Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 5
5 MIÐVIKUDAGl R30. NÖVEMBER 1983 fréttir Framkvæmdastjóri BUR arídvígur því ad leggja eigi togurum á stærstu þéttbýlissvæðunum fyrst: „FINNST ÞETTA FRALEIT LINA” ■ „Mér finnst þessi lína alveg fráleit, og bendi m.a. á í því sambandi að varðandi uppbyggingu togaranna á undanförnum árum og áratugum, þá hefur uppbygging á togaraflotanum orð- ið miklu hægari á þéttbýlissvæðunum, og þá einkum hér í Reykjavík," sagði Björgvin Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, m.a. er Tíminn spurði hann í gær hver skoðun hans væri á því að togurum á mestu þéttbýlissvæðunum verður lagt fyrst, ef nauðsynlegt reynist að leggja einhverj- um, eins og Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, greindi frá í Tímanum nú fyrir helgi. Björgvin benti á að í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar hefði Reykjavík haft yfir um tveim þriðju togaraflota landsmánna að ráða, en það hlutfall væri allt annað í dag. „Mér finnst því alveg fráleitt," sagði Björgvin, „ef það á að fara að hegna þéttbýlinu fyrir það, að hafa ekki farið jafnört út í togarakaup og strjálbýlið hefur gert". Ég tel að svona aðgerðir myndu ekki leiða til neins nema atvinnuleysis." Björgvin sagði að nokkuð væri til í þeirri röksemd sjávarútvegsráðherra að léttara væri að koma upp mannaflafrek- um iðnaði þar sem þéttbýli væri mikið, en það mætti alls ekki líta framhjá þeirri staðreynd að uppbygging slíks iðnaðar tæki alltaf nokkur ár. Ef leggja ætti togurum á mestu þéttbýlissvæðunum þegar á næsta ári, myndi slíkt óumflýjan- lega leiða til atvinnuleysis, því uppbygg- ing nýrra atvinnutækifæra á sviði orku- freks iðnaðar myndi taka mörg ár. Björgvin benti einnig á að togararnir sem gerðir eru út frá Reykjavík og Hafnarfiiði hefðu að undanförnu fyrst og fremst sótt í karfa og ufsa, þannig að þorskstofninum yrði ekki bjargað með því að leggja togurum af þessu svæði. - AB. Valin til að halda sýningu við Listaaka demíuna í Munchen ■ Ung íslensk stúlka, Guðrún Tryggvadóttir fékk nýverið þann heiður að vera valin annar af tveim útskriftar- nemendum við Listaakademíuna í Múnchen, sem fá að halda sýningu við akademínuna að námi loknu. í frétt frá professor Rudolf Seitz, við akademíuna í Múnchen, sem blaðinu hefur verið send, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem akademían veiti útlendingi þennan heið- ur. í fréttinni er lokið miklu lofsorði á Guðrúnu og segir professor Seitz að það sé honum mikil ánægja að greina íslensk- um fjölmiðlum frá þessum heiðri sem íslenskri listakonu hafi fallið í skaut. Sýning hennar við akademíuna stendur frá 12:16. desember n.k. Verkalýðsfélag Borgarness: Þriðja námskeið- ið fyrir trúnaðar- menn á þessu ári ■ Dagana 21.-25. nóvember sl. var haldið í Borgamesi námskeið fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum en að því stóðu MFA, Verkalýðsfélag Borg- amess, Vcrslunarmannafélag Borg- arness og Iðnsveinafélag Mýrarsýslu og vom þátttakendur 18 talsins. hetta er þriðja námskeiðið á þessu ári sem Verkalýðsfélag Borgarness stendur að. Á námskeiðinu var fjallað um ýms réttindamál launþega sem trúnaðar- menn þurfa að kunna skil á. Meðai þcss má nefna réttindi samkv. lögum, svo sem í veikinda- og slysatiifellum, í uppsagnartilfeilum, í atvinnuleysi, til orflofs. Pá vom kjarasamningar ræddir og útskýrðir. Rætt var um heilbrigðis- og öryggismál vinnustaða, helstu rétt- indi er varða almannatryggingar. Veitt var fræðsla um lífeyrissjóði og réttindi sjóðfélaga. Einnig um opinber gjöld af launum og álagningu. Loks ræddu fulltrúar vinnuvcitenda um viðhorf sitt til trúnaðarmanna og svömðu fyrir- spurnum. ■ Svipmynd frá námskeiðinu í Borgamesi Atvinnuástand og horf ur í byggingariðnadinum: Samdrátturinn ekki meiri en venjulega ■ Nýlega lauk ársfjórðungslegri könnun Landssambands iðnaðarmanna á atvinnuástandi og horfum í byggingar- iðnaði og náði könnunin um land allt til 58 aðila með um 1300 starfsmenn, eða um 17% aiis mannafla i byggingarstarf- semi. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að starfsmenn í byggingariðnaði á vegum einkaaðila hafi verið samtals 7675 í byrjun október en í júlíbyrjun var samsvarandi fjöldi 8100 manns. Hefur starfsmönnum því fækkað um 425 frá miðju sumri,en miðað við fyrri kannanir sem Landsambandið hefur gert er sam- dráttur í starfsmannahaldi á landinu öllu nú ekki meiri en jafnan hefur orðið á sama árstíma undanfarin ár. Þannig voru starfsmenn alls 7.575 í byrjun október í fyrra, samkvæmt könnun, sem þá var gerð, eða 100 færri en á sama tíma í ár, og núverandi starfsmannafjöldi er um 200 starfs- mönnum yfir meðaltali þess sem verið hefur á sama árstíma undanfarin 5 ár. Þrátt fyrir að starfsmannafjöldi og atvinna í byggingariðnaði virðist hafa verið í góðu meðallagi, þegar könnunin var gerð í byrjun október sl., var greini- lega um að ræða svæðisbundinn samdrátt og verkefnaskort, einkanlega á Eyja- fjarðarsvæðinu, en einnig nokkuð á fáeinum stöðum annars staðar á landinu, s.s. á Akranesi. ■ Kona með bikar eftir Ásmund Sveinsson Sala á afsteypum af verki Ásmundar ■ Stjórn Ásmundarsafns hefur sam- þykkt að hefja gerð og sölu á afsteypum af verkum eftir Ásmund Sveinsson og fjármagna þannig gerð bronsafsteypa af stærri verkum listamannsins. Hafa verið gerðar 200,tölusettar afsteypur af verk- inu „Kona með bikar“, brenndar í leir, og eru þær til sýnis í safni Ásmundar þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Pantanireru teknar daglega kl. 9-17 í síma 32155. Reynt verður að afgreiða pantanir fyrir jól en verðafsteypunnarverður 12.500 krónur. Mörg af stórum verkum Ásmundar voru steypt í sement, en draumur hans var að.koma þeim í varanlegt efni, þ.e. brons. Er það nú orðið mjög aðkallandi, því að verkin hafa staðist tímans tönn misjafnlega, auk þess sem Ásmundur hugsaði verk sín sem bronsverk og bera þau höfundi sínum því ekki rctt vitni fyrr en þau hafa verið steypt í það efni. - JGK Rauði kross íslands sendir bitafisk til Nígeríu ■ Nýlega gaf Fiskverkun Bóasar Emilssonar á Selfossi Rauða Krossi íslands um tvö þúsund pakka af bitafiski eins og þeim sem seldur hefur verið á markað í Nigeríu. Að höfðu samráði við Alþjóðarauða- krossinn í Genf ákvað RKÍ að senda þennan fisk til Rauðakrossins í Nigeriu sem mun sjá um að dreifa honum. Skipafélagið Víkur h.f. tók að sér að sjá um sendinguna Rauða Krossi íslands alveg að kostnaðarlausu. Heildarverð- mæti þessarar sendingar er um eitt hundrað og þréttán þúsund krónur. Mökum bænda tryggður aðild að lifeyrissjóði ■ Frumvarp um lífeyrissjóð bænda er komið til umræðu á Alþingi og hefur Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, mælt fyrir því. Hér er um að ræða endur- skoðun á lögum um lífeyrissjóð bænda, og eru aðalbreytingar þær að mökum bænda er tryggð sjálfstæð aðild að sjóðnum, þannig að lífeyrisréttur hjóna verðijafn. Einnig eru í frumvarpinu ákvæði um sjóðsaðild launþega í landbúnaði og um lækkað aldurmark til töku lífeyris úr sjóðnum. Gerska ævintýr- ið komið út í annarri útgáfu: Hefur verið í rúm f jörutiu ár ■ Gerska ævintýrið, sú bók Halldórs Laxness sem hvað mestum deilum hcfur valdið.er nú komin á markað endurútgefin. Þessi bók lýsir ferðalagi höfundarins um Ráðstjórnarríkin árið 1937 og kom út 1938. Þar greinir hann m.a. frá Moskvuréttarhöldunum eins og þau komu honum fyrir sjónir og þær skoðanir sé þar koma fram hafa löngum verið æði eldfimar í umræðum manna hcrlendis, en sjálfur gerði Lax- ness upp við þær síðar á ævinni, nt.a. í Skáldatíma og ýmsurn grcinum og ritgcrðum. Gerska ævintýrið hefur ver- ið ófáanlegt á bókamarkaði undanfarin 40 ár og rúmlega það. Höfundurinn skrifar inngang að hinni nýju útgáfu og segir þar í niðurlagi: „Því má ekki glcyma að tíminn stendur aldrei kyr ogég hef sem betur fer ekki komist undan því lögmáli; og hér er bókin með um- merkjum, nema þrætubókarstíll kynni að vera meira tempraður á þessari en hinni fyrri, og mærð dregin út eins og kostur var í vitund þess að við lifum í heimi sem hcfur aðrar Ijóðrænar við- miðanir en þá; og aðra heiðursmenn eins og nú er farið að segja.“ - JGK. Háskólatónleikar í dag ■ Á fjórðu Háskólatónleikunum scm haldnir eru á þessu misscri koma fram þeir Hafstcinn Guömundsson, fagott- leikari, og Jónas Ingimundarson, pí- anóleikari. Þeir flytja verk eftir Frakk- ana Gabriel Pierné og Camille Saint Saéns og ísraelska nútímatónskáldið Poul Ben-Haim. Tónleikarnir verða í Norræna hús- inu í dag kl. 12.30 og standa í um hálftíma. Tvennir Háskólatónleikar eru eftir fyrir jól. -JGK. Landvernd: Stækka þarf Þjóðgarðinn ■ Brýnt er að þjóðgarðurinn á Þing- völlum verði stækkaður og sett vcrði löggjöf um vcrndun þingvallasvæðis- ins“ segir á ályktun frá aðalfundi Landverndar og bent er á hliðstæð lög um verndun Mývatns og Laxár. Þá telur fundurinn sjálfsagt að þjóðgarð- urinn falli undir náttúruverndarlög og verði undir sömu stjórn og aðrir þjóð- garðar landsins, undir stjóm Náttúru- vcrndarráðs. Þá telur aðalfundurinn að vinna verði að alhliða verndun landnáms Ingólfs, tryggja víðfeðm úti- vistarsvæði, halda göngulciðum opnum, koma í veg fyrir skipulagslítið efnisnám og akstur utan vega, stöðva gróðurcyðingu, skipuleggja hóflega nýtingu og huga vel að þróun byggðar á svæðinu. - BK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.