Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 41

Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 41
FAXl JÓLABLAU 2000 Sögur Ein vinsælasta þjóðsagnapersóna Tyrklands var heimspekingurinn og fræðimaðurinn Nasr-ed-Din (nafnið þýðir Sigur Trúar) Khoja, kallaður Nasreddin. Þótt hann væri yfirleitt klókur og úrræðagóður, hagaði hann sér gjaman eins og ómenntaður ein- feldningur og því urðu til margar sög- ur af honum, sumar uppspuni en aðrar byggðar á traustum heimildum. Hér á eftir fara nokkrar stuttar frásagnir af honum í nýrri þýðingu Þorsteins Egg- ertssonar. KOKKURINN OG BETLARINN Aumur betlari frá Aksehir fann brauðmola á götunni og var að velta því fyrir sér hvemig hann gæti bragl- bætt hann þegar hann gekk fram hjá eldhúsi veitingastaðar. Þaðan barst ljúffengur matarilmur að vitum hans. Þegar hann leit inn um opinn glugg- ann, sá hann pönnu fulla af snarkandi kjöti á eldstæðinu. Hann setti brauð- molann á viðargrein og hélt henni yfir steikarpönnunni þar til brauðiðvarorð- ið mjúkt af gufunni. Þá át hann það. Kokkurinn horfði steinhissa á þessar aðfarir. Hann greip í fátæklinginn, um leið og hann kláraði brauðið, og heimt- aði borgun af honum. Veslings betlarinn neitaði að borga, enda sagðist hann ekki hafa fengð neitt hjá kokknum. Það vildi svo til að Nasreddin var sveitadómari Aksehir um þessar mundir, svo að kokkurinn fór með betlarann til hans og sagði honum alla söguna. Þegar Nasreddin hafði hlustað, tók hann nokkra peninga úr vasa sínum og hringlaði þeim í lóf- um sér. „Hlustaðu nú á þetta lagsmaður," sagði hann við kokkinn. „Það eina sem þú færð fyrir þinn snúð í dag er hringlið af þessum peningum." „Hvemig geturðu leyft þér að koma svona fram við mig?“ spurði kokkur- 'nn yfir sig undrandi og sár. „Þetta er bara sanngjöm borgun fyrir það sem þú ferð fram á,“ sagði Nasreddin. „Maður sem er svo nískur að heimta peninga fyrir gufuna af kjöt- af Tyrkjanum Nasreddin ÞÝDDAR AF ÞORSTEINI EGGERTSSYNI inu sínu verður að láta sér nægja hringlið í nokkmm peningum." í KAUPSTAÐNUM Nasreddin fór í kaupstaðinn og datt í hug að kaupa sér buxur. Hann fór inn í fatabúð við markaðstorgið, fann buxur sem honum leist vel á og bað kaup- manninn að pakka þeim inn. Þegar hann var á leiðinni út hvarflaði það að honum að eiginlega ætti hann ágætis buxur, svo hann sagði við kaupmann- | inn: ,,Ég er búinn að skipta um skoðun. j Láttu mig hafa góðan frakka í staðinn." Kaupmaðurinn náði í frakka sem hann taldi hæfa Nasreddin og færði honum. Nasreddin fór í frakkan og var á leiðinni út þegar kaupmaðurinn kallaði í hann og sagði: „Þú átt eftir að borga fyrir frakkann, herra.“ „Hvað kemur næst?“ spurði Nas- reddin alveg rasandi. „Eg skildi eftir buxumar í staðinn fyrir frakkann." „En þú borgaðir ekki fyrir buxurn- ar,“ sagði kaupmaðurinn. „Hverskonar furðufugl ertu eigin- lega?“ spurði Nasreddin og horfði steinhissa á kaupmanninn. „Til hvers ætti ég að borga fyrir buxur sem ég hef aldrei keypt?“ STJÖRNUMERKIÐ Nasreddin var eitt sinn spurður í hvaða merki hann væri fæddur. Hann hugsaði málið svolitla stund en sagði síðan: „Ef ég man rétt, þá sagði móðir rnín mér, þegar ég var krakki, að ég hafi fæðst í lambsmerkinu." „Lambsmerkinu?" át sá sem spurði upp eftir honum. „Það er ekki til neitt sem heitir lambsmerki. Þú hlýtur að meina hrútsmerkið." „Ja, það getur svosem vel verið að lambið sé orðið að hrút núna,“ sagði Nasreddin, „enda em meira en fjöm- tíu ár síðan ég fæddist.“ NASREDDIN STAÐINN AÐ VERKI Einn daginn fór Nasreddin í gaið nágranna síns og fór að stela melónum gullrótum, næpum og öllu sem hann gat náð í. Hann var í miðjum klíðum að fylla poka sinn af góðgætinu þegar eigandinn birtist skyndilega. Nasreddin varð dauðhræddur. Þegar gaiðyrkjubóndinn spurði hvað hann væri að gera þarna, svaraði hann: „Það geysaði þvílíkur stomiur í nótt að ég fauk hingað.“ „Einmitt það já? En hvers vegna tókst þá allt þetta græmneti?" „Héma, sjáðu til," sagði Nasreddin. „Þegar stormurinn feykti mér hingað greip ég í allt sem hönd á festi til að fjúka ekki lengra." „Ætlastu til að ég trúi þessum þvættingi?" spurði gaiðyrkjubóndinn. „Hvemig stendur þá á því að pokinn þinn er fullur af grænmetinu?" , Ja...“ sagði Nasreddin. „Eg var ein- mitt að velta því fyrir mér líka.“ KETILL AÐ LÁNI Einu sinni bað Nasreddin nágranna sinn að lána sér stóran, forláta kopar- ketil. Þegar hann var búinn að nota hann, setti hann svolítinn skaftpott ofan í hann og skilaði honurn svo. Þegai' nágranninn sá skaftpottinn sagði hann: „Hvað er nú þetta?“ Nasreddin svaraði: „Ja, meðan ket- illinn var hjá mér eignaðist hann bam.“ ,J>að vom aldeilis góðar fréttir,“ sagði nágranninn og fór ánægður heim með ketilinn. Nokkmm dögum seinna fékk Nas- reddin ketilinn lánaðan aftur og fór með henn heim til sín. Nágranninn beið rnargar vikur eftir honum. Þegai' hann var orðinn leiður á biðinni, fór hann til Nasredins og bankaði hjá hon- um. Þegar Nasreddin kom til dyra sagði nágranninn: „Ég vil fá ketilinn minn aftur.“ „O, ég samhryggist þér,“ sagði Nas- reddin. „Ketillinn er dáinn." „Hva...?“ sagði nágranninn alveg gáttaður. „Hver hefur nokkurntíma heyrt um að ketill geti dáið?" ,Já, það var mjög undarlegt," sagði Nasreddin íúllur samúðar. „En úr að hann gat eignast bam, þá er svosem ekkert athugavert við að hann hafi dáið.“ NASREDDIN PRÉDIKAR Einu sinni var Nasreddinn fenginn til að prédika nokkrar vikur í bænurn Aksehir. Hann fór þangað óundirbú- inn. Þegar hann steig upp í prédikun- arstólinn, leit hann yfir söfnuðinn og sagði: , Jæja vinir mínir, vitíð þið hvað ég ætla að tala um í dag?“ „Nei, það vitum við ekki,“ sagði fólkið. „Fáfræði er óafsakanleg,“ sagði Nasreddin. „Ef þið vitið ekki einu sinni hvað þið ætlið að hlusta á, þýðir ekkert fyrir mig að fara að segja ykkur það. Farið heim og takið ykkur á.“ Viku seinna prédikaði hann aftur, leit yfir söfnuðinn og spurði sömu spumingar og áður. Allir í söfnuðinum luku upp einum rómi og sögðu: ,Já, við vitum hvað þú ætlar að tala um.“ „Nú’“ sagði Nasreddin svolítið foj. „Fyrst þið vitíð það, þá sé ég enga ástæðu til að segja ykkur það.“ Fólkið fór heim en á leiðinni komu menn sér saman um að ef hann kæmi með þessa spumingu einu sinni enn, þá ættu allir sem væm vinstra megin í salnum að þykjast vita svarið en hinir ekki. Og þegar Nasreddin korn í þriðja skiptið til að predika, beið söínuðurinn spenntur. Nasreddin spurði, enn sem áður, hvort fólkið vissi hvað hann ætlaði að tala um. Allir sem vom vinstra megin í salnum kinkuðu ákaft kolli og þóttust vita það en hinir hristu hausinn og þóttust ekkert vita. Nasreddinn, hallaði sér grafalvai- legur fram á ræðustólinn og sagði: „Jæja. Þá finnst mér réttast að þeir sem vita það segi það hinum sem vita það ekki.“ Svo fór hann heim og prédikaði aldrei aftur í Aksehir. FAXI 89

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.