Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.02.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. febrúar 1986 Tíminn 3 Svart og sykurlaust - kvikmynd Verð* launuð ytra Kvikmyndin Svart og sykurlaust, sem fékk afspyrnudræma aðsókn hér á landi, hefur verið tekið mun betur ytra. Hún hlaut nýlega silfur- verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Saarbrúcken þar sem ungir þýsku- mælandi leikstjórar frá Austur- og Vestur-Þýskalandi, Sviss og Aust- urríki senda myndir sínar inn. Myndin hefur einnig fengið lofsam- lega dóma í mörgum kvikmynda- tímaritum og dagblöðum, meðal llllllllllll VEIÐIHORNIÐ lllllllllll UMSJÓN:EGGERTSKÚLASON Skotvís: Breyttar reglur um stjórnarkjör Ádöfinnihjá Skotvís Út er komin dagskrá Skotveiðifélags íslands. Mikið félagsstarf er fram- undan og ber fyrst að telja að breytt- ar eru reglur um tilnefningu manna til stjórnar sem kosin verður á aðal- fundi Skotvís þann 5. apríl. Sverrir Scheving hjá Skotvís sagði í samtali við Veiðihornið að nú væri sá háttur hafður á að mælst væri til þess að fyr- ir 20. febrúar hefðu menn skilað inn lista yfir sex manna stjórn og formann. Áður var sá háttur hafður á að stungið var upp á einstaklingum í hin einstöku cmbætti. Margir fundir eru á döfinni, og má nefna þessa helsta. Þann 20. fcbrúar verður haldinn fræðslufundur um notkun rctrieverhunda við veiðar. Umsjónarmenn verða þcir Karl Bridde og Páll Eiríksson. Endur og andaveiðar verða á dagskrá þann 27. febrúar og verður gestur kvöldsins Stefán Jónsson. Viku síðar gefst félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa, kostur á því að hlust á prófessor Arnþór Garðars- son spjalla um veiðifugla. Einn af hápunktum vetrarins verður síðan þann 8. mars, en þá verður haldið villibráðarkvöld Skotvís. Par gefst þeim sem borga 900 krónur kostur á því að bragða villibráð, og að sögn þeirra skot- vísmanna verður fjölbreytnin í fyrir- rúmi. Selst vel í Breiðdalsá Sala á veiðileyfum í Breiðdalsá hefur gengið vonum framar, það sem af er. Þar kemur tvennt til. Verðið er mjög hagstætt, eða tvö þúsund krón- ur á besta svæði á besta tíma, og einnig er það veigamikið að veiði í fyrra var mjög góð, og mikill smálax gekk í ána, og eru menn bjartsýnir á enn betra ár á sumri komanda. Sig- urður Lárusson á Gilsá, einn af stjórnarmönnum veiðifélagsins um Breiðdalsá sagði í samtali við veiði- hornið að það væri öruggara að panta sem fyrst ef menn ætluðu að fá góðan dag. Það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem hefur umsjón með sölu veiðileyfa. ---------------^ Bflbeltin hafa bjargað UUMfEROAfl RAO Lutz Konertnann, leikstjóri myndarinnar, með Skúla í baksýn sem kont mikið við sögu í myndinni. annars hældi hið þekkta rit „Var- iety“ henni á hvert reipi. Leikstjóri þessarar myndar heit- ir Lutz Konermann og er Svart og sykurlaust önnur mynd hans í fullri lengd. Fyrri myndin sem jafnframt var lokaverkefni hans í kvik- myndaskólanum í Múnchen hlaut einnig verðlaun ytra. Konermann kom hingað til lands 1984 og varð ástfanginn afSvörtu og sykurlausu sem hefur af eljusemi haldið uppi götuleikhúsi hér í slyddunni. Af- sprengi þessarar ástar varð Svart og sykurlaust - kvikmynd, sem virðist falla flestum betur í geð en Islend- ingum. gse Áfrýjað til Hæstaréttar Fallinn er dómur í máli Olíuversl- unar íslands og Hreyfils, þar sem upp reis ágreiningur vegna bensín- stöðvar Olís á lóð Hreyfils við Fells- múla. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. í niðurstöðum dómsins segir að viðurkenndur sé eignaréttur Olís á stöðvarhúsi, olíudælum, jarðgeym- um og því senr tilheyrir, og hægt er að fjarlægja af lóðinni. Hinsvegar var hafnað þeirri kröfu Olís að stað- festur yrði eignarréttur á uppfyllingu á lóð, þvottaplönum og veggjum sem afmarka tóðina. Þá var og hafnað þeirri kröfu Olís að ofangreindum mannvirkjum fylgi hlutfallsleg hlut- dcild í leigulóðarréttum er nemi 13,83%. Hreyfli er gert að greiða skuld sína við Olís að upphæð rúmar þrjár milljónir króna. Forgangsréttur Olís að viðskipt- um við Hreyfil er staðfestur í dómi Bæjarþings Reykjavíkur. í kjölfar þess er Hrcyfli gert skylt að opin- bera samning sinn við Olíuverslun- ina, þannig að Olís geti séð hvort þeir hyggist nýta sér forgangsréttinn. Loks var staðfest lögbann sem Olís lét setja á Hreyfil, þegar þeir síðar- nefndu hugðust fjarlægja eigur Olís af lóðinni. Lögbann það sem Hreyfill lét setja á bensínsölu Olís var staðfest og var Olís gert að greiða málskostnað krönur 35.000. Dóminn kvað upp Hrafn Braga- son. ES O___u 5,G!R.A 3Qft fra kr. O w w ■ VERÐSKRÁ: KAPPKOSTUM ÁVALLT AÐ BJÓÐA LADA-VARAHLUTI Á SEM LÆGSTU VERÐI. Hagstæðir greiðsiuskilmálar. Söludeildin er opin í dag frá kl. 13—16. Varahlutaverslunin opin frá kl. 9-12. Tökum vel með farnar Lada-bifreiðir upp í nýjar. Allir okkar bílar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tilbúnir til afhendingar strax. Lada 1200 195.000.- Lada Safír 230.000.- Lada 1500 skutb. 4 gíra 248.000.- Lada Lux 4 gíra 259.000.- Lada 1500 skutb. 5 gíra 268.000.- Ryðvörn innifalin i verði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.