Nýja dagblaðið - 29.06.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 29.06.1934, Blaðsíða 2
8 M Ý J A ÐÁlBLilIB Samband ísl kar.akóra Söngmót Samsöngur 1 Gamla Bíó laugardaginn 30. þ. m. kl. 5'/2 síðdegis. Þar syngja allir þátttakendur mótsins: Karlakórinn Geysir, Vísir, Bragi, Karlakór Iðnaðarmanna, Karlakór Reykjavíkur, Karla- kór ísafjarðar, Karlakór K.F.U.M. og Lands- kórinn. Söngstjórar: ingimundur Árnason, Sigurður . Þórðarson, Þormóður Eyjólfsson, Páll Halldórs son, Jónas Tómasson, Jón Vigfússon og Jón Halldórsson. Aðalsöngstjóri: Jón Halldórsson. Aðgöngumiðar verða seldir í Hljóðfæraverzlun K. Viðar og Bókaverzlun Sigf. Eymundsson og kosta: Stúkusæti kr. 4,00, önnur sæti kr. 3,00. Arður til hluthafa Á aðalfundi Eimskipafélags íslands, sem haldinn var þann 23. þ. m., var samþykkt að greiða hluthöfum félagsins 4°/0 — fjóra af hundraði í arð af hlutafénu fyrir árið 1933. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík svo og á afgreiðslum félagsins um land allt. H.f. Eimskipafélag íslánds I O G. T. I. O G. T Stór stúkuf un dur í tilefni af komn Alþjóðahátemplars Oscars Olsson ríkisdags- þingmanns, verður haldinn stórstúkufundur í Templarahúsinu í kvöld kl. 8. Um kl. 9 verður svo þeim fundi breytt í opinn móttöku- fund, þar sem viðstödd verður ríkisstjórn landsins og fieiri gestir. Fridrik A. Brekkan Jóhann Ögm Oddsson st.t. st.r. Ferðaskrifstofa Islands Ingólfshvoli - Sími 2939 TILKYNNIR: Sumarhótelin að Arnbjargarlæk, Asólisstöönm, Hreða- vatni, Langarvatni, Norðtungn, Reyk- holti, Svignaskarði og Þrastarlundi, eru nú tekin til starfa. Daglegar ferðir að Laugarvatni og Þrasta- lundi frá B. S. í. Til Borgarfjarðar eru ferðir miðvikudaga, fimmtudaga og laug- ardaga frá N. B. S. - Ennfremur fer E.s. „Suðurland“ hvern þriðjudag, föstudag og . laugardag til Borgarness, og strax eftir komu þess fara áætlunarbilar upp um Borgarfjörðinn Um Akureyri Framh. Rétt hjá listgarðinum stend- ur menntaskóli Norðurlands, sem til skamms tíma var veg- legasta skólahús landsins. Ber hann hátt yfir bæinn. Að baki hans eru iðgræn tún, en fram- undan útsýni yfir bæinn og Eyjaíjörð. Gefur vart að líta feguiTÍ útsýn en frá mennta- skólanum inn'til dala og út til hafs. Nokkru utar og neðar stendur hinn nýi barnaskóli, vegleg bygging og vönduð og þar í grennd á kirkjan að standa, sem nú er verið að undirbúa byggingu á. Einnig mun væntanlegri gagnfræða- skólabyggingu vera hugsaður staður ofan við bæinn. Fer vel á því að þessar opinberu bygg- ingar séu hafnar yfir göturyk- ið og þrengslin. Þarna geta þær notið sín og orðið bænum til hinnar mestu prýði. Upp á brekkunni, skammt frá menntaskólanum, er hin nýja sundlaug bæjarins. í hana er leitt heitt vatn ofan úr Glerárgili alllanga leið. Laug- in er ekki yfirbyggð, en liggur í ágætu skjóli fyrir hvaða átt sem er. Hún er 35 rú. á lengd og til beggja hliða eru hlaðin grasigróin þrep, þar sem fjöldi manns getur setið og horft á sundið í lauginni. Þá er sól- byrgi rétt hjá lauginni, þar sem sundgestirnir fá sér sól- bað. Við skulum hugsa okkur að ýið komum þarna í glaða sólskini að sunnudagsmorgni. Á þrepunum situr fjöldi fólks og horfir á sundið. I lauginni er fullt af fólki. Böm, ungling- ar og fullorðnir, piltar og stúlkur, synda fram og aftur, stinga sér af pöllum og veggja- brúnum og hlátrar og köll renna saman í sífelldan klið. Enginn þarf að óttast kulda, því vatnið í lauginni er 25—26 stiga heitt. í öðrum enda laug- arinnar er þeim, sem lítið kunna, ætlað að vera. Þar er grunnt 'og hættulaust hverju barni. Er strengdur kaðall yfir liana, þar . sem hún dýpkar. Við hinn endann eru upphitað- ir klefar til þess að hafa fata- skipti í, og af þaki þeirra geta hinir meiri sundmenn þreytt dýfingar í laugina. En leita þarf lags, að ekki sé einhver fyrir, þegar þeir stinga sér, svo er margt af sundfólkinu. Alla daga vikunnar eru þarna tveir sundkennarar og hafa nóg að starfa. Er kennsl- an á kostnað bæjarins. Allir, sem til Akureyrar koma, ættu að ganga upp að sundlauginni og horfa á æsku bæjarins sækja sér þangað hollustu og gleði. Er næstum því eins og mánni finnist æfin- týrið um endurfæðingarlaug- ina vera orðið að veruleika, þegar maður horfir á æsku- menn og meyjar ganga úr kola- og göturykinu úpp á brekkuna, varpa' sér fagnandi í svalt vatnið og rísa upp eins og nýir menn, með rennvott hárið, rjóðar kinnar og æskugleðina glampandi í augunum. Ef til Sttngmenn utan af landi Látið taka rðdd yðar upp á silfurplötu Itil gaéns og gamans þegar heim kemur. Ptatan fullgerð kostar frð kr. 3,75 Hljiilirakltll Bankastræti[/7 — Símir3656 Iþróttahöll í Oslo í ráði er hjá frændþjóð vorri, Norðmönnum, bygging mikillar íþrótta. og leikhallar í Oslo. Hafa nokkrir norskir og enskir efhaðir áhugamenn gengizt fyrir undirbúningi málsins. — Mynd sú, sem hér er sýnd fyrir ofan, er af hinni fyrirhuguðu byggingu, er á að rúma 5000 manns í sæti. — í horninu til vinstri er enskur styrktarmaður þessa máls, Low Burston, en til hægri er Charles Hoff, hinn gamalkunni norski íþróttakappi, sem er einn höfuð forgöngumaður máls- ins. vill eru það ekki draumórar að sundlaugarnar eigi eftir að leggja drjúgan skerf til að endurfæða þjóðina, til að aia upp nýja kynslóð fegurri, hraustari og glaðari en áður þekktist. Þeir umbótamenn á Akur- eyri, sem barist hafa fyrir vatnsveitunni úr Glerárgili, hafa unnið bænum ómetanlegt gagn. Hefir ungmennafélagið lagt drjúgan skerf til þess verks. Akureyri er fagur bær. Hann hefir margt það bezta að bjóða, sem til þess þarf að ala upp ágæta, nýta menn. Hann hefir ágætan barnaskóla, gagn- fræðaskóla og menntaskóla, hina beztu aðstöðu til íþrótta- iðkana og framúrskarandi náttúrufegurð. Gróðrarilmur- inn, sem mætir manni uppi á brekkunni er boðskapur hinn- ar nýju aldar, þar sem vaxtar- möguleikinn fær að njóta sín til fuilnustu, þar sem æskan fær aðstöðu til að vaxa eins og trén í görðunum. Norðlendingur. I

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.