Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ARNGRÍMUR Jóhannsson og Hafþór Haf-
steinsson, eigendur Avion Aircraft Trading, hafa
keypt gamla CL-44 flugvél (Monsa) í Englandi
og stefna að því að hún verði varðveitt í Flug-
safni Íslands á Akureyri.
Loftleiðir notuðu CL-44 vélar um árabil á sjö-
unda áratugnum, til farþegaflugs milli Banda-
ríkjanna og Lúxemborgar, áður en félagið fór að
nota DC-8 vélar.
Arngrímur og Hafþór keyptu fyrir nokkrum
misserum Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, í
sama tilgangi og er stjórnklefi hennar kominn í
safnið.
CL-44 er mun stærri en Boeing-vélin og mikið
notuð til fraktflugs. Stjórnklefinn er hins vegar
svipaður að stærð og klefi Boeing-vélarinnar í
safninu.
Ekki er enn fullfrágengið að Monsa-klefinn
verði fluttur til Akureyrar en það skýrist á allra
næstu dögum. Tvímenningarnir hafa þó gengið
frá kaupum á vélinni og stefna að því að selja
skrokkinn í brotajárn.
Flugsafn Íslands verður tíu ára á næsta ári.
Hlutverk þess er að safna, varðveita og sýna
muni sem tengjast flugi á Íslandi, sögu þess og
þróun og þar eru glæsilegir munir til sýnis. Safn-
ið er í nýju 2.100 m² húsi á Akureyrarflugvelli.
Stjórnklefi CL-44 líklega á Flugsafnið
L52159 Arngrímur og Hafþór hafa keypt gamla Monsu og stefna að því að hún verði varðveitt á 
Akureyri L52159 Flugsafn Íslands er í nýju húsnæði á flugvellinum og fagnar tíu ára afmæli á næsta ári
Í HNOTSKURN
»
Stjórnklefinn af fyrstu
þotu Íslendinga, Gullfaxa,
Boeing 727, var fluttur frá
Bandaríkjunum til Akureyr-
ar í sumar og er nú í Flug-
safni Íslands.
»
Arngrímur Jóhannsson
og Hafþór Hafsteinsson
keyptu Boeing-vélina og af-
hentu safninu til varðveislu.
»
Verið er að mála Gullfax-
aklefann sem verður til
sýnis þegar Sjónlistaverð-
launin verða afhent í safninu
í beinni útsendingu Sjón-
varpsins á föstudagskvöldið.
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Safngripur Stjórnklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, fyrir utan Flugsafn Íslands í sumar.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Grindavík | Stefnt er að því að nýr
framhaldsskóli verði settur í fyrsta
skipti í Grindavík haustið 2009.
Bæjaryfirvöld kanna möguleika
þess að byggja yfir skólann og
menningarstarfsemi í bænum. Þá
vinnur Fjölbrautaskóli Suðurnesja
að undirbúningi Fisktækniskóla Ís-
lands í Grindavík.
?Við höfum áhuga á að hækka
menntunarstigið. Framhaldsskóli
er brýnt hagsmunamál fyrir vax-
andi sveitarfélag,? segir Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri. 
Lengi hafa verið uppi hugmyndir
um að bjóða nám á framhalds-
skólastigi í Grindavík en bæjaryf-
irvöld talið sig eiga á brattann að
sækja gagnvart yfirvöldum
menntamála. Í framhaldi af fundi
með menntamálaráðherra var
ákveðið að skipa sérstaka nefnd til
að undirbúa málið og Eyjólfur
Bragason var í sumar ráðinn verk-
efnisstjóri. Hann er að móta stefn-
una og gera drög að námskrá sem
lögð verður fyrir ráðuneytið í
næsta mánuði. Hugmyndin er að
setja á fót þriggja ára mennta-
skóla, eins og nú starfar í Borg-
arnesi sem þó yrði lagaður að að-
stæðum í Grindavík. 
Eyjólfur segir að Grindavík sé
vaxandi staður sem eigi mörg tæki-
færi í framtíðinni. Þar sé að finna
allt það sem eitt samfélag þurfi ?
nema framhaldsskóla. Þá valdi það
nemendum og foreldrum erf-
iðleikum að sækja skóla annað.
Fyrirhugað er að framhaldsskól-
inn hefji starf í bráðabirgða-
húsnæði næsta haust, ef nauðsyn-
leg leyfi yfirvalda fást, en jafnframt
er á vegum bæjarstjórnar hafin at-
hugun á möguleikum þess að
byggja mennta- og menningarhús.
Þar á skólinn að fá aðstöðu ásamt
tónlistarskóla, bókasafni og menn-
ingarstarfsemi.
Fisktækniskóli Íslands
Fjölbrautaskóli Suðurnesja og
Miðstöð símenntunar á Suð-
urnesjum hafa í samvinnu við út-
gerðarfyrirtæki, verkalýðsfélög,
Grindavíkurbæ og fleiri unnið að
verkefninu ?Fisktækniskóli Íslands
í Grindavík?. Tilgangur þess er að
efla grunn- og tæknimenntun í
veiðum og vinnslu sjávarafla og
endurmenntun á sama sviði. Að
sögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar,
skólameistara FS, er ætlunin að
bjóða ófaglærðu fólki í fiskvinnslu
og á sjó að sækja sér menntun sem
það gæti nýtt til áfanga í fram-
haldsskóla. 
Veiðarfæradeild FS verður
stofninn að Fisktækniskóla Íslands
í Grindavík. Þar verður námsefni
samið og haldið utan um námið en
samið við framhaldsskóla og vottuð
fyrirtæki um land allt að annast
kennslu og þjálfun.
Atvinnufyrirtæki og stofnanir á
Suðurnesjum hafa boðist til að
leggja fram 20 milljónir kr. á ári
næstu þrjú árin, á móti ríkisfram-
lagi, til að koma náminu af stað.
Gert er ráð fyrir að rekstrar-
framlög fáist eftir fjölda nemenda.
Ólafur Jón segir að málið sé til at-
hugunar í menntamála- og sjávar-
útvegsráðuneyti og vonast til að
niðurstaða fáist sem fyrst.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Sjávarþorp Samdráttur í sjávarútvegi kemur illa við Grindavík. Aukin menntun er liður í mótvægisaðgerðum sem bæjaryfirvöld vinna að.
Menntaskóli undirbúinn
L52159 Áhugi er fyrir stofnun menntaskóla í Grindavík L52159 Bærinn vill byggja mennta- 
og menningarhús L52159 Samhliða er unnið að Fisktækniskóla Íslands á staðnum
VEÐURSTOFAN varar fólk við
miklu vatnsviðri sem brestur á
seint í kvöld og stendur til fyrra-
máls. Er fólk hvatt til að huga að
niðurföllum og hreinsa vel frá þeim
til að forðast flóð. Um er að ræða
djúpa haustlægð, 960 hp, sunnan 20
m/sek sem snýr sér í SV-hvassviðri
á morgun, miðvikudag, með ört
minnkandi rigningu. Út vikuna er
síðan spáð SV-roki með nokkurri
vætu.
Nýtt tungl var í gær og er því
stórstreymt um þessar mundir.
Skv. upplýsingum frá Almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra er
fylgst náið með framvindu mála
með það fyrir augum að gefa út við-
varanir á suðvesturhorninu vegna
ágangs sjávar ef þurfa þykir. 
Gífurlegt
vatnsveður 
á leiðinni
FYRIRTÆKIÐ N4 á Akureyri var
tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum
en félag stærsta hluthafans, Extra,
heldur áfram úti bæjarsjónvarpinu
a.m.k. fyrst í stað, og gefur út Sjón-
varpsdagskrá Norðurlands.
Öllum átta starfsmönnum N4 var
sagt upp en sex endurrráðnir hjá
Extra. Þorvaldur Jónsson fram-
kvæmdastjóri segir rekstur bæj-
arsjónvarpsins hafa verið erfiðan.
?Við vonumst til að geta haldið út-
sendingum áfram en tíminn verður
að leiða í ljós hvort það tekst.? 
Bæjarsjónvarpið er ókeypis og
hefur ekki notið styrkja þannig að
tekjur eru einungis af auglýsingum.
Þorvaldur segir fyrirtækið hafa leit-
að eftir opinberum styrkjum en ekki
fengið hingað til. Hann kveðst hins
vegar enn lifa í voninni því starfsem-
in sé menningarlega mikilvæg.
N4 var stofnað 1. maí 2006 þegar
Samver, Extra dagskráin, Smit kvik-
myndagerð og Traustmynd samein-
uðust. skapti@mbl.is
N4 send út á
vegum Extra
ÖSSUR Pétur Össurarson, sem
fannst alvarlega slasaður af
ókunnum orsökum við gatnamót
Höfðatúns og Laugavegar að
morgni 6. september, liggur enn á
gjörgæsludeild Landspítalans og er
líðan hans óbreytt að sögn læknis.
Er hann er tengdur við öndunarvél.
Össur hafði hlotið lífshættulega
áverka á höfði þegar að honum var
komið og kannar lögreglan tildrög
atviksins.
Óbreytt líðan
Hvað búa margir í Grindavík?
Vel yfir 2.800 manns bjuggu í
Grindavík um mitt ár. Mikil uppbygg-
ing hefur verið í bænum og íbúum
fjölgað, hefur fjölgað um 680 á tíu
árum. Með sama áframhaldi fer
íbúatalan yfir 3.000 í lok næsta árs
eða byrjun árs 2010. Grindavík er
með stærstu sveitarfélögum lands-
ins þar sem ekki er starfandi fram-
haldsskóli. 
Hvað eru margir á framhalds-
skólaaldri?
Um fjörutíu nemendur útskrifast úr
grunnskóla Grindavíkur á ári.
Hvaða framhaldsskóla sækja ung-
lingar úr Grindavík?
Flestir eru í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja í Keflavík. Þangað eru um 30
kílómetrar. Aðrir sækja skóla á höf-
uðborgarsvæðinu og nokkrir fara til
Akureyrar.
S&S

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44