Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 2
Karl Kristjánsson: Baldvin Jón.atansson skáidi Baldvin skáldi var fæddur 30. sept- ember að Bergsstöðum í Aðaldæla- hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. For- eldrar hans voru hjónin Jónatan, bóndi þar, fæddur þar 1824, Eiríks- son, bónda þar, Oddssonar, og Guð- rún, fædd 1824 í Húsavíkursókn, Stefánsdóttir, vinnumanns á Laxa- mýri, Hallssonar. Foreldrar Baldvins áttu mörg börn og bjuggu við mikla fátækt. Baldvin var látinn fara ungur að heiman. Sætti hann hrakningi og ömurlegum kjörum í uppvexti, að hamr sagði mér. Fékk sama sem enga bóklega tilsögn. Lærði að mestu af sjálfsdáð- um að lesa og draga til stafs. Notaði fjöðurstaf við skriftirnar og sót fyr- ir blek. Ég heyrði hann segja frá vist sinni á bæ einum í æsku. Hann var látinn hafa aðsetur í frambað- stofunni. Þa'r var ógjarnín kveikt ljós, þó að dimmt yrði. tí/ts vegar var jafnan lítt sparað ljósmeti í innri baðstofunni, þar sem húsbónd- inn og fjölskylda hans hélt til. Þá kvaðst hann hafa stautað á bók og skemmt sér á ýmsan hátt við ijós- geisla, sem til hans kom í gegnum kvisthlaup, sem var á hurðinni milli baðstofanna. Sá geisli hefði verið sér mikill gleðigjafi. Taldi Baldvin það hafa fylgt sér alla ævi að verða geislum feginn og geta glaðzt af litlu. Vildi hann — og vafalaust með nokkrum rétti — halda því fram, að líf sitt allt hefði líkzt baðstofuvistinni á þessum bæ, en kenndi sjálfum sér um að vissu leyti. Baldvin var tvíkvæntur. Hann var rúmlega tvítugur, er hann kvæntist í fyrra sinn, Önnu Eiríksdóttur, bónda á Hóli í Kaupangssveit í Eyja- firði, Péturssonar, bónda í Mið- hvammi í Aðaldal, Eiríkssonar. Anna var tuttugu árum eldri en Baldvin. Voru þau fyrst í húsmennsku á ýms- um stöðum í Þingeyjarsýslu og Eyja- firði, stutt á hverjum stað. Síðan munu þau hafa byggt upp býlið Brunná við Akureyri. Voru þau þar nokkur ár og hugðust stunda veit- ingasölu, en reyndist ekki lífvæn- legt. Árið 1897 byggir Baldvin upp heið- arbýlið Víðasel í Reykdælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, en það býli hafði þá verið í eyði á annan ára- tug. í Víðaseli voru þau Baldvin og Anna þangað til 1915, að Anna dó og Baldvin fluttist til Húsavíkur. Ekki hafði þeim orðið barna auð- ið. Árið 1916 kvæntist Baldvin í ann- að sinn. Þá gekk hann að eiga Elenóru Símonardóttur. Hún var fædd 1892 á Neðri-Rauðalæk á Þela- mörk. Þau áttu heima í Auðbrekku á Húsavík, unz þau slitu samvistum. Þau eignuðust fimm börn, — tvö dóu á barnsaldri, en þrj-ú eru á lífi: Áki, einhleypur maður á Húsavík, Nanna; gift kona á Þórshöfn á Langa- nesi, Arni Baldur, kvæntur maður á Þórshöfn. Elenóra var tápmikil kona og vinnugarpur með afbrigðum. Hún er enn á lífi og á heima að Lækjamóti í Ljósavatnshreppi hjá dóttur sinni, Þóru G. Kristinsdóttur, er hún átti áður en hún giftist Baldvin. Baldvin Jónatansson var alltaf fá- tækur, enda heilsuveill síðari hluta ævinnar og drykkfelldur frá þvi, að hann var ungur maður. Miklu meira var hann gefinn fyrir bóklestur en stritvinnu og hneigður mjög til að ferðast og hafa tal af mönnum. Þó byggði hann upp tvö býli. Þrá til að yrkja og segja sögur virtist hon- um í blóð borin. En skáldhneigðin naut sín ekki eins og hún hefði átt skilið. Margt getur hafa valdið því. Líklegt má telja, að höfuðsök hafi átt hrakhólauppeldið og síðan marg- víslegt ævibasl, þar með ofdrykkja og skortur á sjálfsögun. Þrátt fyrir þetta veitti skáldúðin Baldvin vissulega marga gleðistund og brá stundum ævintýraljóma fyrir augum hans á það, sem var öðrum grár hversdagsleiki. Hún var honum ómetanlegur geislagjafi. Baldvin tamdi sér frá unga aldri að yrkja í bundnu máli af munni fram. Virtist hann alltaf eftir að ég kynntist honum, vera viðbúinn að láta réttkveðnar stökur fjúka um það, sem fyrir kom eða í tal barst. Misgóðar voru þær stökur, en oftast þó að minnsta kosti með einhverjum neista — stundum loga. Kenninafn- ið skáldi hlaut hann snemma ævinn- ar og bar það til loka hennar sem einkunn hæfileika síns og íþróttar. Oft ljóðaði hann á þann, er hann mætti eða var með. Varpaði hann fram fyrri parti, þagði augnablik til 410 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.