Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 3
K
arlalandsliðið í íshokkí er komið
til Ástralíu þar sem það keppir
í 2. deild heimsmeistaramótsins.
Fyrsti leikurinn er gegn Nýja-
Sjálandi á mánudagsmorguninn en
auk þess er leikið við Ástralíu,
Mexíkó, Kína og Spán. Íslenskur
þjálfari stjórnar liðinu í fyrsta skipti,
Sveinn Björnsson, sem er aðalþjálf-
ari Skautafélags Akureyrar, en
honum til aðstoðar er Richard Eirík-
ur Tahtinen, sem er hálfíslenskur og
hefur þjálfað undanfarin ár hjá
Malmö Redhawks í Svíþjóð. Ís-
lenska liðið endaði í fjórða sæti af
sex liðum í sínum riðli 2. deild-
arinnar á síðasta ári. Sextán bestu
þjóðir heims leika á sjálfu heims-
meistaramótinu, tólf leika í 1. deild
og Íslendingar eru einir tólf þjóða í
2. deildinni. Þar fyrir neðan eru síð-
an átta þjóðir í 3. deild.
L50098L50098L50098
K
eflvíking-
urinn Har-
aldur Freyr Guð-
mundsson hefur
verið settur út úr
byrjunarliði
Aalesund fyrir
stórleik liðsins
gegn Nor-
egsmeisturum
Brann í norsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í dag. Það kemur mjög
á óvart en Haraldur hefur verið lyk-
ilmaður í vörn liðsins undanfarin ár.
?Ég er bálreiður og tel mig ekki
verðskulda þetta, enda taldi ég mig
hafa spilað vel gegn Vålerenga í
fyrstu umferðinni. En ég lofa því að
ég verð ekki lengi á bekknum,? sagði
Haraldur við netútgáfu Sunnmörs-
posten í gær. Ólafur Örn Bjarnason
og Kristján Örn Sigurðsson eru í
byrjunarliði Brann í dag en Gylfi
Einarsson er á varamannabekknum.
L50098L50098L50098
Í
slenska kvennasveitin í golfi, sem
keppir á á Sotogrande vellinum á
Spáni, er í 9. til 10. sæti af 11 sveit-
um eftir þriðja hring í gær. Valdis
Þóra Jónsdóttir lék best íslensku
keppendanna í gær, lauk leik á 75
höggum og Tinna Jóhannsdóttir var
á 78 höggum. Helena Árnadóttir lék
á 84 og taldi ekki. Tinna er í 14. sæti
í einstaklingskeppninni á 233 högg-
um, Valdís Þóra í 17. á 235 höggum
og Helana 33. á 254 höggum, en
keppendur eru 34.
L50098L50098L50098
K
arlasveitin er í 19. og næst
neðsta sæti en þar lék Sig-
urþór Jónsson sinn besta hring í
keppninni til þessa, lauk leik á 75
höggum. Hinir þrír, Pétur Freyr
Sigurðsson, Kristján Þór Einarsson
og Stefán Már Stefánsson léku allir
á 77 höggum. Stefán Már er í 63.
sæti á 235 höggum en 79 kylfingar
keppa. Pétur Freyr er í 68. sæti á
237 höggum, Kristján Þór og Sig-
urþór eru í 72. sæti á 240 höggum.
L50098L50098L50098
K
ristján Ari Halldórsson, kant-
maður í úrvalsdeildarliði HK í
knattspyrnu, missir af fyrstu um-
ferðum Íslandsmótsins. Kristján
Ari, sem lék 10 leiki með HK í úr-
valsdeildinni í fyrra, brákaðist á rist
á æfingu Kópavogsliðsins í vikunni.
Fólk sport@mbl.is
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari
Keflavíkur, hefur ekki farið leynt með
þá skoðun sína að Keflavík sé með
besta lið landsins. Þegar niðurstaðan
lá fyrir tjáði hann Morgunblaðinu að
hún kæmi sér ekki á óvart: ,,Ég sagði
fyrir tímabilið að við ætluðum okkur
að vinna alla titla sem í boði væru. Það
klikkaði því við misstum af bikarnum
út af aumingjaskap í okkur sjálfum.
Við unnum hins vegar hina fjóra og því
ætti þetta ekki að koma fólki á óvart.
Við vorum með besta liðið, það var
engin spurning. Ég held að það hljóti
allir að vera sammála því. Það var líka
kominn tími á þetta. Það eru þrjú ár
síðan Keflavík vann síðast og það þyk-
ir heldur betur langur tími hjá okkur,?
sagði Jón. Spurður um muninn á
Keflavík og KR sagði hann breiddina
hafa skipt höfuðmáli: ,,Við vorum með
breiðari hóp en þær og spiluðum á
fleiri leikmönnum. Það hefur senni-
lega gert það að verkum að minni
þreytu gætti hjá okkur en þeim. Við
ætluðum að fara í gegnum alla úrslita-
keppnina án þess að tapa leik og það
gekk eftir. Það var takmarkið og því
kemur það okkur ekki á óvart.?
Reynsluleysi háði KR-ingum
KR veitti Keflavík verðuga mót-
spyrnu í gærkvöldi rétt eins og í fyrsta
leik liðanna í Keflavík. Gestirnir byrj-
uðu af krafti og náðu í framhaldinu tólf
stiga forskoti í öðrum leikhluta 37:25.
Heimaliðið vann sig strax inn í leikinn
á ný og náði ágætu forskoti í þriðja
leikhluta á meðan Hildur Sigurðar-
dóttir, leikstjórnandi KR, var utan
vallar vegna meiðsla. Hún snéri þó aft-
ur og í síðasta leikhlutanum vann KR
upp ellefu stiga mun og jafnaði leikinn
87:87. TaKesha Watson skoraði þá síð-
ustu fjögur stig Keflavíkur en Guðrún
Ámundardóttir svaraði með glæsilegri
þriggja stiga körfu þegar fimm sek-
úndur lifðu af leiknum. Þá brutu Kefl-
víkingar af sér og KR fékk tækifæri á
því að stela sigrinum þegar aðeins
tvær sekúndur voru eftir. Skot þeirra
geigaði hins vegar og nýliðarnir í
deildinni urðu að játa sig sigraða. KR-
ingar börðust vel í leiknum en reynslu-
leysi háði liðinu sem birtist meðal ann-
ars í því að þær töpuðu boltanum allt
of oft til Keflvíkinga.
Munurinn gæti ekki verið minni
Jóhannes Árnason, þjálfari KR, er
sammála því að Keflvíkingar hafi haft
reynsluna fram yfir KR: ,,Við erum
búin að spila tvo leiki hérna í Keflavík í
þessari rimmu og tapa þeim báðum
með samtals tveimur stigum. Þetta
gæti því ekki verið minni munur. Kefl-
víkingar búa að því að eiga tvo útlend-
inga sem gera mikilvægar körfur fyrir
þær á svona stundum. Þrjár úr mínu
byrjunarliði eru bikarmeistarar í ung-
lingaflokki og okkur skortir reynslu
og kunnáttu sem þarf til þess að vinna
svona leiki. Við létum þessar stelpur
leika stórt hlutverk að þessu sinni og
það mun nýtast þeim á næstu leiktíð,?
sagði Jóhannes. 
Ingibjörg Vilbergsdóttir, fyrirliði
Keflvíkinga, setti niður mikilvæga
þriggja stiga körfu þegar skammt var
eftir af leiknum. Hún var að vinna sinn
fyrsta Íslandsmeistaratitil: ,,Við ætl-
uðum alltaf að taka þetta 3:0 en viss-
um að það yrði mjög erfitt. Við sýnd-
um bara hversu öflugar við erum og
tókum þetta bara 6:0 í úrslitakeppn-
inni,? sagði Ingibjörg en gat ekki neit-
að því að hafa verið orðin örlítið
stressuð undir lokin þegar KR tókst
að jafna: ,,Auðvitað. En það er mikill
karakter í okkar liði og ég var sann-
færð um að við myndum koma til
baka. Það var alltaf markmiðið að ná
öllum fimm titlunum en við náðum
fjórum. Á næsta ári verða þeir fimm.?
Var ekkert stressuð
Pálína Gunnlaugsdóttir gekk í raðir
Keflvíkinga frá Haukum síðastliðið
sumar. Hún hefur leikið stórt hlutverk
hjá Keflavík í úrslitakeppninni þó svo
að hún hafi ekki átt sinn besta leik í
sókninni í gærkvöldi. Pálína varð Ís-
landsmeistari með Hafnfirðingum
2006 og 2007. Hún hefur því orðið
meistari þrjú ár í röð: ,,Jú jú það er al-
veg hægt að venjast þessu. Þetta er
svo sem mjög svipað að vinna titilinn
með Keflavík og Haukum. Reyndar er
leikmannahópurinn svolítið ólíkur. Ég
var ekkert stressuð fyrir þennan leik
og spurði þjálfarann hvort það væri
ekki skrítið. Honum fannst það hins
vegar bara fínt. Kannski er maður
orðin eitthvað kokhraust af því að
maður er búinn að vinna þetta áður.
Reyndar er mikið sjálfstraust í öllu lið-
inu enda höfum við ekki tapað í síðustu
fjórtán leikjum. Við skjótum allar á
körfuna af miklu sjálfstrausti,? sagði
Pálína.
Pálína styrkti Keflavíkurliðið mikið
eins og Birna Valgarðsdóttir sem
snéri aftur í janúar eftir barneignarfrí.
Á sama tíma bættist hin þýska Susan
Biemer í hópinn og að undanförnu hef-
ur Keflavík verið óstöðvandi. Sterk-
asti hlekkur liðsins er þó TaKesha
Watson sem eins og áður segir var
verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í
úrslitakeppninni. Mjög verðskuldað
hjá Watson enda frábær íþróttamaður
þar á ferðinni.
Keflavík tapaði ekki
leik í úrslitakeppninni
Ljósmynd/Víkurfréttir
Sterkar Pálína Gunnlaugsdóttir sækir hér að körfu KR en til varnar eru Lilja Oddsdóttir og Sigrún Ámundadóttir.
KEFLAVÍK landaði í gærkvöldi sín-
um þrettánda Íslandsmeistaratitli í
körfuknattleik kvenna, þegar liðið
lagði KR 91:90. Þetta var þriðji leik-
ur liðanna í úrslitum Iceland Ex-
press deildarinnar og sigraði Kefla-
vík í þeim öllum. Raunar tapaði liðið
ekki leik í úrslitakeppninni, því þær
unnu Hauka einnig 3:0 í undan-
úrslitum. Hin bandaríska TaKesha
Watson var í lykilhlutverki hjá
Keflavík og var að leiknum loknum
útnefnd besti leikmaður úr-
slitakeppninnar.
Eftir Kristján Jónsson
sport@mbl.is
rðarson verður ekki í
 sækir Gefle heim í
knattspyrnu á morg-
heimild fyrir fyrsta
um síðustu helgi, og
ær.
lánaður frá ÍA til
þar til Íslandsmótið
kki verið send til Sví-
nn hafa ekki fengið
Alþjóðaknattspyrnu-
ti fengið Stefán aftur
 félagaskipti, hinn 1.
mkvæmdastjóri KSÍ,
gær að starfsmaður
túlkun á reglum við
i. Hann hefði óskað
u frá FIFA en hún
hafði ekki borist síðdegis í
gær.
?Það er ekki annað að
heyra en að þetta sé óbreytt
síðan í september. Þá kann-
aði ég hjá FIFA hvernig
svona málum væri háttað og
fékk skýr svör. FIFA lítur
svo á að í þessu tilviki beri að
telja ÍA sem tvö félög, við-
komandi leikmaður myndi
þá vera skráður í þrjú félög á einu ári, og því
gangi skammtímalán á borð við þetta ekki upp.
Stefán getur skipt yfir til Norrköping en miðað
við þetta kæmist hann ekki aftur til ÍA fyrr en
1. júlí. Ég taldi það skyldu mína að gera ÍA
grein fyrir þessum möguleika áður en félaga-
skipti Stefáns yrðu staðfest,? sagði Þórir Há-
konarson.
ær enn ekki leik-
með Norrköping
Stefán Þórðarson 
ÓLAFUR Stefánsson og Arnór Atlason, ís-
lensku landsliðsmennirnir í handknatt-
leik, eiga stórleiki fyrir höndum um
helgina. Báðir spila þeir með liðum sínum
í undanúrslitum í Evrópumótunum en
fyrri leikirnir eru leiknir þessa helgina og
síðari leikirnir þá næstu. 
Ólafur og félagar í Ciudad Real fá
Hamburg frá Þýskalandi í heimsókn til
Spánar í Meistaradeild Evrópu á morgun.
José Hombrados, fyrirliði og markvörður
Ciudad Real, sagði í viðtali á vef félagsins
í gær að liðin ættu tvo hörkuleiki fram-
undan. ?Það er mikilvægt að ná góðum úr-
slitum í heimaleiknum því í Hamborg bíða
okkar 11 þúsund áhorfendur. Liðin eru
áþekk að styrkleika,? sagði Hombrados.
Þýskaland og Spánn heyja einvígi í
Meistaradeildinni því í hinni viðureign
undanúrslitanna eigast
við Kiel og Barcelona.
Arnór og samherjar
hans í FCK frá Dan-
mörku eru komnir í
undanúrslit í EHF-
bikarnum en þeir lögðu
HK að velli í keppninni
fyrr í vetur. Þeir leika
gegn Cimos Koper í
Slóveníu í dag en slóv-
enska liðið er firnasterkt og lagði Lemgo
frá Þýskalandi í báðum viðureignum lið-
anna í átta liða úrslitunum. Arnór er ný-
kominn af stað eftir meiðsli í hné og ætti
að geta tekið nokkurn þátt í leiknum í
dag. Í hinum leik undanúrslitanna í EHF-
bikarnum eigast við Aragón, Spáni og
Nordhorn, Þýskalandi.
Stórleikir hjá Ólafi og 
Arnóri í Evrópukeppninni
Ólafur Stefánsson
FRAM hefur fengið til reynslu
enska knattspyrnumanninn Joe
Tillen en hann er yngri bróðir
Sams Tillens sem Framarar sömdu
við fyrr í vetur.
Joe Tillen er 21 árs gamall,
vinstri bakvörður eða kantmaður,
og hefur að undanförnu leikið
með Thatcham Town í sjöttu efstu
deild á Englandi. Hann er uppal-
inn hjá Chelsea og var síðan um
skeið hjá Milton Keynes Dons í
ensku 3. deildinni en náði aðeins
að spila einn deildaleik með félag-
inu.
Fram skoðar
Englending

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4