Íslendingaþættir Tímans - 06.05.1981, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 06.05.1981, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 6. mai 1981 - 16. tbl. TÍIUIAIUQ Oddur Jónsson Fagurhólsmýri F. 24. 6. 1928 D. 27. 3. 1981 Oddur Jónsson útibússtjóri og oddviti frá Fagurhólsmýri andaðist i Borgar- spitalanum 27. mars s.l. eftir um 4 mán- aða erfiða sjúkdómslegu. Hann var þvi aðeins 52 ára. Þessi fregn kom ekki alveg óviðbúiö, þrátt fyrir að verulegar vonir virtust um einhvern bata allt fram i byrj- un marsmánaðar. Sjúkleiki Odds haföi staðið i allmarga mánuði, en eigi var vit- að hversu mikil alvara var á ferðum, fyrr en i desember byrjun er hann gekkst und- ir mikla aðgerð i Borgarsjúkrahúsinu. Oddur Jónsson var fæddur á bænum Hofi i öræfum og i þeirri sveit ól hann sinn aldur. Sem unglingur og nokkuð fram eft- ir vann hann að bústörfum og ööru er til féll i lausavinnu innan sveitar. A árunum i kringum 1955 réðst hann til starfa hjá Kaupfélagi Skaftfellinga i Vik og þá sem útibússtjóri félagsins á Fagurhólsmýri. Prá 1. jan. 1965 varð hann svo starfsmað- ur Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn, en frá þeim tima yfirtók það félag eignir Kf. Skaftfellinga i öræfum. Jafn- framt hættu þá öræfingar þátttöku i þvi félagi, en öræfadeild gerðist aðili að Kf. A-Skaftfellinga og einstaklingar gengu i það félag. Þessu starfi gegndi Oddur til dauðadags. Oddur var kvæntur Nönnu Sigurðardóttur frá Fagurhólsmýri, hinni égætustu konu. Þau eignuðust þrjár dæt- úr, sem enn eru allar við nám. Þær eru: Sigriður f. 6/6 1961 Helga f. 4/5 1963 Halldóra f. 27/5 1967. Bgveitaðaðrirmunu betur geta fjallað Ufn ýmsa þætti i æfi Odds Jónssonar, þeir sem voru honum kunnugir frá fyrstu tið. Þvi vil ég nokkuð fjalla um samskipti min þennan ágæta vin minn, svo og vikja a& atriðum mér kunnugum frá öðrum. Mér varð fljótt ljó'st af kynnum við öræfinga að þar fór óvenjulega féiagslega þroskað fólk, og sjálfbjarga á flestum sviðum. Er ekki óliklegt að sú langa og mikla einangrun, ásamt með almennt harðri lifsbaráttu, hafi mótað ibúa þessa héraðs i framangreinda átt. Þeir uröu að búa að sinu og leysa allan vanda sjálfir. Til annarra var ekki hægt að leita. Úr þessum jarðvegi var Oddur Jónsson sprottinn og bar þess glöggt vitni jafnt i starfi, félagsmálum og lifsviðhorfi. Að mestum hluta var lifsstarf Odds Jóns- sonar á vettvangi kaupfélagsskaparins, er hann um 25 ára skeið stýrði útibúi sam- vinnumanna i öræfasveit. Þetta starf lét Oddi vel. Hann skildi þörf og samtaka- mátt samvinnuhreyfingarinnar, vissi að á þeim eina vettvangi yrði vandi afskekkt- ustu sveita leystur, jafnt i almennri versl- un sem afurðasölumálum bænda. Auk þessa var Oddur fyrirgreiðslumaður i eðli sinu, óvenju greiðvikinn og úrræðagóður. Hann taldi ekki eftir sér að sinna útkalli utan vinnutima og mun slikt æði oft hafa verið erilsamt, jafnt um helgar sem og um hánótt. Það keyrir enginn til Klausturs eða austur á Höfn, bensinlaus. Fjölmargir minnast þessa glaðsinna lipurmennis fyrir margan góðan greiðann og aldrei kvartaði Oddur. 1 tengslum við þetta starf þróuðust mál á þann veg að ibúar öræfasveitar leituðu liðsinnis Odds varðandi fjölmörg mál. Hann veitti fólkinu aðstoðog kunni ráð við flestu. Þetta var fólki ómetanlegt hagræði og sparaði ferðir og fyrirhöfn oft á tiðum. Þessi störf voru samtvinnuð oddvita- störfum, en um langt skeið hafði Oddur Jónsson á hendi forystu i sveitarstjórnar- málum öræfinga, var oddviti þeirra frá 1966 til dauðadags. Hér er um að ræða æði timafrekt aukastarf, sé þvi sinnt eins og þarf. Veit ég að Oddur lagði mikla vinnu i þessi störf, svo og ýmis héraðsmálastörf, er þvi óhjákvæmilega tengdust. Ég tel að Oddur Jónsson hafi sinnt sveitarstjórnar- málum hér i sýslu á breiðum grundvelli, ef svo má að orði komast. Hann var að eölisfari félagshyggjumaður og skoraðist aldrei undan störfum i þágu sveitar og sýslufélags. A sameiginlegum vettvangi sveitarstjórnarmanna i Austur-Skafta- fellssyslu var Oddur mikilvirkur og til- lögugóður. Hann hafði og til aö bera þá skerpu og greind að geta á stuttum tima sett sig inni mál og greint aðalatriði frá . aukaatriðum, setti sjónarmið sin skipu- ' lega fram i ræðu eða tillöguformi og talaði ' þannig fyrir málinu, að hans tillögur urðu . gjarnan niöurstaða góðra mála. Oddur sat i undirbúningsnefnd Nesja- skóla og siðar samstarfsnefnd sveita- hreppanna um rekstur þess skóla. Á þeim vettvangi var hann frá fyrstu tið eða um 1970, mikilvirkur og tillögugóður, hafði enda mikinn áhuga fyrir velferö skóla- starfsins, jafnt þvi er laut að aðstöðu til kennslu sem og aðbúnaði nemenda i heimavist. Oddur starfaði mikið að sameiginlegum málum hreppanna, svo sem uppbyggingu heilsugæslustöðvar, einkum mótun þeirra mála, og fylgdist vel með rekstrinum og kom þar með raunhæfar og réttmætar ábendingar. Hann var ávallt i fremstu röö þeirra sem vildu að bændafundirnir, haldnir i janúar-mars ár hvert, hefðu stefnumót- andi tillögur og opna umræðu i þágu framfaramála sýslunnar. Hefur svo orðiö i raun. Þrátt fyrir að Oddur væri „heima- stjórnarmaður” i þeim skilningi að hann vildi að sem flest mál væru leyst á sam- eiginlegum grundvelli, þ.e. innan vé- banda sýslufélagsins, skiidi hann þörf viðtæks samstarfs innan fjórðungsins. >> • « c EE

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.