Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.02.1962, Blaðsíða 13
á leyniher sinn og beið þá aðeins rétta augnabliksins til að láta höggið ríða. Stundin kom að lokurn, þegar Svetón- íus Pálínus, æðsti yfirmaður rómversku herjanna í Bretlandi, lagði af stað til að leggja Anglesey undir Róm. Með sér hafði hann fjórtándu legíónina úr róm- verska hernum og skildi Suður-Bretland eítir nærri því varnarlaust, sérstaklega þó borgirnar Colchester og Lundúni. Nú fékk Bódísea tækifæri til athafna, enda neytti hún þess þegar í stað. Hún byrjaði á því að safna saman liði sínu. Að því loknu gekk hún upp á lága hæð og flutti þaðan hvatningarræðu. Hún var há kona vexti og tignarleg, hár- ið mikið og eirrautt og féll allt að mjöðm- um. Hún hélt á spjóti í annarri hendi og hafði griðarstórt gullið men um háls- inn. Klædd var hún skærlitum kyrtli og utan yfir honum þykkri yfirhöfn, er hún hélt að öxlum sér með brjóstníl. Tillit augna lrennar var tryllingslegt og þrung- ið blóðþorsta, er hún kannaði liðið, er safnazt hafði saman frammi fyrir henni. „Þjóðbræður mínir! Nú hafið þið, með biturri reynslu, lært að þekkja muninn á frelsi og þrældómi,“ mælti hún hárri, skærri röddu. „Hve ólíkt var ekki líf það, sem þið áður lifðuð, því lífi, er þið lifið nú undir stjórn Rómverja! Þeir hafa rænt eignum ykkar og þjakað ykkur með níðþungum sköttum. Ykkur verja. Þið verðið að láta þeim eftir hesta ykkar og nautgi ipi. Þið verðið jafnvel að greiða skatt fyrir rétt ykkar til að lifa! Jafnvel dauðinn er skattlagður, því þið verðið að fá leyfi Rómverja til að jarða ykkar dauðul“ Grimmúðugur niður fór um raðir stríðsmannanna til samþykkis orðum drottningar, knúður fram af brennandi heift til rómversku kúgaranna. „Gætið þess að blekkja ekki ykkur sjálfa. Rómverjar munu halda áfram eins og þeir hafa byrjað. Þeir munu enga miskunn sýna framar. Við hefðum átt að rísa gegn þeim þegar er þeir komu til Bretlands, eins og forfeður okkar gegn Júlíusi Sesar.“ Aftur leið ófriðvænlegur, samþykkj- andi niður eftir röðum Bretónanna. „Ef þið æskið frelsis til handa börnum ykkar, verðið þið að berjast fyrir því nú. Eða eruð þið ekki betri menn og hraust- ari en Rómverjar, sem þola ekki harð- ræði, hvílast á hægindum í húsum inni, þvo sér í volgu vatni, nærast á sætindum og sofa á mjúkum legubekkjum?" Rödd hennar varð þrungin fyrirlitningu. „Lít- ið á, stríðsmenn mínir! Sjáið hérann, sem ég held samanhnipruðum í hendi mér. Við munum leita vitneskju um vilja guðanna. Ég sleppi héranum, og hlaupi hann til hægri, er vilji guðanna sá, að við leggjum til orustu við Róm- verjana. Gætið að!“ ísenar steinþögðu og héldu niðri í sér andanum af eftirvæntingu, er Bódísea sleppti héranum. Og litla dýrið flýði til hægri, beinustu leið eins og ör af boga! Herinn laust upp gífurlegu ópi: „Stríð! Fyrirboðinn býður okkur að berjast! Af stað! Af stað til orustu! Drepum Rómverjana!" Eins og ólgandi, magnþrungin brim- alda flæddi herinn mikli suður á bóginn og stefndi að Colchester, stórri borg róm- verskri. Rómverjarnir þar höfðu ekki hugmynd um herhlaup Bóclíseu fyrr en liún var við bæjardyr þeirra. Gripnir skelfingu víggirtu þeir í skyndi Kládíus- arhofið, en vannst ekki tími til að grafa víggrafir eða hlaða varnarveggi. ísenar óðu áfram, trylltir af hefndarþorsta, drepandi og brennandi. Innan skamms stóð Colchester í ljósum loga og Róm- verjar flýðu í allar áttir undan reiði Bó- díseu. Þeim, sem leitað höfðu hælis í Kládíusarhofi, tókst að verjast í tvo daga, en þá brutu ísenar skarð í varnarvegg- inn og óðu inn. Að kvöldi þess dags var enginn Rómverji á lífi í gervallri borg- inni. Bódísea var ör af sigrinum og safnaði liði sínu saman til annarrar árásar, er beindist að Lundúnum. Hræddur Róm- verji bar Katusi skattlandsstjóra boðin um herskarana, sem voru nú í þann veg- inn að leggja af stað til borgarinnar. „Heiðraði Katus! Bódísea, drottning Isena, hefur ráðizt á Colchester með miklum her Bretóna og brennt hana til grunna. Allir Rómverjar í borginni voru lagðir undir sverð,“ sagði boðberinn og tók andköf af skelfingu. „Næst hefur hún í hyggju að halda til Lundúna." Katus fölnaði. „Hver er ég, að ég megi verja borgina, þegar Svetóníus Pálínus er lengst í vestri með rómverska herinn? Ég verð að senda honum orð þegar í stað. Svo framarlega sem á að bjarga borginni, verður hann að halda hingað með hermenn sína eins hratt og þeir þola.“ „Hann er margar dagleiðir héðan. Auk þess nægir okkur ekki ein legíón. Sve- tóníus mun þarfnast alls þess liðs, er hann hefur á brezkri grund, því óvinur- inn hefur um hundrað þúsund manna her á að skipa.“ „Ég skal gera Svetóníusi orð varðandi hættu þá, er ógnar okkur, að hann kalli allar legíónirnar til Lundúna." Katus gaf hestliðum sínum skipun, og innan skamms lagði flokkur þeirra af stað á þeysireið til Angelseyjar. Er þeir voru farnir, sneri Katus sér að hinum trygga þjóni sínum. „Farðu til Temsár og sjáðu svo um, að skip mitt sé reiðubúið til siglingar," sagði hann. Á háflæði í nótt leggjum við af stað til Gallíu.“ „En húsbóndi . . . .“, hóf þjónninn máls, furðu lostinn, en þagnaði snögg- lega, er hann leit dökka ygglibrún Kat- usar. „Gerðu eins og Jaér er sagt og gættu þess að segja engum neitt um fyrirætlanir mínar, eða þú verður hýddur að öðrum er gert að sá og uppskera fyrir Róm- kosti," sagði skattlandsstjórinn hörku- lega. Jafnvel þræli hans var ljóst, að hann hugðist gefa Lundúnaborg örlög- unum á vald, en renna sjálfur líkt og geit, meðan tími væri til. Þegar Svetóníus fékk fréttirnar, liætti hann bardögunum á Anglesey og lagði af stað til Lundúna í fararbroddi hest- liða sinna. Fótgönguliðarnir fylgdu á eftir, þreyttir og fótsárir, á hraðri, þreyt- andi göngu. Þegar njósnarar höfðu upp- lýst yfirhershöfðingjann um liðsafla Bó- díseu, gerði hann sér Ijóst, að hann hafði enga möguleika á að verja Lund- úni fyrir slíkum herskörum. „Með fjórtándu legíóninni einni sam- an get ég ekki haldið borginni fyrir þúsundum drottningar," sagði hann. „Enda eru menn mínir uppgefnir. Ég jrarf einnig á að halda öllum öðrurn rómverskum legíónum í Bretlandi til að berja niður uppreisn þessa." „Herra, það mun taka þær langan tíma að komast til okkar, og nú þegar er Bódísea nærri borgarhliðum," mæltu liðsforingjar nokkrir. „Þið hafið á réttu að standa. Hið eina, sem við getum gert, er að hörfa undan til héraðanna í suðvestri, þar sem búa þjóðflokkar okkur vinveittir. Þar bíðum við, unz hinar legíónirnar hafa sameinazt okkur.“ Þessi var ákvörðun Svetóníusar. „Það jrýðir, að Lundúnaborg er okkur glötuð, herra,“ sagði hinn æðsti af liðs- foringjum hans. „Við verðum að fórna Lundúnum eða glata að öðrum kosti Bretlandi sem róm- versku skattlandi," mælti Svetóníus. „Verði fjórtánda legíónin þurrkuð út, mætir Bódísea engri mótspyrnu Jraðan í frá. Ég verð að styrkja lið mitt, unz jrað hefur öðlazt nægan afla til að heyja orustu.“ Það var erfitt fyrir Svetóníus að taka þessa ákvörðun, sem engu að síður var hin eina rétta undir slíkum kringum- stæðum. „En hvað um Lundúnabúa jjá, er ekki eru hermenn? Hvað um verzlunarmenn og aðra þá, er flutt hafa fjölskvldur sín- SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.