Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 02.10.1962, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 02.10.1962, Blaðsíða 1
XXXII. árg. Þriðjudagur 2. október 1962 33. tbl. Ritstjóramir gistii Kóttl Sögu í M hételstjórans og ætluðu ekki oð geta slitið sig þaðan í viðgerSrskóla F. í. ó Rcykjavíkurflugvclli. Skrúfuþota að baki. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi F. í. lengsf til vinstri. Þriðji fró vinstri, Asgeir Samúelsson, gamall Akureyringur, er yfirverkstjóri vcladeildar. - Ljósm. B. Thomsen. H|á Flngfélagi íslandi á ReykjavíkurfIugvelli; Mikil alúð lögð við að veita sem öruggasta flugþjónustu Hinn 3. júní sl. voru 25 ár liðin frá stofnun Flugfélags Akureyrar, er nú heitir Flugfélag íslands h.f. í örstuttum annál hljómar saga þess svo: 1937: Stofnað 3. júní á Akur- eyri fyrir forgöngu Agnars Kofo- ed Hansen. Fyrsta stjórn: Vil- hjálmur Þór, form., meðstjórn- endur: Kristján Kristj ánsson og Guðm. Karl Pétursson. 1938: Fyrsta flugvélin, TF— Orn, 5 sæta sjóflugvél keypt. Fyrsta flug hennar milli Reykja- víkur og Akureyrar 2. maí. 1939: Örn Ó. Johnson gerist forstjóri flugfélagsins og hefur verið það síðan. 1940: Nafni félagsins breytt í Flugfélag íslands h.f. og heimili þess flutt til Reykjavíkur. Það ár er og önnur flugvél fé- lagsins keypt, Haförn. 1941: Fyrsta reglubundna áætl- unarflugið innanlands hafið, milli Rvíkur og Akureyrar. 1942: Fyrsta 2 hreyfla flugvélin keypt. Fastar áætlunarferðir hefj- ast milli Reykjavíkur og Egils- staða. 1944: Þrjár flugvélar bætast í flugflota F.Í., þar á meðal fyrsti Katalínaflugbáturinn. Honum flogið frá Ameríku til íslands af íslenzkri áhöfn. Fyrsta flug ísl. áhafnar á ísl. flugvél yfir Atlants- haf. 1945: 11. júlí fyrsta millilanda- farþegaflug F.í. Flugstjóri Jó- hannes Snorrason. Flogið til Skot- lands. 1946: Tvær flugvélar leigðar til millilandaflugs. Fyrsta Dakota- flugvélin keypt. 1948: Fyrsta flugvélin til milli- landaflugs keypt. 1950: Grænlandsflug hefst. F.í. gengur í Alþjóðasamband flug- félaga. 1951: F.í. tekur við öllu reglu- bundnu áætlunarflugi innanlands. Flutningar þess aukast jafnt og þétt, bæði farþegaflutningar og vöruflutningar. 1954: Önnur millilandaflugvél keypt. 1955: Auk áætlunarflugs innan- lands flogið til Glasgow, London, Hamborgar, Kaupmannahafnar og Oslóar. 1957: Tvær Viscount-skrúfu- þotur keyptar. 1961: Cloudmasterflugvél keypt. Það gefur auga leið, að á bak við alla þá þjónustu, sem Flug- félag íslands hefur veitt og veitir, liggur margháttuð skipulagning og margs konar vinna, enda munu nú starfa hjá F.í. alls um 350 manns. S.l. föstudag bauð F.í. ritstjór- um ýmissa blaða utan Reykjavík- ur að skoða bækistöðvar sínar í höfuðborginni, en áður hefur það boðið fréttamönnum frá sömu blöðum að skoða afgreiðslur sínar erlendis. Ritstjórar Akureyrarblaða fóru héðan undir fararstjórn Kristins Jónssonar, forstjóra, en Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi F.Í., var leiðsögumaður, þegar suður kom. Fyrst voru skoðaðar hæki- stöðvar F.í. á Reykj avíkurflug- velli: afgreiðsla, húsnæði flug- stjórnarmanna, viðgerðarverk- stæði, lagerar, pöntunar- og bók- unardeildir o. s. frv. Auk þess kennsluverkstæði verðandi flug- virkja, öryggistækjadeild, nám- skeiðsherbergi, eldhús og mat- stofa. Viðgerðarverkstæðið skiptist í deildir eftir viðfangsefnum og fara þar fram víðtækar viðgerðir, skoðanir og skiptingar á hinum ýmsu hlutum, sem eina flugvél mynda með tækjum hennar og öllum búnaði. Fylgir því starfi mikil árvekni og ábyrgð, og mátti glöggt kenna, að F.í. leggur mjög Um leið og Flugfélag íslands bauð ritstjórum Akureyrarblað- anna -—- og fleiri blaða utan höfuðborgarinnar — til höfuð- stöðva þess í Reykjavík til kynn- ingar á starfsemi þess ýmiss kon- ar, bauð Þorvaldur Guðmunds- son, forstjóri Hótel Sögu, hins nýja, glæsilega hótels í Bænda- höllinni, þeim að gista „Söguna“ kynningartímann. Bar ritstjórunum — sem flestir hafa allvíða farið á skyndiferðum — öllum saman um það, að vist- legra hótel hefðu þeir hvergi gist, bæði hvað gistiherbergi og allan búnað þeirra snerti, viðmót og þjónustu starfsfólks að ógleymd- um matsal — og vínbar, sem að vísu var enn þurr, sumum til hrell- ingar, en öðrum til mikils hug- léttis, eins og gengur. Eins og kunnugt er, hefur Hótel Saga hluta Bændahallarinnar undir: Á 1. hæð er fordyri hótels- ins og afgreiðsluskáli auk skrif- stofu bókhalds og forstjóra, á 5., mikla áherzlu á að hafa flugkost sinn í fyllsta lagi, svo að öryggi farþeganna sé sem bezt tryggt, enda félagið verið farsælt með flug sitt, svo sem þekkt er. M. a. hefur F.í. tekið upp þann hátt að kenna ungum mönnum flugvirkj- un, svo að síður verði skortur á vel hæfum starfskröftum í þá iðn- grein. Þá hefur félagið árleg nám- skeið til aukins náms eða upprifj- unar fyrir flugmenn og flugfreyj- ur, og eru öryggismálin þar efst á baugi. Þegar bækistöðvar F.í. höfðu verið skoðaðar á Reykjavíkur- flugvelli var gengið á fund Arnar Ó. Johnsonar, framkvæmdastjóra, en yfirstjórn F.í. er til húsa í Bændahöllinni, 4. hæð, og eru þau húsakynni mjög vistleg. Var þar spurt og spjallað drykk- Ianga stund um starfsemi F.í. al- mennt, áætlunarflug til hinna ýmsu staða innanlands, flugvéla- kost félagsins og áætlanir eða at- huganir varðandi endurnýjun hans og sitthvað fleira. Öll var kynningarför þessi hin fróðlegasta og ánægjulegasta. Hér á Akureyri hefur F.í . ætíð notið trausts og virðingar fyrir störf sín, og þessi kynningarför dró ekki úr þeirri skoðun, að hvar- vetna væri vel um alla þræði hald- ið og viljinn og getan til góðrar og öruggrar þjónustu réði hvar- vetna ríkjum hjá F.í. 6. og 7. hæð eru svo gistiherbergi og eru a. m. k. 5. og 6. hæð full- búnar og frágengnar til þeirrar þjónustu, en á 8. hæð, efstu hæð ,,Hallarinnar“ er m. a. vínbar og veitingasalur með tilheyrandi að- stöðu til afgreiðslu veitinga. Er veitingasalurinn, sem er raunar gluggar í stað veggja á þrjá vegu, rómaður fyrir það útsýni, er hann veitir yfir höfuðborgina og fjalla- faðminn umhverfis allt vestan frá Snæfellsjökli austur um og suður á Reykjanesfjallgarð. Auk þessa er salurinn sérstæður og smekk- legur að skreytingu og búnaði. Hefur þar verið leitað til íslenzks iðnaðar — hvað búnað snertir — eftir föngum og sama er að segja um ganga og gistiherbergi. Mikil aðsókn mun hafa verið að Hótel Sögu frá því rekstur þess hófst, hins vegar er sitthvað enn ekki fullbúið, sem hótelið mun ætla að starfrækja eða fyrirhugað er að starfrækja í tengslum við hótelið. Stendur á frágangi hús- næðis til þessara hluta, en Bænda- höllin er enn í byggingu, svo sem kunnugt er. Kynningarboð F. í., hvað rit- stjóra Akureyrarblaðanna snerti, stóð frá föstudagsmorgni til laug- ardagsmorguns s.l., en ekki hóf nema einn ritstj óranna — ritstj óri íslendings — sig til flugs norður þá. Ritstjórar Alþm. og Vm. sátu hið fastasta til laugardagskvölds, en ritstjóri Dags lét sig hvergi hræra fyrr en á sunnudag. Sín í milli sögðust ritstj órarnir hvergi vilja frá Hótel Sögu fara og hinum yfirlætislausa og við- mótsþýða forstjóra þess og prúða afgreiðslufólki. Á Reykj avíkurflugvelli voru sumir ritstjóranna hins vegar spurðir að því í gamantón, hvort „innrás“ þeirra í Reykjavík — sbr. fyrirsögn í Tímanum — væri „runnin út í sandinn”, en heima á Akureyri fundu gárungarnir það út, að ritstjórarnir mundu hafa „dottið í það“ hjá F. í. og þeim mun verr, sem þeir sneru síðar til baka úr förinni. N Ý PRENTSMIÐJA hefur verið stofnsett hér í bæ, Valprent, og er til húsa í Gránu- félagsgötu 4. Prentsmiðjan mun annast prentun umbúða og ýmis- legt smáprent.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.