon Knive
mótsstjóra um að hún væri jafngóð
og piltarnir. Enginn tók eftir því að
Ganster væri stúlka enda fór hún yf-
ir 130 metra í hvert sinn sem hún
stökk og var á sama hraða og pilt-
arnir þegar hún hóf sig til flugs.
Norðmaðurinn Torbjørn Yggeseth,
formaður skíðastökksnefndar Al-
þjóða skíðsasambandsins, FIS, segir
í viðtali við norska blaðið Aftenpost-
en að á næsta fundi FIS verði tekin
fyrir tillaga um að gera miklar breyt-
ingar á reglum í skíðastökki. 
Yggeseth segir að á undanförnum
árum hafi keppendur í skíðastökki
sífellt orðið léttari í hlutfalli við lík-
amshæð og nú liggur fyrir tillaga um
að keppendur verði að ná ákveðinni
lágmarksþyngd í hlutfalli við hæð,
BMI. Ef þeir nái ekki lágmarks-
þyngd fái þeir ekki að keppa, en
margir af bestu skíðastökkvurum
síðustu ára hafa þótt ótrúlega grann-
ir og flestir þeirra eru einnig mjög
hávaxnir.
Yggeseth vill einnig breyta
reglum þar sem að úrslit í mótum
ráðist aðeins á því hve langt menn
stökkva. ?Ég tel að dómar um stíl
keppenda séu barn síns tíma, það á
leggja slíkt niður, enda skiptir það
engu máli hvernig menn stökkva.
Það er lengdin á stökkinu sem er af-
gerandi þáttur.? 
Norski landsliðsmaðurinn Roar
Ljøkelsøy og heimsmeistari í skíða-
flugier ekki hrifinn af tillögunni og
segir að keppendur muni beita öllum
brögðum til þess að létta sig eftir að
formleg mæling á líkamsþyngd hef-
ur farið fram. ?Menn munu troða í
sig mat rétt fyrir keppni til þess að
ná réttri þyngd og eftir að búið er að
vigta þá verður allt gert til þess að
ná líkamsþyngdinni niður á ný,? seg-
ir Ljøkelsøy. Jan-Erik Aalbu, tals-
maður skíðastökkvara í Noregi, seg-
ir að lengd skíða keppenda sé
afgerandi þáttur í árangri þeirra og
telur hann að ógerlegt sé að notast
við líkamsþyngd sem viðmið. ?Kepp-
endur eru misjafnlega byggðir, sum-
ir eru sterklega vaxnir, aðrir langir
og grannir. Það er betra að einbeita
sér að því að fylgjast betur með út-
búnaði þeirra,? segir Aalbu. 
Konum meinað að
stökkva í Vikersund
UM helgina fór fram heims-
meistaramót í skíðaflugi í Plan-
ica í Slóveníu þar sem kepp-
endur fara margir hverjir yfir
200 metra er þeir stökkva af
pallinum sem er með 215 metra
fallhæð, en vanalega er stokkið
af 120 metra palli eða 90 metra
palli í skíðastökkkeppni. 
Reuters
Norðmaðurinn Roar Ljøkelsøy svífur um loftin blá í Planica í Slóveníu. Á litlu myndinni er hann
með gullpeningana tvo, sem hann tryggði sér á heimsmeistaramótinu í skíðaflugi um sl. helgi.
Webster er
aðstoðar-
þjálfari 
ÍVAR Dacarsta Webster
er aðstoðarþjálfari há-
skólaliðsins Wilmington
College en Ívar lék á sín-
um tíma í hartnær tvo ára-
tugi með ýmsum liðum á
Íslandi, og íslenska lands-
liðinu. Ívar varð Íslands-
meistari með Haukum úr
Hafnarfirði keppnistíma-
bilið 1987?1988. 
Á vef Wilmington Col-
lege er sagt frá því að Ívar
hafi leikið með háskólaliði
Indiana State og verið
herbergisfélagi Larry
Bird, fyrrverandi leik-
manns Boston Celtic og
núverandi forseta NBA-
liðsins Indiana Pacers.
Ívar er með tvöfalt ríkis-
fang og hefur dvalið í
Bandaríkjunum frá árinu
2000.
Ívar var fyrsti erlendi
leikmaðurinn sem lék með
íslenska landsliðinu en
hann lék 37 landsleiki á
árunum 1984?1987. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56