Tíminn - 30.10.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.10.1971, Blaðsíða 1
smsíBíutsrömnF 247*. tbl. — Laugardagur 30. október 1971 55. árg. Meðalverð á seldri raforku: Lægst á Akranesi en hæst á Reyðarfirði EJ—Reykjavík, föstudag. Meðalverð á raforku árið 1969 var nokkuð misjafnt eft- ir því hvar er á landinu. Með- alverð á seldri orku frá raf- veitum var allt frá 104 aurum á k.st á Akranesi upp 1 230 aura á Reyðarfirði. f yfirliti um þetta efni í ný- útkomnum Orkumálum kemur þessi verðmismunur í ljós. Einnig kemur í ljós, að mik ill verðmunur var á verði á raforku til húsahitunar. Hæst verð var á ísafirði, 200 aur- ar á kwst, en lægst á Stokks- eyri, 40 aurar. f lok síðasta árs voru 925 íbúar á landinu án rafmagns, eða 0,5% þjóðarinnar, og búa þeir allir í sveit. Sjónvarps- þáttur um landhelgis- málið í BBC TK—Reykjavík, föstudag. Þann 5. nóv. mun BBC í Skot- landi taka upp í Aberdeen 45 mínútna umræðuþátt um útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland í 50 sjómílur. Þessi þáttur verður í umsjá Magnúsar Magnússonar. BBC hefur þegar boðið um 400 manns til þess að vera við upp- töku þáttarins og taka þátt í hon- um. Af íslands hálfu sitja fyrir svörum viðstaddra þeir Hannes Jónsson, blaðafulltrúi ríkisstjórn- arinnar, sem talsmaður ríkis- stjómari.nnar, og Jónas Árnason, alþingismáður. Á meðal hinna 400 þátttakenda í sjónvarpssal verða formaður og helztu forystumenn félags togara- útvegsmanna í Bretlandi, formað- ur togaraeigendafélagsins í Aher- deen, báðir þingmenn Hnll, en annar þeirra er formaður fiski- málanefndar brezka þingsins, en auk þess munu verða viðstaddir upptökuna fulltrúar fyrir samtök fiskkaupenda í Bretlandi og full- trúar sjómannasamtakanna þar í landi. Hugmyndin er að þessir forvígismenn brezkra hagsmuna varðandi fiskveiðilögsöguna við ísland sitji á fremsta bekk í sjón varpssal og spyrji þá Hannes og Jónas um landhelgismálið og geri athugasemdir við svör þeirra Þátturinn verður sendur út í b un desember. I nýútkomum Orkumálum segir, að 198.399 íbúar njóti raforku frá rafveitum, eða 96.9%. 333 íbúar fá raforku frá virkjunum, eða 0,2%. 4.921 íslendingur fær raf- magn frá einkastöðvum, eða 2,4% lapdsmanna. NOKKRIR SllDARBATAR I HÆTTU VIDINGÚLFSHOFDA þegar þeir fengu síldarnæturnar í skrúfurnar ÞÓ-Reykjavík, föstudag. Nokkrir síldarbátanna, sem voru að vciðum vestan við Ingólfs höfða í gærkvöldi, lentu í tals- verðri hættu, þegar þeir fengu næturnar í skríifuna. Munaði minnstu að nokkrir bátar lentu upp í sandana í krikanum vestan við Höfðann. En það sem bjarg- aði þeim, var það, að sumir bát- anna voru ekki með næturnar úti, og komu þeir hinum nauðstöddu til hjálpar og drógu þá frá land- inu. Það voru a.m.k. fjórir bátar, Fyrsti áfangi Vesturlandsyegar, frá ÁrtúnshöfSa upp að Korpu, verður opnaður umferð un miðjan næsta mánuð. Búið er að steypa vegarkaflann, en eftir er að setja akrið á hluta hans, eða á móts við Laxalón, en þar eru kantamir mjög háir og nauðsyrHegt að hafa þar akrið í öryggiskyni. Er byrjað að grafa fyrir stólpunum eins og sést á myndinni. Þá er verið að Ijúka við frágang vegarins norðan nýju Korpubrúarinnar. (Tímamynd GE) sem voru hætt komnir og héngu þeir aftan í öðrum bátum í nótt. Þegar séð varð, að ekki var hægt að losa netadræsumar úr skrúfunum, án þess að fá hjálp úr landi, legði Lóðsinn af stað frá Vestmannaeyjum, með tvo frosk menn innanborðs. Lóðsinn kom svo á miðin vestur af Ingólfs- höfða í morgunsárið og tókst fljót lega að losa úr skrúfum bátanna. Ekki tókst blaðinu að afla sér upplýsinga um, um hvaða báta var að ræða, nema hvað vitað var að Kristbjörg VE var með Kóp VE í togi í nótt. Þegar veður lyngdi í gærdag, urðu bátarnir fljótt varir við sild rétt vestan við Ingólfshöfða og stóð síldin mjög grunnt eða frá 7 og upp í 10 faðma. Síldin var á mjög litlu svæði og áttu bát- arnír erfitt með að athafna sig, bæði vegna þess hve mikill straum ur var, og hve síldin stóð grunnt og hve þétt síldin var. Því fór það svo, að það kom fyrir að nætur bátanna lentu saman, og við það rifnaði hjá mörgum. f gær var vitað um 37 skip, sem vora á veiðum á þessum slóðum, en ekki voru það allir sem köstuðu, en talið er að flest ir bátanna sem köstuðu, hafi átt í einhverjum erfiðleikum. Nokkr ir bátanna eru komnir með loðnu nætur um borð, enda henta þær miklu betur til veiða á svo grunnu vatni, en þeir sluppu yfirleitt bet ur út úr köstunum. Ekki fór það samt svo að engin fengi síld, því að vitað var um 5 báta, sem fengu síld á þessum slóð um. Fengu þessir 5 bátar 280 tonn, en það yoru Helga RE með 60 tonn, ísleifur VE 130 torin, Jón Finnsson GK 30 tonn, Þorsteinn RE 15 tonn og Ófeígur III VE 20 tonn. Seinnihluta dags í dag voru Framhald á bls. 14 IBI Mismunandi skoðanir í bílatrygginganefndinni: LÖGÐU TIL AÐ IÐGJÖLD BÍLA- TRYGGINGA HÆKKUÐU 18-34,5% KJ—Réýkjavík, föstudag. Nefnd sú, sem skipuð var til að endurskoða skipulag og fram- kvæmd ábyrgðartryggingar bif- reiða, hefur lokið störfum og skil að skýrslu. Nefndarmenn urðu ekki á eitt sáttir um hve mikið ætti að hækka 'ibyrgðartryggíng- ar bifreiða, og heldur ekki um störf nefndarinnar, sem slíkrar. Tryggingafélögin lögðu til 34Ji% hækkun, en vörubílstjórar minnsta hækkun, eða 18%, en aðrir voru jaar á milli. Formaður nefndarinnar var I-Ielgi Ólafsson hjá Efnahagsstofn uninni. Frá tryggingafélögunum voru í nefndinni þeir Runólfur Þorgeirsson, deildarstjóri, As- geir Magnússon forstjóri og Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræð- ingur. Frá Landssambandi vöru- bifreiðastjóra var Jón Þorsteins- son lögfræðingur, frá Bandalagi leigubifreiðastjóra Þorvaldur Þor- valdsson leigubílstjóri. frá Fé- lagi ísl. bifreiðaeigenda Konráð Adolphsson viðskiptafræðingur. Fulltrúi BÍL vildi 24% hækk un og leggur ríka áherzlu á, að komið verði í veg fyrir, að svipaður atburður og átti sér stað með gjaldþroti Vátrygg- ingafélagsims komi fyrir aftur. Fulltrúi FÍB lagði til 25% Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.