Tíminn - 18.03.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.03.1983, Blaðsíða 1
Daníel Ágústfnusson, sjötugur - Sjá íslendingaþætti Tímans FJÖLBREYTTARA OG 8ETRA BlAfi! Föstudagur 18. mars 1983 64. tölublað - 67. árgangur ■ „Það hefur samist um það við Seðlabankann að hann ætl- ar að auka lán sín út á skreiðar- birgðir um 50 til 60 milljónir samtais og sum fyrirtæki sem eiga miklar skreiðarbirgðir og eru í slæmri greiðsiufjárstöðu vegna þess að þau hafa ekki getað losnað við þær birgðir, fá þessa aðstoð fyrst og fremst," sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegs- ráðherra, þegar Tíminn ræddi við hann í gær, um hvað yrði gert nú á næstunni, til þess að aðstoða ofangreind fyrirtæki. „Auk þessa hef ég átt ítar- legar viðræður við viðskipta- bankana um rekstrarlán út- gerðarinnar, sem hafa dregist gffurlega mikið aftur úr,“ sagði Steingrímur, „en þau hafa á fimm árum hækkað um svona 265%, en framfærsluvísitala hækkað á sama tíma um hátt í 500%. Rckstrarlánin þyrftu að hækka um 70% til þess að ná verðbólgunni. Ég verð að segja það, að ég er ákaflega óánægð- ur með það, að menn skuli ekki viðurkenna þá staðreynd, að í aflabresti, þá er lágmark að halda rekstrarlánunum að raungildi svipuðu og verð- bólgu. Ef menn gera það ekki, þá eru menn nú bara að biðja um stöðvun. Ég hef verið að vinna að- þessu og vona að þetta markmið náist.“ -AB Metsala fyrstu tvo mánuði ársins hjá lceland Seafood í USA: MAGNAUKNINGIN 42%! ■ Sala Iceland Seafood Corp- oration, sölufyrirtækis Sam- bandsins og frystihúsanna í Bandaríkjunum, var mjög góð fyrstu tvo mánuði þessa árs. Samanborið við sömu mánuði í fyrra var magnaukningin 42%, en í dollurum var hún meiri, eða 46%. „Mánuðurnir, hvor um sig, voru metmánuðir hvað varðar sölu í sögu fyrirtækisins,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood, í samtali við Tímann í gær. „Að vísu gefur þessi prósentuaukning ekki alveg rétta mynd, því janúar og febrúar voru í lakara lagi í fyrra.“ Aðspurður um hverju hann þakkaði þennan árangur svaraði Guðjón að mjög góð sala hefði verið undanfarið hjá viðskipta- vinum Iceland Seafood í Banda- ríkjunum. Einnig væri viðskipta- vinum fyrirtækisins smátt og smátt að fjölga og svo væri neysla fisks vestanhafs greinilega að aukast. Guðjón sagði að það færi ekki á milli mála að það myndi hafa áhrif ef skreiðarmarkaðirnir verða áfram lokaðir og samdrátt- ur verður í sölu á saltfiski. Hitt væri annað mál að þorskafli Islendinga yrði líklega um 100 þús. tonnum minni í ár en hann var á árinu 1981, og það myndi vitaskuld vega að verulegu leyti upp á móti samdrættinum á skreiðar- og saltfiskmörkuðum. -Sjó. Forsætisráðherra afhentir undirskriftalistarnir f dag: ERIIHÁTT f 2 ÞÚSUND ■ Undirskriftalistar þeir sem stuðningsmenn dr. Gunnars Thoroddsen, forsætisráðherra hafa verið með í gangi á aðra viku, verða afhentir forsætisráð- herra í dag, en samkvæmt heimildum Tímans hafa nú hátt í tvö þúsund menn undir- ritað áskorun á forsætisráð- herra að hann bjóði sig fram til alþingiskosninga. Heimildir Tímans herma að stuðningsmenn forsætisráð- herra hafi tvíeflst í undir- skriftasöfnuninni eftir að niðurstöður af fulltrúaráðs- fundi Sjálfstæðisfélaganna lágu fyrir, þar sem listi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík var sam- þykktur, en sáttatillögu sem fól í sér að dr. Gunnari Thor- oddsen yrði boðið 3. sæti list- ans og Geir Hallgrímssyni 2. sæti hans var vísað frá. Segir heimildarmaður blaðsins að við þetta hafi stuðningsmenn forsætisráðherra styrkst í þeirri trú að forsætisráðherra myndi bjóða sig fram til alþingiskosn- inganna, því þessi afstaða full- trúaráðsins hafi beinlínis verið högg á útrétta sáttahönd Gunnarsarmsins. -AB Aðstoð við fyrirtæki í sjávarútvegi ákveðin eftir helgi: „GÆTI TRdAD AÐ ÞETTA YRDU UM 100 MIUJÖNR — sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra ■ „Við göngum frá því nú eftir helgi, hvernig fyrirtæki í sjávar- útveginum fá aðstoð vegna hag- ræðingar og fjárhagslegrar endurskipulagningar, en ég hef verið á fundum bæði með ríkis- stjórninni og bankamönnum þar sem við höfum rætt, á grundvelli „SEÐLABANK- INN ÆTLAR AÐAUKA LÁNÚTÁ SKREIÐAR- BIRGÐIR UM 50-60 MILliÓNIR” þeirrar úttektar á fyrirtækjunum sem hófst í hitteðfyrra, með hvaða hætti þessi fyrirgreiðsla verður veitt,“ sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra, er Tíminn spurði hann í gær, hvort hann hefði endanlega gengið frá því með hvaða hætti fyrirtækjum þeim sem hér um ræðir, yrði veitt aðstoð og lána- fyrirgreiðsla. „Þctta er auðvitað framhald af því starfi sem unnið var í fyrra og hittcðfyrra," sagði Stein- grímur, „þegar gerð var úttekt á stöðu fjölmargra fyrirtækja í útgerð, og þá voru veittar 73 milljónir til slíkra fyrirtækja og þessi lánafyrirgreiðsla er beint framhald af því, og ég gæti trúað að þetta yrðu um 100milljónir.“ Steingrímur sagði að það væri talsvert mismunandi hve háar upphæðir kæmu í hlut hvers fyrirtækis, og svo væri skuld- breytingin komin inn í þetta en hún væri upp á 500 milljónir. „Sum fyrirtæki hafa í gegnum skuldbreytinguna fengið nokkuð góða aðstoð.“ -AB Marían- ellu minnst ■ El Salvadornefnd Alþýðu- flokksins og fulltrúi Mannrétt- indanefndar El Salvador hér á landi boðuðu í gær til fundar við Bakarabrekkuna og hófst hann kl. 17.30. I»ar var mót- mælt mannréttindabrotum stjórnvalda í El Salvador og morðinu á MaríaneUu Garcia VUIas. Fundurínn var fjölsótt- ur og á eftir gengu menn að bandaríska sendiráðinu, þar sem Villas var minnst með cinnar rnínútu þögn og mótmæU aflient fuUtrúa sendiráðsins. (Tímamynd Ámi).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.