Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 1
Hagsýn í innkaupum Kristbjörg og Kristens elta tilboðin | Daglegt líf Viðskipti | Gluggar á íslensku  Gaman að vinna með ólíkum einstaklingum Úr verinu | Verðmætin aukin Þúsund síðna handrit um sjávarútveginn Íþróttir | Guðmundur verður fánaberi  Ætlaði aldrei að æfa fótbolta Skóladagar Opið til í kvöld21 12.-22.ágúst Viðskipti, Úr verinu, Íþróttir í dag STOFNAÐ 1913 217. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is BANDARÍSKAR hersveitir bjuggu sig í gær undir að hefja stórsókn í Najaf, helgri borg sjíta í Írak, til að binda enda á upp- reisn vopnaðra stuðningsmanna sjía- klerksins Moqtada al-Sadrs. Klerkurinn skoraði á fylgismenn sína að halda barátt- unni áfram þótt hann félli eða yrði handtek- inn. Bandaríski herforinginn Anthony Hasl- am sagði að bandarískir hermenn og íraskir þjóðvarðliðar væru að ljúka undirbúningi „stórsóknar til að binda enda á bardaga sem vopnaðir liðsmenn Moqtada hófu“. Sóknin gæti vakið reiði meðal íraskra sjíta verði ráðist á grafhýsi imamsins Alis, tengdason- ar Múhameðs spámanns, þar sem margir uppreisnarmannanna hafa leitað skjóls. Sadr skoraði á stuðningsmenn sína að „berjast til síðasta blóðdropa“ í yfirlýsingu sem dreift var í Najaf. „Ég hvet Mehdi- herinn til að halda áfram að berjast gegn hernámsliðinu fari svo að ég deyi sem písl- arvottur eða verði tekinn til fanga,“ sagði Sadr. Bandaríkjamaður hálshöggvinn? Um 20 manns biðu bana og 50 særðust þegar breskir hermenn réðust á vígi vopn- aðra stuðningsmanna Sadrs í borginni Am- ara í sunnanverðu landinu. Þjóðaröryggisráð Íraks sagði að olíuút- flutningur landsins hefði minnkað um helm- ing vegna þess að olíuleiðslu í Suður-Írak var lokað eftir að uppreisnarmenn hótuðu árás á hana. Íslamskt vefsetur sýndi í gær myndskeið þar sem hópur uppreisnarmanna í Írak sést hálshöggva ungan mann. Fullyrt var að maðurinn væri bandarískur og njósnari leyniþjónustunnar CIA en bandarískur embættismaður sagði í gærkvöldi að engra CIA-manna væri saknað í Írak. „Berjist til síðasta blóðdropa“ Sadr hvetur menn sína til að veita harða mótspyrnu í Najaf Najaf. AFP. Moqtada al-Sadr í grafhýsi Alis í Najaf. NÝJAR umhverfisvænar rækt- unaraðferðir kunna að vera orsök mikillar fjölgunar geitunga í Bretlandi, segir Michael Archer, fyrrverandi lektor í dýraatferl- isfræði og umhverfisfræði. Fréttavefur breska ríkisútvarps- ins, BBC, greinir frá þessu. Rannsóknir Archers hafa leitt í ljós, að geitungar eru nú fleiri en verið hafa í 20 ár. Þeim hafði far- ið fækkandi síðan 1980, að öllum líkindum að nokkru leyti vegna mikillar notkunar skordýraeiturs og upprætingar á limgerðum. Archer hefur sinnt geitungarann- sóknum í 40 ár. Hann tjáir BBC að nú á und- anförnum árum hafi stjórnvöld hvatt til umhverfisvænna búskap- arhátta til að bæta skilyrði villtra dýra í náttúrunni, „og ef til vill er aukinn fjöldi geitunga til marks um að þetta takmark sé að nást“, segir Archer. Aðrir sérfræðingar tjá BBC að umhverfisvænir búskaparhættir kunni að hafa haft eitthvað að segja um fjölgun geitunga, en það sé ekki eina ástæðan. Nú í sumar hefði verið óvenju mikið af skordýrum af fjölmörgum teg- undum. Geitungum fjölgar í Bretlandi Rakið til lífrænnar ræktunar EFTIRLITSSTOFNUN EFTA í Brüssel, ESA, hefur samþykkt starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs og telur þau ekki brjóta gegn ákvæð- um EES-samningsins. Um leið samþykkir ESA hækkun hámarks- lána Íbúðalánasjóðs í 90% af kaup- verði íbúðar. Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra fagnar niður- stöðunni, boðar frumvarp á haustþinginu um breytt íbúðalána- kerfi og reiknar með að breytingar komi til framkvæmda þegar á næsta ári. ESA komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag íbúðalána Íbúða- lánasjóðs feli í sér almannaþjón- ustu sem sé heimil samkvæmt ákvæðum EES-samningsins. Árni Magnússon segist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með niðurstöðu ESA. Hún staðfesti það sem ríkisstjórnin hafi haldið fram og sé ótvíræð. Stjórnvöldum sé því ekkert að vanbúnaði að halda áfram boðuðum breytingum á íbúðalánakerfinu. „Næsta skref er að ég mun á næstu vikum leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp um breytingarnar á lánshlutfallinu. Vonandi getur það þá komið fyrir þingið á fyrstu dögum þess í haust og verði afgreitt þaðan fyrir jól,“ segir Árni en vill á þessu stigi ekki upplýsa efnisinnihald frumvarpsins nánar, að öðru leyti en því að þar birtist útfærsla ríkisstjórnarinnar á því hve hratt verði farið í breyt- inguna. Taka þurfi mið af áhrifum þeirra á efnahagslífið. Eftirlitsstofnun EFTA samþykkir starfsskilyrði og 90% lán Íbúðalánasjóðs Ráðherra reiknar með breyttu kerfi á næsta ári GUÐJÓN Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, SBV, segir það koma sér á óvart hve nið- urstaða Eftirlitsstofnunar EFTA sé afdráttarlaus um að starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs og fyrirhuguð út- víkkun hans sé heimiluð án at- hugasemda. Guðjón segir að samtökin hafi hins vegar ekki séð forsendur fyrir úrskurðinum og það fáist ekki fyrr en eftir þrjár vikur, samkvæmt vinnureglum ESA. Eftir það hafi stjórn SBV tvo mánuði til að ákveða hvort ástæða sé til að áfrýja niðurstöðunni til EFTA- dómstólsins. „Við munum að sjálf- sögðu fara vandlega yfir það,“ seg- ir Guðjón. Hlutdeild ríkisins einstök meðal nágrannaríkja Hann segir markmið banka og verðbréfafyrirtækja með kvörtun til Eftirlitsstofnunarinnar hafa ver- ið skýr. Hlutdeild ríkisins í lánum til einstaklinga, gegnum Íbúðalána- sjóð, sé 53% sem sé einstakt meðal nágrannaríkja. Það hafi verið von og trú SBV að ESA myndi horfa til þessa og setja einhverjar takmark- anir fyrir starfsemi Íbúðalánasjóðs. Bankar íhuga áfrýj- un til EFTA- dómstólsins HEITASTI loftstraumur sem leikið hefur um landið síðan mælingar hófust færði landsmönnum áfram birtu og yl í gær. Ný hitamet litu dagsins ljós. Til dæmis mældist hitinn í Reykjavík 24,8 gráður sem er 0,5 gráðum hærra en áður hefur mælst. Þá bar það til tíðinda að engin úrkoma mældist á landinu í gær. Á gervihnattamynd, sem tekin var um miðjan dag í gær, er varla að sjá ský yfir landinu./4 Ísland í birtu og yl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.