Sjómaðurinn - 01.08.1941, Blaðsíða 13

Sjómaðurinn - 01.08.1941, Blaðsíða 13
SJÓMAÐURINN ;) '^efjji^ee ^ tscef ^^feeý/jiff/teS <Jf 'e>jf<J(ie?/1- ótý'ee'/je<r/t/e, Mesta strandbjörgun við Island. T VOR hafa verið unnin liér á landi tvö björg- unarafrek, sem lengi mun verða minnzt. Um miðjan maí var belgiska skipinu „Persier“, um 8,200 smálest- ir, hjargað út af Mýrdals- sandi, en það strandaði þar i ofviðrinu mikla 28. febr- úar í vetur. Þessi hjörgun var framkvæmd undir stjórn Guðmundar Guðjóns- sonar stýrimanns. Og dag- inn áður tóksl þremur Skaftfellingum að ná út enska skipinu „Barra Head“, um 800 smálestir, en það strandaði um áramótin austur á Meðal- landsandi — hinum kunna „grafxæit skipanna". Það er verl að minnast þessara hjörgunarafreka og sjá svo um, að þau falli ekki í gleymsku. Hefur Sjómaðurinn því sérstaklega lcynnt sér aðdrag- anda að hjörgun „Persier“, en margt við þá björgun er sameiginlegt björguninni á „Barra Head“. Hefur Sjómaðurinn haft samtal við Guð- mund Guðjónsson, sem stjórnaði björgun „Persi- ers“ og fer frásögn lians hér á eftir: „Pei-sier“ er belgiskt skip, byggt úr járni árið 1918. Það er um 8,200 DW. tonn að stærð og um 400 feta langt. Það strandaði á Mýrdalssandi, eða nánar liltekið á svokölluðum Kötlutöngum kl. HV2 f. h. 28. febr. í vetui', en þá var ofviði'ið mikla. „Persier" hafði verið í hergagnaflutningum fyrir Bandamenn og var nú á leiðinni frá Baltimore til Englands með bifreiðar og hrájárn. Á skipinu voru 44 menn. Eg var skipstjóri á varðskipinu Ægi um þetta leyti. Um morguninn 28. febi’úar vorum við ný- komnir til Vestinannaeyja. Við höfðum verið að leita að skipi í sjávarháska. Það var brezka skip- ið „Empertiker“. Okkur tókst ekki að finna það, enda mun það hafa farizt nóttina áður um 80 sjómílur út af Vestmannaeyjum, og enginn kom- izt af. Þelta skip mun liafa verið í sömu herskipa- fylgdinni og „Persier“. Við fundum rekald úr því. Allt í einu harst okkur tilkynning um að belgiskt skip, „Persier“, væri strandað, að þvi er lalið var í neyðarskeytinu skammt fyrir austan Sagt frá björgun farmsins úr Persier, sem strandaði á Mýr- dalssandi —■ en Ægir dró við mikla erfiðleika. Vetmannaeyjar. \rið miðuðum. með miðunartækj- um undir eins og fundum slað þess strax og kl. 5Y2 um kvöldið vorum við komnir á strandstað- inn. Það var þegar sýnilegt, að björgun frá sjó var ókleif, því að veður var liið versta og mjög mikill sjór. Eg sendi því strax skeyli til sýslu- mannsins í Vík um strandið og bað um aðstoð til björgunar, en féklc fljótt það svar, að síminn aust- ur væri hilaður, og því ekki hægt að koma boðum þá leið. Eg sendi því skeyti til forstjóra Skipaút- gerðarinnar og bað liann að gera það sem liægt væri. Jafnframt lýstum við strandstaðinn og upp i loftið með ljóskösturum okkar, til að reyna að gefa mönnum á landi nierki um að þarna væru menn í lífsháska. Þella har m.jög fljólt lilætlaðan árangur, því að eftir nokkurn tíma, eða nánar til- tekið um ld. 11 um kvöldið, sáum við til manna- ferða á ströndinni. Björgun varð þó ekki við kom- ið þá þegar, vegna myrkurs, og varð það að hiða lil morguns. Vorum við um kyrrt fyrir utan alla nóttina og hófst hjörgun mannanna strax með birtingu. Gekk björgunin vel og var lokið 11111 kl. 11 % um daginn, án þess að nokkurt slys yrði. Um sama leyti barst okkur nýtt neyðarkall frá Guðm. Guðjónsson. Um borð í skipinu á strandstaðnum.

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.