Tíminn - 07.09.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.09.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. september 1978 Síðari grein SIGURÐUR GIZURARSON um árum, var einmitt aö sam- eina Framsóknarflokkinn Al- þýöubandalaginu. Þaö var yfir- lýst stefna þeirra. Einnig lét Ólafur Ragnar sér um munn fara a.m.k. einu sinni i Timan- um oröin „umskapaöur sósíal- ismi”, sem koma upp um sósialistiskar hugmyndir hans um draumalandið. Þeir kumpánar hömruöu ávallt á þvi, að Framsóknar- flokkurinn væriflokkur „félags- hyggju, samvinnu og jafnaðar”, sem eruvissulega falleg orö. En þessir sömu menn voru afar ófélagslyndir, ósamvinnuþýðir og miklir ójafnaöarmenn innan Framsóknarflokksins, eins og hatursfull árásarskrif — nafn- laus — á SUF siðu Timans á hendur einstökum mönnum, þ.á.m. flokksformanninum, bera glöggt vitni um. Þessi hóp- ur smalaði alltaf á fundi, geröi sér hagstæðar fundarsam- þykktir ogsýndi þeim, sem ekki voru sammála þeim, ofbeldis- sinnað umburöarleysi. Satt bezt aö segja fannst mér andrúms- loftið á miöstjórnarfundum Framsóknarflokksins, þegar þessir menn óöu uppi, sjúklegt. Pottur hugtaka- ruglingsins Ég tel nauðsynlegt hér að ræða itarlega þessa tviræðni hugtaka og rugling meö þau innan Framsóknarflokksins, af þvi að segja má, að flokkurinn sé gegnsósaaf þeim óskýrleika i hugsun, sem af þvi leiðir. Þannig hefur dagblaðið Tim- inn árum saman spilað með og hrært rækilega i potti hugtaka- ruglingsins. í dagblaðinu Tim- anum er talað um félagshyggju- öflin i þjóðfélaginu og félags- hyggjuflokkana og þá átt við Framsóknarflokkinn, Alþýðu- flokkinn og Alþýðubandalagið. Er þó augljóst, að sé lögð til grundvallar túlkun Guðmundar Inga og margra annarra hrein- lyndra hugsjónamanna innan flokksins, er orðið „félags- hyggja” tákn allt annars en inn- an Alþýðuflokksins og Alþýöu- bandalagsins. Alþýðuflokkurinn hefur skýrt út i stefnuskrá sinni, hvað hann á við með orðinu „félags- hyggju”. 1 stefnuskránni notar hann það yfir það, sem i stefnu- skrá sósialdemókrata á Norður- löndum er kallað „sosialsk ind- stilling” eða „sósialistiskt við- horf’. Alþýðubandalagið notar orðið einnig i merkingunni „sósialismi”, einsogsjá mátti á ræðu Ragnars Arnalds á siðasta landsfundi Alþýðubandalagsins, þar sem hann taldi offjárfest- inguna i skuttogurum vera gleðilegan vott um aukna félagshyggju i landinu. Aðferð dagbl. Timans mætti t.d. skýra með dæmi. Ef t.d. i landinu væru annars vegar bændur, sem ræktuðu epli á trjám, og hins vegar bændur, sem ræktuðu jarðepli, þ.e. kar- töflur, þá er vitaskuld ljóst að allir þessir bændur ræktuðu „epli”. Hagsmunir og hugðar- efni þessara tveggja hópa epla- bænda þyrftu þó alls ekki að farasaman. En með „rökfræði” dagbl. Timans og ýmissa mái- svara Framsóknarflokksins væru þeir yfirleitt allir nefndir „eplabændur” og talað um þá, eins og þeir heföu algjöra sam- stöðu. Þetta gerir Timinn og t.d. Gylfi Kristinsson i nýlegri grein i Timanum, þar sem hann jafn- framt reyndi að taka Möðru- vellingana i dýrlingatölu. Græn félags- hyggja eða rauð Kalla mætti þá félagshyggju, sem Guðmundur Ingi lýsir i grein sinni græna, en sú félags- hyggja, sem lýst er i upplýs- ingabæklingnum „Fram- sóknarflokkurinn — spurningar og svör” er rauð félagshyggja, jafnframt þvi sem hún er i anda ný-frjálshyggjunnar (neo- liberalismans). Hin græna félagshyggja Guðmundar Inga er i rauninni ekki stjórnmálaleg (pólitisk). Hún er einfaldlega lifsviðhorf hins hjálpfúsa, félagslynda og samvinnuþýða manns. Samsvarandi erlent orð hennar gæti t.d. verið „socia - bility” en ekki „socialism”. Félagshyggjan, sem boðuð er i „Framsóknarflokkurinn — spurningar og svör”, er hins vegar stjórnmálaleg i hæsta máta, þvi að hún krefst mikilla Uppruni orðsins „félags- hyggja,, í íslenzku máli Augu úlfs, sem horfir á fallegan hreindýrahóp Það, sem um alllangt skeið hefur verið að gerast innan Framsóknarflokksins, er það, sem á erlendu máli ernefnt „in- filtration”. Erfitt er að finna þvi orði samsvörun á islenzku. Stundum er það þýtt með orðinu „undirróður”, sem segir þó ekki hugsunina alla. Orðrétt þýðing orðsins er i rauninni „innsiun”. Það hafa ákveðnar hugmynd- ir verið að siast inn i stefnuskrá flokksins og málflutning án þess að menn hafi gert sér grein fyrir þvi. Þetta er veila i hugmynda- fræði flokksins, skipulagi og málflutningi, sem verkar eins og skemmd i epli. Og þessa skemmd mun Alþýðubandalag- ið reyna að færa sér i nyt öðrum fremur. Reyndar minnir viðhorf alþýðubándalagsmanna gagn- vart Framsóknarflokknum mig á augu úlfs, sem horfir á falleg- an hreindýrahóp. Bitinn er stór, þar sem er öll samvinnuhreyf- ingin og fyrirtæki hennar. Orðið „félagshyggja” hefur vafalitið látið vel i eyrum margra fram sóknarm anna, sem óiust upp við samvinnu- starf og ungmenna félagshug- sjón. Þeir töldu margir orðið „félagshyggju” vera eins konar samnefnara ungmennafélags- og samvinnuhugsjónanna, sem upphaflega lágu til grundvallar starfi og stefnu Framsóknar- flokksins. Þetta kemur skýrlega fram i grein Guðmundar Inga Kristjánssonar i Timanum 15. ágústsl.: „Fáeinorð um félags- hyggju”. Hann telur það rangan dóm, að „félagshyggja” sé þýð- ing á erlenda orðinu „sósial- ismi”. Hann segir: „Ég held, að félagshyggja sé islenzkt orð, byggt á innlendri reynslu og afstöðu til félags- hreyfinga og samvinnu. Þegar bændur mynduðu búnaðarfélög sjálfum sér og landbúnaðinum til framdráttar, var það vegna félagshyggju þeirra. Gránu- verzlunin og félagsverzlunin við Húnaflóa voru bornar uppi af félagshyggju landsmanna. Sama er að segja um kaupfélög- in, þegar þau komu til. Ungmennafélögin eru talandi dæmi um félagshyggju og jafn- framt hollur og áhrifamikill félagsmálaskóli óháður öllum sósialisma. Ég held, að ung- mennafélögum sé orðið munn- tamt orðið félagshyggja og þeir skynji það i ljósi þeirrar sam- vinnu og samstarfs, sem á sér staði félagsskapnum. Sú félags- hyggja kemur siðar fram i sam- vinnu, þar sem bændur hjálpa hver öðrum við byggingar, hey- skap og fjármennsku, sem frjálsir einstaklingar og jafn- framt i ræktunar- og húsagerð- arsamböndum, sem eru samtök félagsbundin til þess að útvega tæki til jarðvinnslu og bygging- arvinnu og sjá um rekstur þeirra. Hefi ég þá eingöngu nefnt dæmi á þeim sviðum, sem ég þekki bezt, en Islenzk félags- hyggja kemur miklu viðar fram”. Tvíræöni og hugtakaruglingur Eins oghérkemurfram i máli Guðmundar Inga, telur hann „félagshyggju” vera samtök — og samvinnu frjálsra einstakl- inga, sem af fúsum vilja veita hver öðrum hjálparhöndán þess að blanda reitum sinum saman. Túlkun hans á oröinu „félags- hyggja” er einmitt gott dæmi þeirrar tviræðni, sem orðið hef- ur innan Framsóknarflokksins —- tviræðni, sem er innbyggð veila i hugmyndafræði ftokksins og honum hættuleg, þvi að hon- um er nauðsynlegt að geta dreg- ið skýr skil milli sin og t.d. Al- þýðubandalagsins. opinberra afskipta, fram- kvæmda og skattheimtu. Jón Sigurðsson ritstjóri Tim- ans sagði i grein sinni „I minn- ingu Croslands” 8. marz 1977: „Hitt varðar mestu hve mikið félagshyggjuöflin geta lært af þessum merka hugsuði, þó að eignarhöld og stéttaskipting, búseta og aðrir þjóðfélagshættír séu um margt ólikir”. Jón sagði einnig i Timanum 18. ágúst sl.: „Ef nú fylgir raunverulega hugur máli af hálfu beggja ,,sigurflokkanna”,þá er það eitt útaf fyrir sig verulegur áfangi á leiðinni til stjórnarmyndunar. Ef þeir eru reiðubúnir nú til þess að horfast i augu við stað- reyndir efnahagslifsins og sntía bökum saman til varnar og sóknar, þá munu allir félags- hyggjumenn fagna slikum sinnaskiptum þeirra”. Helzt er á sliku orðalagi Jóns og raunar margra annarra inn- an Framsóknarflokksins að skilja, að félagshyggjufólk sé einn samstæður hópur. Félags- hyggja Framsóknar-, Alþýðu- flokksog Alþýðubandalags sé sú sama, ein hugmyndafræðileg heild. Augljóst og vitað mál er, að félagshyggja Alþýðuflokks og Alþýðubandalags er sósial- ismi, en eins og Guðmundur Ingi vekur athygli á, er félags- hyggja það alls ekki endilega i hugum framsóknarfólks. Það er þvi augljóst, að með sliku orða- lagi er Jón að rugla saman hug- sjónum, sem eru alls ekki af sama toga. Hann er að upphefja félagshyggju Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, eins og hún sé félagshyggja Guðmundar Inga. Vissiiega er þetta mis- skilningur — að visu ómeðvitað- ur, að þvi er virðist. I krafti hugtakaruglings er dagbl. Tim- inn að gerast málgagn Alþýðu- bandalagsins. — og undirróðurinn í Framsóknarflokknum Þessi tviræðni og hugtaka- ruglingur sést svart á hvitu, ef við berum skilgreiningu Guð- mundar Inga saman við orðalag i hinum flausturslega samda bæklingi „Framsóknarflokkur- inn — spurningar og svör”. Þar segir á bls. 15: „Sem félagshyggjuftokkur telur Framsóknarflokkurinn, að samneyzlan i þjóðfélaginu eigi að vera mikil. Einu gildir, hvort litið er til trygginga- og mennta- mála eða til opinberra fram- kvæmda og róttækrar byggða- stefnu, allt kallar þetta á skatt- heimtu þjóðinni til heilla”. Þessi setning verður ekki skil- in á annan veg en þann, að félagshyggja Framsóknar- ftokksins sé fólgin i lagasetn- ingu Alþingis og stjórnvalds- ákvörðunum, eða m.ö.o. að félagshyggja Framsóknar- ftokksins sé hreinræktaður rikis -sósialismi (state socialism) Ég mun hins vegar i siðari grein ræða um það, að Guðmundur Ingi notar orðið „sósialismi” I mjög þröngri merkingu greini- lega. I Afriku er t.d. verið að reyna að koma á sósialisma með tilstyrk samvinnufélaga. Orðaleikur og aögangur að hjörtum framsóknarfólks Nú er það svo, að upplýs- ingarbæklingur sá um Fram- sóknarftokkinn, sem nefndur var, er ekki stefna hans sam- þykkt á flokksþingi, heldur orð einhvers málsvara flokksins, sem gerir sér allt aðrar hug- myndir um merkingu orðsins „félagshyggja” en Guðmundur Ingi. En þessi ummyndun á orð- inu innan flokksins og i mál- gögnum hans sannar, að orðið „félagshyggja” er eins konar brú, sem notuð hefur verið til að sveigja yfirlýsta stefnu flokks- ins til vinstri og gera hana nauðalika stefnu Alþýðubanda- lagsins. Það er orðaleikur, sem skapar Framsóknarflokknum samstöðu hér með Alþýöu- bandalagi og þvi aðgang að hjörtum framsóknarfólks. Ætlunarverk ólafs Ragnars Grimssonar og kumpána hans, sem stjórnuðu SUF fyrir nokkr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.