Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunn-
laugsson var frumsýnd fyrir rösk-
lega 21 ári, 4. febrúar 1984, og
hlaut misjafna dóma gagn-
rýnenda og Hrafn varð að taka
myndina úr bíóhúsinu því aðsókn
á hana var svo dræm að hann náði
ekki inn fyrir leigunni á bíóhús-
næðinu. Myndin markaði þó
þáttaskil í sögu kvikmyndagerðar
á Íslandi því myndin var vand-
aðari en aðrar myndir sem fram-
leiddar höfðu verið hér á landi
fram að þeim tíma og Hrafn lagði
allt í sölurnar til að gera myndina
vel og gekk hann nærri sjálfum
sér við gerð hennar. 
Kvikmyndin var endurútgefin á
DVD-diski í sérstakri útgáfu í vik-
unni. Hægt er að horfa á myndina
á fjórum tungumálum, íslensku,
spænsku, ensku og frönsku auk
þess sem hægt er að láta arabísk-
an, sænskan, kínverskan, enskan,
þýskan og íslenskan texta á mynd-
ina. Á disknum er auk þess mikið
af aukaefni svo sem eins og viðtal
við leikstjórann, viðtöl við leikara
og aðstandendur myndarinnar,
upplestur úr ævisögu Hrafns, upp-
taka frá afhendingu Gullbjöll-
unnar í Stokkhólmi þar sem Hrafn
fékk leikstjóraverðlaunin fyrir
myndina auk annars efnis. Einnig
er tónlist myndarinnar, sem var
frumsamin af Hans Erik Philip, á
disknum.
Hörð gagnrýni í Þjóðviljanum
Í blaðaviðtali við Hrafn Gunn-
laugsson í Þjóðviljanum degi
fyrir frumsýninguna sagði leik-
stjórinn að Hrafninn flýgur væri
fjölskyldumynd og að hann vonaði
að Kvikmyndaeftirlitið hefði vit á
því að banna hana ekki innan tólf
ára. Hann sagði að í sínu innsta
eðli fjallaði myndin um draum
manna um frið á jörðu. Gagn-
rýnendur sem skrifuðu um
myndina eftir frumsýninguna
voru hins vegar ekki alveg sam-
mála þessari skoðun Hrafns. 
Ingibjörg Haraldsdóttir skrif-
aði í gagnrýni sinni í Þjóðviljanum
að myndin væri ekki fjölskyldu-
mynd því til þess væri myndin of
blóðug og ógeðsleg. Tónlist mynd-
arinnar var gagnrýnd og hún sögð
minna á tónlist í samurai-
myndum sem japanir framleiddu
á færibandi. 
Hún gagnrýnir jafnframt sið-
ferðisboðskap myndarinnar. Í
upphafi hennar, þegar Gestur er
ungur drengur á Írlandi, hlustar
hann á pabba sinn lesa upp úr
fornu handriti ?að dropinn holi
steininn, að hið mjúka sigri hið
harða,? en sér föður sinn veginn
skömmu síðar af víkingum. Einn
víkingurinn hefur ekki geð í sér til
að drepa Gest og sleppir honum.
Það næsta sem við sjáum er þegar
Gestur er kominn til Íslands tutt-
ugu árum síðar að leita Þórðar,
morðingja föður síns, sem auk
þess hafði numið systur hans á
brott frá Írlandi, gert hana að
frillu sinni og eignast með henni
son. Ingbjörg sagði það ekki ræt-
ast í myndinni að hið mjúka sigri
hið harða. 
Jákvæðari gagnrýni
Mynd Hrafns hlaut vægari dóm í
Morgunblaðinu en í Þjóðviljanum.
Gagnrýnandinn var á þeirri
skoðun að ofbeldið í myndinni ætti
ekki að fara fyrir brjóstið á nein-
um og benti á að sjálfsagt yrðu ein-
hverjir fyrir vonbrigðum með það
að Hrafn skyldi ekki gefa þann
höggstað á sér í þetta skiptið. 
Friðrik Indriðason á Tímanum
tók í sama streng og gagnrýnandi
Morgunblaðsins og sagði ofbeldið
eins hreinlegt og hægt væri að
ætlast til í slíkri mynd. Hann
sagði þó ekki rétt að kalla
myndina fjölskyldumynd. Friðrik
gekk svo langt að kalla myndina
bestu íslensku mynd sem gerð
hafi verið á þeim tíma.
Gagnrýnandi DV, Hilmar
Karlsson kallaði myndina listflug
í íslenskri kvikmyndagerð þrátt
fyrir að hann segði handrit
Hrafns í veikara lagi.
Björn Vignir Sigurpálsson
gagnrýnandi Helgarpóstsins var
einnig jákvæður í garð myndar-
innar og sagði hana marka tíma-
mót á ferli Hrafns Gunnlaugs-
sonar. Hann sagði að Hrafn
reyndi ekki að rista eins djúpt og
vera eins sálfræðilegur og í fyrri
myndum sínum heldur væri
myndin einföld aksjónmynd sem
væri laus við tilgerð og útúrdúra
og það léti Hrafni best að gera
slíkar myndir. 
Dómarnir um myndina voru
því í heildina fremur jákvæðir en
neikvæðir en þrátt fyrir það var
aðsóknin á myndina dræm.
?Bergman bjargaði lífi mínu?
Hrafn tók myndina úr Háskóla-
bíói sökum lítillar aðsóknar því
tekjur af miðasölu á myndina
voru hættar að duga fyrir
leigunni á bíóinu. Leikstjórinn
taldi að aðsóknina á myndina
mætti skýra með því að Kvik-
myndaeftirlitið hefði bannað hana
innan 12 ára. 
Eftir stóð Hrafn nærri gjald-
þrota því hann hafði greitt úr eigin
vasa um 70 prósent af þeim 12 til
13 milljónum sem það kostaði að
gera myndina og skuldaði hann á
milli 5 og 6 milljónir eftir hana.
Það átti eftir að taka hann 8 ár að
greiða upp skuldir sínar vegna
myndarinnar. 
Þrátt fyrir slælegt gengi heima
á Íslandi hlaut Hrafninn flýgur lof
í útlöndum, fór meðal annars á
Kvikmyndahátíðina í Berlín og
voru Hrafni veitt leikstjóraverð-
launin á Gullbjöllunni í Stokk-
hólmi.
Í dag þakkar Hrafn Ingmar
Bergman þessa velgengni sína í
útlöndum, þar sem hann segir að
það hafi ráðið úrslitum að Berg-
man hafi kunnað vel að meta
myndina og það hafi gert gæfu-
muninn. ?Ingmar bjargaði lífi
mínu því án Gullbjöllunnar er
óvíst hvort ég hefði náð að selja
myndina til annarra landa auk
þess sem hún var sýnd í Svíþjóð í
rúm tvö ár,? segir Hrafn en Berg-
man kallaði Hrafn mikinn hæfi-
leikamann þegar hann kom á
Listahátið í Reykjavík árið 1986. 
Þessi upphafning myndarinnar
í útlöndum varð svo til þess að
Hrafn frumsýndi myndina aftur
einu ári eftir að hún var frumsýnd
í Háskólabíói og komu helmingi
fleiri að sjá hana en í fyrra skiptið. 
Hrafninn flýgur í 20 ár
?Ég hef fundið fyrir því að Hrafn-
inn flýgur hefur unnið sér inn sess
sem költmynd og hún er sýnd víða
þar sem fjallað er um norræna
menningu. Hún er meðal annars
notuð sem kennslugagn í Banda-
ríkjunum. Hún varð mjög vinsæl í
Suður-Ameríku. Ég var á ferðinni
á Kúbu í Santiago fyrir tveimur
árum og þá fyrst var verið að sýna
myndina þar. Á Kúbu sá ég stórt
plakat á húsgafli og var mynd af
Helga Skúlasyni úr Hrafninn flýg-
ur. Sérstaklega hef ég fundið fyrir
því að myndin lifi góðu lífi hjá
menningarelítunni í mörgum lönd-
um og eins hjá fólki sem hefur
gaman af aksjónmyndum,? segir
Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri
myndarinnar
?Mig langaði að skila myndinni
af mér í einhverju varanlegu
formi, áður en það yrði of seint.
Hún var komin út í sjóræningjaút-
gáfum á netinu og á DVD í Svíþjóð.
Þetta er menningarframtak hjá
mér því með þessu er það tryggt
að þeir sem vilja sjá myndina í
framtíðinni geta gert það. Ein-
hvern veginn ætlar Hrafninn að
hanga inni og það er ánægjulegt
því ég reikna með því að margar
hinna myndanna minna falli í
gleymsku eins og hverjar aðrar
blaðagreinar en Hrafninn virðist
ætla að lifa,? segir Hrafn.
Heimildir: Krummi: Hrafns
saga Gunnlaugssonar eftir Árna
Þórarinsson og blaðagreinar
26
16. júlí 2005  LAUGARDAGUR
Hrafninn fl?gur um ókomin ár
ÁSGRÍMUR SVERRISSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR
Daginn sem myndin var frumsýnd fór ég ásamt
félögum mínum á hana. Það var vont veður og
við komust við illan leik í Háskólabíó og
mættum 30 mínútum of seint og töldum okkur
hafa misst af byrjuninni. En akkúrat á því augna-
bliki hófst myndin. Við settumst niður og sögð-
um strax vá. Myndin er í hópi bestu mynda sem
hafa verið gerðar á Íslandi, hún er feikilega
áhrifarík.
Þetta var mjög eftirminnileg frumsýning því að á
þessum árum voru íslenskar myndir að byrja
þannig að maður tók öllum myndum með mikl-
um spenningi og þær fengu forgjöf. Í rauninni
eimir enn eftir af þessu hjá mér því ég vona
alltaf að íslenskar myndir séu frábærar.
Myndin var gerð af miklu sjálfstrausti, hún
geislar af því. Það var verið að segja við okkur
Íslendinga að við gætum líka búið til ansi magn-
aðar kvikmyndir. Þjóðin var að ganga af göfl-
unum yfir Hrafni á þessum árum en ég hafði
gaman að öllum myndunum hans en ég held
samt ekki að þessi umfjöllun um Hrafn hafi
spillt fyrir honum því hann hefur fengið sínu
framgengt sennilega meira en flestir aðrir kvik-
myndaleikstjórar hér á landi. 
Ég hef ábyggilega séð þessa mynd á bilinu 7 til
10 sinnum, nú síðast í fyrra. Það sem maður
finnur fyrir er að myndin er dálítið hrá en hún
hefur mikinn kraft, er dálítið pönkuð, en ég held
að hún hafi ekki elst illa því hún er afskaplega
einföld og er sett fram á klassískan og hnitmið-
aðan hátt. Myndin er án efa sú besta sem Hrafn
hefur gert. 
Ég fór að sjá hana með tengdamóður minni.
Hrafn Gunnlaugsson hafði verið heimagangur
hjá henni og hún sagði myndina vera enn eitt
prakkarastrikið hjá Hrafni. Hún hrökk óskaplega
mikið við þegar einhver var drepinn og viðbrögð
hennar mótuðu mína upplifun. Mér fannst kvik-
myndin kraftmikil. Það kom mér á óvart hversu
miklum tökum Hrafn hafði náð á kvikmynda-
gerðinni. Hann hafði reyndar óvenju frjótt að-
stoðarlið með sér. Ég fékk það samt á tilfinning-
una, sem síðar átti eftir að reynast rétt, að um-
búðirnar skiptu meira máli en innihaldið.
Myndinni var vel tekið af íslenskum almenningi
og blöðin höfðu fjallað töluvert mikið um hana.
Það heyrðust þó þessar raddir að hún væri nýja-
brum og að hún væri ofbeldisfull. Ég leyfi mér
hins vegar að efast um að einhver íslensk kvik-
mynd hafi náð jafn mikilli hylli á Norðurlöndum
því ég er enn að hitta Svía sem vitna í hana. 
Það er komið svolítið síðan ég sá hana. Þetta er
náttúrlega gamaldags leið að ýkja allan subbu-
skap og ofbeldið. Yfirbragðið og stíllinn sam-
ræmist ekki því sem við vitum í dag um mið-
aldirnar en Hrafninn Flýgur er jú ekki heimildar-
kvikmynd.
Hrafninn flýgur þætti væntanlega þunglamaleg og
einhæf í öllum þessum hraða í dag. Ég held engu
síður að hún eigi eftir að fá gott sæti í sögunni.
Helgi Skúlason varð hálfgerð stórstjarna og var
nefndur mesta illmenni Norðurlandanna á sínum
tíma. Hrafninn flýgur gleymist ekki.
ÓLAFUR H. TORFASON, KVIKMYNDARÝNIR
Hrafninn fl?gur eftir Hrafn Gunnlaugsson var gef-
in út á DVD me? n?jum talsetningum á erlendum
tungumálum ásamt alls kyns aukaefni. Fæ?ing
myndarinnar var erfi? og 20 ára saga hennar engu
sí?ur. Ingi Freyr Vilhjámsson lítur yfir farinn veg.
HELGI SKÚLASON Frammistaða Helga Skúlasonar í Hrafninn flýgur þótt með eindæmum góð og lofuðu gagnrýnendur hann í hástert í
dómum sínum um myndina. Ingibjörg Haraldsdóttir sagði í gagnrýni sinni í Þjóðviljanum að Helgi hefði túlkað hlutverk Þórðar frábærlega.
HRAFN OG BERGMAN Í Berlín þegar Í Skugga-Hrafnsins fékk tvær tilnefningar til Evr-
ópsku Kvikmyndaverðlaunanna árið 1989. Sænski leikstjórinn Ingmar Bergman kallaði
Hrafn mikinn hæfileikamann þegar hann kom á Listahátíð í Reykjavík árið 1986. Hrafn
þakkar Bergman fyrir það að hann skuli hafa fengið Gullbjölluna sem besti leikstjórinn
árið 1984 á verðlaunaafhendingu í Stokkhólmi.
Ingibjörg Haralds
dóttir skrifaði í
gagnrýni sinni í Þjóðviljan-
um að myndin væri ekki
fjölskyldumynd því til þess
væri myndin of blóðug og
ógeðsleg.
,,

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64