Íslendingur


Íslendingur - 14.01.1938, Blaðsíða 1

Íslendingur - 14.01.1938, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXIV. árgangur. Akureyri, 14. Janúar 1938. 2 tölubl. Listi Sjálístæðisfiokks- ins og óháðra borgara Við bæjarstjórnarkosningarnar 30. þ, m. verða 4 listar í kjöri: A-listi (Alþýðufl) B listi (kommúnistar) C- listi (FramsÓknarfl.) og D listi, listi Sjálfstæðisflokksins og óháðra borg- ara. — í síðasta blaði var listinn birtur, og eru á lionum 12 nöfn- Tveir efstu menn hans hafa verið bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins yfirstandandi kjörtímabil, þeir Jón Sveinsson og Axel Krisijánsson og þarf því ekki að kynna þá kjós- endum. En það eitt, að þeir eru látnir skipa efstu sætin, nægir til að sýna, hversu gott traust er bor- ið til þeirra sern bæjarfullírúa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. í þriðja sæti er Brynleifur Tobiasson. — Hann hefir áður átt sæti í bæjarstjórn og rækt það starf með alúð og sóma- Hann hefir utn mörg ár verið formaður skólanefndar og auk þess staðið fremst í flokkj bindindismanna og nýtur óskoraðs fylgis þeirra án tillits til stjórnmála- flokka. Hann er fulltrúi óháðra borgara, er að listanum standa. Fjórða sætið skipar Indriði Helga- son raffræðingur. Hann hefir ekki setið í bæjarstjórn áður, en er tví- mælalaust einn af mætustu borgur- um bæjarins, gáfaður maður og gætinn og manna bezt að sér í öllu er að iðnaðar- og rafmagns- málum lýtur, Munu iðnaðarmenn bæjarins vart eiga völ betri full- trúa í bæjarstjórn Fimmta sætið skipar ungfrú Arn- finna Björnsdóttir kennari. Er það í fyrsta skipti hér á Akureyri, sem Sjálfstæðisflokkurínn hefir konu í öruggu sæti, en í Rvík hefir hann um mörg ár átt konu í bæjarsfjórn. Pykir vel fara á, að konurnar eigi fulitrúa f bæjarstjórn hér eins og þar, enda er ungfrú Arnfinna mjög áhugasöm um bæjarmál, Hún var um eitt skeið skólastýra á Siglu- firði við ágætan oiðstír, en hefir nú um nokkurra ára skeið verið kennari við barnaskólann hér og notið mjög góðs álits í því starfi. í sjötta sæti listans er Jakob Karlsson. Um hann nægir að segja það eitt, að enginn maður, sem nú er í kjöri við þessar bæjarstjórnar- kosningar, nýtur jafn almenns fylgis og öruggra vinsælda meðal kjósenda. Má um hann segja líkt og sagt var um Póri í Holti forð- um; að hann »vildi sitja yztr virðingamanna, því at þá þótti hvetjum gott, þar sem sat«. Með vali hans í sjötta sæti D-listans hafa Sjálfstæðismenn og óháðir borgarar á Akureyri sett sér takmarkið: Sex menn í bæjarstjórn af D-lista og þar tneð hreinan meiri hluta í bæj- arstjórn. — o£ o- Sjálfstæðismenn háðir borgarar á Akureyri! Munið, að listinn ykkar er D-listinn. NYJA B IO Föstu- Lauyar- oy Sunnudayskvöld kl. 9: AÐEINS EINA NÚTT Amerísk tal- og hljómmynd gerð eftir leikritinu »Only Yesterday* Aðalhlutverkið leikur hin fagra leikkona Margaret Sullivan. Ennfremur leíka John Boles og drengurinn Jimmy Buttler. Pað er erfitt að segja hvað sé bezt, hið hiífandi efni myndar- innar, meðferð leikstjórans á því, eða leikur aðalleikendanna, og ættu allir, sem unna fögrum og listrænum myndum að sjá þessa efnismiklu mynd, sem líkt hefir verið við eina fegurstu og ó- gleymanlegustu mynd, sem hér hefir sézt, en það er »Bros gegnum tár«. Myndin hefst á hinum örlagaríka degi 29. okt. 1929, er hrunið mikla varð í kauphöllinni í New York, þegar meira en helrningur allra amenskra miljónamæringa urðu öreigar á nokk'- um klukkulímum. Síðan er komið víða við og þykir inyndin lýsa ágætlega Ameríkumönnum frá heimsslyrjöjdinni og þar til krepp- an skall á. Margaret Sullivan var alveg óþekkt leikkona en hefir hlotið heimsfrægð fyrir aðdáanlegan leik í myndinni. — Hvað hefir Framsókn- arflokkurinn gert fyrir kaupstaðina? í 1. tbl. »Dags« þ. á. ritar Jónas Jónsson um næstu bæjarsljórnar- kosningar á Akureyri, þar sem hann telur velferð bæjarfélagsins undir því komna, að Framsóknar- menn hafi úrslitavaldið í málefn um bæjarins, Það er því ekki úr vegi, að rifja lítillega upp, hvað Framsóknarflokkurinn, sem farið hefir með ríkisstjórnina nokkus undanfarin ár ásamt Aiþýðuflokkn- um, hefir gert fyrir bæjarfélögin. Verður þá fyrst fyrir breyting á framfærzlulöggjöfinni fyrir ca. 2 árum síðan, er jók framfærzlukostn- aðinn í kaupstöðum landsins að miklum inun, svo að hér á Akur eyri nam sú hækkun tugum þús- unda í krónutali. Jafnframt hefir flokkurinn snúizt gegn þeim frum- vörpum, er þingmenn Sjálfstæðis flokksins hafa borið fram um tekju öflun bæja og sveitafélaga. Næst er að telja skipulagningu afurðasölunnar og þá fyrst og fremst mjólkurlögin. Að vísu á Frarnsóknarflokkurinn ekki einn hlut að máli um afurðasölulöggjöf- ina, en um framkvæmd hennar hafa Framsóknar- og Alþýðuflokkurinn ráðið mestu. Hefir hún orðið fræg að endemum í Reykjavík, og er útlit fyrir, að hér á Akureyri verði hún hálfu verri vegna snnarra stað- hátta. Um framkvæmd mjólkur- laganna hér hefir áður verið ritað all-ítarlega í þessu blaði og sýnt fram á, hvernig hún vinnur að því að kæfa niður sjálfsbjörg margra efnalífilla heimila í bænum og á þann hátt íþyngja bæjarfélaginu beint og óbeint, og er þegar farið að bera á því, þótt eigi séu nema nokkrir mánuðir síðan mjólkurlög- in voru tekin hér til framkvæmda. Pað er rétt hjá J. J,, að framtíð bæjarins sé í hættu við næstu kosningar. Hættan er fólgin í þvi, að sá stjórnmálaflokkur, sem fram- ar öllum öðrum flokkum ber á- byrgð á slíkri ofsókn á hendur sjálfsbjargarviðleitni fátækra f jöl- skyldufeðra hér í bænum, sem framkvæmd mjólkurlaganna er, nái úrslitavaldi í bæjarstjórninni, en það er von greinarhöf., sem kjós- endur eiga eftir að láta sér til skammar verða, ef gengið er út frá því, að þeir hagi atkvæðuin sín um eftir því, sem þeir hyggja bæjarfé- laginu fyrir btztUi Og svo mikið traust er skylt að bera til þeirra, þrátt fyrir þá undarlegu staðreynd, að við s. I. alþingiskosningar var þessi stjórnmálaflokkur, sem hefir öllum flokkum fremur unnið gegn hagsmunum bæjarféiaganna, hinn eini flokkur, er bætti við sig at kvæðamagni hér á Akureyri, svo nokkru nam, í öðrum kaupstöð- um landsins hefir Framsóknar- flokkurinn sáralítið fylgi, sem von- legt er. Pótt hann hafi að vísu íaft einn baej arfulltrúa í Reykjavík, er mjög vafasamt, að hann komi manni að við þær kosningar, sem nú standa fyrir dyrum, og væri því J. J. sæmra að einbeita sínum and- legu kröfturn til þess að reyna að ná kosningu þar, en að flytja kjós- endum hér norður á Akureyri þær blekkingar, er hann gerir í 1. tbl. »Dags«. Og þær aðvaranir, er hann setur þar fram í sa.nbandi við rafveitumálið munu ekki hræða neina kjósendur til að gefa lista Fratnsóknarmanna atkvæði sfn. Peir eru yfirleitt þroskaðri en svo, að hótanir einar knýi þá til að kyssa á vöndinn. Kjósendur Sjálfstæðisflokksius, sem faia burtu úr bænum fyr- ir kosningar, eru áminntir um, að kjósa lijá 'bæjarfógeta, áður en þeir fara. Einnig eru [oeir, sem vita um fjarverandi Sjálf- stæðis-kjósendur, beðnir að láta kosningaskrifstofu flokksins vita um dvalarstað þeirra, svo að unnt sé að ná í atkvæði þeirra fyrir kjördag. Hjánaefni. Ungfrú Ragnheiður V. Sveinsdóttir verzlunarmær og Bragi Eiríksson stud. med. frá ísafirði. —

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.