Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 30.05.1970, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 30.05.1970, Blaðsíða 1
Vinnum að sigri Sjálfstæðisflokksins x-D íslmtimur-isafntd 29. tölublað. Laugardagur 30. maí 1970. 55. og 95. árgangur. HJÓLBÖRUTÍMABILINU ER LOKIÐ SÓKIMARHUGLR OG BJARTSÝIMI einkenndu kjósendafund Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri Sjálfstæðisfélögin á Akur- eyi'i boðuðu til almenns kjós- endafundar í Sjálfstæðishús- inu sl. þriðjudagskvöld. Níu frambjóðendur flokksins héldu ræður, og var þeim á- kaft fagnað af fundargestum, sem voru fjölmargir. — Maríus Helgason, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna, setti fundinn og bauð viðstadda velkomna. Hann til- nefndi Sigurð Ringsted sem fundarstjóra og Þorstein Frið- riksson fundarritara. Fyrstur tók til máls Jón G. Sólnes. — Hann þakkaði það mikla traust, sem honum var sýnt í prófkjöri því, sem fram fór í vetur. Hann kvaðst hafa verið búinn að taka ákvörðun um að vera ekki áfram í ör- ugu sæti á listanum, en úrslit prófkjörsins hefði breytt þeirri ákvörðun. Hann sagði m.a., að það þyrfti að leggja höfuð- áherzlu á tryggt og öruggt at- hafnalíf í bænum, og tryggja fjárhag bæjarins sem bezt. Þá lýsti Jón G. Sólnes því yfir, að ef hann sæti í næstu bæjar- stjórn, þá myndi hann berjast fyrir því af alefli, að bærinn yki framlag sitt til varanlegrar gatnagerðar, þannig að það yrði mun meira en hingað til. Næstur tók til máls Sigurð- ur Hannesson. — Hann ræddi aðallega um útboð á bygginga framkvæmdum bæjarins, efl- ingu iðnaðarins og könnun á stóriðju. Hann minnti á, að á Akureyri eru nú starfandi mörg byggingarfyrirtæki, sem hafa áhuga og getu til að gera bindandi tilboð í byggingar- framkvæmdir, og ef þessi leið væri farin, myndi skapast sam keppni milli verktaka, sem reynzt gæti hagkvæmt fyrir bæjarfélagið. — Reykjavíkur- borg hefði gert mikið at því að leita tilboða í framkvæmd- ir á vegum borgarinnar, og teldi sig hafa hagnast á því. — Hann ræddi möguleika á því að bjóða út stórar byggingar- framkvæmdir, sem stanaa mundu yfir í mörg ár, eins og t. d. væntanleg sjúkrahússbygg ing mundi gera, og taldi mögu leika á því að bjóða verkið út i áföngum, en æskilegra væri að geta boðið slík verk út í einu lagi, því þá fengist endan legur kostnaður við verkið áð ur en framkvæmdir hæfust. — Þá ræddi Sigurður einnig um nauðsyn þess að fjölga atvinnu fyrirtækjum í bænum, og taldi stóriðju í nágrenni bæjarins mikilvægt mál fyrir atvinnu- lífið á Akureyri. Erna Jakobsdóttir ræddi einkum um baráttumál kvenna og benti réttilega á, að ekki væri lengur unnt að loka aug- unurn fyrir því, að það væri bráðnauðsynlegt að koma upp dagheimili og vöggustofu á Ak ureyri hið fyrsta. Þá ræddi hún einnig um þá staðreynd, að konan situr ekki við sama borð og karlar hvað atvinnu- möguleika snertir, nema í orði en ekki á borði. Kuútur Otterstedt ræddi um raforkumál m. a. — Hann minnti á, að Akureyrarbær hefði á sínum tíma haft frum- kvæði um virkjun Laxár, og Akureyri mætti aldrei sleppa frumkvæði sínu í virkjunar- og raforkumálum. Hann gat þess einnig, að raforkuverðið frá Laxárvirkjun væri 10% lægra en verð frá Landsvirkj- un. Þá talaði hann iennig um nauðsyn á heildarskipulagi fyr ir Akureyri, málefni íþrótta- félaganna o. fl. Árni Árnason skýrði frá undirskrift Norðurverks hf. og Laxárvirkjunarstjórnar við víkjandi byggingarframkvæmd um við virkjunina. Hann kvað Norðurverk eitt af fáum hluta félögum, sem mætti með sanni nefna almenningshluta- félag, en hluthafar eru yfir 200 talsins. — Þá ræddi hann um þörf á aukinni menntun verzlunarfólks í bænum, for- ystuhlutverk Akureyrar fyrir Norðurland á sviði samgangna og þjónustu, nauðsynlegar úr- bætur í byggingarmálum o. fl. Stefán Stefánsson ræddi m. a. um nýja stefnu í byggðaþró un á Norðurlandi, hina miklu þátttöku í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna og einnig hvatti hann ungt fólk til að fylgjast vel með í þjóðmálum. Úrdráttur úr ræðum Gísla Jónssonar, Ingibjargar Magn- úsdóttur og Lárusar Jónsson- ar er birtur hér í blaðinu. Að lokum sleit Sigurður '' Ringsted fundi með nokkrum hvatningarorðum. Var mikill sóknarhugur í fundargestum og lofar það góðu um úrslit kosninganna. IMæsta blað kemur út föstudaginn 29. maí

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.