Nýja dagblaðið - 14.07.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 14.07.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. * ; - "1 • i Reykjavík, Laugardaginn 14. júlí 1934. . . 163. blað. Hefir v^rið Torgler myrturP Einar Krisljánsson söngvarí kom ekki með Islandi. En hans er von bráðlega. Næturróstu i San-Francisko í Berlingske Tidende 7. þ. m. er skeyti frá fréttaritara blaðsins í Berlín, um' að það hafi heyrzt, að kommúnistafor- inginn Torgler, sem mest er þekktur af ríkisþinghússbrun- anum, og réttarhöldunum út af því máli í Leipzig, hafi dáið í fangelsinu. Þrátt fyrir það, að Torgler orðrómurinn um þetta er mjög útbreyddur, hafa yfirvöldin ekkert gert til að staðfesta hann eða afsanna. Ef hér er rétt með farið, að Torgler hafi dáið í fangelsinu, er ekki ósennilegt að um morð hafi verið að ræða. Göring virð- ist nú sem stendur ráða mestu í Þýzkalandi, en hann var sem kunnugt er einn ákveðnasti fjandmaður þeirra Dimitroffs og Torglers. I blöðunum í fyrradag var skýrt frá því, að Einar Krist- jánsson söngvari væri meðal farþega með íslandinu. Hafði hann skrifað Katrínu Viðar og beðið hana að undirbúa fyr- ir sig tvær söngskemmtanir. Hafði hún þegar dtvegað hús- næði og ákveðið tíma, og voi*u auglýsingar um það í blöðun- um sama dag. íslandið kom seint í gær- kveldi. Byggt á þessum undir- búningi, skýrði Nýja dagblað- ið frá því í gær, að Einar Kristjánsson hefði verið meðal farþega, enda hafði blaðið ver- ið beðið fyrir auglýsingu í sambandi við bað, frá þeim, sem máli þessu áttu að vera kunnugastir. En þetta íeyndist vera rangt. Einar Kristjánsson kom ekki méð íslandinu. Ilann hafði fingurbrotnað rétt áður en hann ætlaði að fara frá Dres- den og varð eftir af þeirri á- stæðu. En venslamenn hans telja sig þó hafa von um að hann komi á næstunni og mun þess áreiðanlega vænzt af mörg- um söngvinum bæjarins. En hjá því verður ekki kom- izt, að átelja þennan ágæta söngvara fyrir það, að láta ekki þá, sem boðuðu söng- skemmtanir hans hér, vita um það með nokkrum fyrirvara, að af ferð hans hefði ekki get- að orðið í þetta sinn. En von- andi bætir hann svo vel fyrir það með söng sínum, þegar hann kemur hingað næst, að þeir sem orðið hafa fyrir ein- hverjum vonbrigðum nú, eigi auðvelt með að fyrirgefa þau. Knatíspyrnukappleikurinn í gærkveldi H. I. K. vann úrvaUliðið með 2:1 Kappleikurinn milli H. I. K. og íslenzka úrvalsliðsins hófst kl. 9 í gærkveldi. Áður en leikurinn hófst, lék Lúðrasveit Reykjavíkur nokk- ur lög og að síðustu fyrir leik- inn þjóðsöngva Danmerkur og /íslands. Erlendur Pétursson kynnti leikendurna og fórst honum það vel. Síðan hófst leikurinn. II. I. K. hefir knöttinn og byrjar með snöggu upphlaupi að marki íslendinganna. en þeir verjast. Gekk svo g-'ða stund. Það virt- ist eins og okkar menn væru að í þreyfa fyrir sér og kmnast leikmönnunum. Síðan hrinda þeir áhlaupinu og hefja sókn, en henni er aftur hrundið til baka af hinni ágætu vörn H. I. K. Mátti segja að leikurinn væri jafn er á leið. Þó sýndu Danir meiri samleik og ákveðn- ari leik, en dugnaður og úthald íslendinga gerði það að verk- um, að ekki fór ver en raun varð á. Smáspörkin frá manni til manns settu Islendinga út úr „stuðinu“, sem kom til af því, að þeirra leikur var mest í löngum og ekki ákveðnum Framh. á 4. síðu. Óeirðir, götubardagar og mannfall eru nú daglegir viðburðir víðsvegar um heim. Ó- kyrrð og umbrot eru tákn þessara tíma. í San Francisko unðu blóðugir götubardagar fyrir örfáum dögum. Verkfallsmenn, sem lögreglan reyndi að dreyfa, veittu öflugt viðnám. Árás var hafin gegn þeim með vélbyssum og fjöldi særðist. Myndin er frá slíkum næturróstum í San Francisko, ]iar sem barist er á götum úti og nokkrir liggja dauðir að enduðum leik. Hammerstein flúiiin til Tékko-Slovakiu. Einn af þeim mönnum1, sem stóðu framarlega hjá nazistum en lent hefir í ónáð, er von Hammerstein, yfirhershöfðingi þýzka hersins. Hann hefir þó ekki verið ásakaður um neinn byltingaundirróður, en þegar Úivarpsræða Hitlers í ríkisþinginu í gær. Nafnaskrá yfir hina líflátnu „uppreisnarmenn1 hefir enn ekki verið birt opinberlega. von Hammerstein von Schleicher var jarðaður, en þeir voru aldavinir, ætlaði von Hammerstein að vera við- staddur. Honum var neitað um I ! það af lögregluverði stjórnar- innar. Eftir það spurðist ekki til hans í nokkurn tíma, og var þá álitið, að hann hefði lent í : klóm stjórnarsinna, en þeir j hafa aldei talið hann verulega tryggan. En nú segja nýkomin blöð, að honum hafi heppnast að flýja yfir landamærin og dvelji hann nú í Tékko-Slov- akiu. Berlín, kl. 18, 13./7. FÚ. Adolf Hitler, ríkiskanslari Þýzkalands, flutti ræðu í út- varpið kl. 18 (ísl. tími) í dag og var henni endurvarpað víðs- vegar um lönd. Ræðan var flutt yfir þýzka þinginu, sem1 kallað hafði verið saman. Kanslaran- um fórust m. a. orð á þessa leið: „Göhring forseti hefir kallað yður saman og tilefni ]æss að þér eruð saman komnir má í einu kalla bæði gleðilegt og sorglegt. Gleðilegt er það, að vér skulum vera hér saman- komnir, sameinaðir í einum anda og með eitt markmið, sem sé velferð þess ríkis, sem vér tókum við lömuðu og spilltu, en sorglegt er hitt, að á meðal vorra eigin sveita, og það meira að segja í hópi þeirra manna, sem fyrstir urðu til þess að hefja á loft merki National- Socialismans, hafa fundizt svik arar, sem í skaðsamlegri blindi og spillingu hugðust að leggja í rústir hið glæsilega viðreisn- arstarf, sem National-Socialist- ar eru að framkvæma í Þýzka- landi“. Þá lýsti Hitler með mörgum orðum niðurlægingu þjóðarinn- ar, fátækt hennar, áhyggjum, sorgum og ófamaði á árunum eftir ófriðinn mikla og taldi það allt eiga rætur sínar að rekja til skaðsamlegrar starfsemi So- cialista, Kommúnista og Demó- krata. Lýsti síðan aðdraganda að starfsemi Nazistaflokksins og hvernig hann hefði unnið að því að ná völdum, til þess að firra þjóðina öllu þessu böli og gera hana aftur voldugasta og glæsilegasta þjóða. Næsti kafli ræðunnar fjallaði svo um það, hve mjög Nazistaflokknum hefði orðið ágengt í þessa átt og brá því næst á loft þeirri töfrandi framtíð og hinu mikla gengi, sem þjóðarinnar biði, ef stefnt væri áfram á sömu braut, undir stjórn Nazista. Jafnframt lýsti hann upplausn þeirri, erf- iðlekum og hörmungum, er aðrar þjóðir ættu við að stríða. Síðasti kafli ræðu Hitlers fjall- aði um uppreisnartilraun Röhm, þessara gömlu og þaulæfðu bylt ingamanna, sem ekki hefðu kunnað að sjá, hvenær bylting- unni var réttilega lokið og hefðu viljað halda áfram í bylt ingarbaráttunni, þegar það var orðið ríkinu til háska, og kvað hann hana stafa af misskildum byltingarhug og spilltu hugar- íari. Kvað hann stjóminni lengi hafa verið kunnugt um, að bylt ingartilraunin væri í aðsigi. Ýmsar kærur og kvartanir hefðu komið fram á hendur Röhm og hefðu fomvinir hans og samherjar, sem þekkt hefðu hann frá fornu fari varla getað trúað sumu, sem um hann var sagt. Ýmislegt væri enn í þess- um ríiálum, sem ekki væri fylli- Frh. á 4. síðu. I

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.