Ný þjóðmál - 25.02.1975, Blaðsíða 1

Ný þjóðmál - 25.02.1975, Blaðsíða 1
Herfileg mistök verðlagsráðs verður að leiðrétta — sjá baksíðu NÝ ÞJÓÐMÁL Afgreiðsla Nýrra þjóðmála er að Ingólfs- stræti 18, Reykjavik, simi 19920. Ritstjóri blaðsins hefur aðsetur að Vonarstræti 8, simi 12002. 2. árg.—Þriðjudagur 25. febrúar — 8. tbl. NÝ ÞJÓÐMÁL Ný þjóðmál koma út vikulega. Útgáfudagur blaðs- ins er þriðjudagur. Ný þjóðmál fást á blaðsölustöðum, og i afgreiðslunni að Ingólfsstræti 18. Ályktun framkvæmdastjórnar Samtakanna: Abyrg og raunsæ leið til að leysa vandann Framkvæmdastjórn Samtakanna lýsir eindreginni andstöðu við efnahags- aðgerðir núverandi ríkisstjórnar. Um áratuga raðir hefur engri íslenskri ríkis- stjórn tekist að skerða lífskjör almenn- ings jafn mikið á jafn skömmum tíma. Ríkisstjórn íhaldsaf lanna hóf feril sinn á 17% gengisfellingu, 20% hækkun búvöruverðs, álagningu tveggja nýrra söluskattsstiga, hækkun á raforkuverði og bensínskatti. í kjölfar þessara aðgerða fylgdi 10-12% lækkun á umsömdum kjörum sjómanna, enn frekari hækkun á landbúnaðarvörum og margvíslegar verðhækkanir á öllum sviðum. Á hinum stutta valdaferli ríkis- stjórnarinnar hef ur verðlag á matvælum hækkað um 42%. Kjör hinna lægst launuðu hafa á samatíma veriðverulega skert. Kjaraskerðing nemur nú þegar röskum þriðjungi lægstu launa. Til að kóróna baráttu sína gegn hagsmunum almennra launamanna hefur ríkis- stjórnin nú bætt við nýrri gengisfellingu, aðeins fimm mánuðum eftir hina fyrri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarf lokksins var mynduð undir því yfirskyni, að hún yrði sterk stjórn, sem myndi leysa ef nahagsvanda þjóðarinnar. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að þessi ríkisstjórn íhaldsaf lanna í landinu er veik stjórn, sem ekki ræður við vandann. Hún hefur þvert á móti aukið hann til muna. Frá valdatöku ríkis- stjórnarinnar hefur verðbólguhraðinn aukist, gjaldeyrisvarasjóðurinn er að mestu þrotinn og aðgerðir stjórnarinnar i þágu atvinnuveganna hafa á mörgum sviðum einungis valdið enn meiri vanda. I stað þess að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar hefur ríkisst jórnin á fáeinum mánuðum orðin ein af orsökum hans. II. Framkvæmdastjórn Samtakanna er Ijóst, að verkalýðshreyfingin á fyrir höndum harða baráttu fyrir þeirri yfir- lýstu stefnu sinni, að láglaunafólkið í landinu njóti á ný þeirra kjara, sem það náði með kjarasamningum fyrir ári siðan. Framkvæmdastjórn Samtakanna heitir verkalýðshreyfingunni fullum stuðningi í þeirri baráttu og hvetur allt stuðningsfólk Samtakanna til að leggja málstað verkalýðshreyf ingarinnar ötullega lið. Framkvæmdastjórn Samtakanna telur brýna nauðsyn, að í yf irstandandi samn- ingum verði ekki aðeins gerð úttekt á rekstrargrundvel li atvinnuveganna, heldur einnig á f járhagsstöðu og af komumögulei kum heimilanna. Ákveðin verði raunhæf lágmarkslaun, sem gerðu almennu launafólki kleyft að lifa mannsæmandi lífi. Trygginga- og skattkerfi ríkisins verði síðan endur- skipulagt í því skyni að virkt tekju- jöfnunarkerf i verði við lýði í landinu. Þótt efnahagsvandi þjóðarinnar sé vissulega mikill, hefðu réttar aðgerðir í tæka tíð að verulegu leyti dregið úr honum. Hefði náðst samstaða um þá meginstefnu, sem Samtökin lögðu til s.l. sumar, væri staða þjóðarbúsins nú mun betri og kjör almennings í landinu blóm- legri. Framkvændastjórn Samtakanna ítrekar þá stefnu, sem Samtökin settu fram í stjórnarmyndunarviðræðunum s.l. sumar og þingflokkur Samtakanna hef ur í vetur f lutt á alþingi. Meginatriði þessarar stefnu í efnahags- og kjara- málum eru eftirfarandi: 1 Meginþáttur ef nahagsaðgerða ríkisvaldsins verði framkvæmd niðurfærsluleiðar, sem fyrst og fremst miðist við kjarajöfnun. Tekjur láglaunahópa verði ekki skertar, en þeir forréttindahópar, sem vegna sérstakrar aðstöðu hafa að mestu sjálfdæmi um kaup og kjör, verði látnir bera fyllilega sinn hluta hinna sameiginlegu byrða. 2 Ákveðið hámark, þak, verði sett á fjárlög, erlendar lántökur, vísitölu og heildarfjárfestingu. 3 Samningar verði teknir upp um endurskoðun vísitölukerf isins og þær sjálfvirku verðákvörðunar- reglur, sem gilda á ýmsum sviðum, verði endurskoðaðar. 4 Verðtrygging sparifjár og fjár- skuldabindinga verði tekin upp. Þar sem þvi verður ekki við komið verói nafnvextir hafðir breytilegir. 5 Framkvæmdir verði eftir fremsta megni fjármagnaðar innanlandsog m.a. samið við banka tryggingafélög og lífeyrissjóði um kaup á ríkisskuldabréfum vegna fjármögnunar framkvæmda. ^ Stighækkandi skyldusparnaður verði settur á útsvarsskyldar tekjur yfir 1 millj. kr. 7 Skattur á eignasölugróða verði 1 aukinn. g Reglum um fyrningar og afskriftir fyrirtækja verði breytt og núverandi hlutfall lækkað. 9 Skattaeftirlit og eftirlit með inn- heimtu söluskatts verði hert til muna. 10 Framkvæmdir á landsbyggðinni verði látnarsitja í fyrirrúmi og boð- aður samdráttur í opinberum að- gerðum verði bundinn við önnur svið. IV. Framkvæmdöstjórn Samtakanna Ivsir eindregnum stuðningi við gagnrýni þing- flokks Samtakanna á vinnubrögð ríkis- stjórnarmeirihlutans á alþingi. Ríkis- stjórnin hefur brugðist þeirri lýðræðis- skyldu sinni að upplýsa alþingi og þjóðina í tæka tíð um ástand og horfur í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin hefurenn ekki gefið til kynna hvaða úrræði hún hefur önnur en endurtekningar gengis- fellingar. Alþingi situr aðgerðarlaust meðan ríkisstjórnin leitar árangurslaust að leiðum. Þingflokkur Samtakanna hefur lagt fram ítarlegar tillögur um vinnubrögð alþingis og stefnu til lausnar vandans. Þær tillögur sýna raunsæi og ábyrga forystu. Án slíkrar forystu verður vandi þjóðarinnar ekki leystur. Lýst fullum stuðningi við baráttu verkalýðshreyfingarinnar Spilamennska Framsóknarforustunnar — sjá grein í opnu

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.