Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 1
NYJA DAGBLAÐIÐ =^ssÉ JÓLABLAÐ 1936 §ó£a0á£mar /. Nú hljómar dýrð frá himni ogjörd með hósianna og þakkargjörð. Þvi bindum ntrax vort brœðralag og bjóðum Jesú góðan dag, Vér hneigjum þér, ó, blessað bamf þú bendir yfir lifsins hjam, og kuldinn ber oss kœrleiks arð og lclakinn snýst i aldingarð. Þú brosir — jörð og himin hlær, og hjarta hvert af gleði slœr; Þú talar, — böl og beiskja fer; þú bendir, — allir lúta þér. §ftir £ötaff{?ía:s goc$«mss= 20X1 Þú blessar þú horfir - þú kallar, þtí kennir ■ - heift og hatur flýr, syndin burtu snýr; - dauðinn kastar hjúp; - lifsins skina djúp. Þú biður: »Elskið aðra lieitt« en œtlar sjálfum þér ei neitt. Þú býður: «Ef þu elskar mig, þá elska fyrst þann hatar þig«. I þér vér sjáum þxjðing lifs; í þér vér fáum bœtur kifs og sJcipan hneigjum skaparans, er skilja vegir Guðs og manns. Og þó er ennþá þraut og synd, og þó 8vo margra augu blindt Ó, Jesú, enn þig enginn fann, sem ekki þekti kœrleikann. Þú imynd guðs, með gleði-jól, sem gefur hverju dufti sól; ó, gef þú mér þann gœfuhag að geta fceðst með þér í dag. Þín kœrleikstrú er lifsins Ijós, vor líkn og frelsi, viska, hrós; þeim sannleik kveð eg sigurljóð og seldi fús rnitt hjartablóð. Fullvel man ég fimmtíu ára sól, fuilvel meir en liálfrar aldar jól, man það fyrst, er sviftur allri sút sat ég bam með rauðan vasaklút. Kertin brunnu bjart í lágum snúð, brœðar fjórir áttum Ijósin prúð, mamma settist sjálf við okkar borð; sjáið, ennþá man eg hennar orð: »Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð, hann skapar allan lifsfögnuð, án hans gœsku áldrei sprytti rös, án hans náðar dœi sérhvert Ijós. Þessi Ijós sem gleðja ykkar geð, Guð hefir kveikt, svo dýrð hans gœtuð séð; jólagleðin Ijúfa lausnarans, leiðir okkur nú að jötu hans*. Siðan hóf hún heilög sagnamál, himnesk birta skein i okkar sál; aldrei skyn né skilningskraftur minn. skildi betur jólaboðskapinn. Margan boðskap hefi eg hálfa öld heyrt og numið fram á þetta kvöld. sem mér kveikti Ijós við Ijós t sál, — Ijós sem altaf hurfu þó sem tál. Hvað er jafnvel höndum tekið hnosst hismi, bóla, ský, sem gabbar oss; þóttú vinnir gjörvalt heimsina glys, gripur þú þó aldei nema fls. krsól hver, sem öllu fögru hét œtið hvarf á meðan rósin grét; vorið hvert, sem bauð itiér betri hag, brást mér löngu fyrir vetrardag. Ljá mér, fá mér litla flngur þinn Ijúfa smábam; hvar er frelsarinnt Fyrir hálmstrá, herrans jötu frá hendti eg öllu: Lofti, jörðu, sjá. Lát mig horfa á litlu kertin þin.- Ljósin gömlu sé eg þama mín! Eg er aftur jólaborðin við, eg á enn minn gamla sálarfrið! I

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.