Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						6 Tíminn
Laugardagur 10. október 1987
I rá undirritun kaupsamningsi milli ríkisins og Sambands ísl. samvinnufélaga kl. 11.43 í gær.
Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS, Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og Valur
Arnþórsson stjórnarformaður SÍS.                                        Tímamynd Pjetur
„Mikið cr það gaman að nú fari á
milli tékki scm ekki er tekið við mcð
fyrirvara," sagði Valur Arnþórsson,
stjórnarformaður SÍS, viö afhend-
ingu fyrri hluta útborgunar í hús-
eignir Sambandsins við Sölvhólsgötu
og Lindargötu. Undirritunin og af-
hending fyrstu grciðslu fór fram í
Borgartúni 6 í gær og var skrifað
undirkl. 11,43.
Sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra, af þcssu tilefni að
nú væri lokið þreifingum og viðræð-
um sem í raun hafi staðið frá því árið
1981, og vonaðist hann til að andi
Jónasar frá Hriflu og annarra góðra
manna, fylgdu með í kaupunum.
Ekki var Guðjón B. Ólafsson, for-
stjóri Sambandsins tilbúinn til að
skilja hann alveg eftir en sagðist
„vona að gæfa og gengi fylgi ráðu-
neytum þeim sem í húsið fara eins
og okkur sambandsmönnum í þessu
góða húsi."
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, sagði að ákvörðunin
um kaup á húseignum og lóðarrétt-
indum þessum „væri rétt ákvörðun
að bestu manna yfirsýn".
Upplýsti hann siðan að kaupverð-
ið væri um 36.000 kr. á fermetra og
að heildarverð húseignanna væri 280
milljónir. Fyrri hluti útborgunar væri
greiddur nú við undirritun, 50 millj-
ónir, en síðari hluti, aðrar 50 miílj-
ónir, yrðu greiddar eftir 6 mán. frá
undirritun. Afborganir verða síðan
greiddar samkvæmt kaupsamningi
þessum, að fullu, innan tæplega
fjögurra ára. Einn sá besti kostur við
kaupin væri nálægðin við Arnarhvol
og ekki síður mjög gott ástand
húsanna. Byggingarréttur lóðanna
fylgir og leigugjöldin, sem fylgir
ráðuneytum nú, næmu um 25 millj-
ónum á ári. Þá sagðist hann telja að
að  Menntamálaráðuneytið væri  í
hvað mestri húsnæðisþröng um þess-
ar mundir. Ekki vildi hann segja til
um það hvaða starfsemi yrði flutt inn
í Sambandshúsin, enda væri það
forsætisráðherra að ákveða það.
Hann hafi aðeins séð um kaupin.
Um er að ræða húseignina nr. 4
við Sölvhólsgötu, ásamt tilheyrandi
eignarlóð, húsið nr. 9a við Lindar-
götu, ásamt tilheyrandi eignarlóð,
eignarlóðina nr. 12 við Sölvhólsgötu
og ennfremur framsal á eignarrétt-
indum leigulóðanna nr. 6 og 8 við
Sölvhólsgötu.
KB
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS
og Ragnar Aðalsteinsson, hrl., um-
boðsmaður landeigenda, undirrita
kaupsamninginn.   Timamynd iskkin
Landið
keypt
í gær var undirritaður kaupsamn-
ingur milli Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga og umboðsmanns land-
eigenda Smárahvamms í Kópavogi.
Kaup voru gerð á 23^05 hekturum
byggingarsvæðis í landi Smár-
ahvamms, sem er vestan Reykja-
nesbrautar. Kaupverðið nam 120
milljónum króna. Nánar var gerð
grein fyrir landi þessu í Tímanum í
gær.
Afhending var gerð við undirskrift
og er samningurinn gerður með
fyrirvara um forkaupsrétt Kópa-
vogskaupstaðar, og voru aðilar sam-
mála um að hann standi í 28 daga í
samræmi við lög þar um.      KB
Önnur hæð Kaupstaðar opnuð á fimmtudag:
200 fermetrar af nýju verslunarrými
Það bætast heilir tvö þúsund og
tvö hundruð fermetrar við verslun-
arplássið í Breiðholti á fimmtudag-
inn kemur, þegar KRON opnar nýja
deildaskipta stórverslun á annarri
hæð í Kaupstað í Mjódd. Núna er
.rétt rúmlega ár liðið síðan KRON
keypti þessa verslun og opnaði hana
undir nýju nafni. Þá var húsið aðeins
ein tvö þúsund fermetra hæð með
jafnstórum kjallara undir, en í mars
á þessu ári var byrjað að byggja tvær
hæðir í viðbót. Þær framkvæmdir
hafa gengið með þeim ágætum að nú
er sú neðri að verða tilbúin, og sú
efri nánast fokheld.
Raunar munu viðskiptavinir sjá
breytingarnar þegar er þeir koma
inn í búðina á neðstu hæðinni. Fast
við innganginn er nú verið að inn-
rétta upplýsingaþjónustu fyrir við-
skiptamenn, síðan tekur við hrað-
framköllun fyrir filmur sem verið er
að setja þar upp þessa dagana, þá
kemur smávörubúð og síðan skyndi-
bitastaður þar sem fólk mun geta
fengið heita smárétti til að taka með
sér heim. í Kaupstað hefur um
nokkra hríð verið hægt að kaupa sér
tilbúna rétti til að fara með heim, og
Pálmi Guðmundsson verslunarstjóri
sagði að sú þjónusta hefði reynst
vera mjög vinsæl.
Deildaskipt stórverslun
Inngangurinn á efri hæðina verður
síðan innst í anddyrinu, beint á móti
útidyrunum, og þar er kominn stór
og mikill rafknúinn rennistigi sem
flytja á fólk upp í nýju búðina á
annarri hæð. Þessa dagana er þar
unnið baki brotnu við að setja upp
"^Ttwf -riT-'n ¦««¦ ¦*¦¦¦¦ —¦> ¦nMB* -M
il
STTTW
¦¦¦ "
^KAUPSTAÐUR
Kaupstaður í Mjódd.
innréttingar og raða upp vörum.
Sjálf verslunin verður ekki með því
markaðssniði, sem flestar stærri
verslanir hér eru reknar undir í
seinni tíð, heldur öllu nær því að
mega kallast deildaskipt stórverslun.
Þarna verða sérstakar deildir fyrir
hvers konar sérvörur, og búðakassar
verða á átta stöðum, þar sem fólk
greiðir vörur sínar, í stað þess að allt
sé gert upp á einum stað líkt og í
mörkuðunum. Þarna verður m.a.
mikið úrval af fatnaði hvers konar,
en sérstakar deildir verða fyrir
kvenföt, tískuvörur, barna- og ung-
lingafatnað, ungbarnaföt, íþrótta-
fatnað og herrafatnað. Þá verður
þarna sérstök snyrtivöru- og skart-
gripadeild, úra- og klukkucieild, að
ógleymdri skódeild.
Fjölbreytt vöruval «
Og margt fleira verður þarna á
boðstólum, svo sem vefnaðarvörur
til heimilisnota, heimilistæki, bús-
áhöld, eldhúsáhöld, hljómtæki og
hljómplötur, myndavélar, leikföng,
tómstundavörur hvers konar, að ó-
gleymdum bókum og ritföngum.
Pálmi Guðmundsson sagði að hér
væri verið að opna verslun sem
leggja myndi mikla áherslu á þjón-
ustu og gæði. Hún myndi m.a. verða
með töluvert úrval af dýrari merkja-
vörum, sem endranær væru einkum
seldar í sérvörubúðum, en vegna
stærðarinnar ætti hún að geta verið
með þær á mun hagstæðara verði en
litlu búðirnar.
Pálmi gat þess einnig að allar
innréttingar væru mjög vandaðar,
en skipulag þeirra væri hannað af
búðasérfræðingi frá Umelasch,
þekktu innréttingafyrirtæki í Aust-
urríki, sem unnið hefði hér í sam-
starfi við íslenska arkitekta. Þetta
fyrirtæki sagði hann að hefði m.a.
séð um innréttingar fyrir verslanir
fyrirtækja á borð við Karstadt og
Kaufhof í Þýskalandi, og fleiri svip-
uð í öðrum löndum.
Þá verður einnig kaffitería inni í
nýju versluninni, svo og sérstakt
svið fyrir uppákomur, svo sem tísku-
(Tíinamynd: Pjetur.)
sýningar, að ógleymdum sérstökum
barnakrók. Á efstu hæð byggingar-
innar er síðan fyrirhugað að skrif-
stofur KRON verði, en nokkuð er
þó enn í að húsnæðið verði fullbúið
til að þær geti flutt þar inn.
í versluninni á neðstu hæðinni eru
einnig fyrirhugaðar ýmsar breyting-
ar samhliða þessu, en m.a. er ný-
komið þar í notkun sérstakt bakarí
þar sem margs konar kökur og
brauð eru bökuð á staðnum. Starfs-
menn í Kaupstað verða vel á annað
hundrað þegar önnur hæðin er kom-
in í gagnið. „Ég vona að nýja búðin
eigi eftir að koma fólki þægilega á
óvart," sagði Pálmi Guðmundsson
að lokum.               -esig
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24