Tíminn - 01.12.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.12.1983, Blaðsíða 1
Hækkar aukin notkun greiðslukorta vöruverð? — Sjá bls. 2 FJÖLfiREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Fimmtudagur 1. desember 1983 279. tölublað - 67. árgangur Siðumula 15 —Posthólf 370 Reykjavik-Rrtstjorn86300- Auglysingar 18300- Afgreiðsta og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Uppsagnir níu flugmanna Arnarflugs taka gildi í dag: STJÓRN FÍA LAGÐIST GEGN RAÐNINGU FRAM AÐ ARAMÓTUM — og þvf höfnuðu flugmennirnir endurráðningu í mánuð — Uppsagnir 9 flugmanna Hafnarfjarðarhöfn: Tveir bát- arsukkuf óveðrinu ■ Tveir bátar sukku i Hafnarfjardarhöfn í fyrrinótt þegar oveður gekk yfir landið suðvestanvert. Bátarnir náðust á land um morguninn með aðstoðarkrana og munu þeir ekki vera mikið skemmdir. Aðrir bátar voru hætt komnir i höfninni en Bjama Bjarnasyni sjómanni tókst að halda þeim á floti með því að dæla stöðugt úr þeim sjónum. Þessi mynd var tekin f gærmorgun þegar unnið var að þvi að ná bátnum upp. Sjá nánar á Ms. 4. Tfmamynd Ámi Sæberg Arnarflugs taka gildi í dag, þannig að nú era starfandi flugmenn félagsins 18 talsins, en voru áður 27. Það var að loknum stjóra- arfundi Félags íslenskra at- vinnuflugmanna sem flug- mennirnir ákváðu að hafna tilboði Arnarflugs um endurráðningu í einn mánuð, á þeim forsendum að í kjarasamningum segir að ef flugmanni er sagt upp með þriggja mánaða fyrir- vara og hann síðan endur- ráðinn, þá tekur þrjá mán- uði að segja honum upp á nýjan leik, þannig að flug- mennirnir hafl í raun ekki getað ráðið sig til eins mán- aðar, eins og boðið hafí verið upp á. Heimildamað- ur Tímans, sém þekkir vel til mála, bendir í þessu sambandi á, að uppistaðan í stjórn Félags íslenskra at- vinnuflugmanna séu flug- menn Flugleiða, og með þessum tilmælum hafí þeir náttúrlega verið að nota enn eitt tækifærið til þess að koma höggi á Amarflug. „Við gerum okkur vonir um að útvega þessum flug- mönnum næg verkefni á næstu vikum, og þess vegna buðum við þeim upp á. ráðningarsamning til eins mánaðar," sagði Agnar Friðriksson, framkvæmda- stjóri Arnarflugs, er Tíminn ræddi við hann í gærkvöldi, „en þeir höfnuðu." Agnar sagðist gera ráð fyrir að endurráða þyrfti flesta þessara manna, ef þetta verkefni fengist, en góðar líkur væru á því. Tíminn hafði í gær sam- band við Jón Grímsson, trúnaðarmann flugliða hjá Arnarflugi, en hann er einn þeirra sem sagt var upp, og spurði hann hverjar ástæður flugmanna hefðu verið fyrir því að hafna tilboði Arnar- flugs, og sagði hann þá einungis: „No comment," og vísaði blaðamanni á formann FÍA Geir Garðars- son, flugmann, sem því mið- ur náðist ekki í í gærkveldi. -AB MÉRVAR GRÓFIEGA M& ÞYRMT AF LÖGREGLUNNI” — segir Skafti Jónsson blaðamaður, sem kært hefur þrjá lögreglumenn í Reykjavík fyrir misþyrmingar ■ „Málið er einfaldlega það, að dagskvöld og er þau ætluðu þaðan út mér var gróflega misþyrmt af lög- fundust ekki yfirhafnir þeirra í fata- reglunni. Atburðurinn átti sér stað inni í lögreglubíl, þar sem ég lá á grúfu með hendur í jámum fyrir aftan bak“ segir Skafti Jónsson, blaðamaður, sem kært hefur þrjá lögreglumenn í Reykjavík fyrir mis- þyrmingar, en málið er nú í rann- sókn hjá Rannsóknarlögreglunni. Aðdragandi þessa atburðar er sá að Skafti og kona hans voru í Þjóðleikhúskjallaranum sl. laugar- henginu. Skafti fékk leyfi stúlkn- anna í fatahenginu að leita að þeim, en meðan á því stóð kom að dyra- vörður sem spurði „hvurn djöfulinn“ Skafti væri að gera þama. I'rátt fyrir útskýringar kallaði sá á annan dyra- vörð og lentu þeir þrír í ryskingum. Síðan fer annar dyravarðanna á brott og hinn sleppir Skafta og þau hjónin ákveða að sækja yfirhafnirn- ar daginn eftir og yfirgefa staðinn. í dymnum er hann svo umkringdur þremur lögreglumönnum sem dyra- vörður hafði kallað til og þeir biðja hann að koma með sér niður á lögreglustöð. Skafti neitar því og segist ekkert hafa til saka unnið. Lögreglan handjámar hann þá og í lögreglubílnum á leið á lögreglu- stöðina er honum svo misþyrmt. Arnar Guðmundsson hjá RLR, sem stjórnar rannsókn þessa máls, sagði í samtali við Tímann að yfir- heyrslur hefðu staðið í þessu máli undanfarna tvo daga, en að öðm leyti vildi hann ekkert tjá sig um málið. Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóri sagði í samtali við blaðið að sem betur fer væm svona mál fátíð en að öðm leyti vildi hann ekkert tjá sig um málið. Ekki tókst að ná í lögreglumann þann, sem að sögn Skafta, hafði sig mest í frammi. Kás/FRI Sjá nánar á bls.5 BANASLYS A ÍSAFIRÐI ■ Um sexleytið á þriðjudag var ckið á tvær konur um áttrætt á gatnamótum Hafnar- strætis og Austurvegar á ísa- firði. önnur konan lést um hádegisbilið í gær, cn hin liggur þungt haldin á Sjúkrahúsinu á ísafirði. Að sögn lögreglunnar á ísa- firði hafa konumar verið að fara yftr gatnamót Hafnar- strætis og Austurvcgar, er sendiferðabifreið er ók vestur Hafnarstræti ók á þær. Hálka var þegar slysið átti sér stað. Myrkur, og lýsing ekki sérlega góð, og gatnamótin eru þröng. Lögreglan á ísafirði biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa sam- band við sig. JJK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.