Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.11.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 10.11.1931, Blaðsíða 2
Hluta,skipti sjómaima Avöxtur af starfi kratanna Tvímælalaust munu vera skiftar skoðanir meðal borgarastéttarinnar um gengismálið. Eru það hagsmunamótsetningar, sem hér rek- ast á. Annarsvegar er krafa stórútflytjenda um lækkun krónunnar til þess á þægilegan hátt að lækka kaup verkalýðsins og opna nýja útflutningsmöguleika fyrir afurðir sínar, og fella gullgildi bankaskulda sinna innanlands. Hinsvegar krafa fj ármálaauðvaldsins brezka og innlendra stórkaupmanna um að halda í gengið fram í lengstu lög. Fram að þessu hefir ríkisvaldið farið að kröfu síðari aðiljanna og reynt að tefja fyrir gengisfallinu. Takmörkun sú, sem það hefir fyrirskipað um sölu erlends gjaldeyris og ekki sízt nýju ákvæðin um innflutningshöftin, þar sem það jafnvel fómar hagsmunum ríkissjóðs og flýtir þar með fyrir yfirvofandi ríkisgjald- þroti, sanna þetta greinilegast. Samt sem áður virðast allar líkur benda til þess að krónan lækki enn í verði. Verkalýðinn skiftir töluvert miklu máii hvaða mynd þessi þrón auðvaldskreppunn- ar mun taka á sig nú næstu mánuðina, með hliðsjón til hinna víðtæku launadeila, sem verða nú um áramót. Takist að halda krónunni uppi, hefir það ó- hjákvæmilega í för með sér aukna fram- leiðslustöðvun og vaxandi atvinnuleysi. Verði frekari gengislækkun mun fram- leiðslan ekki minnka að sama skapi, en launa- kúgun sökum voldugrar vöruhækkunar leggj- ast á verkalýðinn jafnframt því, sem smá- sparifjáreigendur verða rændir innistæðum sínum. Verkalýðurinn verður að fylgjast vel með málum þessum, svo hann verði búinn undir það að hafa hin réttu vopn í hendi nú, þegar hann er að leggja út í hina harðvítugu bar- áttu fyrir lífskjörum! sínurn. V ör ubilastöðí n í Reykjavík. I Alþýðublaðinu 4. nóv. læst Ól. Fr. vera að svara grein, sem ég reit í Verkhbl. 3. þ. m. Haxm segir þar að grein mín sé árás á verklýðssamtökin, en það er hún alls ekki. Hún er árás á þá skoðun, að ekkert sé hægt að gera fyrir þann fátækasta, eins og Stauning Bkoðanabróðir Ólafs orðar það. Og hún er vit- anlega árás á þá menn, sem vilja nota verk- lýðssamtökin til að uppræta fátæktina með því að svelta þá fátækustu af sér. Og ég öf- unda Ó. F. ekki af að skipa sér í þann hóp. Og því næst segir hann með sinni alkunnu frásagnarlipurð, að í grein minni sé hverri lyg- inni hlaðið upp á aðra. Þetta er sú venjuleg- asta varnaraðferð hjá Ólafi mínum og mexm eru almennt hættir að taka hana alvarlega. Og hverjar eru svo þessar lygar? Jú, hann segir það lygi, að menn hafi verið reknir af stöð- inni án saka. En vill Ólafur ekki skýra frá því, fyrir hvaða sakir þeir Þorvaldur Guð- jónsson, Magnús Ólafsson, Júlíus Jónsson og Gísli H. Guðmundsson voru reknir. Jeg stað- hæfi að þeir hafi verið reknir án saka. í öðru lagi segir hann það lýgi, að þeir fá- tækustu hafi vexið reknir af stöðinni fyrir ógreidd stöðvargjöld. Þar kemst hann þannig að orði, „að það eru ekki hinir fátækustu, sem ekki borga félagsgjöldin, heldur eru það allt eins oft menn, sem ekki vilja borga“. Þessi kvittun væri góð fyrir okkur fátæklingana, ef Ólafur væri tekinn til greina í þeim efnum, en það er nú af sú tíðin, enda er þetta venju- legt slúður hjá Ólafi ásamt mörgu fleiru. Það er sannanlegt, að þeir fátækustu hafa verið reknir vegna greiðslufalls, en hafi einhverjir efnaðir slæðst með, þá hefi ég sízt sagt of mikið, þó ég hafi ekki sagt um ástæðurnar fyrir þeirra burtrekstri. , Eftirfarandi kafli úr fymefndu bréfi er bezta sönnunin fyrir þessu. „Nú hefir verið samþykkt að fresta burt- rekstri skuldugra meðlima til 20. september næstkomandi, svo mönnum gefizt kostur á að Á verklýðsráðstefnuxxni síðastl. haust var meðal annars eitt af deiluatriðum milli krat- anna og kommúnistanna það, hvort barizt skyldi á móti hlutaskiptum sjómanna eða ekki. Átökin um þetta urðu hörð. Kratarnir, með Ói- af Friðriksson og Sigurjón Ólafsson í brjósti fylkingar vörðu hlutaskiptin eins og þau nú tíðkast hjá atvinnurekendum; og hélt Ólafur Friðriksson því fram sem höfuðröksemdum, að sjómenn fengju aldrei svo hátt mánaðarkaup, að hluturinn yrði ekki hærri. Að sjómennimir með hlutaskiptunum kæmist þannig í náin kynni af útgerðinni, og yrðu því miklu hæfaxi að stjórna henni, þegar þeir væru búnir að taka útgerðina í sínar hendur. Aftur héldu kommúnistar því fram, að sjómaðurinn mætti ekki byggja afkomu sína á verðfalli saltfisks og síldar, sem óhjákvæmilega myndi verða á næstunni vegna kreppunnar, sem fyrir dyrum stæði, en hún sagði Ól. Fr. væri engin nema í heilabúi Brynjólfs Bjamasonar. Það sem þyrfti að gera væri að selja bara saltfiskinn. Til þess að vinna að sölu fiskjarins komu kratamir því til leiðar, að Morten Ottesen var sendur til út- landa að selja fiskixm til Rússlands og Ólafur Friðriksson spurði Jóhannes á Borg um saltfisk úti í Rússlandi. Morten Ottesen er fyrir mörg- um mánuðum komirrn til baka. Um saltfisk- sölu hans er almenningi ókunnugt. Um mánaðamótin okt.—nóv. síðastl. ár sögðu sjómenn á línubátum upp samningi við út- gerðarmenn. Nefnd manna úr sjómannafélög- um Reykjavíkur og Hafnarfjarðar í samein- ingu undirbjuggu málið, og komust allir sem einn að þeirri niðurstöðu, að hlutar eða „pró- senta“ væri sjómanninum hin óhagstæðasta ráðning, sölcum þess verðfalls á fiski og síld, sem framundan væri, og lagði nefndin til að kjörin væru lágt mánaðarkaup og „premía“ af skippundi á þorskveiðum. En á síldveiðinni, einnig mánaðarkaup og stighækkandi premíu af tunnu og máli eftir aflamagni. — Tillögur þessar komu fyrir félagsfund sjómanna í Reykjavík. Stjórn félagsins, Sigurjón og Ólaf- ur Friðriksson, mótmæltu þessu þá þegar en félagið samþykkti þær samt. Hér voru sömu mennirnir að sama verki og á ráðstefnunni. Að velta verðfalli á fiski og síld yfir á bak þeirra manna, sem kosið höfðu þá til að vera út- verðir félagsskaparins í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Auk þessara manna átti auðvaldið þarfan þjón í fórum sínum. Þegar tillögur nefndarinnar komu fyrir fé- lagsfund í Hafnarfirði, reis upp maður, sem um skeið hafði verið í trúnaðarstöðu sjómanna þar, — réðist á tillögumar og hvatti fundinn til að fella þær. Það tókst. Þessi maður ætlaði ekki að stunda sjómennsku á komanda ári; hans beið annað starf. Það var forstjórastaða „Áfengisverzlunar ríkisins,“ í Hafnarfirði. Sjó- menn þar í Hafnarfirði munu á sínum tíma þakka manninum fyrir „vel unnið starf“. Afleiðingar verðfallsins komu sjómönnun- um fyrst alverlega í koll með síldveiðinni. Sem afleiðing samninganna hlaut það að hafa í för með sér lækkandi tekjur þeirra. Það var fyrirsjáanlegt öllum, sem eitthvað fylgjast með viðburðum heimsins. Þegar í byrjun síldarvertíðarinnar í sumar var verð á bræðslusíld komið ofan í 3 kr. mál- sjá sig um og greiði skuldir sínar við stöð- ina. Eftir þann tíma verða allir skuldugir með- limir reknir af stöðinni, og skuldir þeirra inn- heimtar með lögsókn“. Dálagleg aðferð eftir að stöðin hefir van- rækt þá skyldu sína að skipta vinnunni milli meðlimanna að svifta þá útilokuðu rétti til að vinna með Dagsbrúnarmönnum og taka með lögsókn af þeim, ef þeir kynnu að eiga ein- hvern hlut í bifreið sinni. Þá eru samtökin farin að virka dálitið öfugt við það sem við, ið. Um saltsíldarverðið vissi enginn neitt. Tvær síldarverksmiðjur norðanlands eru lokað- ar enn. Síldveiðin varð meiri en nokkur dæmi eru til hér á landi. Síldveiðiskipin lágu. í blíð- viðrinu dag eftir dag rennihlaðin við verk- smiðjurnar á Siglufirði og Eyjafirði. Verðið féll enn á ný á bræðslusíldinni. Þannig gekk þar til snemma í september að hætt var veið- inni. Aldrei hafði sjómaðurinn stritað annað eins og í sumar. Aldrei hefir annar eins matar- forði fluttst að landi á jafn skömmum tíma og í sumar. Sökum þess að gera má ráð fyrir að sjó- mönnum sé ekki með öllu kunn afstaða þeirra fulltrúa, sem þeir sendu á ráðstefnuna — og hvernig þeir fóru með umboð sjómannastéttar- innar þar, skulu hér birt nöfn þeirra sem með og móti hlutaskiftunum voru. Ráðstefnuna sátu alls 18 sjómannafulltrúar. Á fundi ráðstefnunnar 21. nóv. (1930) var borin undir atkvæði svohljóðandi tillaga frá Gunnari Jóhannssyni, Jóni Rafnssyni, Her- manni Einarssyni og Einari Olgeirssyni: „Barist skal gegn allri ákvæðisvinnu og hlut af framleiðslu eins og nú tíðkast um sjómenn. Skal unnið af fremsta megni að hækka fasta- kaup sjómanna og stefnt að því að öll vinnu- laun verði fastakaup“. (Þingt. Alþýðusam- bandsins, bls. 12). Um tillöguna var haft nafnakall og sögðu þessir sjómannafulltrúar já: Björn Bl. Jóns- son (Sjóm.fél. Reykjavíkur), Rósenkranz A. ívarsson (Sjóm.fél. Rvíkur), Ingólfur Jónsson (Sjóm.fél. Isafj.), Sigurður Fanndal (Sjóm.fél. Siglufj.), Guðm. Einarsson (Mótoristafélag Siglufj.), Jón Rafnsson (Sjóm.fél. Vestm.), Guðjón Benediktsson (Sjóm.fél. Vestm.), Þor- steinn Pétursson (Sjóm.fél. Vestm.). Nei: Guðm. Einarsson (Sjóm.fél. Rvíkur), Jóhann Sigmundsson (Sjóm.fél. Rvíkur), Jón Guðlaugsson (Sjóm.fél. Rvíkur), Ólafur Frið- riksson (varaform. Sjóm.fél. Rvíkur), Sigurður Sæmundsson (Sjóm.fél. Rvíkur), Sigurður Ól- afsson (gjaldkeri Sjóm.fél. Rvíkur), Sigurjón Á. Ólafsson (form. Sjóm.fél. Rvíkur), Jens Pálsson (form. Sjóm.fél. Hafnarfj.). Jón Guðnason og Jón A. Pétursson, báðir frá Sjó- mannafél. Rvíkur, greiddu ekki atkvæði. Auk þessara manna má telja að nokkru leyti Svein- bjöim Oddsson frá Akranesi, sem einnig sagði nei. Það sem einkennir mest alla þessa meðhalds- menn hlutaskiftanna, er það, að enginn þeirra að undanteknum einum manni (J. P.), er starf- andi maður í sjómennsku, og flestir ekki um áraraðir svo mikið sem dýft hendi sinni í salt- an sjó; en sitja við fastlaunuð störf á landi og ekki öll svo tiltakanlega mögur. Alls greiddu tillögunni já-atkvæði 26 en 39 nei. Voru það eingöngu kratarnir, sem henni íylgdu svo fast. Allsherjar atkvæðagreiðsla var og við höfð og sögðu já 1853 og 719 gest- ir. Nei: 3349. Engir gestir. Teningunum var kastað. Hlutaskiftin urðu ofan á. Kratisminn var sterkari en kommúnisminn. Næsta grein verður um hver áhrif hluta- skifti þessi, sem kratarnir komu í gegn á ráð- stefnunni og í sjómannafélögunum, hafa haft á sjómannakjörin við síldveiðamar í sumar. Sjómaður. sem voru með í stofnun stöðvarinnar, ætluð- umst til í upphafi. Það sem þú, Ó.Fr., talar um Einar Olgeirsson í grein þinni kemur ekkert þessu máli við og hirði ég því ekkert um að svara því. Verka- menn þekkja orðið þær baráttuaðferðir, sem þú notar, þegar einhver dirfist að taka til at- hugunar störf þín í „þarfir“ alþýðunnar. Og verkamenn skilja það orðið vel, að Einar 01- geirsson stendur ómeiddur af árásum- þínum á hann, en þú ekki. Bílstjóri.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.