Morgunblaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2004 C 7 NVIÐSKIPTI/HLUTABRÉFAMARKAÐUR eða almenni fjárfestir, eins og ungi maðurinn, virð- ist einfaldlega hafa misst áhuga á hlutabréfum. Um þau eru ekki lengur rætt á kaffistofum og þau fá ekki jafnmikið pláss í fréttum. Stærri fjárfestar hafa meira fjárhagslegt bol- magn og geta þar með komið inn á markaði og dregið sig í hlé eftir því sem hentar. Hinn almenni fjárfestir, sem hefur úr takmörkuðum fjármunum að spila, er bundnari af þeim kostum sem hann hef- ur þegar valið. Leikmenn á markaði, almennir fjárfestar eða hvaða nöfnum sem þeir eru kallaðir, eru margir brenndir af afleiðingum aldamótabólunnar. Þegar höfundur innti unga manninn eftir því hvort hann gæti hugsað sér að fjárfesta í hlutabréfum aftur var svarið skýrt og skorinort: „Nei.“ Íslendingar voru fljótir að tileinka sér hluta- bréfakaup sem fjárfestingu. Jafnsnögg var þjóðin svo að draga sig í hlé þegar fór að halla undan fæti á mörkuðum við upphaf 21. aldarinnar. Stemmning- unni á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar alda- mótabólan var í algleymingi er líklega best lýst með orðum unga mannsins: „Það var bara allt að hækka.“ Ástæður hins mikla hlutabréfaáhuga hér- lendis við lok 20.aldarinnar verða líklega seint skýrðar nákvæmlega. En hver vill ekki taka þátt í leik þar sem allir virðast vinna? ekki byggð á flóknum útreikningum eða traustum gögnum, heldur miklu frekar á óraunhæfum vænt- ingum hans sjálfs. Það voru einmitt væntingarnar um takmarka- laust tekjustreymi framtíðarinnar sem knúðu fólk áfram í hlutabréfakaupum í kringum aldamótin. Kaupin voru byggð á væntingum frekar en vitn- eskju. Í fæstum tilvikum höfðu netfyrirtækin náð inn nokkrum tekjum þegar sem mest var fjárfest í þeim. Tekjurnar áttu að koma seinna. Dýr hlutabréfalexía Ungi maðurinn sem eignaðist bréf í Íslenska hug- búnaðarsjóðnum árið 2000 segist hafa setið uppi með tapið af bréfunum allt þar til árið 2003. „Maður situr uppi með þennan mínus og borgar vexti af honum á meðan. Ég fór í sumar [2003] og tók skuldabréf fyrir þessu. Þannig að núna borga ég 16 þúsund kall á mánuði í fimm ár. Maður verður bara að spara aukalega sem því nemur. Með vöxt- um er heildartapið hjá mér um 1,3 milljónir króna. Þetta var dýr hlutabréfalexía.“ Frásögn þessa unga manns er tiltölulega dæmi- gerð fyrir hinn almenna fjárfesti sem tók þátt í hlutabréfaæðinu á síðustu árum 20. aldarinnar, en fjárhæðirnar eru kannski ekki háar í allra augum. Þótt Úrvalsvísitalan sé nú, snemma árs 2004, hærri en hún var í aldamótabólunni þá er mynstrið á markaðnum annað. Hinn svokallaði millifjárfestir um að það væri nóg að tvö eða þrjú þessara hugbún- aðarfyrirækja myndu meika það, þá myndi sjóð- urinn taka við sér.“ Óstjórnleg trú á að bréfin myndu hækka Frásögn unga mannsins er um margt lík þeirri sem birtist í bók stærðfræðingsins Johns Allens Paulos árið 2003. Í bókinni, A Mathematician Plays the Stock Market, lýsir Paulos reynslu sinni af hluta- bréfakaupum. Paulos keypti hlut í fjarskiptafyrir- tækinu WorldCom um svipað leyti og ungi mað- urinn keypti sín bréf í Íslenska hugbúnaðar- sjóðnum. Nokkrum mánuðum eftir kaupin höfðu hlutabréf í WorldCom lækkað verulega. Paulos segist þó ekki hafa ákveðið að selja heldur viljað kaupa meira. Hann lýsir í bókinni óstjórnlegri trú sinni á því að bréfin myndu á endanum hækka. Seg- ist hafa látið allar viðvaranir sem vind um eyru þjóta. „Síðla sumars 2000 hafði WorldCom lækkað um 30 dollara á hlut, og það hvatti mig til að kaupa meira. [...] Ég þjáðist af „staðfestingarbjögun“ og leitaði að góðum fréttum, sjónarhornum og grein- ingum um hlutabréfin en forðaðist öll svartsýn skrif. [...] Á meðan hlutabréfaverðið féll, hélt ég áfram að sjá einungis tækifæri til ágóða.“ Paulos er afar hreinskilinn í lýsingum sínum. Hann reynir alls ekki að breiða yfir þá staðreynd að kaup hans á sífellt fleiri hlutum í WorldCom voru ná- kom 20. um m u - - 0 rið svo nnar ndar sem séu m. hvers ndur di sig faður 2000. g var , það nn af nska nokk- afyr- Það ynn- jóðn- kun á hann Upp- r biti apítal nlega óður ægð. öluðu fni n ðum m eyrun@mbl.is árunum 1998 og 1999. Aldrei hafa fleiri átt hlutabréf en á árunum 1999 og 2000. Um fátt var meira markaði er breytt og líklega hafa margir lært af biturri reynslu. ar ofar vitneskju SÚ hlutabréfabóla sem hér er nefnd aldamótabólan hefur raunar oftar ver- ið nefnt netbólan, enda voru það hlutabréf í fyrirtækjum í upplýs- ingatækni og hugbúnaðarframleiðslu, hinum svokölluðu netfyrirtækjum, sem virtust draga vagninn í hlutabréfaverði. Offjárfestingar í netfyrirtækjum eru jafnan taldar helsta ástæða þess að hlutabréfaverð hækkaði jafnmikið og raun bar vitni undir lok síðustu aldar. Hinar miklu fjárfestingar urðu til þess að auka framboð á hlutabréfum um of sem að lokum varð til þess að bólan sprakkog verðið lækkaði að nýju. Tvær bólur í sögunni er gagnlegt að skoða í fyrstu þegar reynt er að varpa ljósi á þá stemmningu sem ríkti á markaðnum þegar aldamótabólan var í sem mestum blóma. Sú röksemd að nýjungagirni Íslendinga hafi átt stærstan þátt í þessari merku bólu, hlutabréfaæðinu um aldamótin síð- ustu, á að líkindum ekki við rök að styðjast. Þótt ekki séu fordæmi fyrir nákvæmlega sömu hegðun á markaði hér á landi þá er þau að finna í sög- unni. Nýjungar á ýmsum sviðum, hjá ýmsum öðrum þjóðum, virðast í gegn- um tíðina hafa leitt fólk inn á áhættu- samar brautir í fjárfestingum. Framvirkir samningar um túlípana Sú sem jafnan er nefnd sem ein af fyrstu markaðsbólum sögunnar er Tulipmania eða túlípanaæðið í Hol- landi árið 1637. Túlípanarækt var þá tiltölulega ný atvinnugrein í landinu og yfirstéttin hollenska greiddi stórfé fyrir að fá að njóta þessara fallegu blóma á borðum sínum. Millistéttin sá sér þá leik á borði og vildi fá sinn skerf af ágóðanum. Á skömmum tíma fór verð á túlípönum upp úr öllu valdi og fram- boð jókst í kjölfarið úr hófi fram. Allir vildu verða ríkir á því að rækta og selja túlípana. Æðið gekk meira að segja svo langt að fólk var farið að gera það sem í dag myndi vera kallaðir framvirkir samningar um kaup á túlípönum sem voru enn óútsprungnir. Bólan sprakk að tveimur mánuðum liðnum en í kjöl- farið hófst túlípanaræktun fyrir alvöru í Hollandi. Ræktunin blómstrar enn í dag þótt túlípanabændur séu ekki endilega stóreignafólk. Fjárfest í siglingum á 18. öld Önnur bóla úr fortíðinni sem jafnan er rifjuð upp í tengslum við aldamótaból- una er hin svokallaða Suðursjávarbóla á Englandi. Enska ríkisstjórnin hvatti fjárfesta árið 1720 til að skipta á rík- isskuldabréfum og hlutabréfum í South Sea Company sem hafði einok- un á siglingum til Spánar, Suður- Ameríku og vesturstrandar Bandaríkj- anna. Félagið var þá talið gríðarlega verðmætt og almenningur sem og stærri fjárfestar veðjuðu á hlutabréfin í félaginu. Bólan sprakk svo í júlí 1720 þegar verð bréfanna var orðið svo hátt að það var algerlega óraun- hæft. Sagt er að einhverjir fjárfestar hafi fyrirfarið sér í kjölfarið. Íslenskur hlutabréfamarkaður er ungur og því erfitt að bera hegðun fjárfesta og hækkanir á hlutabréfa- verði í kringum síðustu aldamót saman við annað tímabil. Hvort óskynsemi tröllreið öllu í aldamótabólunni er óvíst. Einhverra hluta vegna leiddust fjárfestar, gjarnan leikmenn, þó inn á þá braut að festa fé í dýrum og áhættusömum hlutabréfum, á sama hátt og Hollendingar fjárfestu um of í óútsprungnum túlípönum og á sama hátt og Englendingar fjárfestu í ósigld- um leiðum. Þó þetta hafi ef til vill verið í fyrsta sinn sem við Íslendingar upplifðum slíkt tímabil þá er langt frá því að ból- ur séu nýjar af nálinni. Og ekkert sem segir að þær muni ekki koma upp aft- ur og aftur og aftur. Upp og niður í gegnum tíðina… >? >? >? >? > > >? >? >? >? > > """6 , &   $ $  , &   ÞÓNOKKUR almenn útboð á hlutafé í íslenskum stórfyrirtækjum fóru fram á árunum 1998 og 1999. Í útboðunum tíu sem hér eru tekin fyrir voru í boði 6.770 milljónir króna. Þeir sem vildu eignast hluti í félögunum átta gátu þannig skráð sig fyrir hlutum að nafn- virði tæpir sjö milljarðar króna. Raunin varð hins vegar sú að þátttakendur voru reiðubúnir að kaupa hlutabréf í félög- unum átta fyrir ríflega 67 milljarða króna að nafnvirði. Spurn eftir bréfum þessara félaga var þannig tíföld að meðaltali. Þyngst vegur fyrra útboð Búnaðarbankans en þar var spurt eftir 122 sinnum fleiri bréfum en í boði voru. Þátttakan segir sína sögu um áhuga almennings á hlutabréfum. Samantekið skráðu rúmlega 60% landsmanna sig fyrir hlutabréfum í þessum tíu útboðum. Alls voru nöfn 169.819 einstaklinga fest við hluti í einverju þeirra átta félaga sem nefnd eru í töflunni. Í öllum útboðunum sem hér eru nefnd þurfti að skerða þá fjár- hæð verulega sem hver og einn mátti kaupa fyrir, slíkur var áhuginn. Í fyrsta dálki meðfylgjandi töflu sést hvenær út- boðin fóru fram og í öðrum dálki sést nafn fyrirtækisins hvers hlutabréf voru boðin út í hvert skipti. Þriðji dálkurinn segir til um fjölda þeirra sem skráðu sig fyrir hlut í útboðinu. Í fjórða dálkinn er skráð nafnverð hlutabréfa sem boðið var út í milljónum króna. Fimmti dálk- urinn sýnir fyrir hve miklu hlutafé að nafnvirði þátttakendur skráðu sig, einn- ig í milljónum króna. Sjötti dálkurinn sýnir svo gengi hlutabréfa í hverju út- boði fyrir sig. Þegar fyrra almenna útboðið á hlutafé í Búnaðarbankanum fór fram í desember árið 1998 skráðu um 93 þús- und manns sig fyrir bréfum í bank- anum, tæpur þriðjungur þjóðarinnar. Varð þannig til stærsta almennings- hlutafélag í landinu. Reyndar kom í ljós að um 30 þúsund manns höfðu fram- selt sínar kennitölur til annarra og því voru nýju hluthafarnir aðeins um 60 þúsund, sem var þó nálægt því að vera fjórðungur þjóðarinnar. Umfram- eftirspurn í hverju útboði .  &)@ # A, &-  +B" >? +B" >? 61 >? 61 >? 61 >? 61 >? = >? %B >?? = >?? = >?? +"& = 3! "2 30&) ,B) ( -  +$- #!    'A C)   D, 35% 8B  # +E 5-   5,, C)   5-        3                       ?    ? ?  5  , & 6 , -../  -...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.