Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 131

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 131
ANDVARI FYRSTI ÍSLENZKI STJÓRNMÁLAFLOKKURINN 233 um Þjóðvinafélagsíundi í Kaupmanna- höfn: „Vorið 1874, þá er kunnugt var orðið að Kristján konungur 9. ætlaði til Islands um sumarið, fór Tryggvi til Jóns Sigurðssonar og fékk leyfi hans til að [kalla á] alla þá íslendinga sem þá voru í Kaupmannahöfn. Jón kom líka á fund- inn. Var borin upp sú tillaga að Þjóð- vinafélagið skyldi bjóða konungi til sam- sætis á Þingvelli. Jón var því mótfallinn, kvað Þjóðvinafélagið konunginum óvið- komandi. En Tryggvi kvað bæði fegra og hyggilegra að sýna konungi kurteisi og vinna sér hylli hans en að sneiða sig hjá honum. Það mál studdi Benedikt Sveins- son röggsamlega. Hann var þá staddur í Khöfn í laxveiðamáli. Á þetta féllst fund- urinn. Þeir Jón og Tryggvi töluðust síðan við. Var Jón ófáanlegur til Islandsferðar, en lét tilleiðast að fela varaformanninum, Idalldóri Friðrikssyni, að sjá um viðtök- urnar er félagið veitti konungi...“ Þarna hefur Jón enn verið borinn ráð- um, og var ekki að efa, að honum hefur fallið það þungt. En konunghollusta Tryggva hefur reynzt þyngri á metunum en tryggð hans við Jón. Benedikt var aldrei bundinn Jóni sérstökum tryggða- eða vináttuböndum, enda til annars betur fallinn en lúta forystu annarra; og þrátt fyrir ákafa baráttu hans við dönsk stjórn- arvöld fyrir íslenzkri stjórnarbót, varð konunghollusta hans aldrei dregin i efa. Víst er, að Tryggvi og fleiri nutu ríku- lega ánægjunnar af konungskomunni á Þingvöll 1874, enda höfðu þeir mikið haft fyrir undirbúningi, svo að annað hefði verið ómaklegt. En hitt var verra, að fjárhagur Þjóðvinafélagsins beið svo alvarlega hnekki, að hann réttist aldrei framar. Var þá lokið stuðningi félagsins við Jón í fjárhagslegu tilliti. En á þingi 1875 tókst Tryggva að útvega Jóni föst árleg heiðurslaun, 1877 að láta þingið leysa hann úr bagalegum skuldum með því að landið keypti af honum bóka- og handritasafn hans, og 1879 knúði hann í gegnum þingið, þrátt fyrir harða and- stöðu Halldórs Kr. Friðrikssonar, að Þjóð- vinafélagið fékk á fjárlögum fé, sem nægði til að jafna þjóðhátíðarskuld þess. Tryggvi Gunnarsson segir, að með stofnun Þjóðvinafélagsins hafi einkum fyrir sér vakað að skapa Jóni Sigurðssyni örugga fjárhagslega afkomu, þannig að allir landsmenn tækju sem jafnastan þátt í því. Ekki reyndist félagið því hlutverki vaxið, til þess brast almennan skilning, og áhuginn, er kviknaði sem snöggvast, virðist hafa slokknað jafn sviplega og hann bálaði upp. Jóni Sigurðssyni auðn- aðist ekki heldur að gera Þjóðvinafélagið að því bitra pólitíska vopni, sem hann dreymdi. En Tryggva tókst þrátt fyrir allt að útvega Jóni fjárhagslegan stuðn- ing, sem nægði honum til áhyggjulausrar afkomu siðustu misserin sem haun lifði. Og síðan heppnaðist honum að gera Þjóð- vinafélagið að því menningarfélagi, sem hann hafði ávallt langað til að siá á ís- landi eftir kynnin við „Selskabet for Norges Vel“ í Noregi árið 1864. Helztu heimilclir: — Skýrsla og lög hins íslenzka Þjóðvinafé- lags 1869—1873, — Rvík 1873. — Skýrsla hins íslenzka Þjóðvinafélags 1873 —1875, — Khöfn 1876. — Páll E. Ólason: — Hið íslenzka Þjóðvina- félag 1871 — 19. ágúst — 1921. Stutt yfirlit. — Rvík 1921. — Saga Tryggva Gunnarssonar — óprentað handrit í eigu Þórhalls Tryggvasonar bankastjóra. Hér er þess getið til að höf- undur þess sé Brynjúlfur Jónsson fræði- maður frá Minna-Núpi. —- Andvarí, tímarit hins ísl. Þjóðvinafélags, — 3. árg., Khöfn 1876.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.