Íslendingur


Íslendingur - 15.02.1963, Blaðsíða 7

Íslendingur - 15.02.1963, Blaðsíða 7
Gluggað í brunamála- og eldsvoðasögu bæjarins (Framhald af bls. 1) sólarhringinn árið um kring, og eru brunaverðir fjórir. Þó verð ég að telja ófullnœgjandi að hafa einn vörð á stöðinni í einu, a. m. k. á vetrum í mis- jöfnum veðrum. Ur þessu er húið að bæta víða á Norður- löndum að næturlagi. Þá er það til mikils öryggis, að bruna- varzlan hefur sérstakt síma- númer, ef kalla þarf út slökkvi- bíl, og e. t. v. síðar slökkviliðið, enda eru þá brunaboðar jafn- framt úr sögunni, sem stundum eru notaðir til að gabba liðið. -— Hvað gerist, þagar kallað er á slökkviliðið í dag? — Þá fer varðstjórinn, sem á vakt er, — kallar annan í stað sinn, — og ekur á brunastað. Ef eldur er lítill, tekst honum venjulega að slökkva eldinn með úða úr háþrýstidælu, en ef eldur er orðinn magnaður, þegar kallið berst, eru um 15 menn kallaðir út, en ef um mik- inn eld er að ræða, er aukaliði bætt við. Auk slökkviliðsstjóra og brunavarða er um 15 manna slökkvilið, sem fyrst er kallað til og síðan varalið. En í lang- flestum útköllum undanfarin ár hefur ekki þurft á útboði slökkviliðsins að halda, heldur liefur sá brunavörður, er kem- ur fljótt á staðinn, þar sem í hefur kviknað, getað slökkt sam stundis með úðadælunni, án þess að teljandi skemmdir verði. BRUNABÍLARNIR. — Og hvað um tæki slökkvi- liðsins þá og nú? — Fyrsta brunabílinn fékk bærinn síðla árs 1929. Nú í dag er liðið búið tveim bílum, sem bærinn á, og eru báðir búnir há- þrýstidælum og á þeim eru vatnstankar. Eldri bíllinn er frá 1947 og þarfnast aðgerðar, en þó er hann góður í akstri, eink- um í vondu færi. Svo tilheyrir kraftmikil hjóladæla ásamt smærri dælum og möi'g hundr- uð metrar af slöngum. Þess má líka geta, að við eigum full- komna fallmottu til björgunar á fólki, og í hana er óhætt að stökkva úr all-mikilli hæð. Einnig marga stiga, en þó þyrft- um við að fá enn hærri stiga og ýmislegt fleira er að öryggi lýtur. SJA UM NÁGRENNIÐ. — Þið þurfið oft út í nágrenn- ið til aðstoðar við slökkvistörf? — Já, við geymum hér á stöð- inni sérstakan bíl, sem nokkrar nágrannasveitir eiga í félagi, og ef einhversstaðar kemur upp eldur á því svæði, fer einhver frá slökkviliðinu á bílnum á staðinn, en auk þess þarf oft á meiri aðstoð að halda, og fara þá fleiri úr liðinu á vettvang með meiri tæki. Umsjón þessa slökkvibíls hreppanna er alveg á vegum Slökkvistöðvarinnar hér, og sér hún um hirðingu hans. — Hafa ekki eldvarnir verið bænum dýrar frá fyrstu tíð? — Ekki skal ég segja um, hvort þær hafa hækkað tiltölu- lega meira en aðrir útgjalda- liðir bæjarsjóðs. Ég hef það eitt úr minni upptöku úr skjölum og gögnum, að árið 1931 var veitt til eldvai'na 7500 krónum en í dag 735 þús. krónum. KYNNTI SÉR BRUNA- VARNIR. —- Okkur minnir, að þú færir einhvenrtíma utan til að kynna þér eldvarnir. — Já, ég fór á mót norrænna slökkviliðsmanna í Osló sum- arið 1956, og einnig hef ég far- ið á eigin vegum til Kaupmanna hafnar, og dvaldi þar nokkra daga á aðal-slökkvistöðinni og fékk að fylgjast þar nokkuð með störfum liðsins. Það sem helzt vakti athygli mína var, hve ráðamönnum var þar ljóst, hve dýrt er að halda uppi slökkviliði, en hve miklu dýrara er að láta brenna, og þar krefst almenningur hinnar fullkomn- ustu þjónustu í brunavörnum. STÓÐ TIL AÐ FLJÚGA TIL SLÖKKVIST ARF A. — Nokkuð minnisvert úr starfinu? — Það er auðvitað margs að minnast. Minnisstæðasti brun- inn er þegar Gamla hótelið brann um árið (Aðalstræti 12), en hann ér mesti bruninn, sem við höfum lent í á þessum síð- Ustu 10 árum. Þá er mér í minni, þegar stóð til, að við þyrftum að senda menn og tæki með flugvél, þegar stórbruni varð á Raufarhöfn, en frá því Var horfið, þegar nærstatt varð- skip fór á staðinn með öflugar dælur. Því miður hafa orðið mannskaðar í brunum, sem orð- ið hafa á þessu tímabili, og það verður öllum er nærri koma, minnisstæðara en flest annað viðkomandi einstökum eldsvoð- um. — Hvað viltu svo segja um brunamálin í dag? — Það, sem við helzt þörfn- umst að mínu áliti í dag, er við- bót á föstum starfsmönnum við eldvarnirnar, og mundi það þýða stór-aukið öryggi í bæn- um, ekki eingöngu í sambandi við bruna-útköll, heldur og í sambandi við sjúkraflutninga, er mundi létta störfum af of fá- liðaðri lögreglu. Og mundi slík ráðstöfun þó í engu taka fram þeim stórhug, er hér var sýndur við stofnun hins fyrsta slökkvi- liðs í byrjun aldarinnar.' FLETT BLÖÐUM. í þeirri úrvinnslu blaða, sem Gunnar leyfði okkur að skyggn ast í, eru margar ítarlegar frá- sagnir af húsbrunum á Akur- eyri, og virðast blöðin um og upp úr síðustu aldamótum hafa haft talsverða tilburði til að flytja ítarlegar fréttir úr bæ og nágrenni, en þá voru eldsvoðar og skipskaðar helztu váfregnir blaðanna, enda voru þá umferða slysin á landi og í lofti óþekkt , fyrirbæri. Þegar blöðin segja í dag frá brunatjóni á húsum eða öðrum eignum, er valdið hafa milljóna tjóni, er fréttin venjulega af- greidd með því, að eldsupptök séu ókunn, málið í rannsókn, eða að grunur leiki á um að kviknað hafi í út frá rafmagni. Svo sjaldan söguna meir. Hins vegar urðu stórbrunar hér á Ak ureyri á fyrstu árum aldarinn- ar blöðunum að miklu efni og löngu máli. Sem dæmi um það er frásögn Norðra 26 okt. 1906 af réttarhöldum í Oddeyrar- brunanum það haust, er nær 100 manna urðu húsvilltir, en 6 hús höfðu þar brunnið með 6 sölubúðum og timburlager Sig-' urðar Bjarnasonar timburkaup manns auk fjölda íbúða Um réttarhöld í þessu brung- máli segir blaðið svo: „Ofróðir eru menn með öllu að kalla má um það, hvernig eldurinn hefur komið upp. Bæj arfógetinn hóf þegar rannsókn um það á föstudaginn og yfir- heyrði hinn mesta fjölda vitna og voru síðan stöðug réttarhöld dag eftir dag, en nú munu þau til lykta leidd. Mun það mega teljast með öllu víst, að eldur- inn hefur ekki komið upp af mannavöldum, og að þær sögur, sem mælt er að hafi verið sagð- ar í þá átt, eru með öllu ósann- ar. Eru það góð tíðindi og gleði leg, og undarlegur hefði sá brennuvargur mátt vera, sem hefði treyst sér til að sýna sig meðal manna eftir að hafa vald ið slíkum atburðum og tjóni fyr ir fjölda fólks. Sennilegt mun það vera, að eldurinn hafi komið upp á þann hátt, að kviknað hafi í sóti inn an í eystri reykháfnum í húsi Halldórs Jónassonar. Hreinsun- ardyr voru á reykháfinum á neðsta gólfi og vissu út að geymsluherbergi því, er Einar Jónsson málari hafði á leigu. Rétt við hreinsunardyrnar risu upp með þilinu nokkur hrífu- sköft, og lágu þau að hillu, er var nálægt miðju þilsins. Á þeirri hillu stóðu dunkar með kópallakki. Er ekki ólíklegt, að eldurinn hafi hrunið út um hreinsunardyr reykháfsins, kom izt að hrífusköftunum, þaðan að hillunni, er kópallakkið var, þaðan í þilið og svo allt staðið í björtu báli. Hugsanlegt er það líka, að eldurinn hafi sprengt reykháfinn og sundrað neðsta hluta hans, því enginn var á neðsta gólfi hússins um það leyti er eldsins varð vart, en hin tilgátan virðist þó senni- legri.“ Já, þannig reyndu Akureyrar blöðin að fræða lesendur sína fyrir meira en hálfri öld, og væri freistandi að taka meira úr þeim um þetta efni, en hér verður að nema staðar. J. - Fyrsta iniianlands- flug Straumfaxa (Framhald af blaðsíðu 8) Já, já. Þetta er prýðis mask- ína. — En einkennisstafirnir eru ekki eins og áður hjá F. í. — Nei, það er rétt. Hingað til hafa allar vélar félagsins verið merktar TF-ÍS og síðasti stafur- inn breytilegur. Þessi vél hefur einkennisstafina TF-FÍD, og mun ætlunin, að framvegis verði stafirnir Fí notaðir á eftir þjóðareinkenninu TF. í gríni kalla starfsmenn félagsins vél- ina Fidel Castro, en það þýðir ekkert fyrir þig að gera neina uppreisn hér um borð. Við er- um rétt að lenda á Egilsstöðum, og sýnir þú eithvað slíkt af þér, verður þú bara_skilinn þar eftir. Eftir nokkra dvöl á Egilsstöðum er haldið til Akureyrar. Oræfin eru snævi þakin, en snjólagið er þunnt og víða sér í auð kletta rið og bera hóla. Á Egilsstaða- flugvelli voru menn frá flestum stöðum þar í nágrenni. Þeir koma á jeppum frá Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði, en frá Seyðisfirði kom snjóbíll, og seg- . ir bílstjórinn. niér, að aðeins slíkum bílum sé sú leið fær. Greinilegt er, að mikið meiri snjór er á Austurlandi en hér. Eftir 39 mínútur er lent á Akur- eyri, og ég kveð áhöfn vélarinn- ar og farþega. Vélin heldur skömmu síðar til Reykjavíkur, og þar með er fyrstu innanlands flugferð Straumfaxa TF- FÍD lokið. s. GÓÐUR ÁBURÐUR A: Því ertu með þessar löngu neglur, maður? Þú getur brot- ið þær, ef þú rekur puttana ein hversstaðar í og svo safnast skítur undir. B: Já, það er nú einmitt það, góði. Ég fékk nefnilega nógan áburð á lóðina mína í fyrra með því að klippa ekki neglurnar. I.O.O.F. — 1442158V2 — Frá Kristniboðshúsinu ZION. Sunnudaginn 17. febr. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Samkoma kl. 8,30 e. h. Björgvin Jörgen- son talar. Allir velkomnir. MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. Biblíudagur. Tekið við gjöf- um til biblíufélagsins. Sálm- ai’ nr.: 30, 431, 136, 43 og 687. P. S. AUSTFIRÐINGAFÉLAGIÐ á Akureyri heldur árshátíð sína að Hótel KEA, laugardaginn 23. febrúar. Nánar auglýst síðar. 75 ÁRA verður í dag Björn Ás- geirsson fyrrv. kirkjugarðs- vörður Goðabyggð 7. MELASÖFNUNIN. N. N. kr. 200, B +S kr. 100, Ónefndur kr. 200, Þ og S kr. 200. BRAGVERJAR. Fundur í Gilda skálanum fimmtud. 21. febr. kl. 20.30. Aðalfundur. IIÚNVETNINGAR. Þorrablót Húnvetningafélagsins ‘ verður laugard. 23. þ. m. í Lands- bankasalnum. Nánar síðar. ÁTTRÆÐUR varð í gær Oddur Kristjánsson frá Glæsibæ. Hann er einn úr þeim hópi, er fór í söngför til Noregs með Heklu 1905, en sá hópur er nú tekinn að þynnast. En síðan hefur Oddur verið sí- syngjandi og syngur enn í Karlakórnum Geysi. Enginn, sem sér hann léttfættan á göt unni, myndi láta sér til hugar koma, að þar fari áttræður maðúr. LESSTOFA íslenzk-ameríska félagsins, Geislagötu 5 Ak- ureyri. Útlán á bókum, blöð um og hljómplötum: mánu- daga og föstudaga kl. 6—8 síðd. Þriðjud. og fimmtud. kl. 7.30—10 síðd. Laugard. kl. 4—7 síðd. Verkstæðisbygging á Litla- Hrauni eyðileggst af eldi og öll áhöld og munir, sem í henni voru. Grunur um, að eldsupp- tökin séu af mannavöldum. Skáli, áfastur íbúðarhúsinu í Kaldaðarnesi, er notaður var til íbúðar og mötuneytis fyrir verkamenn, brennur til kaldra kola. Eigandi Kaldaðarness er Jörundur Brynjólfsson fyrrv. alþm., og er tjónið af brunan- um mikið. Björn Pálsson kaupir 16 farþega flugvél og hyggur einkum á áætlunarflug til Vestfjarða. Togbáturinn Sævaldur frá Djúpavogi tekinn að veiðum í landhelgi í 3. sinn á nokkrum dögum. Vestmannaeyjabátur tekinn að ólöglegum veiðum í sama sinn. Búnaðarþing sett og haldið í Reykjavík. [SLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.