NT - 06.03.1985, Blaðsíða 1

NT - 06.03.1985, Blaðsíða 1
Sjómenn: Kolfelldu ■ Yfírgnæfandi meirihluti undirmanna á fískiskipum felldi kjarasamning þann sem Sjó- mannasambandið gerði við LÍU Af 1127 sem greiddu atkvæði sögðu 705 nei, 399 já og 23 seðlar voru auðir eða ógildir. Kjaradeilunni verður því vís- að aftur til sáttasemjara í dag og verkfallið sem hafði verið af- boðað tekur strax gildi að nýju. Búast menn nú við að langt getið orðið í það að deilan leysist. „Svona fór með sjóferð þá,“ sagði Óskar Vigfússon formað- ur Sjómannasambandsins þegar NT ræddi við hann eftir talningu atkvæða í gærkvöld. „Þetta er Iteilög reiði sjómannastéttarinn- ar sem brýst nú út á hávertíðar- tímairum. Við stöndum nú frammi fyrir því að taka upp þráðinn að nýju og verðum að axla þá ábyrgð sem félagar okkar hafa lagt okkur á herðar,“ sagði Óskar ennfremur. Talningu atkvæða, sem fram fór í húsi sáttasemjara ríkisins lauk seint á tólfta tímanum í gærkvöldi. Vestfirskir smyglarar i lífsgæðakapphlaupi: Heimilistæki fyrir 800 þúsund krónur um borð í Gylli ÍS ■ Myndsegulbönd og önn- ur heimilistæki að verðmæti um 800 þúsund krónur fund- ust um borð í togaranum Gylli við tollleit í Flateyrar- höfn í fyrrinótt. Níu skip- verjar hafa játað að eiga smyglið en skipverjar eru alls 13. Mjög óverulegt magn af áfengi var um borð í Gylli, eða nokkrar flöskur af sterku og fáeinir bjórkassar umfram leyfilegt ntagn ogengin fíkni- efni fundust þar þrátt fyrir leit hasshunds í skipinu. Varningurinn, sem gerður var upptækur, var 14 mynd- segulbönd, litasjónvarp, uppþvóttavél, þvottavél og tæplega 100 myndsegul- bandsspólur. Að sögn Tsa- fjarðarlögreglu er áætlað að hér heima kosti þessar vörur út úr verslun um 800 þúsund- ir króna. ■ Páll Pétursson forseti Norðurlandaráðs og fínnski rithöfundurinn Anti Tuuri skoði verðlaunaskjal þess síðarnefnda, en hann veitti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráð viðtöku í gærkvöldi. Na-mynd: ah Loðnufrysting á fullu I nótt I Vestmannaeyjum ■ Fyrsta skipið með loðnu til frystingar var komið til Vest- mannaeyja innan við hálfum sólarhring eftir að Vestmanna- eyjaflotinn hélt úr höfn um iniðnætti í fyrrinótt. Loðnu- frysting hófst á fullu í frystihús- unum um hádegi í gær og frétt- uin við í gærkvöldi að halda ætti áfram í alla nótt. Það var Gull- bergið sem kom inn með fyrstu frystingarloðnuna, en Bergur kom síðan inn nokkru eftir há- degi. Heimaey - 3. skipiö sem veiðir loðnu til frystingar - fékk enga loðnu í gær, en skipin voru farin út aftur í gærkvöldi. Gífurleg stemmning ríkti á bryggjunum í Vestmannaeyjum undir nriönætti í fyrrakvöld þeg- ar leyft hafði verið að fiskiskipin mættu fara á sjó um miðnættið, að sögn sjónarvotta. Allar bryggjur voru fullar af fólki og bílum og sjómennirnir streymdu um borð í fiskibátana, togarana og loðnuskipin. Óþol var í mönnurn að kom- ast af stað, sérstaklega á neta- bátunum þar sem mikil sam- keppni ríkir um það hver fyrstur verður til að leggja netin. Margir voru búnir að leysa um kl. hálf tólf og sumir jafnvel komnir út að hafnargörðunum. Endaði það með því að 5 mínút- um fyrir miðnætti var þolin- mæðin brostin og flotinn gaf í út innan hafnargarðanna. rétt við Eyjar, þar sem þeir voru úr höfninni. Að um hálftíma Strax í gærmorgun fréttist af að fá frá 10-20 tonn af blálöngu liðnum var vart fleyta sjáanleg Eyjatogurunum í góðu fiskiríi íhali. Höfnin tæmdist af sk/pum á háiftíma Vodkatindur í vandræðum ■ Hafnfirska trillan Vodka- tindur lenti í vandræðum í gær þegar færi festist í skrúfu bátsins rétt utan við Hafnarfjarðar- höfn. Lögreglan sendi lóðsbát út trillunni til hjálpar og gekk að óskum að koma Vodkatindi til hafnar. Trillan var að koma af veiðum. Vodkatindur er nýr í flota Gaflara og hefur enn ekki hlotið skrásetningarnúmer. Álafosssmyglið: Tollverðirnir sofa meðan Eimskip tapar milljónum! ■ Tollverður gengu til náða klukkan átta í gærkvöld eftir rúmlega sólarhringslcit um borð í Álafossi þar sem hann liggur á ytri höfninni. Tveir tollverðir urðu þó eftir á vakt og heldur leit áfram nú í bítið. Sjö til átta voru við leit í gær. „Það er alvarlegur hlutur sem hleypur á milljónum í tapi ef skip sem þessi tefjast í marga daga vegna gruns um sniygl," sagði Þórður Sverrisson hjá Eimskip í samtali við NT í gærkvöld. Hermann Guðmundsson hjá tollstjóraembættinu kvaðst í samtali við NT þess fullviss að um borð væri tollskyldur varn- ingur sem hlypi á hundruðum þúsunda í tolli. Ekkert hefur enn fundist utan eitt myndsegulband, fáeinar vínflöskur og nokkrir kassar af bjór og lá þetta í loftgangi í vélarrúmi. Guðmundur Jónasson látinn ■ Guðmundur Jónasson, bif- reiðastjóri og sérleyfishafi, er látinn, 75 ára að aldri. Guðmundur, sem einkum er kunnur fyrir óbyggðaferðir sínar, var einn af brautryðjend- um í bifreiðaakstri á íslandi og fékkst við þá atvinnugrein í hartnær hálfa öld. Atvinnuleysi og verðbólga skyld vandamál: Sameiginleg atvinnustefna fyrir Norðurlönd hagsmunamál íslendinga ■ „Það er rétt að aðstæður eru öðru vísi hjá okkur hvað þetta varðar en okkar norræna samstarf snýst ekki bara um að leysa þann vanda sem heitast brennur á okkur heldur hljót- um við líka að líta á þann vanda sem við er að etja í löndunum í kringum okkur,“ sagði Ásinundur Stefánsson, forseti ASÍ, á blaðamanna- fundi Norræna verkalýðssam- bandsins í gær þar sem fram- kvæmdaáætlun Norðurianda- ráðs um cfnahagsþróun og fulla atvinnu var til umræðu, en atvinnuleysi er til þess að gera lítið vandamál hér á landi í samanburði við hin Norður- löndin. Forseti Norræna verkalýs- sambandsins, Svíinn Bertil Axelsson, lýsti því yfir að framkvæmdaáætlunin um efnahagsþróun og fulla at- vinnu, sem af mörgum er talið mikilvægasta málefni þings Norðurlandaráðs, væri í sjálfu sér af hinu góða en í ljósi þess vanda og þeirra þarfa sem norrænu ríkisstjórnirnar stæðu frammi fyrir í þessum málum þá dygði það ekki til. Kom fram á fundinum að það væru smápeningar sem gert væri ráð fyrir að færu í þetta verkefni á vegum Norðurlandaráðs, samanborið við þær upphæðir sem hvert land fyrir sig legði í þessi mál hvert fyrir sig. Benti Ásmundur Stefánsson á, að þó við ættum ckki við atvinnuleysi að glíma þá væri einnig verið að tala um meira samstarf á milli landanna í atvinnumálum almennt í þess- um tillögum og þar væri um að ræða sameiningu sem gæti komið ON.tur að miklu gagni. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, var einnig staddur á þessum fundi Norræna verka- lýðssambandsins og benti hann á, að „þó að við byggjum ekki við atvinnuleysi þá væru miklir hagsmunir fyrir okkur faldir í sameiginlegri atvinnustefnu fyrir Norðurlöndin. „Hún gæti skapað aukna framleiðslu og framleiðni hjá okkur og komið okkur útúr því verðbólgu- vandamáli sem hér væri við að glíma og í raun væri vandamál af sama stofni og atvinnuleys- ið. Benti Kristján á í því sam- bandi, að ef stór fjárframlög kæmu inn í norrænan fjárfest- ingasjóð þá fylgdu því miklir möguleikar fyrir okkur íslend- inga. Asmundur Stefánsson sagði að innan Norræna verkalýðs- sambandsins væri litið á fram- kvæmdaáætlunina sem tákn um breytt viðhorf ogjákvæðari og það væri grundvallaratriði í þessum málum að öllum Norðurlöndunum væri að verða Ijóst að ef þau ættu að geta staðið sig í samkeppni við Bandaríkin og Japan þá yrðu þau að vinna saman. Því væri þar komin forsenda fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar að vinna saman og þá sérstaklega í þeim þáttum sem snéru að tækniþróuninni og markaðs- setningu erlendis. Sjá nánar bls. 3

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.