Nýja dagblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 1
Hrakningar ID/\GflBILf\OIHÐ 5. ár. Reykjavík, sunnudaginn 3. janúar 1937. 1. bla? Fyrrl myndin er af skóla- svifflugu af líkri gerfl og fluga sú, sem nú er að verða fullgerð. Seinni myndin er efnnig af svifflugu. Með þeirri tegund svifflugna er hægt að halda sér 37 klst. á lofti I einu. — Allt án hreyfilorku. Svífflugvélaæiingar hefjast hér innan skamms. — Tvær sviSSlugvélar eru í smídum og önnur næstum Sullgferð á Unadalsjökli Ólafsfirði. Fyrra laugardag lögðu þrír menn af stað frá Hofsós áleiðis til Ólafsfjarðar, og ætluðu að fara Unadalsjökul og er það um ö klukkustunda ferð á milli bæja. Mennirnir voru Nývarð Jónsson, Garði, Ólaísfirði, 26 ára, Jón Sig- urðsson Vémundarstöðum Ólafs- firði, 24 ára og Helgi Sigmunds- son frá Hofsós, 15 ára. þeir lögðu af stað um morgun- inn kl. 9 og var veðurútlit skuggalegt. Er þeir komu upp að jökli eftir um 4 klukkustunda göngu í slæmu færi, var komin norðvestan stórhríð. Héldu þeir þó áfram förinni og gengu á jökulinn til kl. 20 að kvöldi og voru þá þreyttir mjög og votir. Tóku þeir það ráð að grafa sig í fönn og gekk það erfiðlega, þar eð jökull- inn var harður mjög og mikill skafrenningur. Urðu þeir að liggja flatir i snjóhúsinu, því ekki var dýpra grafið. J?egar leið á nótt tók að sœkja á þá kuldi, enda urðu blaut föt þeirra, er snjór bráðnaði i byrginu. Kl. 8 morguninn eftir fóru þeir úr snjóhúsinu og leituðu til byggða sömu leið og þeir komu. Hélzt enn stórhríð með mikilli íannkomu. Komu þcir félagar að Bjarnastöðum i Unadal kl. 14 um daginn. Fengu þeir þar alla að- hlynningu er hægt var aö veita og veitti ekki af, því að þeir voru mjög þrekaðir eítir 29 stunda hrakninga. Var Jón Sigurðsson allmikið kalinn á fótum en hinir lítt skemmdir. Jón lagðist á sjúkrahús er kom til Ólaísfjarðar og leið honum sæmilega er síðast fróttist. — FÚ. Hítler og Mussolini keppast viö að senda „sjálfboðaliða" til Spánar LONDON: ítalir og þjóðverjar hafa enn ekki geíið nein ákvcðin svör við tilmælum hlutleysisnefndarinnar um stöðvuxr á flutningi sjálfboða- liða til Spánar. Mussolini hefir að vísu látið skrifa ncfndinni, en að- alefni bi'éfsins er það, að lika sé nauðsynlegt að athuga ýmislegt fleira en sendingu sjálfboðalið- anna. Frönsk blöð segja, að bæði þjóðverjar og ítalir hafi keppst við að flytja sjálfboðaliða til Spánar seinustu dagana og til- gangur þcirra sé að draga afger- andi svör scm mest á langinn. Frá Spání LONDON: Af sjálfri styrjöldinni berast fá- ar fréttir. þá segir stjórnin að hei’sveitir hennar hafi náð tveim- ur þorpum fyrir norðan Guadala- jara úr höndum uppreisnarmanna. Svifflugfélag íslands var stofn- að á síðastliðnu hausti og gatti þá strax .mikils .áhuga moðal ýmsra yngri manna fyrir þessari nýju fluglist. Hefir .líka .verið starfað vel i vctur. Fólagið hefir nú tvær svlfflugvólar i smiðum og er finnur nær fullgerð. Félagsmcðlimir Svifflugfélags- ins eru nú alls um 50, en þar af rösklega 30 virkir félagar eða flugmannsefni. Gætir mikils é- huga og hafa fundir verið haldn- ir í hverri viku síðan um miðjan nóvember, að Agnar Kofoed- Hansen kom úr utanför sinni. — Njóta félagsmenn tilsagnar í ílug- eðlísfræði, almennri flugfræði og almennu svif/lugi. Er enn aðeins um bóklegt nám að ræða — und- irstöðu til hins virka náms, flug- æfinganna. — En nú eru horfur á að flug- æfingar geti hafizt áður en á löngu liður, sagði Agnar Kofoed- Hansen við Nýja dagblaðið 1 gœr. Svifflugfélagið heíír í þýzkalandi fest kaup á efni í eina stóra svif- flugu. Er þegar hafin smíði henn- ar. Hefir húsamcistari ríkisins sýnt félaginu þá góðvild að leyfa Páll Hallgi’ímsson lögfrœðingur, sonur Hallgríms heit. Kristinsson- því að smíða vélina í húsi at- vinnudeildar Háskóla íslands. — þá hafa og verið keypt ýms á- höld til flugsins frá þýzkalandi og mun láta nærri að eignir fé- lagsins séu þegar 2000 kr. Önnur svifflugvél er senn full- smíðuð. Var hún í smfðum síð- astliðið ár og er að öllu leyti smíðuð hér. Hafa bræður tveir, Geir Baldvinsson, bílaviðgerðar- maður og Indriði Baldvinsson, smíðað vélina og er það vel af hcndi leyst. Eiga þeir vélina ein- ir, en þar sem þeir bræður eru í Svifflugfélaginu, mun sviffluga þessi verða á vegum íélagsins. — Hvenær gerið þér ráð fyrir aö svifflugæfingar gcti hafiztf — Æfingar með hinni stóru vél íélagsins munu hefjast væntan- legn 1 aprílmánuði. En æfingar geta hafizt fyr með hinni vélinni. — Annars vil ég geta þess, að þó áhugi sé þegar mikill, þá er ég sannfærður um að hann eflist að stórum mun þegar flugið hefst og menn læra að meta gildi þess og fá staðfesta drauma sína. Að lokum getur flugmaðurinn þess að mikill áhugi sé fyrir ar forstjóra, hefir yerið skipaður sýslumaður í Ámessýslu. Páll er yngsti sýslumaður lands- ins, verður 25 ára gamall í febrú- armánuði næstk. Hann lauk 19 ára gamall stúdentsprófi á Akur- eyri og tók lagapróf með 1. eink. síðastliðið vpr. Allir þeir, sem kynnst hafa Páli Hallgrimssyni, munú gera sér vonir um hann sem gott yfirvald. Hann er prýðilega gefinn, skap- fastur og einbeittur, eins og hann á ætt til. Fyi’ir Sunnlendinga er það skemmtileg tilviljun, að hinn nýi sýslumaður Árncsinga heitir eftir Páli Briem amtmanni, mesta at- hafnamanninum og samvinnu- frömuðinum, er gegnt hcfir sýslu- mennsku þar eystra. stofnun flugfélaga á ísafirði og á Akureyri. Hafi Svifflugfélagið fengið fjölda fyrirspuma þaðan því viðkomandi. þá sé það mikill styi-kur fyrir Svifflugfélagið að ríkisstjómin hafi greitt götu þess á allan liátt og hafi næman skiln- mg á hlutverki þess — að vekja skilning alþjóðar á gildi fluglist- arinnar. Þjóðverjar ræna og eyðileggja skip spönsku sljórnarinnar Láta Bretar og Frakkar það^ afskiptalaustm LONDON: Sú fregn er nú staðfest að þýzka herskipið „Königsbcrg" hafi skot- ið á spánskt skip, „Soton", út af norðurströnd Spánar, og ennfrem- ur hafi spánska flutningaskipið „Arragon“ verið tekið af þýzka herskipinu „Admiral von Spey“ og flutt til einhverrar hafnar upp- reisnarmanna. í Santander er sagt þannig frá þessu, að þýzka herskipið Kön- igsbei’g hafi stöðvað Soton og hafi skipstjórinn farið um borð í Soton og krafizt þess, að skipstjórinn á spánska skipinu undirritaði loforð um að sigla þvi hvert, sem hon- um væri skipað. En hann hafi neitað því, og er skipstjórinn á Königsberg var aftur lcominn út í berskipið, hafi verið skotið á spánska skipið, og það siðan í’ekið upp é grynningar, en í því hafi spánska hemaðarflugvél úr loft- flota stjómarinnar borið þar að, og hafi Königsberg þá siglt í burtu. En Soton hafði sig út af grynningunum nokkrum klukku- stundum síðar og sigldi til San- tander. Spánverjar halda því fram að skipin hafi bœði verið stödJ i landhelgi, enda beri sjálfur at- burðurinn vott um það, þar sem Soton sigldi strax í strand. þýzk blöð rita mikið um þessa atburði, og segja, að fyrst spönsku xauðliðax’nir hafi tekið upp á því, að taka ei’lend skip að sjóræn- ingjahætti, þá muni þjóðverjar halda áfi’am að refsa þeim, unz hið ólöglega ofbeldisathæfi gegn Palos hefir vei’ið að fullu bætt. — FÚ. NJr samningur milli Englendinga og Itala LONDON: í morgun undirrituðu þeir Sir Eric Drumond, sendiherra Breta í Róm og Ciano gi’cifi, utanríkis- ráðherra ítala, yfirlýsingu um samkomulag milli Bretlands og Ítalíu um réttindi hvors um sig i Miðjarðarhafinu. Texti yfirlýsingarinnar verður ekki birtur fyrr en á mánudaginn, til þess að hægt verði að koma honum til frönsku stjórnarinnar áður en hann er gerður opinber. það er talið, að því sé lýst yfir að siglingar um Miðjarðarhafið skuli algerlega frjálsar og að stjórnmálalegu jafnvægi í Mið- jarðarhafi skuli í engu raskað. — FÚ. Rólegl gamlárskveld Eftir því sem lögi’eglan hermir, var venju fremur litið um ó- spektir og ólœti hér í bæ á gaml- árskvöld. Var lögreglan frá kl. 6 á gamlárskvöld og til kl. 6 að moi’gni kölluð út 18 sinnum vegna ölvunar og óspekta. Er þetta mikil framför frá því sem var hið minnisstæða gamlárskvöld í fyrra, þegar bærinn eða hlutar hans voru í hættu vegna íkveikju- æðis, óspektir voru á hverju götu- liorni og víða i húsum inni. Mun möi’gum hafa ofboðið þá og gœtt þcss nú að láta sér það til vara- aðar verða. Veikindi páfans LONDON: Heilsa páfans fer versnandi. -- Læknar segja að sjúkdómur hans sé æðakölkun. ISTýr sýslum. aður i -A.rn.©sBý-el*u.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.