Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.02.1946, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 12.02.1946, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUMAÐU •Þriðjudaginn 12. Febrúar 1946 r Bíistjórafélag Akureyrar I i fh, I 1 1 I 1 i I Félagar: Mætið vel og stundvíslega og sýnið félags- ;T skírteini ykkar við innganginn. y ATH. Vegna fundarins verður stöðvunum lokað kl. * 9 e. h. .y STTÓRNIN. | ö heldur aðalfund í Verkalýðshúsinu miðvikudaginn 13. þ. m., kl. 9 e. h. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosningar endurteknar vegna ágreinings. 3. Lesin bréf frá A. I. o. fl. KKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHH Frá Happdrœttinu Endurnýjun til 2. flokks hefst 10 febrúar og á að vera lokið 20. febrúar. Dráttur fer fram 25. febrúar. Athugið vel! Þar sem allir miðar seldust í 1 flokki, verður mikil eftir- spurn eftir miðum í 2. flokki. Það er því mjög áríðandi að endurnýja sem fyrst, því að eftir 20. febrúar fellur rétturinn til endurnýjunar, og má selja alla óendurnýjaða miða eftir þann tíma. Munið. Aðeins 11 dagar til þess að endurnýja. — Ef yður er annt um miða yðar, komið áður en þeir verða seldir öðrum. WKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKtíHKHKHKHKW Síoustu sjðslysin Fjórir fiskibátar farast 20 menn drukkna Milli 20 og 30 ekkjur og börn munaðarlaus. Á Laugardaginn gekk aftaka veður yfir landið sunnan og vest anvert og hafið fyrir vestan land. Margir fiskibátar voru á sjó. — Fengu margir þeirra þung áföll og komust nauðuglega til hafnar, nema fjórir, sem fórust með áhöfn. Voru það þessir: Geir frá Keflavík — 5 menn drukknuðu. Magni frá Norðfirði — 3 menn drukknuðu. Mars frá Bolungarvík — 5 menn druklcn- uðu. Aldan frá Seyðisfirði — 5 menn drukknuðu. Einnig tók tvo menn út af vélbátnum Hauk Eyj- ólfssyni frá Gerðum og drukkn- uðu þeir. "Yfir 20 manns — ekkjur og börn — hafa misst fyrirvinnu sína. Héðan og þaöan___________________ 4. þ. m. andaðist í Osló Jó- hann Guðjónsson, Manasesson- ar. Jóhann fór utan fyrir styrj- öldina til að fullnuma sig í list sinni — harmonikuleik — og dvaldi í Noregi stríðsárin — sjúklingur nokkuð af þeim tíma. Hann var kvæntur og átti einn son barna. ★ Aðfaranótt 8. þ. m. andaðist að Ægisgötu 1 hér í bænum Sig- urjón Þorkelsson, faðir Magn- úsar eiganda og forstjóra Dívana vinnustofu Akureyrar, og þeirra bræðra. Sigurjón var 89 ára að aldri er hann dó. ★ Árni Þorvaldsson, fyrverandi menntaskólakennari andaðist sl. Sunnudag 71 árs að aldri. ★ 75 ára varð í gær Páll Bergs- son, fyrv. kaupm., nú til heimil- is í Helgamagrastræti 47 hér í bæ. ★ Hjónaband. Ungfrú Ingibjörg Tryggvadóttir, áður matráðs- kona í Kristneshæli og síra Jak- ob Kristinnsson, fyrv. fræðslu- málastjóri. ★ Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Harpa M. Björnsdóttir, verslunannær og Ásbjörn Magn- ússon, bílstjóri. Frá bæjarsljúrnar' funili 5. ji. m. Hin nýkjörna bæjarstjórn hélt fyrsta fund sinn 5. þ. m. — Var kosið í nefndir og önnur trúnaðarsæti. Forseti bæjarstjórn ar var kosinn Þorst. M. Jónsson, skólastjóri og varaforseti Indriði Helgason, rafvirkjameistari. — Steinn Steinsen var áfram kos- inn bæjarstjóri með 6 atkvæðum Framsóknar og Sjálfstæðisins, en Alþýðuflokksfulltrúarnir og kommúnistar skiluðu auðu. Mæl ist þessi kosning misjafnt fyrir, og þó meir á lakari hliðina. í bæjarráð voru kosnir sem aðalmenn: Friðjón Skarphéðins- son, Jakob Frímannsson, Tryggvi Helgason og Indriði Helgason. — Varamenn: Steindór Stein- dórsson, Þorsteinn M. Jónsson, Steingr. Aðalsteinsson og Jón G. Sólnes. Rafveitunefnd: Steindór Stein dórsson, Jónas Þór, Áskell Snorrason, Indriði Helgason, Jón E. Sigurðsson. Bygginganefnd: Þorsteinn M. Jónsson, Svafar Guðmundsson, Érlingur Friðjónsson, Óskar Gíslason. Brunamálanefnd: Sveinn Tóm asson, Marteinn Sigurðsson, Gest ur Jóhannesson, Jón G. Sólnes. Kjörskrárnefnd: Brynjólfur Sveínsson, Þórður Valdemars- son, Svafar Guðmundsson. Spítalanefnd: Stefán Árnason, Sigríður Þorsteinsdóttir, Svafar Guðmundsson. — Til vara. Brynj ólfur Sveinsson, Lárus Björns- son, Helgi Pálsson. Framfœrslunefnd: Kristbjörg Dúadóttir, Jóhannes Jónasson, Elísabet Eiríksdóttir, Tryggvi Emilsson, Jakob Ó. Pétursson. — Varamenn: Bragi Sigurjóns- son, Helga Jónsdóttir, Ingunn Eiríksdóttir, Loftur Meldal, Helgi Pálsson. Fræðsluráð: Þórarinn Björns- son, Þorsteinn M. Jónsson, Elísa- bet Eiríksdóttir, Brynleifur To- bíasson. — Varamenn: Steindór Steindórsson, Marteinn Sigurðs- son, Hreiðar Stefánsson, Svafar Guðmundsson. Hafnarnefnd: Marteinn Sig- urðsson, Tryggvi Helgason (inn- an bæjarstjórnar). Albert Sölva- son og Helgi Pálsson (utan bæj- arstjórnar). íþróttahússnefnd: Þorsteinn Svanlaugss., Ármann Dalmanns- son, Jón Ingimarsson, Tómas Björnsson. Samkomulag var fyrirfram milli flokkanna um kosningu nefndanna. Gekk það starf fljótt og friðlega. Bæjarráð mun hafa ýmsu að sinna á næstunni ef eitthvað á að Frá Siglofirði Undanfarið hafa staðið yfir samningaumleitanir milli flokk- anna á Siglufirði um málefna- samning fyrir Siglufjarðarbæ næstu fjögur ár. Má heita að samkomulag liafi náðst um aðal- málin, en ósamkomulag er enu um bæjarstjórann. Krefjast kommúnistar þess að fá að ráða honum, þar sem þeir séu stærsti flokkur bæjarins. Þessu neita Al- þýðuflokksmenn. Alþýðufl. fékk flest heimagreidd atkvæði við bæjarstjórnarkosningarnar, en kommar komust upp fyrir hann á atkvæðum fólks, sem flutt er burt frá Siglufirði og fellur út af kjörskrá nú í þessum mán- uði. Hver endir á þessu verður er enn óséð. Full líkindi til að komrpúnistar og Sjálfstæðið bræði sig saman um bæjarstjóra og stjórn bæjarins framvegis. Hafa þessir flokkar 5 fulltrúa samanlagt í bæjarstjórninni, Al- þýðufl. 3 og Framsókn 1. Gúmmístimplar útvegaðir með litlum fyrirvara. Einnig eiginhandarstiniþlar. Prentsmiðja Björns Jónssonar h. f sími 24. verða úr öllum þeim fram- kvæmdum, sem áætlaðar eru í málefnasamningi flokkanna. Skæðadrífa Skapvonska Dags. Ekki er ófróðlegt að athuga hve skapvonskan sýður niðri í þeim Dagsmönnum vegna úr- slitanna í bæjarstjórnarkosning- unum síðustu hér í bænum. Og enn eru illindin mest í garð Al- þýðuflokksins. Alþýðumaðurinn mun ekki kippa sér upp við þetta, en vert er það fyrir Akureyr- arbúa að hugleiða það hvort hægt er að ætlast til heilinda af Framsókn sem samstarfsflokki í bæjarstjórn þegar blað hennar hefir ekkert gott, en margt illt um samkomulag flokkanna að segja, ef mark á að taka á tónin- um í Degi. Allt í lagi. Enn þreytist Verkam. ekki á að verja og lofsyngja aðfarir kommúnista í Kaupfélagi Sigl- firðinga. Er auðséð að þeir, sem rita þetta blað telja að svona eigi að fara með trúnað almennings og ekkert sé nema gott eitt um það að segja þótt gengið sé á rétt hans og hann beittur ólög- um og kúgun. Frá sjónarmiði heiðvirðra manna, er framkoma Þóroddar og Co. í Kaufpélagi Siglfirðinga neðan við allar hell- ur, en það að kommúnistablöðin telja hana vera eins og best verð- ur á kosið um meðferð á al- mannafé, sýnir það best af öllu hvort þau ummæli Alþýðum. hafa ekki við rök að styðjast, að þeir, sem haldnir eru af rúss- nesku pestinni, hafi tapað hæfi- leikanum til að gera mun á réttu og röngu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.