24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 05.07.2008, Blaðsíða 22
Myndi staðfesta samvist. Myndi ekki staðfesta samvist. Hefur ekki tekið afstöðu eða neitar að gefa hana upp. Á kortinu má sjá hvernig afstaða presta til staðfestrar samvistar skiptist eftir prófastsdæmum. Afstaða sjúkrahúspresta, sérþjónustupresta og biskupa kirkjunnar - sem sumir heyra undir ákveðin prófastsdæmi - er sýnd í sérramma. ? Árnesprófastsdæmi 9 1 0 ? Austfjarðaprófastsdæmi 4 0 1 ? Borgarfjarðarprófastsdæmi 2 1 2 ? Eyjafjarðarprófastsdæmi 7 0 2 ? Húnavatnsprófastsdæmi 4 0 1 ? Múlaprófastsdæmi 4 0 2 ? Rangárvallaprófastsdæmi 2 0 2 ? Skaftafellsprófastsdæmi 2 0 2 ? Skagafjarðarprófastsdæmi 5 1 0 ? Snæfells- og Dalaprófastsdæmi 6 0 0 ? Vestfjarðaprófastsdæmi 7 0 1 ? Þingeyjarprófastsdæmi 3 1 1 ? Reykjavíkurprófastsdæmi eystra 15 3 2 ? Reykjavíkurprófastsdæmi vestra 14 0 3 ? Kjalarnesprófastsdæmi 12 1 6 ? Biskup svaraði ekki Vígslubiskupar 1 0 1 Sendiráðsprestar 3 1 0 Sjúkrahúsprestar 8 0 0 Afleysingaprestar 2 0 1 Sérþjónustuprestar 7 0 0 ? ? ? ? ? Afstaða presta þjóðkirkjunnar til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra para 22 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 24stundir Hart hefur verið tekist á um vígslu samkynhneigðra para innan kirkjunnar. Á kirkjuþingi síðastlið- ið haust náðist sátt um málamiðl- unartillögu, sem leiddi til þess að Alþingi veitti trúfélögum heimild til að vígja sambúð para af sama kyni. Niðurstöður könnunar 24 stunda benda til þess að í presta- stéttinni hafi stuðningi við stað- festa samvist vaxið fiskur um hrygg að undanförnu. Fjörutíumenningarnir „Við vorum um fjörutíu prestar sem undirbjuggum mikið plagg í fyrra,“ segir Yrsa Þórðardóttir, prestur í Digraneskirkju. „Okkur fannst ekki nóg að búa til eitthvað sem mátti hvort eð er, en við höf- um lengi mátt blessa samkyn- hneigð pör.“ Yrsa vill helst að skrefið sé tekið til fulls og ein hjúskaparlöggjöf gildi fyrir alla, hvort sem um er að ræða pör af sama kyni eða gagn- stæðu. Ef ríkið setti slík lög telur Yrsa líklegt að prestar myndu hlíta þeim. „Hjónabandið er í raun borgaralegur gjörningur í lútersk- um skilningi. Sem stjórnarskrár- vernduð þjóðkirkja hljótum við þess vegna að fara gjörsamlega að landslögum. Auðvitað þætti mér líka mjög smart ef kirkjan gengi sjálf á undan með góðu fordæmi í þessu mann- réttindamáli.“ Forsendur frá Guði Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindasókn, er einn þeirra presta sem sögðust ekki mundu staðfesta samvist samkyn- hneigðra para. „Með fullri virðingu fyrir sam- kynhneigðum, þá bara treysti ég mér ekki til að ganga þessa leið með þeim. Mér finnst einfaldlega ekki vera gefnar forsendur í Guðs orði til að ég geti blessað þessi sambönd. Þar eru hjón bara einn karl og ein kona – ekki neitt annað. Ég á þessa bless- un ekki sjálfur og verð að hlýða því.“ Rennur blóð til skyldunnar Önundur Björnsson, sóknar- prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, setti sig gegn breytingunum við umræður á kirkjuþingi í fyrra. „Mér fannst ekki hægt að skylda þetta frjálsa félag, sem þjóðkirkjan er, til að gera þetta,“ segir Önund- ur. „Guðfræðilega séð finnst mér þetta ekki rétt.“ „Hins vegar tel ég mig ekki í stakk búinn að synja fólki í mínu prestakalli sem óskar eftir þjónustu minni í þá veru. Við erum í þjón- ustustörfum og það liggur fyrir viljayfirlýsing um þessa þjónustu. Ég ætla ekki að skorast undan að takast á við þau verkefni sem prestastefna, kirkjuþing og löggjaf- arþing óska eftir að ég geri.“ Önundur bendir þó á að sá hóp- ur presta sem gengið hefur fram fyrir skjöldu til að þetta yrði heim- ilað mætti fá að njóta þess – með því að samkynhneigðir leituðu sér- staklega til þeirra um staðfestingu samvistar sinnar. Hommar og lesbíur ekki fyrir alla presta ➤ Lög um staðfesta samvisttóku gildi á alþjóðlegum bar- áttudegi samkynhneigðra, 27. júní 1996. ➤ Frá árinu 1998 gátu samkyn-hneigð pör sem hlutu stað- festa samvist hjá sýslumanni fengið blessun í kirkju. ➤ Lögum um staðfesta samvistvar í ár breytt á þann hátt að prestum varð heimilt að stað- festa samvist. Þær breytingar tóku gildi 27. júní síðastlið- inn. STAÐFEST SAMVIST Andrés Ingi Jónsson andresingi@ 24stundir.is FRÉTTASKÝRING  Lög um staðfesta samvist málamiðlun á milli afla sem togast á í þjóðkirkjunni  Sumir prestar grípa tækifærið fegins hendi  Stangast á við trúarsannfæringu annarra Eftir ítrekaðar tilraunir til að leggja spurningu 24 stunda fyrir Karl Sigurbjörnsson biskup fengust þær upplýs- ingar frá Biskupsstofu að Karl hefði ekki tíma til að svara, þrátt fyrir að erindi blaðsins hafi legið ljóst fyrir. „Þetta eru sérlega ánægjulegar niðurstöður og bera glöggt vitni um þær viðhorfsbreyt- ingar sem hafa átt sér stað á undanförnum misserum,“ segir Lárus Ari Knútsson, framkvæmdastjóri Samtak- anna 7́8. „Það sýnir sig að sá hópur presta sem hefur tekið samkynhneigðum opnum örmum hefur unnið gott starf og fer sífellt stækkandi.“ Lárus segir að þó þokist í rétta átt megi enn bæta stöðu sam- kynhneigðra. „Við vonumst til þess að Íslendingar verði jafn- framsýnir og Norðmenn, sem á dögunum innleiddu eina hjúskaparlöggjöf fyrir alla fullveðja einstaklinga.“ Samtökin 7́8 „Ánægjulegt“ TÍMABUNDINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.