Hamar - 12.06.1937, Blaðsíða 10

Hamar - 12.06.1937, Blaðsíða 10
10 HAMAR ir menn svift mig lífi ef það hefði verið á þeirra valdi. Kommúnistaforingjarnir vita það vel, að ef nú, 20. júní, ætti að fara fram almenn kosning um fátækrafulltrúa og forstöðu- mann við vinnumiðlunina, þá mundi ég fá yfirgnæfandi meiri- hluta greiddra atkvæða. Árásir ísleifs og félaga hans voru ekki sprottnar af velvilja til fólksins. Árásirnar voru gerðar vegna taumlausrar valdagræðgi þeirra. Isleifur og félagar hans vissu vel, að nyti minna áhrifa innan Sjálfstæðisflokksins, þá var full trygging fengin fyrir að sjálfstæðismenn ynnu næstu kosningar. Isleifur og alt hans foringja- lið leit því á mig sem þann þröskuld er yrði að ryðja úr vegi. ísleifur getur því játað einu sinni enn, að hann hafi verið allri alþýðu f jandsamlegur. Guðl. Br. Jónsson. Vestmanna- eyingar. Eyjan okkar og þið, eruð orð- in mér svo hughelg og kær, líkt og eyjan væri fæðingarsveit mín, er ég ólst upp í og dreymdi hina fegurstu drauma æskunn- ar, draumana, er gáfu sterkan vilja og trú á framtíðina, bjart- ar og miklar vonir. En æskan er oft fljótfær og athugar ekki alt sem skyldi. Fyr en varir höfum við oft og þrá- faldlega orðið fyrir vonbrygð- um. Við megum ekki láta þessi vonbrygði gera okkur að minni eða. verri mönnum. Við eigum að nota alla okkar daga til á- framhaldandi náms, læra af öll- um óhöppum, skilja við hverja þraut sem meiri og betri menn. Þannig eigum við að láta það, sem verri menn vilja gera okkUr ilt, snúast til góðs fyrir okkur og meðborgara okkar. Höfum það ávalt hugfast að gleðjast hvert með öðru, en öf- unda engan. Metið sannleikann öllu öður meira. Hafið viðbjóð á öllu því sem er rangt og ó- satt. Svona hugarfar og fram- kvæmdir í anda þess, er aðeins eina einasta meðalið til að bæta úr því voðalega ástandi er ríkir í sveita- og landsmálum okkar. Guðl. Br. Jónsson. Ymsir bréfkcsllar til sjálistœðismanna. eftir greiðslu á mjólk, húsaleigu, og fleira. ErfiSleikamir hafa aldrei, síð- an fyrir heimsófrið, verið jafn miklir. Ég hefi talað við nokkra fulltrúa í bæjarstjóm, þar á meðai i síma við Jóhann Þ. Jósefsson, og var hann mjög meðmæltur, að fjölgað væri í atvinnubótavinnunni upp í 60 manns, sem ynnu við vega- og götugerð. Herra Ástþór Matthíasson var þessu meðmæltur. Ólaf Auðunsson átti ég ótalað við til fullnustu, en býst við, eftir þvi sem ég þekki hann best, að hann hefði orðið með þessu. Ég ætl- aði líka að tala við S. Scheving og Pál Eyjólfsson og Guðmund Einars- son. En hvað skeður? Þá frétti ég að Guðmundur Einarsson hefði farið í bæjarstjóra og mælst til að vinna yrði lögð niður í bili vegna síldveið- innar. Þetta er vanhugsað og hrotta samboðið.' Fyrst var engin eða lítil síldarvinna komin, I öðru lagi mundi síldarvinnan verða mikið sérstæð, og í fæstum tilfellum koma þeim bág- stöddustu að miklu liði. 1 fljótu bili mundi það virðast erfitt með útgjöld- in, ef vinnu yrði 'haldið áfram og hún aukin eitthvað, og ég skal ekki bera á móti, að það liefði einhvem útgjaldsauka fyrir bæjarsjóð. En hins vegar þori ég að fullyrða, að sá kostnaður yrði ekki eins mikill í raun [ og veru, sem reiknishaldið sýndi, þvi ég mundi sjá um, að talsverður part- ur greiddist upp í skuldir, sem ella greiðast aldrei. Mér finnst þetta því ekki eins kostnaðarsamt og margur mundi álíta, á meðan að bærinn fengi tillag úr ríkissjóði. Ég vil setja dæm- ið þannig: Vinna aukin um kr. 7500,00. Ríkissjóður greiðir kr. 2500,- 00, bæjarsjóður kr. 3000,00 og óviss gjöld kr. 2000,00. En hvað um þetta. Eitthvað verð- ur að gera, og það strax, því fjöld- inn þolir ekki bið, hvað sem líður. 30. júní 1934. Ellistyrk vil ég aðeins veita, þegar svo eru ástæður: 1. Viðkomandi sé bláfátækur og hafi mjög takmarkaðar ástæður til lifsbjörgunar eða engar. Enda er sá tilgangur með elli- styrk. Og vil ég að þessum styrk- veitingum sé skift í þrjá flokka, eftir atvikum og ástæðum :■ 1. fl. kr. 200,00. 2. fl. kr. 125,00. 3. fl. kr. 55,00. Með þessu fyrirkomulagi munu þessar styrkveitingar koma að ein- hverju liði, og þá um leið ná sínum upphaflega tilgangi. Vinna. Ég legg því til, að alla vinnu, sem bærinn lætur vinna, verði að vera umsamið við mig, og að verkstjórar bæjarins verði að ráðfæra sig við mig, hvaða menn fái vinnu í þetta og þetta skiftið. Og mun ég þá bera öll hagsmunaatriði bæjarfélagsins fyrir brjósti, og samrýma sanngimis- kröfum fátækramálanna og inn- heimtu á gjöldum bæjarins, eins vel og hægt verður. Enda er þetta bráðnauðsynlegt, að einhver einn viljasterkur maður hafi þessi mál með höndum. En ekki að allir ráði, og verði svo eintómur glundroði og óstjórn, og hver kenni öðrum, en enginn samt fundinn sekur. Rífa upp grjót. Ef reynist ómögulegt að sjá styrk- þegum fyrir vinnu, þá legg ég til, að þeir séu látnir fara að rífa upp grjót, með fram tilvonandi vegarstæðum, og sú vinna verði talin með vega- vinnu. Að því sleptu, þá grjót í rækt- unarlandi bæjarins, svo og róta nið- ur rofum. 14. nóvember 1935. Ástandið hjá öllum fjölda bæjar- manna hefir aldrei verið eins ískyggi- legt og nú. Það er blátt áfram hræði- legt. Fjöldinn allur kom slyppur og snauður úr sumaratvinnunni og margir útgerðarmenn berjast í bökk- um. Þar við bætist hækkandi mat- vöruverð og lokun búðarreikninga hjá þeim fátækari. Strangara gengið Þessi kafli ber með sér, hvað deil- an var orðin hörð. Ég skoðaði skyldu mína, að fylgja fram réttum málst.að hinna fátækari manna, að ég yrði að gera alt, er í mínu valdi stæði í þeim efnum. Burt séð frá afleiðingum þeim, sem það hafði í för með sér fyrir mig. Afleiðingarnar, er ég hlaut, voru og verða örlagaríkar fyrir mig, en með mér stóðu 3 eða 4 fulltrúar

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.