Hamar - 16.06.1937, Blaðsíða 4

Hamar - 16.06.1937, Blaðsíða 4
4 H AM AR brenna J. Þ. J. á báli fyrir galdra, enda á Jóhann það fylli- lega skilið, ef hann er svona magnaður galdramaður. En hvað um sjálfan höfuð- paurinn Ólaf Thórs? Reimleiki Isleifs hefur nú sem betur fer við lítil rök að styðj- ast, bara hræðslu, hræðslu líkt og hjá manni með vonda sam- visku, sem veit á sig vítissök og býst við að fá þá og þegar makleg laun verka sinna. Dingmálafund- urinn 11. júní. Ég talaði fyrstur og notaði ræðutíma minn fyrst eingöngu til að ræða landsmál, viðhorf þjóðarinnar á atvinnumála- og fjármálasviðinu, svo og fram- tíðarhorfur þjóðarinnar. Ekki gat samt unnist lengur friður til þess, því næstu ræðu- menn byrjuðu strax með þræt- ur og deilur. Sjálfur lenti ég í all harðri orðahríð við Isleif og mág hans Jón Rafns. ísleifur bar á mig að ég væri mútuþegi Jóhanns, og lýsti ég hann strax ósannindamann að þessum orðum. Eini maðurinn er hefir boðið mér fjármuni og stöðu er Jón Rafnsson, með því skilyrði að ég gengi í lið með honum. En fyr skal ég líða allar þjáningar, en ganga honum á hönd. Það munun allir álíta, er á fundinum voru, að betra hefði þeim félögum Isleifi og Jóni verið að láta mig óáreittan. Las ég þó ekki upp nema örlítið brot úr syndasögu þeirra Isleifs og Jóns. En það dugði til að gera þessa kumpána föla eins og liðin lík. Þeir fengu líka að vita, að með þessum fundi voru vonir þeirra um þingmensku að engu orðnar. Hinn 20. júní kjósa ailir frjálslyndir menn Guðl. Br. Jónsson. Molar. Bón hækkar í verði. Allar bolsa-kerlingar eru farnar að bóna myndina af Is- leifi, svo að hún verði svipfal- legri. Eftirspurnin á bóni hefur því aukist gífurlega. Austfjarðaástand. Viljir þú stuðla að Austf jarða ástandi hér í bæ, kjóstu þá Is- leif á þing og kommúnista í bæjarstjórn. Jakob Tranberg. Nýr dagur flutti nýlega mynd af húsi Jakobs Tranbergs. Þeg- ar ég var fátækrafulltrúi, reyndi ég að fá Jakob Tranberg til að flytja í annað betra hús, en hann afsagði með öllu að flytja úr þessu húsi. Þessa sögu getur Páll Eyjólfsson og fleiri staðfest. Svarta húsið. Fyrir beinan stuðning komm- únista við Gunnar Ólafsson, með því að kommúnistar sátu hjá við allar atkvæðagreiðslur í því máli, lukkaðist Gunnari að láta þetta hús standa. Svarta húsið er því fyrst og fremst minnisvarði kommún- ista. Svona er það með allar mála- afgreiðslur í bæjarstjórn. Kommúnistar gera alt að per- sónulegum þrætumálum. Þeir vita, að það er margt líkt með þeim og kölska. Þeir hyggja ávalt á að auka fylgi sitt með úlfúð og þrætum. P. V. G. Kolka. Um 1200 borgarar hér í bæ sendu bæjarstjórninni áskorun um að hlutast til um að hann yrði hér kyr. Áskorun þessa virtu kommúnistar að vettugi. Greiddu atkvæði á móti henni í félagi við tvo kolsvörtustu íhaldsmennina hér í bæ. Þetta er hið mikla Iýðfrelsi frá Moskva. Jón Rafnsson. Ég hefi verið beðinn fyrir skilaboð til þín, um að þú vildir lofa fólki að hafa svefnfrið. Fólk er farið að kvarta undan að þú sért farinn að vekja það upp fyrir fótaferð og skipir því með góðu eða illu að kjósa Is- leif. Ég verð nú að segja það, að þetta er alveg nýtt fyrirbrigði með þig, þar sem maður hefur þurft að vekja þig úr svefni, hafi maður ætlað að hitta þig fyrir hádegi. Bara að þú verðir ekki latari en þú hefur nokkurntíma áður verið strax eftir 20. júní. Tvísaga. Þeir voru tímarnir, að komm- únistar sendu út hvert níðritið á eftir öðru með öllum mögu legum upplognum svívirðingum um mig. Nú viðurkenna þeir að öll þessi skrif og ásakanir hafi ver- ið tilhæfulaus ósannindi, með því að segja að ég sé vinsælasti maðurinn meðal fátæka fólks- ins, og að ég sé þess vegna gerður út af íhaldinu. Ekki eru allar blekkingar og ósannindi þeirra kommanna eins. Fátækramál og vinnumiðlun. Á tveimur síðustu fundum marg skoraði ég á kommúnista að ræða nú hvernig ég hefði komið fram í starfi mínu sem fátækrafulltrúi og við vinnuút- hlutun, því nú væri ég í fyrsta skifti mættur á sameiginlegum fundi með þeim, og gæti mætt þeim til andsvara. Þeir létu sem þeir heyrðu þetta ekki. Þá lang- aði víst ekki að ræða þessi mál, því þeir vissu að þeir myndu gera sér nýja skömm. Mannorð og æra eru óþekkt hugtök hjá komm- únistum; þeir skilja ekki að framboð mitt er gert til þess að fá kvittun fyrir hvernig ég reyndist í starfi mínu, því starfi, er ég var rekinn frá fyrir það eitt, að ég neitaði að láta hafa áhrif á mig til verri verka. STEINDÖRSPRENT H.F.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.