Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 5

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 5
ÆGIR 31 Sjávar.útvegurinn við áramót Nokkrir af forustumönnum á sviði útgerðar og fiskiðnaðar gefa hér á eftir stutt yfirlit yfir árið sem leið, og rœða ástand og horfur. Framhald verður í nœsta blaði. Sveinn Benediktsson: Síldarverksmiðjurnar á Norður- og Austurlandi 1964 Á s. 1. ári var meiri síldveiði fyr- ir Austfjörðum og Norðausturlandi, en nokkurntíma áður. Hins vegar brást veiðin ger- samlega á venju- legum miðum fyrir Norðurlandi. Veiðin var stunduð lengur en áður eru dæmi til. Síldin var mjög ttbsjöfn að stærð og blönduð. Síldarsöltun yar því miklum örðugleikum háð. Aftur a móti var síldin óvenjulega feit langt fram á haust og fékkst meira lýsi og mjöl Ul' hverju máli en nokkurn tíma áður. Verð á síldarlýsi og síldarmjöli var hagstætt og fór hækkandi, og þar sem ^agn þessara afurða var miklu meira en aður, þá varð útflutningsandvirði síldar- afurðanna í hámarki, þótt ekki tækist að salta nema um % hluta þein-ar síldar, Sern seld hafði verið með fyrirfram gerð- um samningum. Afli síldveiðiskipanna var mjög mis- Jafn og flestar söltunarstöðvar á Norður- ^andi allt frá Skagaströnd til Húsavíkur fengu litla sem enga síld til verkunar. Hins vegar urðu stundum talsverðar lönd- Uuarbiðir á Austfjörðum og var flutt það- an talsvert magn bræðslusíldar til Siglu- fjarðar, Eyjafjarðarhafna og Bolunga- víkur á flutningaskipum. Auk þess sigldu veiðiskipin sjálf með talsvert magn af austurmiðum til Siglufjarðar, Eyjafjarð- arhafna og Húsavíkur. Síldarleit. Síldarleit var stunduð á varðskipinu Ægi, Pétri Thorsteinssyni og Fanneyju. Leitin kom að miklu gagni. Stjórnandi leitarinnar var Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur. Hvatti hann mjög til þess, að síld- veiðiskipunum væri haldið úti fram á haust- ið, enda höfðu erlend skip stundað síld- veiðar úti af Austfjörðum fram undir ára- mót nokkur undanfarin haust, að vísu nær eingöngu með reknetum og oft höfðu íslenzk skip lóðað á síld á haustin og stundum veitt þar í reknet á þessum árs- tíma, en aldrei fyrr í herpinót. Þó er talið óvíst að mikil síld hafi verið á haustin á svo kölluðu Rauðatorgi, þ. e. um 60—100 sjómílur ASA frá Dalatanga og nokkru sunnar, í seinni tíð, fyrr en síðustu 4 — 5 árin. Höfðu hvatningar Jakobs fiskifræðings nú í sumar mikil áhrif í þá átt að stuðla að því, að síldveiðarnar væru stundaðar fram á vetur. Síldarleit úr lofti var stunduð með einni flugvél í júní og júlí og hafði vélin bækistöð á Akureyri. Leitarveður var oftast óhagstætt og síldin óð lítið og lengst af alls ekki. Leitin kom að nokkru gagni í júní. Frétta og hlustunarstöðvar síldarleitar- innar voru eins og áður á Siglufirði og Raufarhöfn og auk þess á Dalatanga við Seyðisfjörð. Var stöðin flutt þangað frá

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.