Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 19.11.1964, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 19.11.1964, Blaðsíða 1
ALÞÝDU MADURINN Fullfrúar 362, og hafa aldrei verið fleiri. Tuttugasta og níunda þing Alþýðusambands íslands var sett mánud. 16. nóv. í íþrótta- húsi KR í Reykjavík. Fulltrúar á þinginu eru 362, fleiri en f OLAFUR FRIÐRIKSSON Nýlega er látinn í Reykjavík Ólafur Friðriksson, fyrrv. ritstjóri, 78 ára að aldri. Með honum er í valinn fallimi fyrsti brautryðjandi jafnaðarstefnunnar hér á landi, hugsjónamaður og vígreif hardagahetja. Ólafur fæddist á Eskifirði 16. ágúst 1886. Á æskuárum dvaldizt hann um skeið hér á Akureyri, og lauk gagnfræða- prófi hér. Síðar dvaldist hann í Kaup- mannahöfn um 8 ára skeið við nám og ritstörf og kynntist þar stefnu lýðræðis- jafnaðarmanna. Árið 1914 kom hann til Akureyrar á ný og hóf hér baráttu sína, bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og út á við. Stofnaði hann hér jafnaðar- mannafélag hið fyrsta í landinu. En verk- svið hér nyrðra reyndist honum of þröngt, og innan skamms fluttist hann til Reykja- víkur, og þar stofnaði hann blaðið Dags- brún, sem raunverulega var fyrsti mál- svari jafnaðarstefnunnar á íslandi, enda þótt hið litla Alþýðublað Péturs G. Guð- mundssonar væri að vísu nokkrum árum eldra. Eftir komuna til Reykjavíkur rak hver viðburðurinn annan í sögu hinnar vaxandi alþýðuhreyfingar og var Ólafur hvarvetna í fararbroddi, stofnun Sjó- mannafélags Reykjavíkur, Alþýðusam- bandsins og Alþýðuflokksins. Sat Ólafur lengi í stjórnum þessara samtaka. Rit- stjóri Alþýðublaðsins. var hann frá stofn- un þess 1919 og síðar 1929—1932, og ritaði lengi mikið í það. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn, var meðal annars hæjarfulltrúi í Reykjavík um langt árabil. Það þurfti meira en meðalkjark til þess að gerast málsvari verkalýðsins og baráttumaður fyrir jafnaðarstefnuna á þeirn árum, sem Ólafur Friðriksson geist- ist fram á vígvöllinn. Enda hlaut hann mikið aðkast og jafnvel ofsóknir á þeim árum. En hann var knúinn fram af eldi hugsjónanna og þeirri óbilandi sannfær- ingu, að rétt væri stefnt. Hins vegar var Óafur meiri hugsjóna- og baráttumaður en raunsæismaður, kom það oft fram í baráttuaðferð hans fyrstu árin og olli því, að hann varð ekki slíkur foringi, er til lengdar lét, sem áhugi hans og þekking hefðu getað bent til. Eins og margir fleiri trúði hann því um skeið, að byltingin í Rússlandi mundi verða sigur jafnaðar- stefnunnar í heiminum, og hann hlaut að súpa þann beiska hikar vonbrigðanna að sjá hinar helgustu hugsjónir jafnaðar- stefnunnar, frelsi og mannréttindi, troðin í svaðið af hinum rússnesku einræðisherr- um. Hin síðari árin hafði Ólafur sig lítt í frammi en var alltaf brennandi í andan- um, síungur og áhugasamur meðan heils- an entist, en hún var þrotin með öllu nokkur síðustu árin. Ólafur Friðriksson var fjölmenntaður maður og ritfær með ágætum. Lét hann sér fátt mannlegt óviðkomandi, og fékkst meðal annars við skáldsagnagerð. Hann var náttúrufróður og náttúruunnandi, og bera mörg rit hans því vitni, og hann mun vera einn fyrsti talsmaður náttúruverndar hér á landi. Einnig mun hann hafa verið með þeim allra fyrstu, er eygði mögu- leika á að nota jarðhita til ræktunar í stórum stíl, og gerðu menn ótæpt gys að honum fyrir. Snemma á árum skrifaði Ólafur all- margar greinar er hann nefndi Sumar- auka. Fjölluðu þær um möguleika þess, að láta aukna þekkingu og tækni skapa oss lengra sumar í aukinni ræktun og atvinnu. Mér virðist þessi greinaheiti táknræn um líf og starf Ólafs Friðriks- sonar. Hann vann alla ævi í þjónustu þeirra hugsjóna, þeirrar stefnu, sem skap- ar þjóðunum betra og fegurra líf. Fyrir það munu ókomnar kynslóðir þakka hon- um og heiðra hann. St. Std. nokkru sinni áöur. Forseti sam- bandsins, Hannibal Valdimars- son setti þingið með ræöu þar sem hann í upphafi bauð full- trúa og gesti velkomna. Þá minntist hann forsetafrúarinnar Dóru Þórhallsdóttur, og vottuðu fundarmenn henni virSingu sína meS því aS rísa úr sætum. Einnig minntist forsetinn lát- inna verkalýSsforingja og bar- áttumanna verkalýSshreyfingar- innar og þá sérstaklega Ólafs FriSrikssonar, sem var einn af höfuSbrautrySjendum verkalýSs- baráttunnar og jafnaSarstefn- unnar á íslandi. Hannibal vék síSan aS þing- inu, sagSist vona aS þaS bæri gæfu til aS leysa þau brýnu verkefni sem nú biSu úrlausnar. Kaupgjalds- og kjaramálin væru eitt mikilvægasta verkefni þingsins, og þrátt fyrir góSæri undanfarinna ára hefSu raun- tekjur verkamanna minnkaS, og ekki væri lengur hægt aS lifa af átta stunda vinnudegi. ÞingiS verSur aS móta réttlátar kröfur í þessum efnum, sagSi Hannibal. AnnaS verkefni þingsins væri stytting vinnutímans, sem væri engu þýSingarminna mál en kaupgjaldsmálin. Þingkjörin nefnd starfar nú aS lausn þess- ara mála. FagnaSi forseti því aS núver- andi forsætisráSherra hefSi sýnt skilning á, aS þetta mál þyrfti aS leysa Hannibal ræddi nokkuS fjár- hagsvandræSi sambandsins, og kvaS þau vera orSin meS öllu óviSunandi. ÁkvæSi um gjöld og tekjur ættu ekki aS vera bundin aS lögum, sagS.i hann, heldur ætti hvert einstakt þing aS ákveSa þaS. Eins og nú er, eru þingin alltof fjölmenn, sagSi Hannibal, þau kosta offjár, og erfitt er aS finna hentugt húsnæSi fyrir þau. Eins og nú horfSi væru sam- tökin aS komast í skipulagsleg- ar ógöngur, en svar viS því hvernig breyting ætti aS fara fram lægi ekki á lausu. — Ég sé ekkert því til fyrir- stöSu, aS stjórn A.S.I. verSi kos- in hutfallskosningu, sagSi Hannibal, þótt slíkt eigi aS mín- um dómi verr viS í einstökum félögum, og eins tel ég rétt aS kjörtímabil stjórnar A.S.Í. verSi 4 ár en ekki tvö eins og nú. ÞaS verSur aS finna lausn á þessum vandamálum, sagSi Hannibal, og ef þær úrbótatil- lögur, sem fyrir þetta þing verSa lagSar, ná ekki fram aS ganga, mun ég ekki gefa kost á mér til endurkjörs. AS því búnu lýsti hann þingiS sett, og árnaSi því farsældar í störfum sínum. Næstur tók til máls forseti norska AlþýSusambandsins, Konrad Nordahl, sem flutti þing- inu kveSjur frá AlþýSusam- böndunum í Noregi, SvíþjóS og Danmörku. Einnig færSi hann sambandinu aS gjöf víkingaskip úr silfri. Ennfremur fluttu þinginu árn- aSaróskir Kristj án Thorlacius, fulltrúi B.S.R.B., Kristján Karls- son, fulltrúi Stéttarsambands bænda, Gylfi Magnússon, full- trúi ISnnemasambands íslands og BöSvar Steinþórsson, fulltrúi Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands. Voru þá tekin fyrir kjör- bréf, voru þau öll afgreidd ágreiningslaust, og mun þaS vera einsdæmi miSaS viS undan- farin þing. Fundarritarar fyrsta daginn voru Björgvin Brynjólfsson og Tryggvi Emilsson. Á þriSjudag fór fram kosning forseta og varaforseta þingsins. Forseti var kjörinn Björn Jóns- son, Akureyri, meS 198 atkv. Eggert G. Þorsteinsson hlaut 156 atkv. Varaforsetar voru kjörnir Óskar Jónsson, Selfossi og Jón Snorri Þorleifsson, Rvík. Landssamtök æða- og hjarfosjúkdómavornar- félaga stofnuð Stofnfundur landssamtaka hjarta- og æSasjúkdómavarna- félaga á íslandi var haldinn í Reykjavík 25. okt. s.l., sátu fundinn um 50 fulltrúar 18 svæSafélaga. Á fundinum var gengiS frá setningu laga samtakanna og fyrsta stjórn kosin. Auk fundarstarfa flutti próf. SigurSur Samúelsson mjög fróS- legt erindi um hjarta og æSa- sjúkdómavarnir. Stjórn „Hjarta- verndar“ skipa þessir menn: SigurSur Samúelsson próf., form., DavíS DavíSsson, próf., Eggert Kristjánsson stórkaupm., Pétur Benediktsson, bankastjóri og Óskar Jónsson, forstjóri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.