Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 1
1. maí - baráttudagur verkalýðsins Morgunblaðið/RAX Iðjuþjálfun Vistmennirnir á Grund muna tímana tvenna. Margir tóku á sínum tíma þátt í baráttunni fyrir bættum kjörum en í ellinni verja þeir deg- inum með ýmsu móti. Þessi kona naut aðstoðar við saumaskapinn en sumir prjóna, mála eða eru við annað handverk. F Ö S T U D A G U R 1. M A Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 116. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. «DAGLEGTLÍF FERMINGARVEISLA Á FARALDSFÆTI «MENNING LISTINNI TEFLT GEGN KREPPUNNI Reuters Sóttvarnir Lögreglumenn með sótt- varnagrímur í Mexíkóborg. „MJÖG líklegt“ er að svínaflensan verði að heimsfaraldri en ekki er víst að hann verði mannskæður, að sögn Androulla Vassiliou, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Embættismenn Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO) sögðu að ekkert benti til þess núna að heimsfaraldur væri yfirvofandi. „Við þurfum að vera á varðbergi en varast ber ofsahræðslu,“ sagði Vassiliou og bætti við að Evrópuríki væru vel undir það búin að takast á við flensuveiruna. Staðfest hefur verið að veiran hef- ur borist til sex Evrópuríkja en ekk- ert flensutilfellanna í álfunni hefur verið alvarlegt. Nokkrir sjúklingar hafa komið á Landspítalann í Reykjavík vegna gruns um svínaflensusmit en enginn þeirra reyndist hafa fengið veiruna, að sögn Ólafs Guðlaugssonar, yf- irlæknis sýkingavarnadeildar sjúkrahússins, í gær. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Ís- lendingum að ferðast ekki til Mexíkó vegna svínaflensunnar nema brýna nauðsyn beri til. | 14, 18 Telja ekki miklar líkur á skæðum heimsfaraldri „Varast ber ofsahræðslu“ Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VINNUMÁLASTOFNUN hyggst á næstunni herða eftirlit með misnotk- un atvinnuleysisbóta. Að sögn Giss- urar Péturssonar forstjóra hefur stofnunin fengið fjölmargar ábend- ingar um misnotkun að undanförnu. Nú eru um 18 þúsund manns á at- vinnuleysisskrá og margir þeirra hafa freistast til að misnota kerfið en til þess eru margar leiðir. Ein leiðin er að senda einhvern annan fyrir sig þegar viðkomandi er boðaður á fund til þess að staðfesta að hann sé atvinnulaus. Mörg dæmi eru um slíkt, að sögn Gissurar. Nokkrir útlendingar, sem farnir eru til síns heimalands, hafa reynt að blekkja Vinnumálastofn- un með þessum hætti. Hafa þeir sent vini sína, sem staddir eru á Ís- landi, í sinn stað. Til að sporna við þessum svikum er farið að krefja fólk um persónuskilríki þegar það kemur í viðtöl. Þá hafa 50-60 manns verið sviptir atvinnuleysisbótum á síðustu vikum vegna þess að þeir mættu ekki í at- vinnuviðtöl. Í kjölfar þess að atvinnuleyisskráin var samkeyrð við nemendaskrár há- skólanna voru 20 manns sviptir bót- um. Þá hafa fjölmargar ábendingar borist um að atvinnulausir stundi svarta vinnu og hefur slíkum málum verið vísað til skattyfirvalda. Bæturnar misnotaðar  Vinnumálastofnun hyggst auka eftirlit með svikum vegna atvinnuleysisbóta Gissur Pétursson Í HNOTSKURN »Á mánudaginn verðarúmlega tveir milljarðar króna greiddir í atvinnu- leysisbætur. Er það hærri upphæð en nokkru sinni áð- ur. »Með því að taka harðar ámisnotkun bótanna telur Vinnumálastofnun að lækka megi þessa upphæð umtals- vert. Aukinn kraftur verður settur í eftirlit á þessu sviði.  SKÝRSLUTÖKUR yfir flestum þeirra sjö stúlkna, sem í hóp réðust á fimmtán ára stúlku í Heiðmörk á miðvikudag, fóru fram í gærkvöldi. Að sögn Friðriks Smára Björgvins- sonar, yfirmanns rannsókn- ardeildar lögreglu höfuðborg- arsvæðisins, er málið að mestu leyti upplýst. Játningar liggja fyrir og svo virðist sem þrjár stúlkur hafi haft sig mest í frammi við árásina. Friðrik Smári segir málið nú fara sína leið í réttarkerfinu auk þess sem barnarverndaryfirvöld koma að því. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir málið litið afar alvarlegum augum. »4 Þrjár stúlkur hafa játað að hafa haft sig mest í frammi  CHELSEY Kristina Sveins- son, sextán ára hálfíslensk stúlka, hefur sett stefnuna á að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna í langhlaupum á Ólympíu- leikunum í London árið 2012. Chelsey, sem er fædd á Íslandi, er aðeins 16 ára gömul en hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Bandaríkjunum að und- anförnu og fengið ýmsar við- urkenningar. »Íþróttir Stefnir á sæti í bandaríska ólympíuliðinu fyrir 2012  MIÐAÐ við upplýsingar frá Hag- stofunni um innflutning á kaffi hef- ur hlutur íslenskra kaffiframleið- enda á markaði aukist til muna frá bankahruninu. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam innflutn- ingur á óbrenndu kaffi 44,4% af heildarinnflutningi, en á sama tíma í fyrra nam hlutfallið 29,4%. Aukn- ingin á milli ára er einstök, segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. »16 Drekka meira íslenskt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.