Tíminn - 30.06.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.06.1970, Blaðsíða 1
ÍMnMW IGNIS HiimiLISTIEKI 143. tbl. — Þriðjudagur 30. júní 1970. — 54. árg- Frá átökunum í Belfast. Alvarlega særður maður aðstoðaður. MÁNNFALL l A TOKUM A NORÐUR-ÍRLANDl Barizt í Londonderry og Belfast um helgina Aftur sáttafundur meö yfirmönnum Lítið sagt miða í samkomulagsátt EJ—Reykjavík, mánudag. Viðræður ganga mjög erfiðlega í kjaradeilu yfirmanna á kaupskipum, en verkfall stýrimanna, vélstjóra og bryta hefur nú lamað kaupskipaflotann í landinu. Á laugardag hófst mara- þonfundur hjá þessum aðilum, og stóð hann frá kL 13 til kl. 6,30 næsta morgun, en þá slitnaði upp úr viðræðunum. f kvöld kl. 21 hófst aftur sáttafundur með yfirmönnum og vinnuveit- endum, en ekki var í kvöld talið útlit fyrir skjóta lausn þeirrar kjaradeilu. NTB-Balfast, mánudag. Blóðug átok urðu á Norður- írlandi um helgina, eftir að fréttist um handtöku Berna- dettu Devlin, yngsta þing- manns brezka þingsins. Opin berar tilkynningar segja, að 5 manns hafi látið lífið, en haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að talan sé nokk- uð hærri. Miklir eldar voru kveiktir, bílar, verzlanir og íbúðarhús í Belfast, London- derry og fleiri bæjum, stóðu í Ijósum logum, meðan ka- þólskir og mótmælendur börðust. Komið hafði verið upp götu- vígjum og urðu þau til að tefja mjög fyrir slökkviliðinu í Belfast, sem hafði nóg að gera að reyna að slökkva í húsum, sem óróa- seggirnir höfðu lagt eld í. í gær var hermönnunum, sem halda eiga mönnum i skefjum, gefin fyrir- skipun um að skjóta mætti strax hvern þann óbreyttan borgara, sem sæist með skotvonn. Talið er, að minnsta kosti 8 Framhald á 11. síðu« Bernadetta Devlin Hvernig Bernadetta Devlin var handtekin - sjá bls. 15 Sáttafundir hafa verið haldn ir með málm- og skipasmiðum og vinnuveitendum þeirra, og hefur nokkuð þótt miða f átt- ina, þótt hægt fari. Um helg ina var útlit fyrir, að fram kæmi miðlunartillaga sem hægt væri að nálgast samkomulag um, en erfiðleikar voru þó á því í dag. I Þá hafa verið haldnir sátta fundir með rafvirkjum, en ekki hafði verið boðaður sáttafund ur með trésmiðum né pípulagn ingarmönnum, en þessir íðnað armenn eru í verkfalli eem kunnugt er. Viðræður hófust í dag á Reyðarfirði við Alþýðusamband Austurlands, en engin verk- föll eru þar eystra. Ekkert hefur hreyfzt í sam komulagsátt í Vestmannaeyjum, þar sem ósamið er vi® verka- manna- og verkakvennafélögin. KRON FJQLMENNASTA KAUPFÉLAGÍÐ, EN KEA MEÐ LANGMESTA VELTU KJ—Reykjavík, mánudag. KRON hefur nú orðið flesta félagsmenn af því 51 Sambands félagi f landjnu. sem starfandi er, og voru félagsmennirnir i árslok 1969 alls 6.41G og hafði fjölgað um 777 á árinu, eða 14%. Flestir félagsmenn voru áð- ur hjá KEA, en þar varð aftur á móti nokkur fækkun á félags mönnum árið 1969. KEA hefur eftir sem áður mesta veltu Samhandsfélaganna eða 1.279 milljónir árið 1969. en þá var heildarvelta KRON um 200 ilMHIIHHIIIIMWiillilllll I I IIIIIWilll llll milljónir. Á árinu 1969 hættu tvö Sam bandsfélög starfsemi: Kaupfé- lag Austur-Skagfirðinga, Hofs- ósi, sem sameinaðist Kaup félagi Skagfirðinga, Sauðár- króki og Kaupfélagið Björk á Eskifirði. Eitt samvinnufélag bættist í hóp Sambandsfélag anna á aðalfundi Sambandsins, og er það Pöntunarfélag Esk- fi'-ðinga. Eskifirði. Félagsmenn Sambandsfélög unum í árslok 1969 voru alis 30.134 og eru það nokkru fleiri en í árslok 1968. Þrjár stórar hrýr endur- nýjaðar á Norðurlandsvegi KJ—Reykjavík, mánudag. f sumar verða endurnýjaðar þrjár stórar brýr á Norðurlands vegi, sem á undanförnum árum hafa verið hvimleiðar fyrir vegfar endur, en stærsta verkefni Vega- gerðarinnar á sviði brúargerðar í sumar, er að sjálfsögðu brúin yfir Elliðaárnar í Reykjavík, sem nú er !angt komin. Helgi Hallgrímsson deildarverk- fræðingur hjá Vegagerð ríkisins, gaf Tímanum þær upplýsingar í dag, að engin ný stórbrú yrði byggð í sumar, heldur yrðu eldri brýr endurnýjaðar, og er í nokkr um tilfellum um að ræða, meira en fimmtíu metra langar brýr. Það er þá fyrst að telja 56 metr. langa brú á Síká í Hrútaíirði, skammt frá Stað. Verður hún steypt bitabrú í þremur höfum. Yfir Djúpadalsá í Blönduhlíð í Skagaf. verður byggð 50 m. löng steypt plötubrú í fjórum höfum. Þá verður byggð ný brú á Laxá á Asum, skammt frá Blönduósi. Verður sú brú steypt bitabrú 20 metra löng og fullar tvær akbraut ir. Allar þessar brýr eru á Norðurlandsvegi, aðalveginum miili Reykjavíkur og Akureyrar. Yfir Iloltakíl, í Mýrum í A- Skaftafellssýslu, verður í sumar byggð 50 metra stálbitabrú í tveim höfum með steyptu gólfi. Þá verður byggð'bitabrú í einu hafi á Vesturlandsvegi i Miðdölum. Á Laxá utan vi<5 Borðeyri á Strandavegi verður byggð 24 metra löng brú i tveim höfum. Yfir Finnastaðaá í Eyjafirð: verð ur byggð 12 metra brú í einu hafi. Framhald á 11. síðu Samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Keflavíkur EJ-Reykjavík, mánudag. S" ukomulag hefur náðst milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um meirihluta i bæjarstjórn Keflavíkur, og verður bæj arstjórnarfundur væntan- lega haldinn á miðvikudag inn. f Keflavík hafa undanfarið farið fram viðræður milli þeirra flokka, sem aðstöðu hafa til meirihlutamyndunar, og er þetta samkomulag niður staða þeirra viðræðna. f kosningunum 31. maí s.l. fengu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn jafn marga bæjarfulltrúa. eða þrjá hvor 'lokkur. Aiþýðuflokkurina fékk tvo fulltrúa og Alþýðu- Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.