Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						ARASAR-
MAÐURINN
ÚFUNDINN
OÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Blaðburðarstúlkan, sem barin
var með flösku í hðfuðið s. 1.
sunnudagsmorgun er nú á bata-
végi. Leitin að manninum, sem
réðist á hana hefur ekki borið
árangur enn sem komið er, en
haldið verður áfram að reyna að
hafa upp á honum.
Stúlkan te.lur sig örugglega
þekkja manninn ef hún sér hann.
Hefur hún farið yfir hluta af
mannamyndum, sem eru i skrá
rannsóknarlögreglunnar, en ekki
fundið árá/?armanninn ennþá. Lög
réglan handtók mann í morgun,
sfm jafnvel lék grunur á að væri
árásarmaðurinn. Var honum stillt
upp í hópi nokkurra annarra
msnna og prófað hvort stúlkan
þekkti þrjótinn meðal þeirra. En
tUrajnln v<\v neikvæð og var þeim
grunaða þá strax sleppt, en leit-
in að hinum seka er enn í fullum
gangi.
MÁLIÐ I
SAKADÓMARA
RANNSÓKN
Svo sem kunnugt <t kærði
Steingrímur Hermantws"n, fram-
kvæmdastjóri Rannsókraarráðs rík
isins, hinn 9. þ.m. yfii grein dr.
Þorstein Sæmundsson 1 Morgun-
blaðinu hinn 8. þ.m., þar sem á sig
væri borið misferli í störfum sem
framkvæmdastjóri ráðsins.
Eftir athugun máls þessa og öfl
un greinargerðar ríkisendurskoð-
unarinnar um bókhald og reiknings
skil ráðsins, hefir saksóknaremb-
ættið nú vísað máli þessu til yfir-
sakadómarans í Reykjavík til rann
sóknar.
Frá saksóknara ríkisins.
Vcrið er að smíða nýja brú yfir Korpu, en þar endar fyrsti  áfangi  Vesturlandsvegar,  og  byrjað  er  á  öðrum
áfanga, s«m n»r frá nýhj brúnni upp ! Kotlafjörð.                                              (Tímamynd GE)
STEYPTUR VEGUR AÐ KORPU
VERÐUR TILBÚINN f HAUST
Byrjað á hraðbraut í Kollaf jörð.
OÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Ákveðið hefur verið að fyrsti
áfangi Vesturlandsvegar, frá
Höfðabakka að Korpu verði stein-
steyptur, en ekki malbikaður eins
og áður var búið að ákveða. Snæ-
björn Jónsson, yfirverkfræðingur
Vegagerðar ríkisins, sagði í dag,
að samizt hefði um hagstætt verð
á sementi og þá hafi ákvörðun
verið tekin um að steypa vegar-
kaflann.
Er unnið af imikluxn krafti við
vegagerðina, en mikið þarf að
undirbyggja veginn, sérstaklega
við Grafarholt, þar sem fyllt er
upp í dalslægð, og nokkru austar
er sprengt mikið utan úr felli, til
að vegurinn verði sem beinastur
og hæðarmunur sem minnstur.
Afköstin við fyrsta áfanga vegar-
ins voru ekki eins góð í vetur og
reiknað var með og tímaáætlunin
raskaðist nokkuð, en um var sam
ið að vegarspottanum yrði lokið
í haust. En í vor var gerð ný
verkáætlun ,og miðaðist hún við
að áfanganum yrði lokið í haust.
Samkvæmt nýju verkáætluninni
hafa afköstin staðizt fullkomlega
og engin ástæða er tilað ætla ann
að, en að fyrsti áfanginn verði
tilbúinn  á  umsömdum  tíma.
í vor var boðinn út annar
áfangi Vesturlandsvegar, frá
Korpu í Kollafjörð. Var þá verk-
takafyrirtækinu Þórisósi falið að
annast verkið. Er nú verið að
vinna við þá vegagerð í pörtum
allt frá rótum Úlfarsfells upp í
Kollafjörð. Aðallega er unnið við
að gera bráðabirgðavegi, þar sem
umferð verður beint frá þeim stöð
um sem nýi vegurinn liggur yfir
núverandi veg. Þessi áfangi Vest-
urlandsvegar á að vera tilbúinn
haustið 1972.
Þá er ístak byrjað á vegagerð
við Rauðavatn á Suðurlandsvegi
og eins á hluta af veginum yfir
Hellisheiði. Á sá vegur að vera
tilbúinn haustið 1972.
Stofnun Veiði-
r ¦
Fiskirækt ákveðin
í stórum stíl
ÞÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Nú um helgina var haldinn
undirbúningsfundur að Veiðifélagi
Héraðsvatna. Hugmyndin að stofn
un þessa félags er að Héraðsvötn
verði ræktuð upp með laxi og
silungi, en það hefur ekki verið
gert í ríkum mæli fyrr.
Þar sem ekki nógu margir af
eigendum vatnasvæðisins voru á
fundinum, en þeir eru um 200,
voru ekki gerðar neinar samþykkt
ir, heldur aðeins kosin bráða-
birgðastjórn, og hana skipa: Jó-
hann L. Jóhannsson, Silfrastöð-
um, Jóhann Lúðvíksson, Kúkerti,
Frímann Þorsteinsson, Syðri*
Brekkum, Konráð Vilhjálmsson,
Ytri-Brekkum, Vésteinn Vésteins-
son, Ormsstaðaseli, Þórarinn Jón-
asson, Hróarsstað, og Einar Krist
insson, Hamri.
Áætlað er að annar fundur
verði haldinA mjög bráðlega, og
þá gengið frá stofnskrá félagsins.
Mikilt og góður snjór
í KerÍLngarfjöllum
Fyrsta feroin næstkomandi föstudagskvöld.

ÞÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Tíminn náði tali í dag af Valdi
mar Örnólfssyni, þar sem hann
Sumarferð Framsóknar-
félaganna í Reykjavík 1971
Sunnudaginn 11. júlí — farið verður af stað
kl. 8 árdegis frá Hringbraut 30 — Fararstjóri
verður Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfull-
trúi — Ekið verður um Hellisheiði — Stanzað
á Kambabrún, ef veður er gott, annars í Hvera-
gerði. — Þaðan verður ekið um Selfoss, austur
yfir Þjórsá — austur Holt um Rangárvelli og
Landeyjar, sem leið liggur að Gljúfrabúa og
Seljalandsfossi, þar sem áð verður. — Síðan
verður ekið að Skógum og byggðasafnið og
fleira markvert skoðað, og gengið að Skógarfossi. — Á heim-
leið verður ekið um Fljótshlíð og numið staðar á sögustöðum.
Ekið verður um Rangárvelli — að Keldum — og þaðan um
Gunnarsholt og stanzað á markverðum stöðum á leiðinni til
Reykjavíkur, ef veður verður gott.       Xánar auglýst síðar.
fc.  ^^^ ^l^^l^^^.^^^^^^^^^*^^^^^^.!*^'^^^^^^^^^^^  ^^^^<»^^^^^4
var staddur upp í Kerlingarfjöll-
um. Sagði Valdimar að þeir félag
ar væru nú að koma sér fyrir,
og liti allt mjög vel út í sambandi
við sumarstarfið. Snjór hefur
sjaldan eða aldrei verið meiri í
Kerlingarfjöllum á þessum árs-
tíma, t.d. hefði snjóað aðeins í
morgun, en nú væri komið ágætis
veður og silkifæri í brekkunum.
í dag voru þeir félagar að koma
fyrir skíðalyftunni í nýrri og mjög
góðri brekku.
Fyrsta ferðin í Kerlingarfjöll
verður nú á föstudagskvöldið, og'
verður það helg jferð, en þann
3. júlí byrja svo námskeiðin fyrir
alvöru, og má bæta því við, að
í þá ferð eru nokkur sæti laus.
Aðspurður sagði Valdimar, að
hann vissi ekki nákvæmlega um
ástand vegar upp að Kerlingar-
fj'illum, cn samt hélt hann að veg
urinn væri aðeins fær jeppum.
eii hann ætti þó fljótloga að vera
fær venjulegum fólksbílum.
HLAUT SILFURLAMPANN
SB-Reykjavík, þriðjudag.       inn formaður Félags ísienzkra
Silfurlampinn — viðurkenn-  leikdómenda,   afhenti Sigrfði
ing Félags íslenzkra leikdóm-  Hagalín  silfurlampann.  Síðan
ara — var afhentur í dag á  tók hann til máls og sagði m.a.:
Hótel Sögu og hlaut hann að  að Sigríður Hagalín væri ein
þessu sinni Sigríður Hagalín,  af okkar ágætustu leikkonum
fyrir túlkun sína á hlutverki  og hún skipaði yfirleitt hlut-
Nell Palmer í „Hitabylgju". —  verki sínu fremst, en sinni eig-
Sex  leikdómarar  greiddu  at-  in persónu fyrir aftan. Þatta
kvæði um hver skyldi hljóta  væri vel gert af leikkonu, því
lampann, og fengu alls tíu leik  margar hefðu þær tilhneigingu
arar stig.                    til hins. Sigríðúr Hagalín væri
hæversk í list sinni og  hún
Atkvæðagreiðslunni er þann-  hefði kjark til þess að vera
ig háttað ,að hver greiðir þrem  ekki alltaf falleg á sviðinu.
ur leikurum stig, 100, 75 og 50.    Að Iokum þakkaði Sigríður
Þeir sem stig fengu eru: Briet  Hagalín og sagði m.a.: — Á
Héðinsdóttir 50, Helga Bach-  þessari stundu er mér efst í
mann og Þorsteinn Gunnarsson  huga  þakklæti.  Til  leikdóm-
50 stig, Gunnar Eyjólfson 75  enda, en ekki síður til leik-
stig, Þóra Friðriksdóttir, Sigríð  stjóra og meðleikara minna í
ur  Þorvaldsdóttir  og  Borgar  Hitabylgju. Að mér var veittur
Garðarsson 100 stig, Gísli Hall-  Silfurlampinn  fyrir hlutverk
dórsson 150 stig, Guðrún Ás-  Nell Palmer, tek ég sem viður
mundsdóttir 275 stig og Sigríð-  kenningu til okkar allra, því
ur Hagalín 400 stig.          ég held, að Nell Palmar hefði
Þorvarður Helgason, nýkjör  aldrei lifnað í dauðu húsi.
Siqriður Hagalín og eiginmaður hennar, Guðmundur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur, virða fyrir sér silfurlampann,
eftir afhendinguna                                   (Tímamynd GE)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16