Tíminn - 29.03.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1983, Blaðsíða 1
Allt um íþróttavidburðí helgarinnar — sjá bls. 11-14 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Þriðjudagur 29. mars 1983 73. tölublað - 67. árgangur „Fullyrdingar um Dómur í Hæstarétti íÞingvallastrætismálinu á Akureyri: GERT AÐ FLYTJA UR EIGIN ÍBÚÐ! — ný gögn í málinu lögd fyrir Hæstarétt ■ DúmurerfallinníHæstarétti í máli þvi sem kom upp millum nágrannanna að Þingvallastræti 22 á Akureyri árið 1977, og í dómsorði scgir: „Stefndu, Dani- elle Somers Jónsson og Ólafi Rafni Jónssyni er skylt að flytjast innan þriggja mánaða frá birt- ingu dóms þessa úr íbúð þeirri að Þingvallastrxti 22, á Akureyri þar sem þau búa nú. ( en íbúðin er þinglýst eign Danielle. innsk. blm.) Stefndu greiði óskipt á- frýjanda, Grímu Guðmunds- dóttur, 25.000 krónur í máls- kostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti" I dómi Hæstaréttar segir að lögð hafi verið fram ný skjöl í málinu, frá árinu 1981 og enn- fremur er rakið í dómnum þær ávirðingar sem á stefndu eru bom- ar.ogfráergreint íhéraðsdómi. Aðaldeilan snýst um steinvegg í kjallara sem áfrýjandi lét hlaða í ágúst 1977 eo. gögn málsins sýna að margsinnis hafi spell verið unnin á honum, m.a. brot- in göt á hann. - FRI Sjá nánar á bls.2 Nefrídin sem kannaði bónusmál Fríhafnar- innar skilar skýrslu: VERDI EKKI BREYTT ■ „Aðalatriðið í skýrslunni er, að þessi óánægja sem menn voru með á uppgjöri sam- kvæmt þessum bónussamningi hlýtur að falla niður þegar niðurstaðan hjá ncfndinni verður sú að ekki sé ástæða til þess að gera þetta upp á nýtt,“ sagði Hannes Guðmundsson fulltrúi hjá Varnarmáladeild utanríkisráðuncytisins í sam- tali við Tímann en nefnd sú sem falið var að kánna hið svokallaða „honusmal" í Frí- höfninni hefur nú skilað af sér skýrslu þar sem segir að ekki sé ástæða til að breyta uppgjör- inu á bónussamningiþeim sem í gildi var í Fríhöfninni 1981. Óánægja og deilur urðu' uœ framkvæmdina á þess- um bónussamning hjá starfsmönnum Fríhafnar- innar og_vegna þess var nefndinni falið að gera út- tekt á þessum málum en hún starfadi undir stjórn Benedikts Sigurjónssonar. „Starfsmenn fengu meira út úr uppgjörinu en ef stranglega hefði verið farið eftir bónussamningnum" sagði Hannes og benti á að lækkun hefði komið á rýrn- unarprósentuna sem samið hefði -verið um í upphafi. Ekki hefði veríð gert upp samkvæmt umsamdri rýrn- jun heldur hefði það hlutfall verið lækkað. Hannes sagði ennfremur að nefndin hefði unnið gott og ná- kvæmt starf. Samkvæmt heimildum Tímans er að finna í skýrsl- unni gagnrýni á vissa þætti í starfsemi Fríhafnarinnar meðal annars að misbrestur hafi 'orðið á þessum tíma (seinnihluta 1981) á með- ferð á stimpilkortum, þann- ig að hluti þeirra sé hand- skrifaður og sumt ekkert stimplað. Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Starfs- mannafélags ríkisstofnana sagði í samtali við Tímann að hann vildi ékki tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en hún hefði verið kynnt starfsmönnum í Fríhöfn- inni. Ari Sigurðsson fulltrúi starfsmanna í þessu máli sagði hinsvegar i samtpli við Tímann, með þeim fyrirvara að hann hefði ekki séð skýrsluna, að hann teldi óhugsandi að aðalniður- staða nefndarinnar væri á þessa leið þar sem uppgjör hefði ekki farið fram við neinn mann ennþá.. „það, hefur enginn fengið neitt þar að lútandi nema til- kynningu um innlegg pen- inga á reikning j banka. Enginn veit hvar hann sterídur“ sagði hann. - FRI Kvöldvorrósarolía: ■ Já, það er von að hými yfir mönnum, þegar aftur gefst færi á að smakka glænýjan rauðmaga, - og ekki spillir að fá hann afgreiddan af sjálfum grásleppukarlinum við bátshlið, eins og þessi heiðursmaður hér á myndinni, en myndin er tekin niðri við Reykjavíkurhöfn í gær. (Tímamynd Róbert) Grásleppu- vertidin á Nord- austurlandi: ■ „Ég man ekki eftir svona lítilli grásleppuveiði ncma ísaár- ið 1979,“sagði Arnþór Pálsson, útvegsbóndi á Raufarhöfn, þeg- ar Tíminn spurði hann um grá- sleppuveiðina fyrir Norð- austurlandi, en hún hófst 10. mars s.l. Arnþór sagði að hápunktur vertíðarinnar væri.venjulega frá lækningamátt ekki á rökum reistar” „EG MAN EKKI EFTIR SVO LÍTILLI VEIÐI” miðjum apríl fram í miðjan maí en þó hæ'fu stærstu bátarnir venjulega veiðar strax og leyfi- legt væri, eða 10. mars. „Mesti afli sem mér er kunnugt um núna er þrjár tunnur í 120 net, sem er afskaplega lélegt á tæpum þrem- ur vikum,“ sagði Arnþór. Hann sagðist svartsýnn á að nokkuð yrði úr vertíðinni í ár, a.m.k. á norð-austurhorninu. Kvað hann togarana hafa fengið óvenju lítið af grásleppu í trollin, og væri það vísbending um að stofninn væri enn að minnka. „Vertíðin t' fyrra sýndi að stofninn hefur minnkað. Tíðar- farið var gott en þó fengu menn mikið minna en árin á undan þrátt fyrir sama netafjölda." - Hefur grásleppa verið of- veidd? „Það er erfitt að segja fyrr en í ljós kemur hvernig vertíðin verður á öðrum veiðisvæðum. í fyrra var aflinn víðast hvar lítill, en þó í meðallagi sunnanlands. Hins vegar er ekkert ólíklegt að farið sé að ganga á stofnin,“ sagði Arnþór. Hann sagði að ef engin grá- sleppa gengi á miðin fyrir Norð- austurlandi væri það alvarlegt áfall fyrir atvinnulífið. Til dæmis væru á milli 30 og 40 manns á Raufarhöfn einni sem hefðu tímabundna atvinnu af gráslepp- unni. - Sjó ■ „Sýrur, sem kvöldvorrósar- olía inniheldur, hafa talsvert ver- ið rannsakaðar undanfarin 20 ár og þekking okkar á þýðingu þeirra fyrir líkamann hefur auk- ist smám saman. Niðurstöður þeirra rannsókna hafa ekki leitt í Ijós lækningagildi þessara sýra,“ sagir í frétt sem blaðinu hefur borist frá landlæknisemb- ættinu, vegna frétta í fjölmiðli um að kvöldvorrósarolía geti bætt og læknað ýmsa sjúkdóma. „Fullyrðingar sem birst hafa í fjölmiðlum um lækningamátt kvöldvorrósarolíu, eru því ekki á rökum reistar," segir ennfrem- ur í fréttinni. - Sjú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.