Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 12
TORFI Það er skammt milli þess, sem þeir hverfa af sjónarsviðinu, mennirnir, sem voru i broddi fylkingar fyrir fáum árum, bændurnir, sem heill og forráð sveitar og sýslu hvíldi á i áratugi. 1 hópi þeirra var Torfi Sigurðsson, bóndi að Hvitadal i Saurbæ. Dalasýslu. sem lézt þann 9 mai s.l. Torfi var á meðal þeirra manna, sem ég man fyrst eftir, er ég var barn að aldri. Þá var hann ungur, fjörmikill og snar i hreyf- ingum. Það mátti heita, að hahn væri nágranni. þó Svinadalur væri á milli, sem er oft örðugur yfirferðar á vet- urna. Það var notaleg tilhugsun i norð- an næðingnum, þegar farið var vestur yfir dalinn, að eiga visa hlýju og gest- risni, þegar til byggða var komið. Á hverjum bæ var gestrisni i hávegum höfð, ekki sizt i Hvitadal. Fór þar saman glaðværð og umhyggja i garð gestanna annars vegar, og rikur skiln- ingur á meðferð þarfasta þjónsins — hestinum. sem oft var þreyttur og þvaddur eftir vond veður og ófærð. Torfi var fæddur 7. febrúar 1896 að Kleifum á Selströnd i Strandasýslu. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðs- son kirkjusmiður frá Felli i Kollafirði, og Guðrún Jónsdóttir frá Saurhóli i Saurbæ. Torfi var yngstur systkina sinna, en þau voru: Magnús, er bjó um skeið á Hvitadal, Steinvör húsfreyja i Litlu-Ávik, Bjarnfriður. húsfreyja i Reykjavik. Guðbjörg. húsfreyja Hörgshóli. Sigurjón. kaupfélagsstjóri á Hólmavik. Stefán. skáld frá Hvita- dal, Þorkell, úrsmiður á Hólmavik, Helga, húsfreyja i Hrafndal. Torfi fór ungur að heiman og dvaldi um tima hjá systrum sinum i Húna- vatnssýslu, en fer siðan til Magnúsar bróður sins á Hvitadal. þá 16 ára gam- all. Dvaldi hann hjá honum i nokkur ár, en var siðan lausamaður og hafði þá heimili að Staðarhóli. Vorið 1920 fór hann aftur til Hvitadals og hóf þá búskap þar. Bjó hann þar óslitið til dauðadags, að undanskildum 4 árum. sem hann bjó að Saurhóli i Saurbæ. Kona Torfa var Guðrún Sigurðar- dóttir frá Stóra-Fjarðarhorni i Kolla- firði i Strandasýslu. Lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru: 1. Sigvaldi bifreiðastjóri á Blöndu- ósi, kvæntur Elisabetu Finnsdóttur. SIGURÐSSON bóndi Hvítadal 2. Sigurkarl aðalbókari hjá Oliufél. h/f Reykjavik. kvæntur Fjólu Ágústs- dóttur. 3. Sigurjón bóndi á Hvitadal. 4. Guðbjörg húsfreyja i Kópavogi. gift Sigurði Ágústssyni rakara. 5. Sigurrós húsfreyja i Kópavogi. gift Þorsteini Einarssvni bifvéla- virkja. 6. Svavar rafvélavirki i Reykjavik. 7. Sighvatur kennari á Sauðárkróki, kvæntur Sigurlaugu Pálsdóttur. Torfi var bóndi góður, hafði yndi af búfé, var glöggur fjármaður og góður fjárhirðir. Hann bætti jörð sina mikið. ræktaði og byggði öli hús að nýju. Hann var fjölhæfur maður, hagorður, orðheppinn og vel máli farinn, hafði einnig sérstæða og skemmtilega frá- sagnargáfu. Það lætur að likum, að Torfi komst ekki hjá þvi að sinna margþættum félagsstörfum, enda átti hann lett með það. Hann var viðlesinn, hygginn og flanaði eigi að neinu og leysti með prýði af hendi það, er hann tók að sér að gera. Hann var lengi i hreppsnefnd Saurbæjarhrepps og odd- viti um skeið, eða á meðan hann gaf kost á sér til þess, Hann var sýslu- nefndarmaður, fulltrúi á búnaðarsam- bandsfundum, i stjórn Framsóknarfél. Dalasýslu, umboðsmaður Brunabóta- fél. fsl., átti lengi sæti i stjórn Kaupfé- lags Saurbæinga, var siðar endurskoð- andi þess og i f jölda mörg ár verkstjóri i sláturhúsi þess, ennfremur var hann kjöt- og ullarmatsmaður kaupfélags- ins. Torfa gekk vel að stjórna, hafði góða yfirsýn yfir það, er hann tók að sér. og hann átti létt með að umgang- ast aðra og skapa glaðværð i kringum sig. Þótt Torfi væri oft mikið að heiman undi hann sér hvergi betur en á búi sinu. Hann var heimilisrækinn, og voru þau Guðrún samhent og barnahópurinn þeim til yndis og ánægju. 1 ellinni höfðu þau ánægju af barnabörnum sinum, sem oft dvöldu lengri eða skemmri tima hjá þeim. Þrátt fyrir háan aldur átti Torfi þvi láni að fagna að halda góðri heilsu og geta sinnt bústörfum, þar til i april- mánuði s.l.. er hann fór fárveikur á spitala. Andlegri reisn og heilsu hélt hann þó til hinztu stundar. Útför hans fór fram frá Staðarhólskirkju, að við- stöddu fjölmenni þann 20 .mai s.l. Kunningi minn. sem þar var staddur. sagði. að sveitin hefði klæðzt sinu feg- ursta skarti. veðrið var dásamlegt og reisn yfir athöfninni. Kveðjustundin var virðuleg eins og við á þegar höfuð- ingi er kvaddur. Að leiðarlokum þakka ég margþætt störf og skemmtileg kynni. Eftirlif- andi eiginkonu, börnum. barna- börnum og öðrum vandamönnum votta ég samúð mina. Blessuð sé minning hins látna. Asgeir Bjarnason islendingaþættir 12

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.