Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vikan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vikan

						Þorstelnn: „Hver er þessi spákerling, Jón? Við verðum að láta
rannsaka þetta. Hún virðist hafa aðgang að trúnaðarmálum! Hún
er ekki í Hvöt, ég lét kanna það."
Jón Baldvin: „Spurningin er þessi: 1) Hvaðan kemur hún? 2)
Hvert er hún að lara?"
Svar: „Hef ekki hugmynd!"             ' UÓSM.: páll kjartansson
Steingrímur Hermannsson:
.. .hef litla trú á að um-
ræður um Evrópubanda-
lagið verði aðalmálið. . .
„Ég hef aldrei haft mikla trú
á spádómum. Ég treysti frek-
ar á mátt minn og megin og
trúi frekar á manninn og það
sem hann gerir heldur en á
spámenn og völvur. En
kannski er fieira í kýrhorn-
inu en ég veit," sagði Stein-
grímur Hermannsson utan-
ríkisráðherra þegar hann var
spurður álits á spá völvunn-
ar. Um samskipti íslendinga
við Evrópubandalagið og spá
völvunnar þar að lútandi,
svaraði hann:
„Ég hef mjög litla trú á þvi að
umræður um Evrópubandalagið
verði aðalmálið á þessu ári því
að Evrópubandalagið er í mótun
og það mun taka að minnsta
kosti fjögur til fimm ár að koma
málum á hreint þar. Ég er sam-
mála því að málið þarf að ræða
hér heima en það er hvergi
nærri nauðsynlegt að taka af-
stöðu á þessu ári. Þessvegna
held ég að þetta verði ekki það
hitamál sem völvan gefur til
kynna.
Hvað uppskipti í Framsóknar-
flokknum snertir er ég mjög
spenntur fyrir að sjá hvað það
verður. Ég veit ekki um neina þá
stöðu sem einhver sækist eftir
eins og geflð er í skyn.
Ég hef enga trú á uppreisn í
Austur Þýskalandi, hún yrði þá
frekar í einhverju öðru Austur-
Evrópu landi. Slík uppreisn
myndi alla vega koma mér mjög
á óvart og þá yrði ég líklega að
taka til baka það sem ég sagði
hér í upphafi.
Hinsvegar hefur völvan fylli-
lega rétt fyrir sér þegar hún seg-
ir að ég muni beita mér fyrir
auknum kynningum á íslensk-
um útflutningsvörum. Við-
skiptadeildin er að mótast, en
hún mun taka til fullra starfa um
áramótin og þá er ætlunin að
hún verði mjög virk í því að
veita alla þá þjónustu sem hún
getur. Þarna verður að hafa í
huga bæði útflutningsviðskipta-
deildina og útflutningsráð sem
koma til með að starfa mjög
saman."
Jón Baldvin Hannibalsson
Tek undir spá völvunnar
um gjaldmiðilsbreytingu!
Já, þetta getur vel staðist.
Hver er þessi völva eigin-
lega?" „Vissulega rök fyrir
því að veruleg uppstokkun
verði á krónunni þegar á
þessu ári," segir Jón Baldvin
Hannibalsson.
Svör Jóns Baldvins Hannibals-
sonar við nýársspádómum
völvu Vikunnar boða mikil tíð-
indi fyrir íslenskt efnahagslíf.
Völvan spáði orðrétt: „Formað-
ur Alþýðuflokksins mun heim-
sækja erlenda stofnun tengda
stjórnun peningamála og koma
þaðan með mikilvægar fréttir,
sem leiða til uppstokkunar á
gjaldmiðli okkar..."
Við gefum fjármálaráðherra
orðið:
„Mér er bara spurn: Hver er
þessi völva eiginlega? Það hníga
vissulega öll rök til þess að
veruleg uppstokkun verði á
krónunni og þá mun mikilvæg-
ari breyting en pennastriksað-
gerðin 1981 þegar núllin tvö
voru strokuð út. Ástæðan fyrir
þessum hugmyndum er sú að
utanríkisviðskiptamynstur okk-
ar hefur verið að breytast með
róttækum hætti. Viðskipti okkar
fara sívaxandi fram í öðrum
gjaldmiðlum en dollaranum og
allt bendir til að þróunin haldi
áfram í þá átt. Prósenta dollar-
ans í viðskiptum okkar hefur
minnkað úr 60% niður í tæp
40%. Menn hafa að undanförnu
íhugað í alvöru að tengja ís-
lenskan gjaldmiðil við ECU,
Evrópumyntina. Það gæti orðið
tímabært strax á þessu ári.
Annars er mér nær að halda að
völvan hafi villst á nöfhum í
kirstalskúlunni sinni þar sem
þessi mál heyra frekar undir við-
skiptaráðherrann, Jón Sigurðs-
son, og hann ætti að ganga frá
þessum samningum. Ég er hins
vegar ákaflega heimakær og
leggst lítt í ferðalög. Þessar
breytingar gætu sem sé orðið ef
við þurfum að leiðrétta gengi
krónunnar.
Evrópubandalagið
I sambandi við aðild að
Evrópubandalaginu vil ég taka
það fram að við munum ekki
segja okkur til sveitar í skrifræð-
inu í Brussel. Hins vegar er okk-
ur lífsnauðsyn að ná við þá
samningum. Að sjálfsögðu
munu verða miklar umræður
um þetta mál og við skulum
vona að völvan biðji guðræki-
lega fyrir Steingrími á ferðalög-
um hans í því sambandi.
Fjárfesting og
peningamarkaður
Völvan segir að ég muni valda
fjárfestingarfélögum  vanda  á
þessu ári og það er kannski ekki
út í hött. Það þarf að gera rót-
tækar  breytingar  á  peninga-
markaðnum mjög í líkingu við
það sem kom fram í afar skil-
merkilegu erindi Tryggva Páls-
sonar á spástefnu Stjórnunar-
félagsins í nóvember og þar eru
reyndar höfð uppi svipuð orð
og eru viðhöfð í stjórnarsáttmál-
anum.  Núna  er  markaðurinn
margskiptur, bankar og spari-
sjóðir sem lúta lögum og tak-
markanareglum, því næst eru
opinberir og hálfopinberir fiár-
festingarlánasjóðir  sem  njóta
annarra starfsskilyrða og eru til
dæmis ekki skattlagðir og eru
óháðir bindiskyldu. í þriðja lagi
eru svo verðbréfa- og ávöxtun-
arfyrirtækin sem leika lausum
hala utan við lög og rétt. Þennan
peningamarkað þarf að endur-
skipuleggja í heild sinni. f fyrsta
lagi stefnum við að því að fækka
bönkum, að breyta þeim úr hálf-
pólitískum ríkisbáknum í við-
skiptastofhanir.  í  annan  stað
höfum við þegar byrjað að af-
nema   ríkisábyrgðarheimildir
fjárfestingarlánasjóða og stefn-
um að því að endurskipuleggja
þá og koma þjónustu þeirra fyr-
ir í viðskiptabönkum. í þriðja
lagi verðum við að endurskoða
alla löggjöf í sambandi við verð-
bréfamarkaðinn til að tryggja
hag  viðskiptaaðila  og  öryggi
þeirra. Loks stendur fyrir dyrum
að fylla upp í stærstu eyðuna í
íslenskri skattalöggjöf sem er
skattaleg meðferð á fjármagns-
kostnaði. Allt þetta mun valda
gerbreytingu  á  þessum  fjár-
magnsmarkaði og er liður í sam-
ræmdum aðgerðum til þess að
hafa hóf á vaxtaþenslu," sagði
fjármálaráðherra að lokum.
VIKAN  7
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56