Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.07.1974, Blaðsíða 1
 & fp Auglýsingadeild TÍAAANS Aðalstræti 7 113. tölublað — Föstudagur5. júlí—-58. árgangur DÖMUR UM LAND ALLT! DRESSFORAA NÝR! spennandi 32. bls. póstverzlunarbæklingur með tízkufatnaði fyrir dömuna sem fylgist með. Pantið bækling strax. Einka-söluumboð — Póstverzlunin Heimaval/ Kópavogi. Lúaleg árás Þjóðviljans á Ólaf Jóhannesson Þau furðulegu tiðindi hafa gerzt, að Þjóðviljinn ræðst i gær i áberandi forsiðugrein á Ólaf Jó- hannesson með sérstaklega lúa- legum hætti. í umræddri grein er þvi haldið fram, að Ólafur Jó- hannesson láti annan mann hafa „ótrúlega gott tak” á sér og láti hann stjórna gerðum sinum. Til þess að gefa lesendum Timans fulla hugmynd um þessa óvæntu árás Þjóðviljans er ljósmynd af umræddri grein Þjóðviljans birt hér f fullri stærð. Sérhver sá, sem hefur kynnzt Ólafi Jóhannessyni, veit vel, að hann er manna óliklegastur til að láta einn eða annan hafa tak á sér. Það er hægt að deila um verk hans og ákvarðanir, eins og ann- arra manna, en enginn, sem þekkir Ólaf Jóhannesson, efast um að hann lætur samvizku sína og sannfæringu ráða gerðum sin- um. Alveg sérstaklega ætti ráð- herrum Alþýðubandalagsins að vera kunnugt um þetta, þvi að þeir hafa fengið að reyna ein- beitni Ólafs, þegar á reynir. Það mun lengi verða þjóðinni eftir- minnilegt, hvernig hann beygði þá i landhelgisdeilunni við Breta, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt. Viðleitni Þjóðviljans til að gera framkvæmdastjóra Timans tor- tryggilegan er af svipuðum toga „Krktinn hefur tak á Olafi” segja sjálfstœðismenn og reiða sig á að framkvœmdastjóra Timans takist að sveigja Framsókn til samstarfs Taugaveiklun hefur nú gripið um sig I hinum hægri sinnaða hluta Framsóknar- flokksins. Innan flokksins eru valdamikil öfl, sem ætla sér af heilum hug i rikisstjórnar- samstarf með Ihaldinu. Og ihaldið fagnar þeim mönnum vitanlega — amk. á yfirborðinu, þvi ihaldið langar að stjórna þessu landi — þótt ýmsir aðilar innan Sjálf- stæðisflokksins séu ekki bein- linis hrifnir af þvi að þurfa aö styöja sig við Framsókn. Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Timans, og einn helsti peninga- „spekúlant” Framsóknar- flokksins er nú á þönuin milli áhrifamanna Sjálfstæðis- flokksins og eigin flokks, og leggur sig fram um að vinna að samruna þessara tveggja flokka. Ég er ekki hrifinn af þessu, sagði ihaldsmaður einn við Þjóðviljann, Kristinn er vara- samur og við teljum hann ekki beinlinis góðan félagsskap. Ég held það sé ekki holt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara i samstarf við Framsókn — en hvað skal gera? Og ihaldsmaöurinn fullyrti að Kristinn hefði „ótrúlega gott tak á Ólafi Jóhannessyni” — og þvi virðist nú margt benda til þess að gróða- mennirnir i Framsókn falli ihaldinu um háls og grátbæni það að forða myndun vinstri stjórnar. —GG spunnin og árásin á Ólaf Jó- hannesson. Þjóðviljinn veit það vel, að það er erfitt verk að sjá um blaðaútgáfu og fjármál efna- litilla flokka, eins og Fram- sóknarflokksins og Aiþýðubanda- lagsins, og er það óþarft verk og ómaklegt að vera að kasta stein- um aö þeim mönnum að tilefnis- lausu, eins og hér er gert. Annars hefur Alþýðubandalagið sýnt, að Framhald á 7. siðu. Þetta er hin lúalega árásargrein, sem Þjóöviljinn birti i gær. Kóreubörn til íslands? SJ-Reykjavík Talsvert er spurzt fyrir um hvort Hjálparstofnun kirkjunnar geti haft milligöngu um eöa hjálpaö viö ættleiöingu barna frá öörum löndum. Mjög erfitteraö fá börn til ættleiöingar hér á landi og ekki sföur virðist erfiöleikum bundiö aö fá þau frá öörum löndum. Nú munu á döf- inni a.m.k. þrjár eöa fjórar ætt- leiðingar barna frá Kóreu hingað fyrir tilstiili samtakanna „Norsk Koreaforening”. Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur komið þessu sambandi á, en mun ekki á neinn hátt fram- kvæma eða bera ábyrgö á ættleiðingunum, en starfar aðeins á upplýsinga- og fyrirgreiðslu- grundvelli. Frá þessu er skýrt i ársskýrslu Hjálparstofnunar kirkjunnar fyr- ir 1973, en þar segir að samband hafi verið haft við f jölmarga aðila vegna slfkra ættleiðinga en við dræmar undirtektir. Samtökin „Norsk Koreaforening”, sem um langt árabil hafa annazt ætt- leiðingu Kóreubarna til Noregs, sóttu um og fengu leyfi frá norska félagsmálaráðuneytinu til að annast slikar ættleiðingar til Is- lands. Dauðaslys á Ósfjallssvegi Laust eftir hádegi á miðvikudag komu menn að bifreiö Ingvars Ingvarssonar, oddvita á Desjarmýri i Borgarfirði, þar sem hún hafði oltiö út af veginum i Ósfjalli, nálægt Vatnsskarði. Var Ingvar, sem var einn á ferð, látinn, er að var komið. Bifreiðin hafði farið út af veginum við beygju, sem ekki er talin hættuleg, og hafði Ingvar oft farið þessa leið áöur. Er þvi talið, að hann hafi fengiö aðsvif, þvi að engir áverkar voru á likinu. Ingvar var rösklega fimmtugur aö aldri og lætur eftir sig eiginkonu og 6 börn. Ríkissjóður greiði Hoch' tief 150 mnijonir Þýzka verktakafyrirtækið Hochtief, sem sá um bygging:: hafnarinnar i Straumsvik, stefndi á sinum tima rikissjóöi — og var dómurimálinu kveðinn upp i Hæstarétti i gær. i dómnum kemur fram, aö rikissjóöur er dæmdur til aö greiða þýzka verktakafyrir- tækinu nær 150 milljónir . Þá skal einnig tekiö tillit til gengisbreytinga, sem orðiö hafa á þessu timabili. Gerðardómur hafði áöur dæmt i ntá'.inu, en úrskurði hans var skotið til Hæsta- réttar. Þrir hæstaréttar- dómaranna staöfestu geröardóminn, en tveir vildu hnekkja honum. A tónleikum hjá Victor Borge er blandað saman frá- bærurn pianóleik og spreng- hlægilegri kimni, sem enginn verður svikinn af. Victor er nú 05 ára gamall. VIKTOR BORGE SKEMMTIR HÉR Á LANDI í HAUST á 25 ára afmæli Sinfóniuhljómsveitarinnar HP.-Reykjavik. — A næsta starfs- ári verður Sinfóniuhljómsveitin 25 ára og af þvi tilefni, mun starfsmannafélag sveitarinnar vanda mjög til Sinfóniudansleiks- ins s.k. Hefur verið fenginn sérstakur heiðursgestur, og er það enginn annar en grin- og píanistinn Vict- or Borge. Við náðum tali af Gunnari Egilssyni hjá Starfsmannafélagi Sinfóniuhljómsveitarinnar og staðfesti hann, að von væri á hin- um heimsfræga manni hingað. Mun hann dveljast hér dagana 16.-18. nóvember og á þeim tima halda eina skemmtun með hljóm- sveitinni i Háskólabiói og koma siðan fram, sem heiðursgestur á Sinfóniuballinu. Hefðu samningar við Borge gengið mjög vel, sjálfur væri hann mjög spenntur fyrir þvi að koma hingað, en eins og kunn- ugt er, var reynt að fá hann hing- að fyrir Listahátið. Með honum hingað kemur ung söngkona, Marilyn Morlwey, sem okkur er nú ekki kunnugt um neitt frekar. Dansleikurinn verður að öllum likindum haldinn að Hótel Sögu, — þar var hann haldinn siðast og þótti takast með afbrigðum vel. Að visu hefðu aðeins um 200 manns verið þar, en það væri kannski einmitt þess vegna, sagði Gunnar. Þó sagði hann að veit- ingahúsið Sigtún væri i athugun, þá með tilliti til þess, að hægt væri að gefa fleira fólki tækifæri til þess að njóta skemmtunar Borge. Victor Borge er fæddur i Dan- mörku, en fluttist til Bandarikj- anna árið 1940. Aður hafði hann verið konsert-pianóleikari og get- ið sér gott orð sem slikur og það var fyrir hreina tiiviljun, að upp komst um hina frábæru kimni- gáfu mannsins. Siðan hefur vegur hans vaxið og er hann einn af eftirsóttustu skemmtikröftum i heimi og sérhæfir sig i þvi, sem nefnt er „one man show” á skemmtiiðnaðarmáli. — Þeir eru dýrir þessir kallar, Kramhald á 7. siðu. HKOTIblS fylgir blaðinu í dag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.