Tíminn - 24.09.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.09.1983, Blaðsíða 1
Keflvfkingar f aðra deild — Sjá bls. 10-11 Bla 1 ð 1 Tvö blöð ídag Helgin 24.-25. september 1983 221. tölublað - 67. árgangur Síðumúla 15—Postholf 370Reykjavik-Ritstjorn86300—Auglysingar 18300— Afgreidsla og askrift 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86306 Ellert B. Schram tekur sér frí frá þingstörfum: ■ Þorri alþjóðar fylgd- ist spenntur með einvígi þeirra Steingríms Her- mannssonar forsætisráð- herra og Ásmundar Stefánssonar forseta A.S.Í. í beinni útsend- ingu í sjónvarpinu í gær- kveldi. Kappræddu þeir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og kjaramál- um. Það var Omar Ragn- arsson fréttamaður Sjón- varps sem stýrði þessum umræðum, sem voru undir heitinu: Sitt sýnist hvorum. Mynd: Árni Sæberg. Sportbátur olíulaus á Atlantshafi Mistök við eldsneytis- áfyllingu ■ Lítill sportbátur varð olíulaus úm 30 sjómílur vestur af Hrollaugseyjum á fimmtu- dag þar sem hann var á leið frá Færeyjum til íslands. Báturinn lét vita af þessu íim kl. 14.00 um daginn og éftir áð bátar í nágrenninu höfðu svipast ár- angurslaust um eftir sportbáln- um fékk Slysavarnafélagið flugvél frá Vurnarliðinu til að leita að bátnum. Hún fann síðan bátinn og vísáði Gissuri hvíta frá Hornafirði á hann, en Gissur hvíti var þá í um 10 sjómflna fjarlægð. Eftir að hafa fengið olíu frá Gissuri hvíta hélt sportbáturinn áfram og kom til Hafnar í Homafirði um kl. 1.30 í fyrrinútt. Um borð í bátnum voru feðgar, Stefán Guðbjartsson og 10 ára gamall sonur hans Styrmir og voru þeir á leiðinni frá Englandi þar sem Stefán kcypti bátinn í sumar. Aðsögn Hannesar Hafsteins hjá SVFÍ munu hafa orðið mistök við eldsneytisáfyllingu í Englandi. Líklega hefur verið nbtuð of sterk dæla við að setja elds- neytið á og því hafi ekki komið það olíumagn á tankana sem beðið var um. Stefán bjþst við að hafa olíu í tönkunum sem dygði til 8-900 mílna siglingu og-það hefði dugað,til að ná auðvcldlega til Vestmanna- eyja. 9SH „HEF VERIÐ SETTUR UTI HORN Geir Hallgrímsson tekur að líkindum sæti hans á þingi ■ Nú þegar aðeins er hálfur mánuður í það að Alþingi komi saman á nýjan leik, gerast þau tíðindi að Ellert B. Schram ákveður að taka sér frí frá þingmennsku og í bréfi sem hann sendir forseta sameinaðs þings í gær segir hann m.a. „Ég mun af persónulegum ástæðum taka mér frí frá þingstörfum um ó- ákveðinn tíma frá og með 1. október nk. Óska ég þess að varamaður taki sæti mitt á Al- þingi þar til annað verður ákveð- ið.“ Tíminn reyndi ítrekað í gær að ná sambandi við Ellert til þess að inna hann eftir ástæðunni fyrir þessari ákvörðun, en án árang- urs. Herma fjölmargar heimildir Tímans innan Sjálfstæðisflokks- ins að ekki sé það að óyfirveguðu máli sem Ellert taki þessa ákvörðun. Hann hafi í fyrsta lagi horfið af þingi á sínum tíma, í þeirri góðu trú að hann hafi verið að gera það fyrir flokkinn, en með því hafi hann einmitt eignast fjölmarga andstæðinga. Þegar Ellert í vor hafi komið til baka til starfa á þessum vett- vangi, þá hafi hann ætlað sér stóra hluti í stjómmálum, þ.á.m. forystuhlutverk innan flokksins. Hann hafi ekki náð því mark- miði, og þar að auki tapað fyrir Ólafi G. Einarssyni, í barátt- unni um þingflokksformennsk- una. Hafa þeir hans orð eftir og segja: „Ég hef verið settur út í horn“. Hafa allir þeir sem Tím- inn ræddi við í gær vegna þessa máls bent á ofangreindar ástæð- ur, fyrir því, að Ellert hafi fengið nóg, en jafnframt bentu þeir á ástæðu, sem að vísu enginn þeirra vildi sjá á prenti, en töldu þó aðalástæðuna. Sögðu þeir einfaldlega að Ellert hefði ekki efni á að hætta sem ritstjóri á DV og gerast óbreyttur þingmaður. Óskaði Ellert eftir því í bréfi sínu að varamaður tæki hans sæti á þingi,-sem er Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra. Ef Geir hafnar þeim tilmælum mun þingsætið koma í hlut Guðmund- ar H. Garðarssonar. -AB „RÆÐI FYRST VIÐ ELLERF áður en ég tjái mig um málið“ sagði Geir Hallgrímsson ■ „Ég vil ekkert segja um þetta fyrr en ég hef haft tæki- færi til þess að ræða við Ellert," sagði Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra er Tíminn náði tali af honum í gærkveldi í New York og spurði hvort hann sem fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík myndi taka sæti Ellerts á þingi, nú þegar Ellert hefur tilkynnt að hann muni taka sér frí frá þingstörfum í bili. Geir sagðist enga ástæðu sjá til þess áð segja eitt eða annað um þetta mál, fyrr en hann hefði rætt nánar við Ellert B. Schram. Aðspurður um hvort hann myndi hugsanlega reyna aðtelja Ellerti hughvarfsvaraði Geir. „Það er okkar mál - Þrfr menn handteknir f Keflavík og Reykjavlk: TtKKAR FALSAÐIR ÖR20ÁRA GÖMUI ■ Þrír menn voru handteknir í Keflavik og Reykjavík nýlega fyrir að hafa gefið út innistæðu- lausar ávísamir úr stolnu tékk- hefti. Þetta væri ef til vill ekki fréttnæmt ef ekki hefði komið í ljós að ávísanaheftið sem notað STOLNU var er 20 ára gamalt. Áður en yfir lauk tókst mönnunum að losa sig við milli 15-20 ávísanir úr heftinu í verslunum í Keftavík og Reykjavík án þess að nokkrar athugasemdir væra gerðar af af- greiðslufólki. HEFT1 f samtali við Erlu Jónsdóttur deildarstjóra hjá RLR kom fram að alltaf koma upp nokkur tilfelli á ári þar sem fólki tekst að svíkja út fé með gömlum ávísunum. Þó ávísanirnar séu í raun enn í gildi benda þær til þess að við- komandi ávfsanareikningur hafi ekki verið hreyfður lengi og því varhugavert að taka við þeim. Erla sagði að ákaflega mikið kæruleysi virtist ríkjandi hjá fólki sem tekur við svona ávísun- um því þær eru mjög ólíkar þeim sem nú eru í umferð og því auðþekkjanlegar. GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.