Hamar - 12.06.1937, Blaðsíða 6

Hamar - 12.06.1937, Blaðsíða 6
6 H AM AK hann geti rekið tafarlaust alla þá, sem innan flokksins sitja á svikráð- um við hann, eða hafa ekki tileinkað sér stefnu flokksins. Á þann hátt verður aðeins mögulegt að vinna fyrir Kommúnistaflokkinn, þá mörgu ærlegu og stéttvísu verkamenn, sem enn standa utan hans, en eru nú sem óðast að hverfa frá hinum sósíal- demókratiska fjandaflokki. Á yfirstandandi tíma er því brýn nauðsyn til að allir stéttvísir verka- menn og menntamenn flokksins styrki og aðstoði flokksforystuna í baráttunni gegn tækifærisstefnunni. Höfum það hugfast, að í Kommún- istaflokknum er sameinað til besta og tryggasta forystuliðs íslensks verkalýðs. Á þessum tímum á hún engan annan foringja í lífsbaráttu sinni. Hvern þann, sem hleypur frá flokltnum og gengur þannig i lið með borgurunum, krataforingjunum, eða einhverjum, sem kallar sig kommún- ista, en er það ekki, verður flokkur- ísleifur Högnason hefir látið prenta mynd af sér í „Nýr dag- ur“. Góðir lesendur, hengið þessa mynd upp á vegg og skoð- ið hana í dálítilli f jarlægð. Þið skuluð virða myndina vel fyrir ykkur. Ef þið eruð mannþekkj- arar, þó ekki sé nema í smáum stíl, þá mun myndin gjörbreyt- ast alt í einu. Þið munuð sjá innra sálarlíf þessa manns. Augun og drættirnir kringum augun og svo hinir kuldalegu drættir um neðri hluta andlits- ins ljúga ekki að manni hvað í þessum manni býr. Augun og drættirnir í kring- um augun bera með sér hug óknittamannsins, er ekki hikar við að kridda málstað sinn með ósannindum. Hinn hörkulegi svipur um neðri hluta andlits- ins, gefur fulla skýringu á því, hversu manninum veitist létt að neita fátækum mönnum um smá vörulán, þó ekki sé nema yfir stuttan tíma. Isleifur Högnason, þú hefðir ekki átt að láta prenta mynd af þér, svipur þinn verður aldrei góðlegur eða göfugmannlegur. Og málstaður þinn hlýtur að hrynja í rústir, þar sem hann er að miklu leyti bygður á inn tafarlaust að stimpla sem lið- hlaupa og erindreka burgeisanna. Félagar, styrkjum hina traustu flokksforystu K. F. I. Herðum bar- áttuna gegn tækifærissinnum utan sem innan flokksins. Það er hin rétta barátta gegn sjálfu auðvaldinu, bar- áttan gegn klofningi flokksins. Á sínum tíma var þetta blað ekki sent til Vestmannaeyja. Ástæðan er ofur skiljanleg, en nú gefst almenningi kostur á að lesa hina marg um töluðu syndajátningu fsleifs. En ísleifur á eftir, einu sinni enn þá, að viðurkenna að hann og flokksbræður hans séu f jand- samlegir allri alþýðu, því öll þau atkvæði, sem hann og flokksbræður hans fá, verða ónýt, vegna þess að kommúnist- ar koma hvergi manni að. ósannindum og rangfærslum. Dálkarnir í blaði þínu eru fullir af ósannindum og rangfærslum. Þú og Jón Rafns lofið á hvert reipi afrek Samfylkingarinnar. Þér og fylgifiskum þínum er vel kunnugt um, að alt þetta hjal ykkar er eingöngu blekkingar og ósannindi. Þú stofnaðir sam- fylkinguna til að narra til þín kjósendur alþýðusamtakanna eða Alþýðuflokksins. Þú og flokksbræður þínir hafið full- komlega svikið alþýðusamtökin með því að kljúfa ykkur frá Al- þýðuflokknum á þeirri stundu er síst skildi. Alt í þeim tilgangi að svala valdagræðgi þinni Ef þú og flokksbræður þínir hefðuð verði fjölmennari en Al- þýðuflokkurinn, þá var sjálf- sagt að Alþýðuflokkurinn gengi til kosninga með þér, en þar sem kommúnistaflokkurinn er ekki nema 1/6 að stærð við Al- þýðuflokkinn þá var það skilda þín og félaga þinna að ganga til kosninga með meirihlutaflokkn- um. Þó geristu svo djarfur að telja alþýðu hér í eyjum trú um þau ósannindi, að það sé Al- þýðuflokkurinn er svíki. Flest reynir þú að telja fólki trú um. Þá telur þú alþýðu trú um, að það hafi verið þér og samfylk- ingunni að þakka, að fjölgað var í atvinnubótavinnunni haustið 1935. Öll alþýða hér veit, að þetta eru hrein ósann- indi og þú veist það líka. Það var ég, sem kom því til leiðar. Þannig hikar þú ekki við aÁ stela mínum verkum, þér til heiðurs. En þú ert furðu hljóð- ur um, hverjir það voru, sem flæmdu mig úr starfi mínu. í daglegu tali kennið þið það sjálfstæðismönnum. En svo er ekki, og vísa ég til eins af þín- um mörgu ósannindabréfum, er ég birti hér í blaðinu orðrétt. Það eina, sem unnist hefir á við samfylkinguna, er það, að þið kommúnistar lögðuð niður í bili hina venjulegu lyga- og rógburðarstarfsemi ykkar gagnvart Aiþýðuflokltnum. Og í rauninni er það alls ekki lítill ávinningur, því annars hefði mátt búast við því, að þið hefð- uð gjöreyðilagt sjúkratrygg- ingamálin. Ég er ekki neitt meðmæltur stefnu jafnaðarmanna, en ég skal fúslega viðurkenna, að þeir hafa borið fram til sigurs mörg velferðarmál. Hinsvegar er ég algerlega á móti allri einka- sölu- og ríkiseinokun, sem þeir virðast vera alveg troðfullir og útþandir af. Ég skrifa þetta að- eins vegna þess, að ég vil unna öllum mönnum og flokkum sannmælis. Guðl. Br. Jónsson. Innflutnings- höftin hafa skapað hina megnustu dýrtíð. Ég vil því að þau séu afnumin. Frjáls innflutningur á öllum nauðsynjavörum. En blátt strik dregið yfir allar þær vörur, sem við getum verið án. Ég mótmæli, að krónan verði feld, enda er verðfelling pening- anna engin björgun til fram- búðar. Aðeins svik gagnvart allri alþýðu og vinnandi stétt- um. Guðl. Br. Jónsson. Samfylking.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.